Dagblaðið - 30.09.1980, Side 4

Dagblaðið - 30.09.1980, Side 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER DB á neytendamarkaði Eins lítra umbúðimar einhverjar þró- uðustu mjólkurumbúðir sem til eru — segir forstjóri MS. Varanleg lok eru alltof dýr — allt í athugun Kanturinn á nýju boxunum (á mlðri myndinni), sem framleidd verða á Reykja- lundi, verður sléttur og lokin verða soðin ofan á hann, en ekki beygð innundir brúnina eins og nú er gert. DB-mynd Meðal þeirra kvörtunarefna sem okkur hafa borizt var í sambandi við mjólkurumbúðirnar. Fullorðin hjón áttu ekki orð að lýsa óánaegju sinni með lítra umbúðirnar. „Þegar maður geymir þessar umbúðir opnaðar í isskápshurðinni gúlpast upp úr þeim þegar hurðinni er lokað”, sögðu þau. Þessar umbúðir eru nefndar Rex umbúðir til aðgreiningar frá Brik um- búðunum eins og eins Iftra umbúðirn- ar og einnig súrmjólkin er seld i í Reykjavik. DB-mynd. Hvað höfðu forráðamenn Samsöl- ' unnar um umbúðirnar að segja? ,,Brik lítraumbúðirnar, sem not-'( aðar eru hjá Mjólkursamsölunni, / eru einhverjar þróuðustu mjólkur-! umbúðir sem fáanlegar eru. Þær hafa marga ótvíræða kosti, eru hentugri í vinnslu, dreifingu og sölu. Þær' rúmast vel í innkaupapokum og einnig i kæliskápum. Þær er hægt að fylla alveg af mjólk, þannig að ekkert loft verður eftir í umbúðunum, en loft getur hugsanlega spillt mjólk- inni. Og loks eru þær ódýrari en eins lítra umbúðir af Rex gerð,” sagði Guðlaugur Björgvinsson forstjóri M.S. ,,Þá hefur einnig sýnt sig að það er vaxandi meirihluti neytenda sem tekur þessar Brik umbúðir fram yfir Rex umbúöirnar. Á sl. ári voru seldir 17 millj. lítrar í einslítra Brik umbúð- unum á móti 10 millj. lítr. i tveggja lítra Rex umbúðunum. Þá má ekki vanmeta sparnaðinn fyrir neytendur sem er að þessum Brik umbúðum fram yfir Rex umbúðirnar. Á sl. ári nam hann hvorki meira né minna en 51 millj. kr.” Af hverju erlendar í stað innlendra? — Hvers vegna eru ekki umbúð- irnar fengnar hjá Kassagerð Reykja- vikur i stað þess að kaupa þær erlendis frá? „Ýmsar ástæður eru fyrir því. Má þar fyrst nefna að Mjólkursamsalan leigir átöppunarvélar af Tetrapak fyrirtækinu, en það framleiðir einnig umbúðirnar. Hagkvæmara er að leigja vélarnar en að kaupa þær. Slíkar vélar eru t.d. fljótar að ganga úr sér vegna mikilla framfara. Með núverandi fyrirkomulagi ber Tetrapak ábyrgð á vélunum og endurnýjun og/eða skipti á vélum eru auðveld. Kassagerðin mun geta framleitt umbúðir af Rex-gerð. En þrátt fyrir að umbúðirnar yrðu framleiddar hér á landi flyttist ekki nema lítill hluti af kostnaðinum hingað til lands. Rex vélar fást stillanlegar frá tveim lítrum í 1/4 ltr. og henta því betur smærri samlögum en Brik vélarnar sem gerðar eru fyrir eina umbúða- stærð hver. Þær eru því hagkvæmari á Reykjavíkursvæðinu,” sagði Guð- laugur. Lólegu lokin — Er nauðsynlegt að lokin séu svona léleg á framleiðsluvörum ykkar, eins og t.d. skyri, ými, jógúrt og sýrðum rjóma? Við höfum fengið margar kvartanir vegna þessara lélegu loka, sem ekki er hægt að nota til þess að loka umbúðunum ef þær eru ekki tæmdar? „Hér eru notuð sömu lok og á Vesturlöndum. Hins vegar væri æski- legt að lok á 500 gr boxunum mætti nota aftur til að loka þeim sem ekki eru tæmd strax. Dönsk lok, sem eru nýkomin á markað, reyndust of dýr, a.m.k. ennþá. En hafa mætti á boðstólum plasfiok svipuð þeim sem fáanleg eru á eins Itr. Brik-fern- ur,” sagði Guðlaugur. Nýjar umbúðir um áramótin Um áramótin eru væntanieg ný plastbox sem framleidd eru á Reykja- lundi undir jógúrt, skyr og ými. Kanturinn á þeim boxum verður sléttur, þannig að lokið verður í framtíðinni „soðið” á barminn en ekki beygt innundir hann eins og nú er gert. Með því móti er auðveldara að ná lokinu af, en það breytir hins vegar ekki því að ekki verður hægt að ioka umbúðunum nægiiega vel með lokunum aftur.