Dagblaðið - 14.10.1980, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
BÍLA-
MÁLARAR!
Viljum ráða bílamálara og aðstoðarmann á málningarverk-
stæðið. Uppl. hjá verkstjóranum.
Egill Vilhjálmsson h/f.
Laugavegi 118. — Sími 22240.
Verksmiðju-
vinna
Viljum ráða lyftaramann. Æskilegt að hann hafi
lyftarapróf. Jafnframt vantar nokkra menn til
verksmiðjustarfa. Mötuneyti á staðnum, ódýrt
fæði.
Komið á afgreiðsluna og talið við Halldór.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
Kassagerð Reykjavíkur
Kleppsvegi 33.
Bœkur til sölu
fré 1601-1978
Nýkomið einstakt safn fágætra og gamaila bóka, erlendra
ferðabóka um ísland, fornritaútgáfa og ótal margt fleira,
nefnum m.a.:
Árbækur Ferðafélags Islands, allt frumprent, ósnert eintök 1928—1978,
Landnám Ingólfs l—3, þættir úr sögu Reykjavíkur, Ódáðahraun 1—3,
Islendingar I Danmörku eftir Jón biskup Helgason, Árbækur Reykjavikur
eftir sama, Gerska ævintýrið eftir Halldór Laxness, Jarðskjálftar á
Suðurlandi eftir Þorvald Thoroddsen, Grund í Eyjafirði, afmælisrit til
Einars Arnórssonar og Ólafs Lárussonar, Hamar og sigð eftir sr. Sigurö í
Holti, Aldarfar og örnefni 1 Önundarfirði, Hestar eftir Theódór og Hestar
eftir Daníel, Bókin um veginn, Alþingisbækur tslands 1,—9. bindi, Biblia,
Kaupmh. 1813 (svok. „Grútarbiblía”), Lýðveldishátiðin 1944, Flateyjar-
bók 1 —4, Rangárvellir eftir Helgu Skúladóttur, Fra Islands Næringsliv
eftir Bjarna frá Vogi, Barðstrendingabók, Sæmundar-Edda, Kh. 1787,
Landnámabók 1—3, útg. Finns Jónss., Grágás 1—2, Árna Magnússonar
útgáfan, Kh. 1829, Die Bodenkultur Islands, Berlin 1912, Origines Is-
landicae, útg. af Guðbrandi Vigfússyni, Corpus Poeticum Boreale, útg. af
sama, Hervararsaga ok Heiðrekskongs, Kh. 1785, The Industrial arts of
Scandinavia in the Pagan Times eftir Hildebrand, Peasant art in Sweden,
Lapiand and Iceland, Den Islandske Lov, Jons Bogen fra 128, Kh. 1763,
Íslenzkir annálar, Kh. 1847, tslands Landnámabók, Kh. 1774, Laxdæla,
Kh. 1826, Nials-saga, Historia Niali et filiorum, Kh. 1809, Inscription
runique du Piré eftir Rafn, Heimskríngla 1—3, hin glæsilega folioútgáfa
Kh. 1777—1783, Sturlunga-Saga, útgáfa Bókmenntafélagsins 1817—
1820 i glæsibandi, Vfgaglúms Saga, Kh. 1786. Ennfremur ailar helztu
ferðabækur erlendra manna um lsland, m.a. Mackenzie, Henderson,
Horrebow, Troil, Gaimard, Anderson, Burton, Hooker og fjöldi annarra.
Hér eru boðnar fram bækur sem ekki hafa sézt hér eða er-
lendis um áratuga skeið.
Kaupum og seljum allar íslenzkar bækur og flestar
erlendar. Gefum út verðskrá um íslenzkar bækur. Þeir sem
óska geta fengið hana senda.
Vinsamlegast hringið, skrifið eða litið inn.
- GAMLAR BÆKUR OG NÝJAR -
Bókavaröan
Skðlavörðustíg 20, Reykjavfk, sími 29720
Ragnar reiknar
með 3,8 millj-
arða afgangi
DB svipti á laugardaginn hulunni
af fjárlagafrumvarpinu og sagði frá
aðalatriðum þess. Frumvarpið var
svo lagt fram í gær. Eins og DB
skýrði frá miðast frumvarpið við, að
verðbólga á næsta ári verði yfir 40
prósent, eða nánar tiltekið 42%.
Niðurstöðutölur frumvarpsins eru
61,5 prósent hærri en niðurstöðu-
tölur frumvarps Tómasar Árnasonar
vóru fyrir sléttu ári. Niðurstöðu-
tölurnar fela í sér 54,1 prósnt
hækkun frá fjárlögum ársins í ár og
43,5 prósent hækkun frá áætlaðri út-
komu ársins.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að
12 milljörðum verði varið til efna-
hagsráðstafana á næsta ári, eins og
DB hefur einnig áður skýrt frá.
