Dagblaðið - 25.09.1980, Page 14

Dagblaðið - 25.09.1980, Page 14
14 i DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir 23 D Hvað sögðu dönsku blöðin um fyrri leik Hvidovre og Fram? Okkur hafa nýlega borizt umsagnir dönsku blað- anna um fyrri leik Hvidovre og Fram, sem leikinn var í Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku. Siðari leikurinn fer fram á sunnudag kl. 14 og ættu allir knattspyrnu- unnendur að fjölmenna á hann. Hér á eftir fara um- sagnir dönsku blaðanna. B.T. Hvidovre fór að visu með sigur af hólmi i leiknum við FRAM Reykjavík, 1-0, en sannast sagna áttu þeir sigurinn ekki skilinn. Aðeins Englendingurinn Leroy Ambrose náði þvi i nokkur skipti að ógna íslenzka markinu. Hann var eldfljótur og gaf góðar sendingar á Michael Manniche, Jörgen Kirk og Henrik Jensen, en þeir voru aftur á móti snillingar í að klúðra tækifærunum. Jyllands-Posten Hvidovre átti tækifæri til að skora a.m.k. 3—4 mörk, en íslenzki markvörðurinn, Guðmundur Baldursson, átti stórgóðan leik og tókst Hvidovre aðeins að skora hjá honum úr vitaspyrnu. íslending- arnir voru tæknilega séð betri en búizt var við og má Hvidovre búast við erfiðum leik i Reykjavík. Aktuelt Fyrir lið FRAM var þetta meira en hálfur sigur. ísiendingarnir reyndu ekki mikið fyrir sér i sóknar- leik en biðu rólegir eftir þvi, að leikmenn Hvidovre kæmu. Greinilega varnartaktík og Framliðið náði þvi sem það ætlaði sér. Það er spurning, meira að segja stór spurning, hvort Hvidovre getur haldið þessu 1-0 forskoti i leiknum i Reykjavík þann 28. september. Berlingske Tidende Það væri skömm fyrir danska knattspyrnu ef eitt af okkar beztu liðum yrði slegið út af íslenzku liði í 1. umferð alþjóðakeppni í knattspyrnu. Þátttaka liðsins í Evrópubikarkeppninni gæti orðið sorgar- saga. Politiken Það var annars kraftaverk að koma knettinum framhjá hinum 20 ára gamla markverði FRAM, sem var mjög öruggur og bjargaði nokkrum sinnum meistaralega. Eini möguleikinn að skora hjá honum var að skora úr vítaspyrnu. WBA lagði Everton Everton tapaði óvænt á heimavelli, 1—2 fyrir WBA i 3. umferð enska deildabikarsins i gærkvöldi. Arsenal urðu hins vegar ekki á nein mistök í leik sínum við Stockport, sem Arsenal vann, 3—1. Mörk liðsins skoruðu John Hollins, Alan Sunderland og Frank Stapleton, en Les Bradd svaraði fyrir Stock- port. Úrslit i enska og skozka deildabikarnum í gær- kvöldi urðu annars þessi. Enski deildabikarinn 3. umferð Everton—WBA 1—2 Stockport—Arsenal 1—3 Tottenham—Crystal Palace 0—0 Skozki deildabikarinn 3. umferö (samanlögð úrslit í sviga) Aberdeen—Rangers 3—1 (3—2) Ayr—Hearts 4—0(7—2) Clydebank—Raith 1—0(2—0) Dundee United—Motherwell 4—2(5—4) Hibernian—Clyde 2-1 (4-1) Kilmarnock—Dundee 0—0(0—0) Dundee vann á vítum St. Mirren—PartickTh. 