— Þá gæti komið sér vel að geta keypt „varanleg” plastlok sem passa á boxin. Ekkert er því til fyrirstöðu að hægt verði að framleiða þau á Reykjalundi þegar þar að kemur. -A.Bj. SACHER-TERTA ER EIN AF FRÆGUSTU KÖKUNIHEIMS Einn af þeim gestum sem komu í sýningardeiid Dagblaðsins í Laugar- dalshöll á dögunum, bað um að birt yrði aftur uppskrift af „Sacher torte”. Hún sagðist hafa týnt sinni uppskrift og vissi til þess að fleiri höfðu einnig týnt uppskriftunum. Sacher-terta er ein frægasta terta í heimi. Upphafiega uppskriftin er búin til af frú Sacher sem var gift einum af frægustu matreiðslumönn- um Evrópu. Sacher fyrirtækið er enn til í Vínarborg, er annað af tveimur frægustu matreiðslu- og söiufyrir- tækjum þar í borg. Hitt fyrirtækiðer Demel. Mikill styrr hefur staðið um upp- skriftina að „hinni eiginlegu Sacher- tertu” í gegnum árin og jafnvel orðið út af henni mannvíg. Einhvern veginn hefur nú uppskriftin samt komizt út til almennings, en hvort Sacher-tertan, gjöriö þið svo vei. þetta er sú eina sanna skulum við láta ósagt. — Þetta er rándýr kaka, en að sjálfsögðu mjög góð. — Eftirfarandi uppskrift þýddum við úr sænsku. 200 g smjörliki 200 g suöusúkkuðlaði 2 dl sykur 1 tsk vanillusykur (eöa dropar) 3 egg og 5 eggjarauöur 11/2 dl hvelti 2 msk kartöflumjöl 5 eggjahvítur. Glassúr 1 1/2 dl apríkósumarmelaöi 1 dl vatn l/2dlsykur 2 msk sýróp 75 g suðusúkkulaöi. Bræðið smjörlíkið og súkkulaðið í vatnsbaði og látið það rétt aðeins kólna. Þeytið eggin með rauðunum og sykrinum, bætið hveitinu og kartöfiumjölinu út í og loks súkku- laðinu. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim síðast varlega saman viö deigið. Látið deigið í vel smurt form, stráið raspi innan í formið, sem á að vera stórt (3ja lítra). Kakan bakast í 175 gráðu heitum ofni í 50— 60 min. Látið kökuna rétt aðeins kólna, hvolfið þá forminu á rist og látið kökuna kólna i því til fulls. Látið allt sem á að fara í glassúr- inn í pott og sjóðið saman við vægan hita þar til það er þykknað dáiítið. Látið þá kólna þar til glassúrinn er orðinn þykkur líkt og sýróp og smyrjið þá ofan á kökuna. Kakan er síðan borin fram með þeyttum rjóma. -A.Bj. Hjálp við að ná endunum saman: Skrifið niður öll útgjöld— það er lærdómsríkt Kæra Neytendasíða. Beztu þakkir fyrir allt gamalt og gott, þ.ám. nýja „veggspjaldið” sem ég reyndar geymi ofan í skúffu. Það varð til þess að ég reyndi í síðasta mánuði að halda saman öllum út- gjöldum. Að vísu misfórst eitthvað af þeim, t.d. tóbaksliðurinn og eitthvað fleira en engu að síður fór talan yfir 670 þúsund kr. Og þá ofbauð mér sannarlega. Þessi mánuður er undir smásjánni hvað varðar að skrifa niður öll út- gjöld og veitir víst ekki af. Eftir reynslu síðasta mánaðar held ég að úttekt sem þessi á öllum út- gjöldum geti e.t.v. hjálpað til við þá endaleysa að ná saman endum. Þá hefur maður í það minnsta mjög góða yfirsýn yfir í hvað peningarnir hafa farið og hvort e.t.v. hefði verið hægt að sleppa einhverju. Hver kannast ekki við þá staðreynd að. peningarnir eru hreinlega búnir þegar á að fara að greiða einhvern reikninginn? — ,,Og hvað, ég sem átti að eiga meira en nóg fyrir þessu!!” Eftir mína reynslu vil ég hvetja sem allra flesta til að skrifa niður öll út- gjöld, t.d. í tvo til þrjá mánuði í senn. Það er ótrúlega lærdómsríkt. Beztu kveðjur S.H.” Þessi unga húsmóðir hefur verið með í heimilisbókhaldinu okkar nú um langt árabil. í ágúst var hún með tæplega 55 þúsund kr. á mann að meðaltali. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980. 