Dagblaðið - 14.10.1980, Side 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
\
Kjallarinn
JónasJónasson
b) Uppbætur. Hér er eflaust um
útflutningsbæturnar að ræða.
Þær eru á fjárlögum 8,4 milljarð-
ar.
Samtals eru þetta 10,7 milljarðar,
sem vissulega má telja beinan
stuðning við landbúnaðinn. Þó
að auðvitað komi sá stuðningur
að verulegum hluta neytendum til
góða í lægra vöruverði.
c) Niðurgreiðsliir. Hvaða niður-
greiðslur eru ákveðnar vegna
bænda? Hvenær hafa bændur
eða þeirra forsvarsmenn beðið um
auknar niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörur? Niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörum eru eins og al-
kunna er spil stjórnarvalda með
vísitölu framfærslukostnaðar til
þess að halda niðri vísitölu kaup-'
gjalds. Þær fara eins og augljóst er
inn á og út af reikningi skattgreið-
enda og neytenda, sem eru nú
einu sinni sami hópurinn i megin
dráttum. Meira að segja bændur
og fólk þeirra eru bæði skatt-
greiðendur og neytendur í þjóð-
félaginu en það gleymist nú ansi
oft. Niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörur eru fyrst og fremst
aðferð stjórnarvalda til jöfnunar
álifskjörum.
Bændur skiptir það hinsvegar
miklu hvernig niðurgreiðslum á vörur
þeirra er háttað þvi hefur aldrei verið
neitað og þeir hafa hvað eftir annað
óskað eftir þvi að fá að fylgjast með í
spilinu vegna þess hve rokk fram og
aftur með hlutfall niðurgreiðslna
getur farið illa með markað þeirra.
Til þessara margumræddu niður-
greiðslna á landbúnaðarvörur eru
ætlaðar á fjárlögum 24,4 milljarðar.
„Svo er það þessi almenna þjónusta, að hafa samgöngur um landið og leiða um það rafmagn, er það nú orðinn „úthalds-
kostnaður” við landbúnaðinn?”
Hættið að tala um
niðurgreiðslur á vöru-
verði sem styrk til
bænda
] Að framansögðu er Ijóst að engin
glóra er í því að Ieggja þetta allt
saman og telja allt úthaldskostnað
vegna landbúnaðarins.
Það er fullkomin rangfærsla og
ósvífni af versta tagi að reikna niður-
greiðslur á vöruverði sem styrki til
ibænda. Þeir sem finna stöðugt þörf
hjá sér að vera að skrifa um land-
búnað ættu að venja sig af þessum
ósið í eitt skipti fyrir öll, þeim mundi
' líða betur á eftir.
Ósvrfnar dylgjur
Þá er það niðurlagið á málsgrein-
inni: ,,Eru þá ótalin lánin, jöfnunar-
gjöldin, samgöngurnar og raf-
magnið.”
Hvaða nöfn ætti helst að gefa
slíkum málflutningi sem þessum?
Ekkert er sagt beinum orðum en því
meira gefið i skyn. Dylgjur eru
vægasta orðið. Dylgjur um að lán til
bænda séu byrði á skattþegnum, um
að greiða þurfi ómældar fúlgur í
jöfnunargjöld, að kostnaður við
samgöngur i landinu eigi að skrifast á
reikning landbúnaðar og þá væntan-
lega allar samgöngur jafnt i lofti á
landi og sjó og svo rafvæðing
landsins.
Það er erfitt að sjá með vissu hvað
maðurinn meinar og þvi ekki létt að
gefa skýringar þó skal það reynt.
Lánin. Eins og nú háttar nýjum
lánum til landbúnaðarins er hvergi
um neitt „niðurgreitt” fjármagn að
ræða. öll lán til landbúnaðarins eru
að fullu verðtryggð og bera auk þess
hliðstæða vexti og teknir eru almennt
í landinu af stofnlánum. Land-
búnaðurinn hefur um þetta fylgt
öðrum atvinnuvegum. Það fjármagn
sem Stofnlánadeild fær frá riki, frá
framleiðendum og sem gjald á
búvörur, fer allt í að borga af eldri
skuldum deildarinnar.
Jöfnunargjöldin. ,,Nú gerðuð þér
mig heimaskitsmát”, sagði Jón
Hreggviðsson við frúna úti í Kaup-
mannahöfn forðum dag. Hér verður
beinlínis að auglýsa eftir því hvaða
jöfnunargjöld maðurinn getur átt
við, sem flokka mætti undir úthalds-
kostnað við landbúnaðinn borinn
lupp af ríki og skattgreiðendum.
4) Listin sem skálkaskjól.
Ef listin þróast ekki í nánum
tengslum við samfélag sitt hættir
listamaðurinn að hafa nokkrar
skyldur. Hann fer að ala sig upp
sjálfur; það sem hann gerir verður list
og list verður það sem hann gerir.
Vandamálið felst í því að taka sig
nógu hátíðlega. Telji einhver í alvöru
að hann sé listamaður, er hann
orðinn það. Þannig verður listin
skálkaskjól klaufa og athvarf sérvitr-
inga. Og skilji almenningur ekki lista-
manninn verður það almenningsins
sök. Listamaðurinn verður hvort
tveggja í senn skjólstæðingur sinn og
dómari.
, S) Alltogekki neitt.
Vaxi listin frá umhverfinu hættir
henni til að stefna í tvennar öfgar.