0—0 (2—0) Celtic —Hamilton 4-1 (7-2) Stuttgart malaði Larnaca Stuttgart vann öruggan sigur á Pezoporikos Larnaca frá Kýpur i siðari leik liðanna í UEFA- keppninni, sem leikin var á Kýpur í gær. Lokatölur 'urðu 4—1, og vann Stuttgarl því samanlagt 10—1. Mörk liðsins í gær gerðu Tofecki 2, Klotz og Forster. Norðmenn náðu jöfnu Norðmenn náðu jafntefli við Rúmena á Bislett- leikvanginum í Osló í gærkvöldi i leik landanna i 4. riðli undankeppni HM í knattspyrnu. Lokatölur urðu 1—1 eftir að Rodion Cametary hafði fært Rúmenum forystuna á 10. minútu. Aage Hareide jafnaði metin fyrir Norðmenn á 20. mínútu. Áður höfðu Englendingar unnið Norðmenn, 4—0 í þessum riðli. Áhorfendur i gær voru 23.000. Austurríkl vann 2-0 úti Áusturriki vann Finnland 2—0 i leik liðanna í 1. riðli undankeppni HM í knattspyrnu, sem leikinn var i Helsinki i gærkvöldi. í hálfleik var staðan 1—0 og skoraði Kurt Jara það mark en i þeim síðari bætti Kurt Welzl, markaskorarinn mikli hjá AZ ’67, öðru marki við og innsiglaði sigur Austurríkis. grasvöll félagsins Þórsarar á Akureyri vígðu á sunnudag liinn nýja grasvöll félags- ins, en unnið hefur verið að gerð hans undanfarin sex ár. Það var 29. nóvember 1975 sem Haraldur Helga- son lók fyrstu skóflustunguna að vellinum, og síðan hefur verið unnið livert sumar að gerð vallarins. Vígsluathöfnin á sunnudag hófst með þvi að safnazt var saman á Ráðhústorginu og þaðan gengið i skrúðgöngu inn á nýja völlinn. Þar tók Haraldur Helgason, fyrrverandi formaður Þórs, fyrstur til máls og rakti byggingarsögu vallarins en síðan flutti Sigurður Oddsson for- maður ræðu og þakkaði öllum sem lagt hafa hönd á plóginn. Síðan var völlurinn formlega vígður, er Hallfreð Tryggvason Sigurður Oddsson klippti á borða er strengdur hafði verið þvert yfir miðjan völlinn. Þá var danskur eins- eyringur með ártalinu 1915, stofnári Þórs, grafinn i völlinn. Fyrstu spyrnu vallarins tók síðan Hallfreð Tryggvason, en hann var „einn af strákunum á eyrinni”, sem stofnuðu Þór. Fyrsti leikurinn var á milli liðs Þórs, sem vann sig upp i I. deild 1976 og liðs Þórs, sem vann sig upp í 1. deild í sumar. Oft brá fyrir góðum töktum hjá ,,gömlu mönnun- um”, en leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Þá léku Þór og KA i 5. flokki, og sigraði Þór 2-0. Sem fyrr segir var fyrsta skóflu- stungan að grasvellinum tekin 1975, en á þeim árum sem liðin eru síðan hafa um 30 þúsund tonn af jarðvegi verið flutt til og 1500 m af frá- rennslislögnum verið lagðar í völlinn. Hinn 3. júlí sl. hófst síðan tyrfing vallarins. Hún stóð yfir i 11 daga og var þá búið að tyrfa 14.400 fermetra. Alls aðstoðuðu 220 manns við tyrf- ingu vallarins, en talið er að i hana hafi farið 2800 vinnustundir. Samfara þvi að völlurinn var tyrfð- ur var unnið að gerð áhorfendastæða vestan grasvallarins og stórir flákar sunnan og austan vallarins snyrtir. Nú er búið að sá í þessar spildur og þær orðnar grænar. Þessa dagana er verið að snyrta um þriggja hektara svæði norðan við grasvöllinn og verður sáð í það síðar í haust. Nýverið fengust endanleg lóða- mörk félagssvæðisins samþykkt í bæjarstjórn og er því hægt að hefja skipulagningu félagssvæðisins. A skipulagsuppdrættinum er gert ráð fyrir malbikuðum velli fyrir hand- bolta og tennis, nýjum grasvelli og nýjum malarvelli, sem hægt verður að nota fyrir skautasvell á veturna, auk þeirra valla sem fyrir eru. Þá er á uppdrættinum gert ráð fyrir trjá- gróðri í kringum svæðið, og síðast en ekki sízt félagsheimili, en bygging þess er næsta stórverkefni Þórs. í haust er gert ráð fyrir að lokið verði við, auk sáningarinnar sem áður var minnzt á, að girða nýja gras- völlinn af, og ennfremur er búizt við að þá verði lokið við gerð áhorfenda- svæða. Þá er gert ráð fyrir að i haust verði lokið við að setja upp flóðljós á malarvellinum. Þór var stofnað, sem fyrr getur, árið 1915, nánar til tekið 6. júní það ár. Frá fyrstu tíð hefur félagsstarfið verið blómlegt og má í því sambandi minnast þess að fyrstu Íslandsmeist- ara sína eignaðist félagið 1941, i handknattleik kvenna. Árið 1976 áttu Þórsarar fjögur 1. deildarlið, og þar af varð kvennalið félagsins islands- meistari í körfuknattleik. Nú í ár hafa yngri flokkar félagsins staðið sig vonum framar og meistaraliði Þórs i knattspyrnu tókst að vinna sig upp í I. deild á nýjan leik. Á 65 ára ferli félagsins hefur það haft fjóra aðsetursstaði. Fyrsta æfingasvæði félagsins var á eyrinni, þar sem nú er athafnasvæði Aðal- geirs og Viðars við Furuvelli. Næst var útbúinn knattspyrnuvöllur þar sem Linda hf. stendur nú og var sá aðalknattspyrnuvöllur Akureyrar Teitur Þórðarson skoraði markið, sem innsiglaði sigurinn. unz íþróttavöllurinn neðan Brekku- götu var tekinn í notkun. Árið 1967 var Þór siðan úthlutað svæði austan Hörgárbrautar, á móts við ESSO-Nesti. Það svæði reyndist ekki nýtanlegt sökum þess að þar var botnlaus mýri, sem ógjörningur var að þurrka upp. Var félaginu því út- hlutað félagssvæði norðan Glerár- skóla tveimur árum síðar og þar hefur félagið verið síðan. Fljótlega hófust framkvæmdir við malarvöll og vorið eftir, eða I970,komst vallar- gerðin í fullan gang. Sumarið 1975 var malarvöllurinn vígður, en þá átti félagið60áraafmæli. -GSv/SA „Stórkostlegt mark” — sagði Reuter um neglingu Janusar ísland, sem á litla möguleika á að vinna sér rétt til þátttöku á HM á Spáni 1982, gerði Wales, Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum mikinn greiða er það vann Tyrkland 3-1 í 3. riðli undan- keppni HM i knaftspyrnu. íslenzka liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sin- um 0-4 og 1-2 á heimavelli og með hinum óvænta sigri i dag gerði það vonir Tyrkja um þátttöku í HM á Spáni að engu, segir i fréttaskeyti Reuters um landsleikinn. Hinir leiknu leikmenn Tyrklands sköpuðu sér nokkur marktækifærí en gátu ekld rekið endahnútinn á sóknir sinar. tslendingar áttu aftur á móti mun minna í leiknum úti á vellinum en langskot þeirra hittu mjög vel og tvö þannig gáfu íslendingum tveggja marka forystu eftir kiukkustundar leik. Fyrsta markið skoraði Janus Guðlaugs- son og var það stórkostlegt, heldur Reuter áfram. Reuter fjallar mjög itarlega um leik- inn og er augljóst á öllu að úrslit leiks- ins eru talin mjiig óvænt. í BBC var einnig fjallað ítarlcga um landsleikinn og þar var sigri ísiands lýst sem ákaflega óvæntum. „Þessi frábæru úrslit undirstrika aðeins þá þróun sem hefur verið að verða hjá íslenzka landsliðinu í undanförnum leikjum og sýna svo ekki verður um villzt að við erum alltaf á uppleið,” sagði Helgi Daníelsson, for- maður landsliðsnefndar, í viðtali við DB i gærkvöld eftir hinn glæsilega sigur islenzka landsliðsins gegn Tyrkj- um i Izmir. ísland sigraði Tyrkina 3—1 þrátt fyrir að leikið væri um miðjan dag í 25 gráða hita. Þessi úrslit eru tví- mælalaust