Dagblaðið - 14.10.1980, Page 8

Dagblaðið - 14.10.1980, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980. Él Salvador: Umbótasinnuð herforingja- stjóm færist til hægri [ — skipting jarðnæðis hef ur þó haldið áf ram og stuðningur við vinstrimenn í rénun — þúsundir hafa fallið fyrir morðsveitum vinstri- og hægrimanna i i; ! i i i V Hinn 15. nóvember á l'yrra ári. þegar hópur ungra herforingja í El Salvador gcrði friðsamlega byltingu þar i landi lofuðu þeir að koma á. friði og réttlæti. Þótti þá timi lil kominn að steypa hægrisinnaðri stjórn Carlos Humberto Romero hershöfðingja. Herforingjarnir ungu voru taldir tiltölulega frjálslyndir. stjórnin neitað en á síðustu mánuðum hefur frjálslyndum her- foringjum með ráðagerðir um ýmsar úrbætur verið ýtt til hliðar og aðrir og þröngsýnni setzt i sæti þeirra í stjórninni. Bandarikjastjórn var hlynnt byltingunni hinn 15. nóvember síðastliðinn. Siðan hefur hún talið Likkistusmiði r hafa nóg að gera i löndum eins og El Salvador þar sem byssurnar auka dánartiðnina um mörg þúsund manns á ári. Verið er að aka kistum að lik- húsi i San Salvador. Skipuð var ríkisstjórn sem skipuð var bæði óbreyttum borgurum og hermönnum. Hún átti að konia lögunt á og reglu, stöðva alla starf- semi sem braut í bága við almenn mannréttindi. Auk þess var ætlunin að draga úr alls konar spillingu i landinu og auka tekjur og bæta kjör almennings. Stundum reynist góður ásetningur ekki nóg. Sagt er að ástandið í E! Salvador, sem er í Mið-Ameríku, haft enn versnað í valdatíð her- foringjanna ungu. El Salvador er fáækt land og þar eru ibúar mjög margir miðað við stærð landsins og núverandi afkomumöguleika þar. Ýmsir þeir er berjast fyrir umbótum í El Salvador hafa áætlað, og þá farið varlega í sakirnar, að ekki færri en fimm þúsund manns hafi fallið í bardögum á milli vinstrisinn- aðra skæruliða og öryggislögreglu rikisstjórnarinnar frá því að núver- andi stjórn kom til valda. Helzta ástæðan fyrir þvi að svo er nú komið i El Salvador er talin sú að hægrimenn reyna allt sem þeir geta til að halda efnahagslegum og pólitísk- uin völdum í landinu og að vinstri- menn eru jaftiákveðnir í að ná völdum með hvaða ráðumsem tiltæk og nauðsynleg eru. Kirkjunnar menn í El Salvador og jýmsir aðrir álíta að ástandið i landinu jhafi meðal annars versnað vegna þess jað ríkisstjórn hinna ungu herforingja hafi sífellt hneigzt meir og meir til fylgis við hægrimenn. Auk þess hafi jtengsl öryggislögreglunnar og skæru- liðasveita hægrimanna aukizt stöðugt að sögn. Eru þær sveitir sagðar eiga sök á dauða um það bil tveggja þriðju þeirra fimm þúsund manna sem fallið hafa síðan núverandi sljórn komst til valda. Þessum ásökunum hefur ríkis- sig tilneydda til að styðja fremur við bakið á hægrisinnaðri öflunum i El Salvador, sem hún álilur þó skárri af tveimur slæmum kostum. Robert While sendiherra Bandarikjanna þar hefur þó látið hafa eftir sér að ef stjórnvöld rjúfi ekki tengsl sín við sveitir hægrimanna sein stundað hafa morð á undanförnum mánuðum þá hljóti framtíð núverandi stjórnar að vera i mikilli óvissu. — Stjórnin verður að gera sér Ijóst að innan hennar eru eyðandi öfl sem munu valda því að hún mun falla verði ekkert að gert, sagði sendiherr- ann. Að sögn erlendra sendimanna í San Salvador þá hafa í það minnsta tvær hægri herforingjabyltingar jafnvel þrjár runnið út i sandinn á síðastliðnu ári. Þær hafa mistekizt vegna þess að Bandaríkjastjórn hefur hótað því að stöðva alla aðstoð við El Salvadoref bylting-verður gerð. Fyrrum forseti hins fimm manna byJtingarráðs herforingjanna kom í veg fyrir síðustu byltingartilraun sem gerð var í maí síðastliðnum. Heitir hann Majano og er liðsforingi. Skipaði hann svo fyrir að leiðtogar byltingartilraunarinnar skyldu fang- elsaðir og dregnir fyrir dóm. Það varð ekki vegna andstöðu hægrisinn- aðra herforingja sem komu i veg fyrir það og tókst einnig að hrekja Majano úr embætti forseta byltingarráðsins. Hann hélt þó áfram sæti sínu i ráðinu vegna stuðnings Bandaríkja- stjórnar. Majano liðsforingi var talinn helzti talsmaður þeirra umbóta sem gera átti í landbúnaðarmálum og banka- málum i El Salvador snemma á þesssu ári. Með því átti að jafna lekjuskiptinguna og aðstöðuna í landinu og lægja þær ófriðaröldur ‘sem hafa risið vegna félagslegs ójafnræðis. Landbúnaðarráðuneytið í San Salvador hefur gefið upp