Dagblaðið - 30.09.1980, Side 8

Dagblaðið - 30.09.1980, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980. Hluthafa- fundur Boðað er til almenns hluthafafundar í Flug- leiðum hf. miðvikudaginn 8. október nk. kl. 14.30 í Kristalsal Hótels Loftleiða í Reykjavík. Dagskrá: 1. Umræður og ákvörðun um framhald Norður-Atlants- hafsflugs Flugleiða hf. milli Luxembourgar og Banda- ríkjanna. 2. Tillaga til breytingar á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til aukningar hlutafjár félagsins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins Reykja- víkurflugvelli, frá og með 1. október nk., og lýk- ur afhendingu þriðjudaginn 7. október. Þeir hluthafar sem hafa í hyggju að láta umboðs- mann sækja fundinn fyrir sina hönd skulu leggja fram skrifleg og dagsett umboð. Fyrri umboð gilda ekki. Stjórn Flugleiða hf. Menningarsjóður Norðurlanda Verkefni Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla að nor- rænni samvinnu á sviði menningarmála. í þessum tilgangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverkefna á sviði vísinda, fræðslumála og almennrar menningarstarf- semi. Á árinu 1981 mun sjóðurinn hafa til ráðstöfunar 8,5 milljónir danskra króna. Af þessu fé er hægt að sækja um styrki til norrænna samstarfsverkefna sem unnin eru í eitt skipti fyrir öll. Einnig má sækja um styrki til verkefna sem taka lengri tíma og þá fyrir ákveðið reynslutímabil. Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins og er umsóknum veitt viðtaka allt árið. Umsóknir verða af- greiddar eins fljótt og hægt er, væntanlega á fyrsta eða öðrum stjórnarfundi eftir að þær berast. Frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins veitir Norræna menningarmálaskrifstofan, Snaregade 10, DK—1250 Kaupmannahöfn sími (01)114711. Umsóknareyðublöð fást á sama stað og einnig í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 25000. Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda. TO YOTA-SALURINN Nýbýlavegi $ fíportinu) AUGLÝSIR: °JO/ð */. S. Toyota Crassida '78, ekinn 56þús. km, verð 6,1 millj. Toyota Cressida station 78, ekinn 84þús., verð 5,7 miiij. Toyota Cressida station 78, ekinn52þús., verð 5,8 millj. Toyota Cressida 78, ekinn58þús., verð 6 miiij. Toyota Cressida 77, ekinn33þús., verð 5,8 millj. Toyota Carina 77, ekinn 51 þús., verð 4,5 millj. Toyota Carina 77, ekinn 78þús., verð 4,5 miiij. Toyota Carina 76, ekinn 65 þús., verð 3,8 miiij. Toyota Corolla KE30 78, ekinn 18 þús., verð 5,1 miiij. Toyota Corona Mark II77, ekinn 60þús., verð 4,6 millj. Toyota Starlet '80, ekinn 6þús., verð 5,7miiij. Toyota Crown 71, upptekin vól, upptekin sjátfskipting, nýspraut- aður, verð 2,3 miiij. TOYOTA-SALUMNN NÝBÝLA VEGI8, KÓP. SÍMI44144. Styrjöld írans og íraks: Orðrómur um her- íhlutun fíota Bandaríkjanna — búizt við tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag — dregur úr bardögum á milli herjanna Sterkur orðrómur var um það í Washington í morgun að stjórnvöld í Bandaríkjunum mundu ætla að beita sér fyrir alþjóðlegum flotaaðgerðum til að verja siglingaleiðir um Hormuz- sund í Persaflóa. Var jafnvel rætt um þann möguleika að bandarísk herskip mundu standa einhliða að slikum aðgerðum. Þessar aðgerðir ef framkvæmdar yrðu mundu verða gerðar i ljósi þeirra miklu alþjóðlegu olíuhags- muna sem eru í húfi ef tekur fyrir siglingar olíuskipa um þessi mikil- vægu sund vegna styrjaldar írans og íraks á þessum slóðum. í gær kallaði Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti leiðtoga þingmanna á sinn fund og skýrði þeim frá afstöðu stjórnar sinnar í málefnum sem varða styrjöld írans og íraks. Vakti þessi fundur athygli og var boðað til hans með litlum fyrirvara. Er búizt við að opinber yfirlýsing um væntanlega aðgerðir verði gefin út í dag. Tals- menn Bandaríkjaforseta reyndu þó í gær að draga úr þeim orðrómi sem var á lofti um hugsanlegar hernaðar- aðgerðir. Dregið hefur verulega úr hernaðar- brölti herja beggja deiluaðila við Persaflóa. Kemur það í kjölfar þess að kröfur á alþjóða vettvangi um að samið sé um vopnahlé hafa orðið sífellt háværari. Talsmenn íraks segja að þeir hafi tryggt stöðu sína á öllum vígstöðvum og hafi náð þeim hernaðarmark- miðum sem að hafi verið stefnt. Zia forseti Pakistans ræddi við Saddam Hussein forseta íraks í gær- kvöldi. Áður hafði hinn síðarnefndi sent skilaboð til Kurt Waldheim aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna þar sem hann sagðist vera reiðubúinn til að hætta bardögum. Samkvæmt fregnum frá íran leggja hersveitir þeirra höfuðáherzlu á að verja olíusvæði í Khuzestan sem eru efnahagslífi landsins mjög mikil- væg. Her íraks hefur þegar komizt töluvert inn í hérað þetta. Oliuhreinsunarstöðvarnar i Abadan eru þær stærstu sinnar tegundar í heiminum og mjög mikilvægar fyrir efnahagslif Irans. Loftárásir flughers traks hafa nú valdið því að öll starfsemi í Abadan hefur stöðvazt og er óvisst hvenær oliuhreinsun hefst þar aö nýju. Efnahagsbandalagið: Vilja bann við hormónagjöfum til sláturdýra Landbúnaðarráðherra Efnahags- bandalagsins komu saman til fundar í Brussel í dag. Helzta viðfangsefni ráðherranna verður að ákveða aðgerðir til að koma í veg fyrir aukningu á hormónagjöfum til sláturdýra rétt áður en þau eru leidd til slátrunar. Verulega hefur dregið úr neyzlu kálfa- og nautakjöts í mörgum ríkjum bandalagsins á undanförnum vikum. Einkum á þetta við um Frakkland. Gerðist þetta í kjölfar til- kynningar frá samtökum neytenda um að kjötátið gæti hugsanlega verið heilsuspillandi vegna of mikils hormónainnihalds. í gær sendi nefnd á vegum neytenda innan Efnahagsbanda- lagsins frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafizt að hætt yrði að borða nautakjöt í löndum þess. Væri það eina ráðið til að fá framleiðendur til að draga úr hormónagjöfum. Opinber mál hafa verið hafin fyrir dómstólum á Ítalíu og í Belgíu og Frakklandi til að fá sönnur á að háski geti stafað af hormónum í kjöti sláturdýra. Er þess einnig krafizt að sams konar reglur verði settar i öllum ríkjum bandalagsins um hve gefa megi mikiðaf hormónum. Auk þess að ræða um nautakjöts- framleiðsluna munu landbúnaðar- ráðherrarnir ræða um lambakjötið og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um framtíðarstefnu í þeim málum. Er stefnt að því að auka ræktun fjár og draga fremur úr innflutningi dilkakjöts. Ðeilur um innflutning á lamba- kjöti og smjöri frá Nýja Sjálandi munu þó að líkindum gera málið erfiðara. Frakkar hafa til dæmis krafizt þess að sett verði sérstök takmörk á innflutning dilkakjöts þaðan.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.