þau óvæntustu og jafnframt þau ánægjulegustu hjá landsliði okkar í háa herrans tið og jafnast fyllilega á við þann leik sem allt hefur verið miðað við sl. 5 ár, sigurinn gegn A-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum. Ekki má gleyma því að leikið var á útivelli gegn þjóð sem á sl. ári náði ágætisárangri gegn mörgum stórþjóðum og vann m.a. Sovétmenn. Tyrkirnir voru meira með knöttinn allan leiktímann, ákaft hvattir af hinum 20.000 áhorfendum sem lögðu leið sína á völlinn. Þeir notuðu stuttan samleik og nett spil og hafa eldfljótum einstaklingum á að skipa. Tækifæri þeirra voru hins vegar ekki ýkja mörg og þeir reyndu mikið af hásendingum fyrir markið þar sem þeir Þorsteinn Bjarnason í markinu, Sigurður Halldórsson og Marteinn Geirsson voru kóngar í ríki sínu og Þorsteinn átti stórgóðan leik. Þau færi sem Tyrkirnir Fallegt mark Alberts Guðmundssonar setti Tyrkina út af laginu í síðari hálfleik. | sköpuðu sér runnu flest út í sandinn vegna slælegrar frammistöðu framherj- anna. fsland fékk óskabyrjun í leiknum. Á 12. mínútu fengu íslendingar innkast. Teitur Þórðarson náði knettinum og sendi hann til Janusar. Hann fékk góðan tíma til að leggja knöttinn fyrir sig og sendi hann síðan með miklum þrumufleyg í vinkilinn af um 30 metra færi. Hreinasta gullmark — „specta- cular goal” eins og Reuter-fréttastofan orðaði það. Albert Guðmundsson skoraði annað mark íslands á 60. mínútu með hörku- skoti af vítateig og átti tyrkneski mark- Þórsarar vígðu nýjan vörðurinn enga möguleika á að ná til knattarins, 2—0, og þá sló algerri þögn á áhorfendur á vellinum. „Við, sem sátum á bekknum fengum ýmislegt lauslegt í okkur, m.a. tómata,” sagði Helgi í viðtali við DB. Síðan fengu Tyrkirnir vítaspyrnu, sem var hreinasta gjöf til þeirra að sögn Helga. Marteinn Geirsson brá einum leikmanna Tyrkjanna, Cem, utan víta- teigs en Tyrkinn lét sig falla inn í teig- inn með miklum tilþrifum og fékk dæmda vítaspymu. „Þetta virðist vera hrein og bein álög á okkur, að fá alltaf á okkur vítaspyrnu,” sagði Helgi. Úr spyrnunni, sem dæmd var á 72. mínútu, skoraði Fatih en heppnis- stimpill var á því. Þorsteinn Bjarnason henti sér í hægra hornið en spyrna Fatih var gersamlega misheppnuð. Boltinn skoppaði laust í mitt markið en þar sem Þorsteinn var úr jafnvægi var útilokað fyrir hann að ná til knattarins. „Við bjuggumst því við löngum 18 mínútum því Tyrkirnir hertu sóknina til mikilla muna eftir þetta,” sagði |Helgi. Á 81. mín. gerði ísland hins vegar út um leikinn. Þá fékk íslenzka liðið aukaspyrnu sem Ásgeir Sigurvins- son tók. Hún var firnaföst og tyrkneski markvörðurinn fékk ekki haldið. skotinu. Knötturinn barst til Teits sem var fljótari að átta sig en varnarmenn- irnir og skoraði glæsilega þriðja markið og sigurinn var í höfn. Að sögn Helga Dan. var erfitt að tína einn eða annan út úr liðinu fyrir frá- bæra frammistöðu en hann taldi þó að Marteinn hefði vart leikið betur í mörg I ár og Þorsteinn hefðí varið af snilld allan leikinn. íslenzka liðið var þannig skipað í leiknum: Þorsteinn Bjarnason, | Viðar Halldórsson, Trausti Haralds- I son, Sigurður Halldórsson, Marteinn Geirsson, Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Atli