5 Ásgeir Tómasson kynnir keppninnar lýsir Jóhannes Hilmisson visnasöngvara sigur- vegara i Hæfileikakeppninni 1980. DB-mynd Sig. Þorri. Hæfileikakeppni DB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar. Ég er alveg þrælmontinn — sagði sigurvegari keppninnar, Jóhannes Hilmisson frá Sauðárkróki „Ég er alveg þræimontinn að sjálf- sögðu, enda Þingeyingur. Og ekki átti ég von á að sigra. Þetta fólk var allt mjög gott sem kom fram. Það er eigin- lega ekki hægt að keppa í þessu,” sagði Jóhannes Hilmisson frá Sauðárkróki, sigurvegari í úrslitakeppni Hæfileika- keppninnar sem fram fór á Hótel Sögu ásunnudagskvöldið. Jóhannes flutti gamanvísur, m.a. um Hæfileikakeppnina. Hann er í Vísna- vinum og muna eflaust margir eftir honum úr sjónvarpinu síðustu kosn- inganótt en þá söng hann ásamt nokkr- um Vísnavinum. ,,Nei, ég hef aldrei lært söng og hef ekki hugsað mér að gera það. Ætii ég haldi ekki áfram á sömu braut,” sagði Jóhannes. í öðru sæti urðu Brotnir bogar frá Akranesi, 7-manna kammersveit sem flutti nokkur lög frá Norðurlöndunum. í þriðja sæti varð Árni Sighvatsson sem söng einsöng. Alls voru 11 atriði i úr- slitakeppninni. Þéttsetið var á Hótel Sögu í fyrra- kvöld og komust færri að en vildu. Boðið var upp á ljúffengan kjúklinga- rétt, sem nefnist Fried Capoon Southern Style. í dómnefnd sátu Krist- inn Hailsson, Ólafur Gaukur og Ragnar Bjarnason. - ELA SÁÁ til liðs við Vemd — Ekki nóg að lög séu samin, segir fráfarandi formaður „Frjáls og óháð samtök hafa það fram yfir opinberar stofnanir að þau geta leyft sér að gagnrýna rangar félagslegar aðgerðir og bent á nýjar, vegna persónulegra kynna af vanda- málunum, unnið markvisst að um- bótum vegna þekkingar, áhuga og reynslu,” sagði Þóra Einarsdóttir, fráfarandi formaður Verndar, áaðal- fundi félagsins fyrir helgina. Markviss tilraun er nú gerð til þess að blása nýju lífi í þetta félag sem í rúm 20 ár hefur með ýmsum hætti beitt sér fyrir bættum aðbúnaði fanga, endurhæfingu þeirra og fræðslu. Hópur manna úr SÁÁ gekk til liðs við Verndarfólk á aðalfundinum. Breytingar voru gerðar á lögum sam- takanna og kosin 40 manna stjórn úr hópi gamalia og nýrra félaga. Mikill einhugur var á fundinum sem séra Jón Bjarman fangaprestur stjórnaði. -BS. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 - Sími 15105 Skákmótið í Sochi: JÓRLAGDI3 ST0RMEISTARA — en kvefaðist og gekk illa í síðustu umferðunum Þrátt fyrir tap í þremur síðustu umferðunum á hinu geysisterka skák- móti í Sochi í Sovétríkjunum náði Jón L. Árnason árangri sem nægir til alþjóðlegs meistaratitils. Að loknum 12 umferðum var Jón með 6,5 vinn- inga, eða yfir 50%, sem er mjög góður árangur þegar tekið er tillit til þess að af 16 keppendum voru 13 stórmeistarar. Sigurvegari á mótinu varð Pan- chenko frá Sovétríkjunum. Sigur hans kom talsvert á óvart og hlaut Pancheriko stórmeistaratitil að laun- um. Hann hlaut 10,5 vinninga. í 2. sæti varð sovézki stórmeistarinn Balashov með 10 vinninga. Torre frá Filippseyjum varð þriðji með 9,5 vinnigna. Jón varð að lokum að gera sér 11. sætið að góðu. Það er árangur sem hann þarf ekki að skammast sín fyrir. Hann lagði þrjá stórmeistara að velli í mótinu, þá Farargo frá Ung- verjaljandi, Spassov frá Búlgariu og Jansa frá Tékkóslóvakíu. Jón var að vonum óánægður með hversu illa tókst til í síðustu þremur umferðunum. „Ég tefldi þá eins og krakki,” sagði hann í samtali við biaðamenn DB er blaðinu tókst !oks að ná símasambandi við Sochi eftir margar árangurslausar tilraunir undanfarna daga. Jón sagðist hafa kvefazt og hefði það háð honum í lokaumferðunum er hann tapaði fyrir Van der Wiel, Balashov og Raskovski. -GAJ Pétur Guðjónsson áferðalagií NEWY0RK í New Vork gefur að líta alla heimsbyggöina í hnotskurn. Þar eru öll þjóðerni, öll