að síðan skipting jarðnæðis hófsl í sveitum landsins hafi um það bil tvö þúsund býlum verið úthlutað meðal einnar og hálfrar milljónar bænda. Hver jörð er meira en 250 ekrur (100 hektarar) að meðaltali. Samkvæmt opinberum lölum telst helmingur af hinum 4,5 milljónum íbúa El Salvador til bænda eða-smábænda og vinnuhjúa. Mjög margir þeirra eru án nokkurs jarðnæðis. Stjórn herforingjanna ungu stefnir að því að skipta um það bil sextiu af hundraði jarðnæðis milli 80% af hinum jarðnæðislausu bændafjöl- skyldum. Samkvæmt fregnum frá El Salva- dor virðist svo sem skipting jarð- næðisins hafi gengið mun friðsam- legar fyrir sig en ráð var fyrir gert i upphafi. Miðað við ástandið i land- inu hafaálök vegna þess orðið litil. Vinstrisinnar er sagðir óttast að góður árangur jarðnæðisskiptingar- innar muni verða til þess að draga muni úr áhrifum þeirra meðal al- mennings i landinu. Þeir treysti sér hins vegar ekki til að berjast á móti skiptingunni þar sem þá óttist þeir að missa fylgi fjölda fólks. Andstaða landeigenda sem áður fyrr áttu allt það jarðnæði sem nú er verið að skipta meðal smábænda hefur einnig verið minni en búizt var við. í hópi landeigendanna eru bæði menn sem fallizt hafa á að þeir verði að deila jarðnæðinu með fátækari löndum sínum til að friður komist á i landinu og síðan aðrir sem treysta á að það land sem tekið hefur verið af þeini með valdboði muni endur- heimtast aftur þegar sönn hægri- stjórn kemur til valda. Snemma á þessu ári sameinuðust nær allar vinstri hreyfingar i landinu undir einu merki til að öðlast meira afl í baráttunni við stjórnina og hægriöflin. Þar með sameinuðust allar skæruliðahreyfingar vinstri- manna eða hryðjuverkasveitir þeirra ef menn vilja fremur kalla þær það. Voru þær undir sérstakri stjórn en stjórnmálahreyfing vinstrimanna var síðan undir annarri stjórn. Þrátt fyrir sameininguna þá greinir hina ýmsu vinstrimenn á bæði mál- efnalega og einnig um baráttuað- ferðir. .Svo virðist sem fylgismönn- um þeirra hafi nokkuð fækkað á síðustu mánuðum. Skæruliðasveitir þeirra hafa ekki afl til að berjast gegn hinni vel þjálf- uðu og vel vopnum búnu öryggis- lögreglu stjórnarinnar. Stjórnmála- lega hefur vinstri mönnum mistekizl á síðustu mánuðum og orðið fyrir áföllum. Bezta dæmið um þaðer hve lítinn hljómgrunn hvatning þeirra til fólks um að taka þátt í allsherjar- atkvæðagreiðslu fékk fyrir nokkrum vikum. Arturo Rivera y Damas erkibiskup i San Salvador hefur látið hafa eftir sér að hann teldi litla þátttöku í alls- herjarverkföllunum ekki vera sér- staka traustsyfirlýsingu við stjórn landsins. Þessi litla þátttaka væri til komin af þörf almennings fyrir frið í El Salvador. Ástæðan fyrir því að fleslir létu vera að styðja verkföllin sé sú að þeir vilji að eðlileg leið finnist svo að morðurn verði hætt. Satnt sem áður halda morðin áfram. Taka skæruliða á verk- smiðjum og sendiráðum heldur áfram. Bifreiðar eru brenndar auk strætisvagna og vöruhúsa. Mannrán verða sífellt tíðari. Mörg erlend sendiráð í höfuðborg- inni San Salvador hafa lokað skrif- stofum sínum. Þeir ibúar sem geta hverfa á brott. Ferðamannaiðnaður og fjárfestingar af ýmsu tagi hafa nær algjörlega lagzt niður. Fjármagn er flutt á brott þar sem það er fremur utan hættusvæða. Samkvæmt opinberum tölum er talið að verðbólga í El Salvador verði 45% á þessu ári en í fyrra var hún 30%. Almennt er þó talið að raun- veruleg verðbólga í lándinu sé nærri lagi að vera 100%. Erlendar skuldir aukast stöðugt en á sama tima hefur dregið úr út- flutningi. Fidel Chavez utanrikisráð- herra El Salvador hefur sagt að framtíð Mið-Ameríku muni ráðast verulega af því hvernig málin skipast þar í landi. Ef vinstrimenn nái völdum í El Salvador sé liklegt að það muni verða til þess aðstjórn Nicaragua muni fara enn nteir til vinstri en þegar er. Auk þess ntundi það valda því að vinstri- hreyfingum i löndum eins og Honduras, Costa Rica og Guatemala mundi vaxa fiskur um hrygg. Stjórnir þessara ríkja allra eiga við að stríða skæruliðahreyfingar vinstrimanna. (Reuter) Oftlega hefur komið til skotbardaga á götum San Salvador og á myndinni sést er aldraður maður sem særzt hefur er borinn á brott. Móðir og dóttir leita skjóls bak við litinn flutningabfI á meðan vinstrimenn og öryggislögregla stjórnarinnar skiptast á skotum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.