Eðvaldsson, Teitur | Þórðarson, Ásgeir Sigurvinsson, Guðmundur Þorbjörnsson (Sigurður Grétarsson kom inn á í síðari hálfleik fyrirhann). .sSv. „Hermenn voru alls staðar” fyrirliði islenzka landsliösins, í rabbi við DB eftir leikinn. „Leikurinn sjálfur var mjög góður af okkar hálfu og fyrsta markið kom eins og köld vatnsgusa framan í Tyrk- ina. Það var ekki erfitt að eiga við þá í vörninni, það voru aðeins tveir eða þrír hávaxnir menn í liðinu og Þorsteinn hirti alla bolta sem komu fyrir markið, eða þá að þeir voru skallaðir burtu. Vitið var tóm þvæla. Maðurinn var svona metra fyrir utan þegar ég brá honum og dómarinn dæmdi fyrst frí- spark en breytti því síðan í víti. Tyrkinn skaut beint á markið i vítinu en Þor- steinn tók „sjensinn” og henti sér í hægra horniö. Við áttum góð marktækifæri úndir lok leiksins og tyrkneski markmaður- inn varði vel frá Janusi og Teiti. Áður en leikurinn hófst var sagt að það væri aðeins spurning um hvað Tyrkir myndu vinna með miklum mun, end Tyrkir sterkir á heimavelli. Þeir — sagði Marteinn Geirsson fyrirliði um viðbúnað Tyrkjahers á vellinum „Það voru um 200—300 hermenn í kringum völlinn og fyrir ofan áhorf- endastæðin og þegar við gengum inn á völlinn þurftum við að ganga framhjá byssuhlaupunum. En að öðru leyti fundum við.lítið fyrir byltingunni og hún virtist ekki hafa nein áhrif á tyrk- neska liðiö,” sagði Marteinn Geirsson, unnu Walesbúa og gerðu jafntefli við Þjóðverja í fyrra. En okkur var mjög vel fagnað af áhorfendum eftir að leiknum lauk og þeir klöppuðu mikið Janus skoraði stórbrotið mark af 30 metra færi og það gaf liðinu byr undir báða vængi. fyrir okkur þegar við fórum frá vellin- um á hótelið,” sagði Marteinn Geirs- son. * - SA H0TUÐU AÐ BERA hótað því að hann yrði borinn af leik- velli, ef hann reyndi aö gefa okkur vatn við hliöarlínuna. Við höfðum áhorfendur á móti okkur i fyrstu en undir lokin voru þeir farnir að klappa fyrir okkur. Tyrkirnir voru mun teknískari en við og sneggri en ekki betri en við. Við áttum engan súperleik en þetta var ágætur leikur hjá okkur,” sagði Teitur Þórðarson að lokum. -SA NUDDARANN AF VELLI „Fyrstu mörkin tvö voru stórglæsi- leg, en mitt var ekki alveg eins gott. Það kom upp úr aukaspyrnu sem Ásgeir tók, okkur ber ekki alveg saman um það hvort boltinn hafi farið i vegg- inn eða markmanninn, en hann hrökk til mín og ég sendi hann i netið,” sagði Teitur Þórðarson i spjaili við DB i gær. „Þetta var dálítið erfiður leikur, það var mikill hiti og okkur var bannað að fá að drekka vatn. Einari nuddara var Marteinn Geirsson. Handknattleikssamband íslands ÍSLAND—NOREGUR Tvoir 1AMDSMIKIR í laugardalshOlunni Laugardaginn 27. SEPT. kl. 15 Sunnudaginn 28. sept. kl. 20 Markmiðið er SIGUR Áfram ÍSLAND H. S. í. Garðar Gíslason hf. Hverfisgötu 4 — 6 Sími 11500 Polar — Sjávarafurðir Grófin 1 IVIiðaverð: Sæti kr. 4.000.- Stæði kr. 3.000. Börn kr. 1.000.- ÞRIÚ STÓRKOSTLEG MÖRK FÆRDU ISLANDISIGUR GEGN TYRKJUM — Janus, Albert og Teitur skoruðu mörkin í 3-1 sigri íslands í Izmir í gærdag. Þrátt fyrir að leikið væri í 25 stiga hita fékk ekkert bitið á íslenzku strákana

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.