Dagblaðið

Dato
  • forrige månedoktober 1980næste måned
    mationtofr
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Eksemplar
Senere udgivet som:

Dagblaðið - 14.10.1980, Side 16

Dagblaðið - 14.10.1980, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980. Fjölmennasta Helgar- skákmótið á Akureyri —alþjóðlegt Helgarskákmót áHúsavíkeftir áramótin Elías I. Elíasson, nýlegur sýslumaður Eyfirðinga og bæjarfógeti’ á Akureyri, lék fyrsta leikinn i fjöl- mennasta Helgarskákmótinu sem haldið hefur verið til þessa. Fór það fram á Hótel KEA og hófst kl. 14 á föstudaginn var. Sigurvegarar á þessu móti urðu þein Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson með 5 1/2 vinning. í 3. sæti varð Ásgeir Þ. Árnason með 5 vinninga. Sex umferðir voru tefldar. Um sextíu þátttakendur voru 1 mótinu sem Freyr Ófeigsson, forseti bæjarstjórnar, setti eftir að þeir dr. Ingimar Jónsson, forsetí Skáksam- bandsins, og Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákar, höfðu flutt stutt á- vörp. í athugun er hjá tímaritinu Skák og Flugleiðum hf. að halda alþjóðleg Helgarskákmót hér á landi eftir áramót með þátttöku nokkurs fjölda erlendra skákmanna. Er þá helzt rætt um Húsa- vík sem keppnistað þar sem reynsla er fengin fyrir ágætri aðstöðu til skák- mótahalds á hótelinu og félags- heimilinu sem er sambyggt við það. Raunar hafa Helgarskákmótin öll verið 1 góðri samvinnu við Flugleiðir hf. Hefur verulegur afsláttur verið veittur af fargjöldum og flugferðir tímasettar með hliðsjón af móts- haldinu. Elias I. Eliasson sýslumaður leikur fyrsta leikinn I skák Helga Ólafssonar og Birgis Sigurðssonar. Birgir hafði hvitt. DB-mynd: GM. Dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands tslands, og Jóhann Þórir, ritstjóri tima- -BS/GM, Akureyri.a ritsins Skákar, ræðast við. BIAÐIB Yngsti keppandinn á mótinu, Bogi Pálsson, 9 ára, fékk 2 vinninga. DB-mynd GM. Blómlegt atvinnulíf í Bolungarvík: MIKIÐ BYGGT - EN VANTAR FÓLK Blómlegt atvinnulíf hefur verið í Bolungarvík í sumar. Meðal annars hafa verið malbikaðir tveir km í bænum og þrír km út úr honum. Einnig hefur verið unnið við lagningu fjarvarmaveitu 1 bænum. Verktaki er örnólfur Guðmundsson. Mikið er byggt í Bolungarvík og á ísafirði á vegum Framkvæmdanefnd ar um leigu- og söluibúðir. Jón Friðgeir Einarsson byggingaverktaki i Bolungarvik skilaði um síðustu helgi fullfrágengnu 8 íbúða fjölbýlishúsi í Hnífsdal. Hefur það hús verið byggt á hálfum fimmtánda mánuði, því framkvæmdir hófust í júlí í fyrra. Jón Friðgeir hefur einnig nýlega hafið byggingu ellefu raðhúsa við Árvelli í Hnífsdal og jafnframt samið um byggingu fimm raðhúsa við Stiga- hlíð í Bolungarvík. Ánægjulegt er til þess að vita að verktakar á Vestfjörðum virðast í auknum mæli taka að sér verk, sem boðin eru út hér heima. Það sem ótvírætt háir byggingastarfsemi hér mest er skortur á vinnuafli. Spenna á vinnumarkaði og vinnuaflsskortur eru sameiginlega vandamál alls at- vinnurekstrar við ísafjarðardjúp. Fiskvinnsla og útgerð virðast standa sig bezt í samkeppninni um vinnuaflið en i öðrum greinum, s.s. iðnaði og verzlun horfir oft til stór- vandræða vegna skorts á vinnuafli. -KF, Boiungarvik. ÍRL. Þrir kilómetrar hafa verió malbikaðir út úr Bolungarvik i sumar og tveir innan bæjarmarkanna. DB-mynd: Kristján Friðþjófsson. Alltaf stjórnar Guð almáttugur öllu bezt Slátrun byrjaði á Eskifirði fyrir tólf dögum og voru engin slátur keypt fyrstu dagana. 9. október versnaði veðráttan og ekki var hægt að veiða síld, en þess má geta að stanzlaus sild- arsöltun var hér á þriðju viku. Eftir að veður versnaði fóru eskfirzkar húsmæður, sem flestar vinna við síldar- söltunina, að kaupa sér slátur en slátrun lauk sl. föstudag. Má segja að óveður hafi tryggt heimilismönnum á Eskifirði sitt árlega slátur á borðin. Þess vegna segir ég alltaf: Alltaf stjórnar Guð almáttugur öllu bezt. Söltun hófst á ný á laugardagirm. í morgun hafa skipin streymt inn með fullfermi af síld og verður sennilega sett nýtt söltunarmet á Eskifirði. Út um ’gluggann sé ég níu síldveiðiskip. I gær, sunnudag, varð Eskifjarðar- kirkja 80 ára og predikaði prófastur Austurlands, Trausti Pétursson, en séra Davíð Baldursson sóknarprestur þjónaði fyrir altari. Eftir messu var öUum kirkjugestum, talsvert á þriðja hundrað manns, boðið 1 kaffidrykkju 1 ValhöU. Var semfeUd dagskrá frá tvö til sjö um kvöldið. Arnór Jensen, sem kominn er á áttræðisaldur, sagði frá kirkjubyggingunni í greinargóðri ræðu. Tónleikar voru í kirkjunni kl. níu á sunnudagskvöld og mættu þar 50—60 manns, enda hófst síldarsöltun aftur í gær klukkan fimm og átta á plönunum þremur. Einn drengur var skírður í messunni og hlaut hann nafnið ÞórhaUur Hjalta- son. Sjö prestar komu hingað 1 tílefni af afmæli kirkjunnar og get ég ekki fengið nöfnin þeirra í bili, því hér eru allir komnir í síld. Það er síldin sem mestu hefur ráðið á Eskifirði undanfarnar þrjárvikur. -Regína, Eskifirði.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar: 232. tölublað (14.10.1980)
https://timarit.is/issue/228490

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

232. tölublað (14.10.1980)

Handlinger: