Dagblaðið - 30.09.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.09.1980, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980. 6 55. skoöanakönnun Dagblaösins: Ert þú fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni? HVEITIBRAUBSDAGAR RIK- ISSTJÓRN ARINNAR Á ENDA — en hún hefur þó fylgi tveggja þriðju þeirra sem taka afstöðu Ríkisstjórnin hefur ekki þann óskabyr með þjóðinni sem hún hafði í byrjun. Hveitibrauðsdagarnir eru á enda. Rikisstjórnin hefur þó þokka- legan meðbyr og yftrgnæfandi fylgi þess fólks sem reiðubúið er að taka afstöðu með eða á móti henni. Þessi staða er hagstæð rikisstjórninni þegar tillit er tekið til þess að hún hefur aðeins örlítinn þingmeirihluta á bak við sig. Þetta eru niðurstöður skoðana- könnunar sem DB gerði fyrir og um helgina um afstöðu fólks lil rikis- stjórnarinnar. Úrtakið voru 600 manns, helmingur karlar og helm- ingur konur, og var helmingurinn á Rcykjavikursvæðinu og helmingur man þess. Könnunin ætti að gefa nokkuð góða niynd af afstöðu þjóðarinnar. Nokkuð yfir fjörutíu af hverjum hundrað kváðust fylgja stjórninni, rúmlega tuttugu og fimm af hundraði sögðust andvígir henni og þrjátíu og þrir af hundraði treystu sér ekki til að laka afstöðu. Séu aðeins teknir þeir sem tóku af- stöðu styður riflega 61 af hundraði stjórnina en yfir 38 af hundraði eru henni andvigir. Þótt stjórnin hafi þannig mikið fylgi hefur dregið verulega úr því síðan DB gerði sams konar könnun í febrúar siðastliðnum, rétl eflir að ríkissljórnin var mynduð. Þá kváðust yftr 70 af hundraði styðja stjórnina, aðeins átta af hundraði sögðust andvígir henni og ríflega 21 af hundraði var óákveðinn. Þegar þá voru teknir út þeir sem tóku afstöðu með eða móti, hafði ríkis- stjórnin fylgi tæplega 90 af hverjum 100 en aðeins ríflega 10 af hundraði voru henni andvígir. Hið mikla fylgi ríkisstjómarinnar í byrjun skýrist vafalaust af þeim létli sem mönnum var að því að fá loksins ríkisstjórn eftir stjórnleysi og stjórn- armyndunarþref um margra mánaða skeið. í könnuninni nú reyndist stjórnin hafa miklu meira yfirburðafyigi úti á landsbyggðinni en á Reykjavíkur- svæðinu. Ríkisstjórnin hefur talsvert meira fylgi meðal karla en kvenna. Lengst komst stjórnarandstaðan hjá konum á Reykjavíkursvæðinu þar 'sem ríkisstjórnin rétt marði vinning- inn. - HH V Ummæli fólks: ^ „EKKIV0L A ANNARRIBETRI” ,,Ég tel ekki völ á annarri betri og er því ánægður með þessa rikis- stjórn,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Verður maður ekki að vera fylgjandi henni? Maður veit aldrei hvað maður fengi í staðinn,” sagði kona í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún hefur gert sumt gott en henni gengur illa með verðbólguna. Ég fylgi henni vegna þess að ég tel ekki völ á öðrum kosti skárri,” sagði karl í Húnavatnssýslu. ,,Mér lízt bara vel á þessa stjórn. Maður var orðinn leiður á að hafa landið stjórnlaust,” sagði karl á Norðurlandi. „Er þetta ekki eina starfhæfa ríkisstjórnin sem hægt er að mynda?” sagði kona á Norðurlandi eystra. „Fylgi ríkisstjórninni þótt Gunnar hafi ekki staðið sig sem skyldi,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ég styð þessa ríkisstjórn en það er óvist að ég geri það á þessum tíma á næsta ári,” sagði karl á Norðurlandi eystra. ,,Ég hef nú verið fylgjandi henni en hún mætti vera röggsam- ari,” sagði karl i Borgarfirði. „Ég var fylgjandi ríkisstjórninni í upphafi en mér finnst hún lítið hafa gert — of lítið. Ég er henni ckki ennþá andvígur en traustið fer þverrandi,” sagði karl á Akureyri. „Ég var fylgjandi þessari rikisstjórn, en mér finnst hún hafa lent i sama fari og aðrar. Þó vil ég gefa henni meiri tima og fylgi henni enn. Ég sé ekki að önnur stjórn geli tryggt vinnufrið í landinu betur,” sagði kona á Blönduósi. „Alveg ráðalaus" „Ég er hætt að bera virðingu fyrir rikisstjórninni, en kannski getur eng- in ríkisstjórn stjórnað okkur,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. ,,Rikis- stjórnin hefur gert heldur litið og því er ég nú orðin óákveðin í stuðningi mínum,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Lítill munur á þessari ríkisstjórn og öðrum,” sagði karl á Reykja- vikursvæðinu. „Mér finnst engin ríkisstjórn vera og ástandið aldrei verið verra,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Þessi stjórn er alveg ráðalaus eins og þær hafa reyndar allar verið, þessar síð- ustu,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Þessari stjóm hefur ekkert tekizt vegna ráðríkis Alþýðubanda- lagsins. Því er ég henni andvíg,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. - HH iður sKoaanakönnunarinnarurSuÞe..- stjórninni /55 eða 25.8% stjórninni 198 eóa 33% tis eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða öðurnar þessar: bl.4% istjórninni 38,6% nanburðar eru Mu*** "“u t”«r >B frá febrúar síðastliðnum, sko sstjórnin var mynduð: 7„ 5/6% distjórninni 8% , irstjórninni 21 1/6% )nir 1 , voru aöeins teknir þeir senr «öku ois.o u niðurstöðumar þessar. s9,9% Innflutningsgjaldið hefur áhrif: Sælgætisgerðir að rétta úr kútnum — Linda fjölgar starfsfólki „Þetta er allt í áttina, ég er búinn að bæta við fólki en fullum bata hefur enn ekki verið náð,” sagði Eyþór Tómas- son forstjóri Lindu á Akureyri í samtali við blm. DB í gær. „Enn eru þó til miklar birgðir í landinu af erlenda sæl- gætinu en þetta kemur allt í Ijós i nóvember eða desember þegar konfekt- salan fer að aukast,” bætti hann við. Eyþór sagðist vera óhræddur, þetta hefði verið dálítið áfall en ástandið væri að lagast. Þegar mest var unnu 55 manns í Lindu en þegar innflutningur sælgætis var gefinn frjáls fór talan niður í 27 manns en núna starfa þar 40 manns. Því sem bráðabirgðalögin um timabundið 32% innflutningsgjald á sælgæti og kex sem sett voru um síðustu mánaðamót ætli að hafa tilætluð áhrif. Þó hafa forráðamenn reykvískra sælgætisgerða látið hafa það eftir sér að ráðstafanirnar séu ófullnægjandi. Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið i samvinnu við Félag íslenzkra iðnrek- enda að veita 20 milljónum til hag- ræðingar í fyrirtækjum sem framleiða sælgæti og kex. Er það gert til að fyrir- tækin verði hæfari til að mæta þeirri samkeppni sem erlenda sælgætið mun veita þegar innflutningsgjaldið verður afnumið en gildistimi þess er 18 mán- uðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.