Dagblaðið - 14.10.1980, Side 2
2
Rikisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen daginn sem hún var mynduð, ásamt þáver-
andi torseta, dr. Kristjáni Eldjárn. DB-mynd: Bj. Bj.
RÍKISSTJÓRNIN
LÆWREKKI
REKA Á RBDANUM
— varhugaverður áróður andstæðinga hennar
,,Einn af 81% þjóðarinnar" skrifar:
Þær raddir heyrast alltaf öðru
hverju sem telja að ríkisstjórnin hafi
ekki lagt nelít af mörkum i efnahags-
málum heldur séu þau látin reka á
reiðanum. í framhaldi af sjónvarps-
viðtali um daginn rinnst mér rétt að
itreka eftirfarandi:
Kikisfjjárinálin eru efnahagsmál og
liklega einn mikilvægasti þáttur
þeirra. Rikisstjórn Gunnars Thor-
oddsen hefur komið þeim í gott jafn-
vægi og skuldasöfnun rikissjóðs er
hætt. Það dregur úr verðbólgu eða
magnar hanaa.m.k. ekki.
Kjarasamningarnir eru líka efna-
hagsmál og enginn smáþáttui i þeim
flokki. Minnisstætt er a.m.k. hvernig
sólstöðusamningarnir svokölluðu hjá
stjórn Geirs Hallgrimssonar mögn-
uðu verðbólguna á skömmum tíma.
Ríkiss tjórn Gunnars Thoroddsen
hefur náð raunhæfum kjarasamning-
um við opinbera starfsmenn sem ekki
eru verðbólguhvetjandi.
Bankaútlán eru efnahagsmál. Til
skamms tíma héldu viðskiptabank-
arnir úti óheftri lánastefnu og sóttu
jafnharðan meira fé til Seðlabankans
í formi yfirdráttar en það kallar á
aukna seðlaprentun og þarmeð
aukna verðbólgu. Ríkisstjórnin hefur
fyrirskipað Seðlabankanum að tak-
marka þessi útlán og herða á eftirliti
með viðskiptabönkunum. Þaðdregur
mjög úr verðbólgu.
Þessi þrjú dæmi sýna vonandi efa-
semdarmönnum að það er ekki rétt
að ríkisstjórnin láti efnahagsmálin
reka á reiðanum. Almenningur skyldi
gjalda varhug við að trúa athuga-
semdalaust ' þessunt málflutningi.
Þet ta er venjulegur áróður.
The Beatles — John, Ringo, Paul og George.
Vonlaus útsendingar
tími Bítlaþáttanna
Híihmnnumli hringdi:
| Nú er hafinn flutningur á þáttum
um Bítlana í útvarpi. Nefnast þeir.
Fjórir piltar frá Liverpool og er það;
Þorgeir Ástvaldsson sem stjórnar
þeim.
Einn stór galli er þó á þessum
þáttum en sá er útsendingartíminn.
Þátturinn er fluttur á laugardags-
kvöldum kl. hálf tiu, einmitt þegar
flestir unnendur Bitlanna eru að gera
eitthvað annað. Á þessum tíma
hlusta liklega fáir á útvarpið, fólk
horfir á sjónvarpið eða er úti að
skemmta sér á laugardagskvöldum.
Nær væri að flytja þættina á
útsendingartíma vikulokaþáttarins.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
BILUÐ FRÉTTA-
MENNSKA EÐA
BILUÐ KLUKKA?
Atli Rúnar Halldórsson skrifar:
,,Biluð klukka orsakaði ósigurinn
gegn Kína” segir í fyrirsögn greinar
á íþróttasiðu Vísis á föstudaginn þar
sem sagt er frá tapleik íslands gegn
Kína í körfubolta kvöldið áður. í
iþróttafrétum Moggans er tapið af-
sakað með sömu skýringum: ,,Áttu
Islendingar möguleika á því að
komast yfir, höfðu knöttinn síðustu
sekúndurnar, en þar sem veggklukka
Laugardalshallar var biluð, var engin
leið fyrir leikmenn að átta sig hversu
mikill (eða litill) tími var eftir.” Og
Þjóðvilji litli er lika svolítið
svekktur: ,,Það sem orsakaði að
íslenzku strákarnir í íslenzka liðinu
reyndu ekki körfuskot var að þeir
vissu ekki hvað tímanum leið því
klukkan i Laugardalshöll var biluð.”
Þá vita menn það. Fjöregg
íslenzka landsliðsins í körfubolta er
klukkugrey sem lætur lítið fara fyrir
sér uppi á vegg í Laugardalshöll! Án
gamans: Hver græðir á svona
heimskubulli og „skýringum”??
Lesendur? íþróttamenn? Kannski
íþróttafréttamenn? Tæplega. En
svona fer stundum fyrir þeim sem
lengst ganga í þjóðrembingsskrifum
(við erum alltaf mestir og beztir hvað
sem tautar og raular). Fyrir hvern
stórleikinn á fætur öðrum erum við
aumir lesendur íþróttafrétta rækilega
búnir undir sigur okkar manna og
það raunar oftast talið sjálfsagt að
sigurinn sé borðliggjandi eða þvi sem
næst. Ef sigurinn vinnst þá er
breiðsíðunum beitt og lýsingarorðin
hvergi spöruð. Tapið er hins vegar
gjarnan útskýrt eitthvað út í himin-
blámann, eins og núna þegar klukkan
i Höllinni gerðist „fimmta herdeild"
Kínverja í islenzka körfuboltaliðinu.
Getur ekki bara verið, eins og ég
þóttist lesa út úr skrifum Dagblaðsins
og Tímans um leikinn við Kína, að
gestirnir hafi einfaldlega verið dálitið
klárir körfuboltamenn? Og það sé
meira að segja frekar góð
frammistaða hjá íslandi að ná svo
jöfnum leik við þá? Það skyldi nú
vera!
(Jr landsleik tslands og Kfna.
Prúðu leikarana strax
eftir fréttimar
—Á döfinni getur beðið
Birna Jóhannsdóttir hringdi:
Mig langar til að koma þeirri ósk á
framfæri við sjónvarpið að Prúðu
leikararnir verði færðir til aftur
á sinn gamla tíma, þ.e.a.s. strax eftir
fréttir. Nýr þáttur, Á döfinni, hefur
verið settur í dagskrána á undan
Prúðu leikurunum en . sá þáttur
höfðar aðeins til fullorðinna. Það
ætti því ekki að skipta miklu máli
hvenær hann er sýndur en börnin
hins vegar vilja sjá Prúðu leikarana
og eru víst alveg orðin nægilega
óþolinmóð að þurfa að bíða allan
fréttatímann þt) annar liður bætist,
ekki við.