Dagblaðið - 14.10.1980, Síða 9
mm
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
'9
Gefnir hafa veríð út eins dollars seðlar i Bandaríkjunum með myndum af fjörutfu
þekktum stjörnum, — þar á meöal Frank Sinatra, Elvis Presley, Ronald Reagan og
Elton John. Seðlar þessir eru seldir á fimm dollara stykkið.
Elton John íblaðaviðtali:
Karólína prinsessa
sækirloks
um lögskilnað
Elton John. Fjögur hundruð þúsund manns komu að
Central Park í New York.
Karólína prinsessa af Mónakó hefur
loksins farið fram á lögskilnað frá
eiginmanni sínum, Philippe Junot.
Með þvi hefur hún gert að engu þann
orðróm að hún hafi ætlað að leita til
Vatikansins um ógildingu á hjónaband-
inu.
Talsmaður furstans af Mónakó sagði
í blaðaviðtali að Karólína hafi sótt um
lögskilnað tíu dögum eftir að lokatil-
raunin var gerð til að sætta þau hjónin.
Það reyndist ekki unnt.
Nokkur aldursmunur er á þeim
hjónum Karólinu og Junot. Hún er
23ja ára og hann fertugur. Foreldrar
hennar settu sig mjög á móti
hjúskapnum á sínum tíma. Karólína lét
það þó ekki á sig fá og giftist Junot
28. júní 1978. Þau bjuggu aðallega í
Mónakó og París. Nánir vinir prinsess-
unnar segja að hún hafi tiltölulega
fljótt gerzt leið á ,,jet-sett” iifnaðinum
í kringum mann hennar. Hún hélt sig
þvi talsvert heima við á meðan Junot
stundaði næturlífið óspart og fór oft til
i útlanda. Þau hættu að búa saman i
ágúst sl.
Hefði ekkert á móti þvf
að eignast þyrlu
Liza Minelli varð að hætta við tónleika
sfna i Boston vegna magaverkja. Á
sjúkrahúsi kom i Ijós að hún er vanfær.
Tveggja vikna hlé verður því á hljóm-
leikahaldi hennar.
Liza Minelli
ísjúkrahús
vegna óléttu
i stað þessaðsyngja álónleikumeins
og til stóð, lagðist söng- og leikkonan
Liza Minelli inn á sjúkrahús, þegar
hún kom til Bostonborgar i Bandarikj-
unum. Fyrst i stað var vandlega þagað
yfir því hvað að henni gengi, en loks
gat framkvæmdastjórinn hennar ekki
staðizt kröfur aðdáenda söngkonunnar
og gaf út yfirlýsingu: Liza Minelli er
ófrisk og ætlar að taka lifinu með ró
næstu tvær vikurnar.
Þessi yfirlýsing þaggaði niður í
aðdáendaskaranum, sem þegar var
búinn að tryggja sér aðgðngumiða að
tónleikum Lizu Minelli. Hún er nú á
tónleikaferð um Bandarikin og ætlar
að halda henni ótrauð áfram að
•vikunum tveimur liðnum.
„Það er samkvæmt eindregnum
ráðleggingum lækna Lizu, sem við
látum hana hvíla sig í Boston,” sagði
Jerry Roberts framl.væmdastjóri
hennar. — Liza Minelli hefur að
minnsla kosli tvisvar misst fóstur. Er
hún hafði kvartað um magaverki stuttu
eftir komuna til Boston var hún þegar
rannsökuð á spítala þar. Niðurstaða
þeirrar rannsóknar var að hún væri
orðin ófrísk á ný.
,,Þú getur ekki tekið þá með þér
héðan,” eru einkunnarorð Eltons
John. Þar á hann við peningana sína.
Og fyrst þeir eru ekki gjaldgengir í
öðrum heimi er um að gera að eyða sem
mestu á meðan maður getur hérna
megin grafar.
,Mig langar ekkert til að eignast
snekkju. Mér leiðast snekkjur. Ég
hefði hins vegar ekkert á móti þyrlu, en
ég er smeykur um að ég eigi ekki fyrir
lienni. Jú, sennilega gæti ég kríað út
fyrir einni en ég býst við að bókhaldar-
inn minn ræki þá upp ramakvein,”
sagði Elton John í nýlegu blaðaviðtali,
þar sem peningaeyðsla hans barst í tal.
Ég er þó hættur að eyða eins miklu
og ég gerði,” sagði hann ennfremur.
„Ég átti það til að kaupa Rembrandts-
málverk í jólagjöf handa vinum mín-
um. Það var kannski ekki alveg það
gáfulegasta sem maður gat varið pen-
ingunum til.
Eg fjárfesti litið sem ekkert. Ég á
bara húsið mitt og hluti, sem ég hef
safnað að mér. Einhvern tíma keypti
ég nokkur hlutabréf samkvæmt ráð-
leggingu vinar míns. Viku seinna voru
þau fallin í verði og hafa einhverra
hluta vegna ekki náð sér upp aftur.”