Annars vegar verður listín svo fram-
andleg að hugsunin, ef einhver er,
skilst ekki. Hins vegar verður listin
.svo gagnsæ að hún hættir að hafa
neitt að segja. í seinna tilvikinu
rennur listin saman við veruleikann,
verður hluti af honum i stað þess að
túlka hann. Núorðið getur t.d. það
að byggja sér hús verið „gerningur”
og húsið sjálft „umhverfislist”.
Þannig verður listin hvort tveggja í
senn, allt og ekki neitt.
6) List og andi. Sumir afneita því
að listin geti verið marksækin. Allar
. tilraunir listamanna til að beina list
sinni í einhvern farveg fyrirfram, eru
i þessari skoðun af hinu illa. Lista-
menn „fái andann yfir sig" og þurfi
til að ná slikum transi að vera frjálsir
og óháðir öllu og öllum.'
Þessu er því til að svara, að þótt
erfitt sé og jafnvel óhugsandi að setja
allri list_markmið fyrirfram, ræðst
'„andinn” sem listamenn fá yfir sig af
aðstæðunum sem þeir búa við! Sá
listamaður sem lifir og starfar i
þröngri klíku listamanna fær öðru-
vísi „anda” yfir sig en listamaðurinn
sem lifir og starfar i nánum tengslum
við samfélag sitt. Og það sem meira
er: í seinna tilvikinu gengur leik-
mönnum yfirleitt betur að hafa gagn
af listinni. Að tala um að „fá andann
yfir sig” sem einhvers konar loft-
sendingu er auðvitað markleysa ein.
Hugmynd eða hughrif eiga beina eða
óbeina stoð í þeim veruleika sem
hugsandi maður lifir í.
\\arircn
Hverjir eiga að njóta
samfélagsþjónustu og
hverjir eru óverðugir?
Svo er það þessi almenna þjónusta,
að hafa samgöngur um landið og
leiða um það rafmagn, er það nú
orðinn „úthaldskostnaður” viðland-
búnaðinn? Hvílikur hugsunarháttur?
Er ekki vega- og samgöngukerfi
landsins gert jafnt fyrir alla lands-
menn og notað af öllum landsmönn-
;um éftir því sem menn eiga erindi eða
•og ekki siður hafa áhuga á að skoða
landið.
Er ekki vegakerfi Vesttjarða jafnt
fyrir þorpin og bæina og sveitirnar
svo dæmi sé tekið? Það sem fyrst og
fremst hefur ráðið því hvernig
samgöngukerfi landsins hefur verið
byggt upp er „þörfin” fyrir sam-
göngur, þar hefur fólksfjöldi og
umferðarþungi skapað forgangs-
röðunina. Mjög svipuðu máli skiptir
um rafmagnið. Þeir sem fjærst búa
þéttbýli og dreifðast biðu lengst eftir
þessari sjálfsögðu samfélagsþjón-
ustu. Að sjálfsögðu helgast þetta af
því að því dreifðari sem byggðin var
því dýrara var þetta á hvern íbúa. En
hvar átti að draga mörkin? Hverjir
áttu að koma i hóp fyrsta flokks
þegna og hverjir að vera í kuldanum?
Þarna er fráleitt að hægt sé að
draga nokkur hagkvæmnismörk og
segja hingað og ekki lengra. Það er
enginn bær um að dæma hvaða
byggðarlög eða hverskonar eru
„baggi” á þjóðfélaginu. Ef gera ætti
það alfarið upp og meta hver væru í
þeim skilningi veitendur og hver
þiggjendur, yrði að tína býsna margt
á vogarskálarnar og allsendis óvíst á
hvern hallaði að lokum.
Slíkur samjöfnuður væri raunar
harla fánýtur. Við getum hvorki lifað
;i þessu landi án borgar né sveita,
hvorki án þorpa né kaupstaða og
okkur vegnar ekki vel nema hinar
ýmsu stéttir og fólk i hinum ýmsu
byggðarlögum sýni nokkurn skilning
:á þörfum og aðstöðu hvers annars.
Skrif Jónasar Kristjánssonar um
landbúnaðarmál eru lítið grunduð,
þau eru ekki sanngjörn, þau eru ekki
góðgjörn og síst til þess fallin að
leiða til nokkurs góðs.
i Jónas Jónsson
Kjallarinn
Rúnar Vilhjálmsson
7) Listamaðurog kennari.
Sé listin tjáningarform hugsunar er
hún um leið tæki í þágu mannsins til
að efla þroska sinn tilfinningalega og I
vitsmunalega. Listin gerir manninum
kleift að skynja, skilja og tjá sjálfan
sig og umhverfið eftir leiðum, sem
vegna formgerðar eru frábrugðnar
talmáli og ritmáli hvunndagsins.
Vegna þess að formgerðir listarinnar
eru ólíkar gerir það listamanninum
kleift að tjá hugsun sem oft á tíðum
er ekki hægt að koma orðum að. Hér
er um mikilvægt atriði að ræða. Á
sama hátt og kennari hefur þær
skyldur við nemendur að búa orðum
sínum þann búning að þeir skilji svo
þcir megi þroskast, þá hefur lista-
maður þær skyldur að búa listformi
sínu þann búning að hann hafi eitt-
hvað að segja og geti eitthvað sagt.
Mannlegur þroski er að nokkru
undir listinni kominn. í þessari stað-
reynd felst ábyrgð listamannsins sem
listamanns. Þá ábyrgð má hann ekki
sniðganga. Og hinn íslenski lista-
maður er ekki að skapa list fyrir París
eða 21. öldina. Hann er að skapa list
fyrir íslendinga í dag.
-
Rúnar Vilhjálmsson.