trúarbrögö, öll form húsageröarlistar, öll þjóöerni matargerðar, allt vöruúrval heimsins, mestur fjöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aöeins í New Vork. Heimsókn á topp Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eöa World Trade Center, 110 hæöir, opinberar hvaö bezt þennan einstæöa stórkostleik. World Trade Center, með heilu verzlunarhverfi neöanjarö- ar, er syðst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá noröri til suöurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er líka samnafn fyrlr stærsta fjármagns- markaö heimsins, er hér. Hér rísa risabankarnir í eigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur aö líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur orðiö eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wall Street meö minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja í New York, er viö enda Wall Street. China Town er nokkuö til austurs, kínverskt hverfi í miöri New York meö austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuö til noröurs er Wash- ington Square, aöaltorg í Greenwich Village, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiögötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru með stööugar farandsýningar. Madison-breiögatan ofan viö 60. götu býöur upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miögaröur, er stór trjágaröur á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur aö deginum í góöu veöri tækifæri til skógargöngu í miöri stórborginni. í honum er dýragaröur. Rétt frá suö-vesturhomi Miögarðs er Lincoln Center meö Metropolitan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiðgötu miöja og skoöuö St. Patrick8-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæöaflokki. Viö hliö hennar er hið fræga vöruhús Sack’s 5th Avenue. En andspænis henni er Rockefeller Center, samsafn stórbygainga byggöra um 1930, neöanjaröar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiöa. Þetta eru áhugaveröir stoppistaöir á leiö okkar til aöalbyggingar Sameinuðu þjóöanna, eins af fyrstu stórverkum hús- agerðarlistar úr málmi og gleri. Kynnisferöir eru farnar um aö- setrið og upplýsingar gafnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, þaö vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaöir. í hádeg- ismat er skemmtilegt aö fara á Sexurnar, 666, 5. breiðgötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windows of the Worid í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staöirnir á efstu hæö skýjakljúfa meö ógleymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiögötu. Á sunnudögum iöar allt af lífi í verzlunargötunni Grant Street í gyöingahverfinu á Lower Eastside. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvíldar frá stórborginni eru bátsferðir til Liberty Island þar sem Frelsisstyttan er eöa hringferð meö bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótiö. Viö þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræöiháskóli Bandaríkjanna. Fræg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Eisenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverð söfn í dag. Ef fara á aðeins stutta ferö í friö og kyrrö þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju aö fara, því í Fort Tryon Park er The Cloisters, einstætt safn franskrar og spánskrar miöaldalistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komiö fyrir í byggingum sem minna á miöalda- klaustur. í sambandi viö New York-ferö væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sórstæöustu borgar heimsins. Ef þúhygguráferötil NEWYORK geturöu klippt þessa auglýsingu útog haft hana meö.þaö gæti komið sér vel. FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.