Heildartekjur frumvarpsins eru
7.1 milljarði meiri en heildargjöldin.
Þegar tekið hefur verið tillit til lána-
hreyfinga, er reiknað með, að
greiðsluafgangur verði rúmir 3,8
milljarðar á næsta ári.
Heildartekjur ríkissjóðs eiga sam-
kvæmt frumvarpinu að verða 28,5
prósent af brúttó þjóðar-
framleiðslunni. Þá er miðað við, að
framleiðslan vaxi um eitt prósent að
raungildi á árinu 1981. Hlutfall tekna
ríkis af framleiðslunni er svipað og er
í ár, að því er segir í greinargerð fjár-
lagafrumvarpsins.
Skattvísitalan er í frumvarpinu
ákveðin 145 stig, og er það heldur
minni hækkun en nemur hækkun
kauptaxta milli áranna 1979 og 1980
en meiri hækkun er verðbólga næsta
árs er talin verða.
-HH.
ENGINN
HALLI
ÍÁR?
Fjármálaráðherra telur, að ríkis-
sjóður verði í ár, 1980, rekinn halla-
laus.
Fyrirliggjandi áætlanir benda til
þess, að innheimtar tekjur rikissjóðs
nemi í ár 372 milljörðum króna og út-
gjöldin nemi svipaðri upphæð.
Innstreymi og útstreymi á lána-
hreyfingum er svipað, og væntir fjár-
málaráðherra þess því, að ríkis-
sjóður verði hallalaus árið 1980,
bæði í rekstrarlegu og greiðslulegu
tilliti. -HH.
Mikil
aukning
til lista
Framlög ríkisins til lista aukast
stórlega samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu, annað árið í röð.
Liðurinn, „listir, framlög”
hækkar úr 480 milljónum króna í 859
milljónir eða um 79 prósent, sem er
talsvert umfram verðbólguna. -HH.
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra ásamt nokkrum nánustu samstarfsmönnum —
Lóðvfk Jósefssyni, Baldri Óskarssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni.
DB-mynd: Bj. Bj.
5% hækkun tekjutryggingar
— stóraukin f ramlög til byggingarsjóða
í áætlun um útgjöld til trygginga-
mála er gert ráð fyrir sérstakri 5
prósent hækkun tekjutryggingar frá
miðju ári 1981 til viðbótar við
almenna hækkun tryggingabóta i
samræmi við verðlagsbreytingar.
Jafnmikil hækkun tekjutryggingar
kom til framkvæmda í ár.
Komandi hækkun tekjutryggingar
er hluti af ráðstöfunum félagslegs
eðlis, sem tengjast yfirstandandi
kjarasamningum.
í fjárlagafrumvarpinu er einnig
stefnt að verulegri aukningu á fram-
lögum til félagslegra íbúðabygginga.
í því skyni eru fjárframlög og fjár-
öflun til Byggingarsjóðs verkamanna
stóraukin. Byggingarsjóður ríkisins
og Byggingarsjóður verkamanna eiga
að hafa alls tití ráðstöfunar 40
milljarða króna árið 1981. Til
ráðstöfunar i ár hafa sjóðirnir 23
milljarða.
-HH.
opinn daglega
Prentvillupúkinn komst heldur
betur í feitt í laugardagsblaðinu. Hann
forfærði þriðjung af grein um nýtt
húsnæði flóamarkaðs Sambands dýra-
verndunarfélaga, þannig að með
myndunum birtist aðeins fyrsti hluti
greinarinnar. Við birtum hér frekari
upplýsingar um flóamarkaðinn t
Hafnarstræti 17.
lítið því velunnarar sambandsins eru
fjöimargir og eru rausnarlegir í gjöfum
siiuim.
Á fióamarkaði Dýraverndunarsam-
bandsins má fá nánast allt sem nöfnum
tjáir að nefna, húsgögn, bækur,
skrautmuni, verkfæri, eldhúsáhöld,
fatnað og margt fleira. -A.Bj.
Ætlunin er að fióamarkaðurinn
verði opinn alla virka daga kl. 14—18
og er gjöfum veitt móttaka á sama
tíma. Undanfarin tvö ár hefur verið
rekinn flóamarkaður á vegum Sam-
bands dýraverndunarfélaga íslands að
Laufásvegi 1, en það húsnæði var alitof
Jómnn 8öi«n*«n, formaður 8ambanda dýravamdunaffétaga og Sótvatg Thaódóradóttlr, aam srati é I
vornrtjóm aambandslns, aru þama I nýja húsnssðinu að Hafnarstrssti 17. DB-mynd: Elnar ólason.