Risavaxið
plötusafn
Söfnunarástríða Eltons John er við-
fræg. Hvar sem hann kemur kaupir
hann hina óliklegustu hluti, en mest þó
hljómplötur.
„Mér þykir óskaplega vænt um plöt-
urnar mínar,” sagði hann í viðtalinu.
„Ég er ólikur flestum i poppbrans-
anum að þvi leyti að ég þigg ekki plötur
frá útgefendunum, heldur kaupi ég
þær. Ég á sennilega um það bil fimmtiu
þúsund LP plötur núna — er það
kannski heimsmet? — og guð má vita
hve margar smáskífur.
Ég geymi plöturnar í sérstöku safni.
Fyrsta herbergið sem ég lét innrétta
þegar ég keypti húsið mitt var reyndar-
plötugeymslan.”
Fyrir nokkru kom út ný LP plata
með Elton John. Hún nefnist 21 At 33.
Á henni er meðal annars að finna lagið
Little Jeanie, sem notið hefur mikilla
vinsælda viða um heim að undanförnu.
Elton er einnig byrjaður að skemmta á
hljómleikum að nýju. Um miðjan
siðasta mánuð kom hann fram á úti-
hljómleikum í Central Park í New
York. Fjögur hundruð þúsund manns
komu til að sjá og heyra poppstjörn-
una, sem kom fram klædd eins og önd.
Kynvillan
Á síðasta ári tilkynnti Elton John að
hann væri kynvilltur.
„Viðhorf fólks gagnvart mér hefur
ekkert breytzt síðan ég gaf þessa yfir-
lýsingu,” segir hann. Það þarf heldur
enginn að hafa áhyggjur af mér. Ég er
alltaf sami gamli Elton John.”
Robert Mitchum er
alveg að gefast
upp á FayeDunaway
Kvikmyndaleikarinn Roberl
Mitchum er i sannleika sagt alveg að
gefast upp þessa dagana. Hann er
staddur i Mexikó, þar sem upptökur á
nýrri sjónvarpskvikmynd um Juan
Peron og Evu konu hans fara fram.
Mitchum á að leika Peron og Faye
Dunaway Evu. Og það er einmitt Fave
sem fer svo óskaplega í taugarnar á
Mitchum.
Það eru geðvonzkuköst leikkon-
'unnar sem fara svona með skapið á
Mitchum. „Ég verð að fá mér langar
gönguferðir daglega til að róa mig
niður,” sagði hann i samtali við banda-
riskan blaðamann. „Annars er rnikil
hætta að mér yrði á að missa annan
fótinn af krafti í bakhlutann á henni.”
Robert Mitchum verður að taka á allri sinni stillingu til að missa ekki fótinn i aftur-
endann á mótleikkonu sinni, Faye Dunaway.
Börn Peters Sellers
óánægð með hungur
lúsina sem þau fá
Börmn þrjú, sem leikarinn Peter
Sellers eignaðist draga mjög í efa rétt-
mæti erfðaskrár þeirrar, sem hann lét
eftir sig. í henni er hverju þeirra þriggja
ætluð upphæð, sem nemur tæplega
einni milljón íslenzkra króna. Ekkja
Sellers fær aftur á móti í sinn hlut
rúmlega fimm milljarða.
Talsmaður systkinanna þriggja,
umboðsmaðurinn Don Short, segir
óliklegt að þau ákveði að höfða mál til
ógildingar erfðaskránni. „Þau vilja
aðeins fá i sinn hlut sanngjarna upp-
hæð af því sem faðir þeirra lét eftir
sig,” segir Short.
Elwood Rickless, lögfræðingurinn,
sem sér um að hver fái sitt af eigum
leikarans, sagði er hann var spurður
álits á kröfu systkinanna: „Þetta eru
algjörlega nýjar fréttir fyrir mér.”
Hann neitaði að láta hafa meira eftir
sér um málið.
Börn Peters Sellers eru Michael, 26
ára; Sarah, 23 ára og Victoria, 15 ára.
Þau eru þessa dagana að vinna að bók
um föður sinn. Að sögn Dons Short
halda þau því fram að gifting hans og
Lynne Frederick myndi hafa endað
með skilnaði von bráðar hefði hann
ekki látizt snögglega. Frú Frederick er
jafngömul Michael Sellers.
Brezk blöð höfðu eftir Lynne
Frederick um þetta mál að börn eigin-
manns hennar heitins ættu að „virða
óskir hans. Hvers vegna geta þau ekki
látið minningu hans í friði?” Lynne
Frederick bætti því við að Sellers hefði
gefið hverju barna sinna tuttugu
þúsund sterlingspund er þau náðu 21
ársaldri.
Börn Peters Sellers þrjú eru ákaflega óánægó meó upphæðina sem hann arfleiddi þau
að. Ekki er þó búizt við að þau höfði mál til ógildingar erfðaskránni.