Dagblaðið - 30.09.1980, Page 14

Dagblaðið - 30.09.1980, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980. Blaðsölustrákur kom í leitimar Félagatal með burstabœjum Fyrst talað er um fólk og ættfræði má geta þess að nú mun í samantekt félagatal Torfusamtakanna frá upp- hafi. Því munu við birtingu fylgja myndir af burstabæunum sem félag- arnir búa og hafa búið í. Missa farþegana Lögmál frumskógarins á flugleið- inni yfir Atlantshafið hefur valdið því að Flugleiðir hafa misst fjölda farþega. — Svo segja menn að það sé ekki hættulegt að fljúga. Fyrir tuttugu mánuðum vó hún 140 kító en.... Gekk í Línunaog léttist ~ 335 j_r I /t/ •• sér tíu til um sextiu kilogromm viðbótar Uttar Bílddal, 10 ára, með myndina af sór sem Dagblaðið fókk senda frá Austurriki. Með honum er bróðir hans, Arnar, 9 óra. DB-mynd: - ARH. Meiri Pedersen Tonga-eyja Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, fót síðastliðinn sunnudag áleiðis til Tonga-eyja. Fór hann á vegum Sam- einuðu þjóðanna til þess að ráðleggja þarlendum um uppbyggingu og laga- setningu varðandi neyðarvarnir. Þykir tilhögun almannavarna á íslandi til eftirbreytni fyrir þá staði sem við líka staðhætti, mannfjölda og annað eiga að búa. Tonga-eyjar eru um 150 talsins. 45 þeirra eru í byggð. Búa þar eitthvað á annað hundrað manna. Ýmist urðu eyjarnar til við eldgos eða kóral- myndun. Aðsetur Guðjóns verður í höfuðborginni Nukualofa sem er á stærstu eyjunni, Tongatapu. Tonga-eyjar eru sjálfstætt ríki með sérstöku sambandi við Nýja-Sjá- land. Þær liggja um 850 km í norð- austur frá Nýja-Sjálandi í Kyrrahafi. Þar er t.d. skólaskylda svipuð og hér. Aðalútflutningur er kókoshnetur og bananar. -BS. Fór til Monte Carlo til að taka þátt í keppni hjá Eileen Ford: Ævintýri sem ég heföi ekki viljað missa af — segir Helena Jóhannsdóttir, 16 ára nem- andi, um ferð sína ,,Ég flaug til Nizza með millilend- ingu í London og fór þaðan til Monte Carlo þar sem keppnin var haldin. Okkur var boðið í skoðunarferðir og það var allt fyrir okkur gert. Það má því segja að þetta hafi verið ævintýri fyrir mig sem ég hefði ekki viljað missa af,” sagði Helena Jóhanns- dóttir sem á dögunum fór til Monte Carlo til að taka þátt í keppni sem Eileen Ford hélt til að velja sér fyrir- sætur. ,,í fyrsta sæti varð stúlka frá Noregi, í öðru sæti stúlka frá Kanada og í þriðja sæti stúlka frá ítaliu. Mér gekk mjög vel og tilboð sem ég fékk um að koma til New York næsta sumar stendur ennþá,” sagði Helena. Þess má geta að Eileen Ford kom að máli við Helenu i New York í sumar þar sem hún stundaði ballettnám og bauð henni starf hjá sér næsta sumar og að taka þátt í þessari keppni. „Það var stjanað í kringum okkur þarna og við fengum heilmikið af gjöfum, t.d. snyrtivörur, fatnað og ilmvötn.” Helena stundar nám í Mennta- skólanum við Hamrahlið og auk þess lærir hún ballett hjá Þjóðleikhúsinu. Helena er nú komin á hálfan samn- ing hjá íslenzka dansflokknum, en áhugamál hennar er ballett. -ELA. Ari Gíslason kennari fór til Vil- hjálms Hjálmarssonar, þegar hann var menntamálaráðherra. Leitaði Ari eftir styrk til utanferðar til Danmerk- ur til þess að kanna hvort Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld ætti þar niðja. „Hefirðu ástæðu til að ætla það?” spurði ráðherra. Komumaður rétti honum þá dönsku símaskrána, opnaði hana á Pedersen og sagði síðan: „Ekki sýnist mér það alveg útilokað, eða hvað sýnist ráðherranum?” Ef sá sem þetta ritar myndi megra sig um sextíu kíló yrði nákvæmlega ekkert eftir af honum. Húsvíkingur að nafni Guðrún Þórðardóttir gekk í Línuna og á 20 mánuðum tókst henni að losa sig við sex tugi kilóa sem mun vera einn bezti árangur sem náðst hefur í megrun hér á landi. í viðtali við blaðamann Víkur- blaðsins á Húsavík sagði Guðrún það erfiðasta við megrunarkúrinn hafa verið það að byrja á honum, ,,og sennilega hefði ég aldrei fengið mig út í þetta á eigin spýtur,” sagði hún. setja svip á miðbæinn , enda er slík blaðasala víst bönnuð í heimalandi hans. Mittermuhler fékk einn sölu- strákinn til að stilla sér upp til myndatöku og sendi myndina til Dagblaðsins á dögunum með þeirri ósk að henni yrði komið til „fyrir- sætunnar”. Reyndist það vera Úlfar Bílddal, 10 ára, og gaf hann sig fram við ritstjórn og veitti myndinni við- töku. Úlfar sagðist hafa selt Dag- blaðið í einn mánuð í sumar og gengið bærilega vel. í vetur vermir hann skólabekkinn en býst við að taka til við blaðasöluna að vori. ARH. Guðjón Petersen til „Fyrstu fimm dagana missti ég 4,5 kíló og eftir það hef ég aldrei fundið fyrir þessu,” bætti hún við. Þegar Guðrún Þórðardóttir hóf að fækka kílógrömmunum vó hún 140 kíló. Hún hefur því heil áttatíu eftir og er að hugsa um að farga tíu til viðbótar. I viðtalinu, sem Víkurblaðið átti við Guðrúnu, sagði hún að enginn vandi væri að létta sig ef menn vildu á annað borð leggja það á sig. Félagar í Línunni á Húsavík hafa samtals lagt l.l tonn af aukakílóum að velli. „Lýst er eftir blaðsölustrák” var fyrirsögn á greinarkorni á FÓLK-síð- unni 23. september og með því fylgdi :mynd af ungum manni sem stóð á gangstétt framan við Verzlunarbank- ann og bauð Dagblaðið og Vikuna til |sölu. Móðir drengsins hrökk í kút sem von var þegar hún rak augun í fyrirsögn og mynd. Hélt sem von var ’að' hann væri eftirlýstur vegna ein- hverra vondra verka. Þvífór fjarri. Austurrískur maður, Erich Mitter- milhler að nafni, var á ferð í Reykja- vík í haust. Honum þótti merkilegt að sjá alla blaðsölukrakkana sem' Helena Jóhannsdóttír. A ðalóhugamál hennar er ballett og hefur hún nú komizt ó hóttan samning hjó Ísieruka dansflokknum. DB-mynd Sig. Þorri. FÓLK

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.