Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.09.1980, Qupperneq 9

Dagblaðið - 30.09.1980, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980. 9 Fyrsta verkfallið á föstudaginn kemur mótmæla undan- brögðum við lof- orðum um kaup- hækkanir og blaðaskömmum um hin nýju verkalýðsfélög Hin nýju frjálsu verkalýðssamtök í Póllandi hafa nú boðað til fyrsta verkfailsins frá því þau voru opinber- lega viðurkennd. Á föstudaginn kemur hefst nokkurs konar aðvörunarverkfall — hið fyrsta í þrjátiu og sex ára stjórnartið kommúnista í landinu. Var ákvörðun um vinnustöðvunina tekin á fundi hjá heildarsamtökum verkalýðs- félaganna en innan þeirra er nú talið að séu um það bil fjórðungur pólskra verkamanna. Með verkfallinu á að leggja áherzlu á mótmæli gegn ýmsum und- anbrögðum stjórnvalda við að standa við loforð um launahækkanir. Einnig er verið að mótmæla skrifum í pólskum blöðum, sem sum hver hafa verið hinum nýju verkalýðssam- tökum óvinsamleg að því er forustu- mönnum þeirra finnst. Verkfallið hefst á hádegi á föstudaginn. Mun það væntanlega hafa áhrif á rekstur náma, verk- smiðja og almenningsfarartækja. Lech Walesa, helzti leiðtogi verka- manna í Póllandi, beitti sér gegn frekari aðgerðum sem stöðvað hefðu enn frekar atvinnurekstur í landinu. Walsea, sem stóð fyrir verkföllunum í Gdansk í ágúst síðastliðnum, sagði að verkamenn vildu knýja stjórnvöld til aðgerða en hefðu ekki hug á neinu sem yrði efnahag Póllands til skaða. Vegna þessa beitti Walesa sér gegn því að verkamenn i stáliðnaðinum og heilbrigðisþjónustu tækju þátt í verkfallinu. Hann spáði þvi í gær, að æðstu stjórnendur Póllands mundu lofa skjótum úrbótum og því þyrfti verk- fallið ekki að standa nema skantma stund. Vestur-Þýzkaland: Minnast fórnar- lamba sprenging- arinnar Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, og Frans Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands, og kanslaraefni stjórnarandstöðunnar, munu verða viðstaddir minningarat- höfn í dag sem verður haldin um fórnardýr sprengingarinnar sem varð í Munchen á föstudaginn var. Þá fórust þar tólf manns í bjórkrá þegar sprenging varð skyndilega rétt við dyr hennar. Lögreglan telur að 21 árs gamall jarðfræðistúdent hafi komið sprengjunni fyrir og Iátizt sjálfur i sprengingunni. Farið hefur verið fram á það við alla Vestur-Þjóðverja að þeir leggi niður vinnu í eina mínútu i virðingarskyni við hina látnu. Tvö hundruð og þrettán manns særðust í sprengingunni. Fimmtíu þeirra voru enn á sjúkrahúsi í gær- kvöldi. Trommuleikari Led Zeppelin léztísvefni John Bonham trommuleikari ensku rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin er látinn. Dánarorsökin er talin vera hjartaáfall. Að sögn lækna var engin ástæða til að telja að rekja megi dauða hans til ofneyzlu eitur- lyfjaeðaáfengis. Það var að morgni 25. september, sem komið var að Bonham — eða Bonzo, eins og hann var oft kallaður — látnum. Hann hafði gist um nóttina á heimili gítarleikara Leds Zeppelin, Jimmy Page, I Windsor, skammt frá London. Hljómsveitin hafði nýlokið hljómleikaferð um Evrópu og var að æfa fyrir ferð til Bandaríkjanna og Kanada. Bonzo var þekktur fyrir nokkuð hátt líferni. Hann átti það til að aka á mótorhjóli um hótelganga til að halda upp á afmælið sitt. Oft kom það fyrir að hann lenti i slagsmálum á miðjum tónleikum Led Zeppelin. — Hann var 32ja ára gamall er hann lézt. Led Zeppelin var stofnuð árið 1969. Sömu menn hafa verið í hljómsveitinni frá upphafi. Hún er með tekjuhæstu hljómsveitum í heimi. Áætlað er að liðsmenn hennar skipti með sér launum sem nema um átján milljörðum króna á ári. Hljómsveitin Led Zeppeiin er með tekjuhæstu hljómsveitum i heimi. Hún var aó undirbúa hljómleikaferð um Kanada og Bandarikin er John Bonham (annar frá vinstri á m.vndinni) lézt. SOLD Dömur og herrar! Morgun-, dag- og kvöldtímar. Komið og reynið gæðin. Losnið við vöðvastreitu og fáið brúnan lit i BEL-O-SOL sólbekknum. Opið alla daga nema sunnudaga. Pantið tíma strax. Sím' bolöaosstoran Strondm 21116 Nú geta allir keypt húsgagn! 25% útborgun (Ath. 1/4 út) Husgagn sem markar þáttaskil Skála hilluskil- veggurinn hentar vel þegar skipta þarf herbergi. Skála hilluskil- veggur gefur ótrálega mögu- leika. íslenzk hönnun Veljum íslenzkt JB Fjölbreytt úrval hús- gagna, t.d. Sófasett Borðstofusett Sófaborö Skrifstofuhúsgögn o.m.fl. Veggsamstæður í úrvali Berið saman verð og gæði Ath. hina hagstæðu greiðsiu- skilmála. Á.GUÐMUNDSSON HF Húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4, Kópavogi. Simi 73100.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.