Dagblaðið - 30.09.1980, Page 28

Dagblaðið - 30.09.1980, Page 28
28 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980. ÚTSALA Á HLJÓMPLÖTUM Safnarahöllin Garðastræti 2. Opið kl. 11 til 6 mánudaga til fimmtudaga, kl. 11 til 7 föstudaga. Ath., enginn sími. ÚTBOÐ - UPPSTEYPA Barnavinafélagið Sumargjöf óskar eftir til- - boðum í að steypa upp nýbyggingu við Eiríksgötu. Gögn verða afhent hjá Arkitektastofunni sf., Ármúla 11 Rvík, frá og með 30. sept. nk. Tilboð verða opnuð 14. október nk. A/S Norving, Norway’s largest Air Taxi Operator, have aircraft bases in both South and North Norway with head office in Kirkenes, North Norway. Activities include commuter services, air taxi, charter and air ambulance flights, and numerous other activities including sale of air- craft, travel agencies etc. Total turnover in 1979 was US$ 6 millj. and share capital is US$ 2 mill. Total employees 100. Aircraft types operated are Cessna 404, Cessna 441, Piper PA-31, Britten-Norman Islander, De Havilland Otter and Beaver. On order Dornier DO-228-200 for delivery 1981/82. The position as Chief Techical inspector is vacant, and applicants should have good educational background, and thorough experience from aircraft main- tenance. Place of work is Kirkenes, which is in North Norway, close to the USSR border. There are daily connections to South Norway by plane and ship, and connections by plane and bus to Finland. Furnished accomodation available. Kirke- nes have approx. 5 000 inhabitants, modern regional ho- spital and good possibilities for outdoor activities. Written application to be forwarded soonest to A/S N0RVING P.0. Box 167, N-9901 Kirkenes, Norway. Further information available at Kgl. Norsk Ambassade, Fjólugötu 17, Reykjavlk. óskast í eftirtaldar bifreiöir er verða til sýnis þriðjudaginn 30. september 1980 kl. 13—16,1 porti bak viðskrifstofu vora að Borgartúni 7. Volvo P-144 fólksbifreió .........................................árg. 1974 Volvo P-144 fólksbifreið..........................................árg. 1974 Ford Cortina L-1600 fólksbifreið..................................árg. 1975 Ford Cortina L-1300 fólksbifreið..................................árg. 1972 Ford Bronco torfærubifreið........................................árg. 1974 Ford Bronco torfærubifreið........................................árg. 1974 Volkswagen í 200 fólksbifreið ....................................árg. 1975 Volkswagen 1200 fólksbifreið .....................................árg. 1972 Volkswagen 1200fólksbifreið ......................................árg. 1972 Volkswagen 1200 fólksbifreið .....................................árg. 1972 Lada Sport 2121 fólksbifreið......................................árg. 1978 Lada station 2102 fólksbifreið....................................árg. 1977 GMC Rally 35 .....................................................árg. 1977, GMC Rally 35 .....................................................árg. 1977’ Chevrolet Suburban sendiferðabifreið..............................árg. 1972 Chevrolet Suburban sendifbifr. ógangf.............................árg. 1973 Chevry Vansendiferðabifreið.......................................árg. 1974 UAZ 452 torfærubifreið ...........................................árg. 1973 Land Rover bensin, lengri gerð....................................árg. 1972 Pontiac Firebird, fólksbifreið, skemmd eftir árekstur.............................................árg. 1971 Clark gaffallyftari disil.........................................árg. 1965 Til sýnis hjá birgðageymslu Pósts og sima, Jörfa: Evinrude 16 vélsleði, ógangfær. Volvo Penta D-47 disilvél, slitin. Bilhús, lOsæta. Ford Econoline scndifcrðabifr. árg. 1974, skemmd eftir árekstur. Til sýnis hjá áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins i Borgarnesi: Mercedes Benz LAK 1519 vörubifr. 4 X 4 árg. 1972, ógangfær. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Anders Tinsbo á samsýningunni i Listmunahúsinu. Sitt hvoru megin við hann eru ofin verk eftir Margrethe Agger. DÆGILEG KÚNST — 4 danskir listamenn í Listmunahúsinu Það er ekki oft sem við sjáum erlendan vefnað hér í bæ og ekki fer mikið fyrir þeim íslenska heldur. Reyndar var ástandið enn verra hér áður fyrr þegar varla sást ofin dula eða þrykkt á sýningum hér og aðeins atvinnumenn eða ferðalangar áttu þess kost að fylgjast með framvindu i erlendum veflistum. Með Norræna textíltriennalinum rofaði til og nú vitum við a.m.k. hvað er að gerast með öðrum Norðurlandaþjóðum i greininni. Nú vantar hins vegar giuggann i hina áttina, t.d. í átt að Póllandi, Japan eða Austurlöndum. Með hliðsjón af þessu ástandi, er það virðingarvert að Listmunahúsið skuli kynna þrjá danska vefara,- og einn skúlptör, en sýningin á verkum þeirra mun standa fram í október- mánuð. Vefararnir eru Annette Holdensen, Kim Naver og Margrethe Agger, en skúlptörinn heitir Anders Tinsbo. Taumar og fléttur Tvær kvennanna, þær Naver og Agger, hafa áður tekið þátt í Textíl- tríennalinum en allar eru þær vel þekktar og virtar fyrir verk sín. Holdensen er sú eina þeirra, þriggja, sem vinnur óreglulega löguð afstrakt verk, blandar saman ýmsum tilbrigðum í veftinni og leggur tauma og fléttur alls konar um verkin. Sömuleiðis spilar hún með áferð og höfðar sterklega til snertiskyns áhorf- enda. í stærri verkum sinum notar hún djúpa, lágtóna liti, við hæfi í myndum, sem bera nöfn eins og „Jörðin” (nr. 1). Hins vegar sýnir hún á sér innilegri hiið og kannski ekki eins djarfa i pinumyndum ofn- um, sem eru landslags- eða veður- stemmningar. Kim Naver gerir ein- kenniiega „finnsk” verk af dönskum vefara að vera, stranglega geómetrísk i forminu,- ein eða tvílita. Af þessum verkum stafar þó engin einstrenging, heldur styrkur og þokki. Náttúran samandregin Margrethe Agger vinnur hálf- afstrakt myndir um landslag: hóla, hæðir, haf og sjónhring og það er stundum eins og útsetningar hennar taki mið af stíliseruðum grafikmynd- um Japana um sama efni. Og ekki eru þær verri fyrir það. Innfluttur skúlptúr er álíka sjald- séður og innfluttur vefnaður og því hefur Listmunahúsið slegið tvær flugur i einu höggi með að hafa And- ers Tinsbo með á þessari samkomu. Ekki var mér kunnugt um tilvist hans áður, aftur á móti er sá skúlptúr sem hann gerir vel þekktur víða um lönd. Hann er eins konar siðborið af- sprengi konkret hreyfingarinnar frá fjórða áratugnum, en talsmenn henn- ar töldu sig vera að draga saman og stílfæra frumform náttúrunnar. Formgerð hreyfingarinnar varð yfir- leitt lifræns eðlis og óhlutbundin, sjá Arp, Maz Bill o. fl. Hreyfing þessi hafði m.a. mikil áhrif á helstu mynd- höggvara Breta á þessari öld, Henry Moore og Barböru Hepworth og þáð er heldur ekki laust við að Tinsbo leiti í smiðju þess fyrrnefnda í sum- um skúlptúrum sínum. Hann hefur sjálfur ekki ýkja mikið til málanna að leggja, utan ljóðræns innrætis, sem gerir hvern skúlptúr hans að vinsam- legum grip sem gerir litlar sem engar kröfur tÚ þeirra sem umgangast hann. Það er aðeins eitt stykki sem stendur utan við þessa ládeyðu, „Sólskinshlið” (nr. 15), snubbótt verk og sterklega formað. Það er lika það besta. Teikningar Tinsbo á sáld- þrykki eru elegant en innihaldslitlar. En ekki verður verklagni hans dregin íefa. -AI. IG0DRIRÆKT Tónleikar Strokkkvartetto Kaupmannahafnar f Nonœna húsinu 22. september. Efnlsskrá: W.A. Mozart: Strokkvartett nr. 23 í F-dúr K.V. 590; Niete W. Gade: Strokkvartett í D-dúr, op. 63; L.v. Beethoven: Strokkvartett nr. 15 f a-moH („Heillger Dankgesang") op. 132. Þegar Strokkvartett Kaupmanna- hafnar var hér síöast á ferð fyrir um það bii tveimur árum, á tíu ára af- mæii Norræna hússins, vakti hann athygli fyrir góðan -og fágaðan leik. Nú voru þau aftur mætt til leiks í Norræna húsinu. Nú halda þau þrenna tónieika. Þessir voru hinir fyrstu í röðinni. Aðra héldu þau á ísafirði og þá þriöju á vegum Kamm- ermúsíkklúbbsins, sunnudag 28. september. Athygli vakti að allir kvartettarnir á dagskrá þessara tónleika voru samdir rétt um ári eða innan við tveimur fyrir dauða tónskáldanna. Ekki verða á neinum kvartettanna fundin merki elli eða hrörnunar. Mozart og Beethoven urðu svo sem ekki neinir öldungar, en gamli Gade náði að komast ááttræðisaldurinn. Þegar í byrjun Mozart kvartettsins komu aðalsmerki Strokkvartetts Kaupmannahafnar vel fram. Lifandi, hnitmiðaður leikur, blæbrigðaríkur og samstilltur. Fléttur Mozarts gerigu upp í einni samstiga hrynjandi. Þjóðhóllir Strokkvartett Kaupmannahafnar hefur löngum verið iðinn við að leika verk landa sinna og haldið í þeim efn- um merkinu hátt á lofti. Á þessum tónleikum var það kvartett Niels Gades, að ég held sá eini sem hann kláraði. Á hinn bóginn hafa meðlimir Kaupmannahafnarkvartettsins, þá sérstaklega sellóleikarinn Asger Lund Christiansen, tekið sig til og lokið við sumt af því sem Gade ekki lauk. Svo ólikur sem þessi rómantiski kvartett Gades var hinum sem á undan fór, myndaði hann ágæta brú á milli fyrri og seinni hluta tónleikanna. öfunda má ísfirðinga Það kom iíka upp í mér pínuiítil öfund i garð ísfirðinga, að þeir skyldu fá fyrsta kvartett Holmboes á dagskrána hjá sér. — Að lokum hinn makalausi kvartett Beethovens með heilagri þakkargjörð. Sem fyrr var leikur þeirra fjórmenninganna silfur- tær og hreinn. Samvinna þeirra er af þeim toga að nær er að líta á þau sem eitt hljóðfæri. Þannig á líka góður kvartett að vera. Hvergi kemur sú næma tilfinning sem hljóðfæraleik-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.