Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980. Fjölmennasta Helgar- skákmótið á Akureyri —alþjóðlegt Helgarskákmót áHúsavíkeftir áramótin Elías I. Elíasson, nýlegur sýslumaður Eyfirðinga og bæjarfógeti’ á Akureyri, lék fyrsta leikinn i fjöl- mennasta Helgarskákmótinu sem haldið hefur verið til þessa. Fór það fram á Hótel KEA og hófst kl. 14 á föstudaginn var. Sigurvegarar á þessu móti urðu þein Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson með 5 1/2 vinning. í 3. sæti varð Ásgeir Þ. Árnason með 5 vinninga. Sex umferðir voru tefldar. Um sextíu þátttakendur voru 1 mótinu sem Freyr Ófeigsson, forseti bæjarstjórnar, setti eftir að þeir dr. Ingimar Jónsson, forsetí Skáksam- bandsins, og Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákar, höfðu flutt stutt á- vörp. í athugun er hjá tímaritinu Skák og Flugleiðum hf. að halda alþjóðleg Helgarskákmót hér á landi eftir áramót með þátttöku nokkurs fjölda erlendra skákmanna. Er þá helzt rætt um Húsa- vík sem keppnistað þar sem reynsla er fengin fyrir ágætri aðstöðu til skák- mótahalds á hótelinu og félags- heimilinu sem er sambyggt við það. Raunar hafa Helgarskákmótin öll verið 1 góðri samvinnu við Flugleiðir hf. Hefur verulegur afsláttur verið veittur af fargjöldum og flugferðir tímasettar með hliðsjón af móts- haldinu. Elias I. Eliasson sýslumaður leikur fyrsta leikinn I skák Helga Ólafssonar og Birgis Sigurðssonar. Birgir hafði hvitt. DB-mynd: GM. Dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands tslands, og Jóhann Þórir, ritstjóri tima- -BS/GM, Akureyri.a ritsins Skákar, ræðast við. BIAÐIB Yngsti keppandinn á mótinu, Bogi Pálsson, 9 ára, fékk 2 vinninga. DB-mynd GM. Blómlegt atvinnulíf í Bolungarvík: MIKIÐ BYGGT - EN VANTAR FÓLK Blómlegt atvinnulíf hefur verið í Bolungarvík í sumar. Meðal annars hafa verið malbikaðir tveir km í bænum og þrír km út úr honum. Einnig hefur verið unnið við lagningu fjarvarmaveitu 1 bænum. Verktaki er örnólfur Guðmundsson. Mikið er byggt í Bolungarvík og á ísafirði á vegum Framkvæmdanefnd ar um leigu- og söluibúðir. Jón Friðgeir Einarsson byggingaverktaki i Bolungarvik skilaði um síðustu helgi fullfrágengnu 8 íbúða fjölbýlishúsi í Hnífsdal. Hefur það hús verið byggt á hálfum fimmtánda mánuði, því framkvæmdir hófust í júlí í fyrra. Jón Friðgeir hefur einnig nýlega hafið byggingu ellefu raðhúsa við Árvelli í Hnífsdal og jafnframt samið um byggingu fimm raðhúsa við Stiga- hlíð í Bolungarvík. Ánægjulegt er til þess að vita að verktakar á Vestfjörðum virðast í auknum mæli taka að sér verk, sem boðin eru út hér heima. Það sem ótvírætt háir byggingastarfsemi hér mest er skortur á vinnuafli. Spenna á vinnumarkaði og vinnuaflsskortur eru sameiginlega vandamál alls at- vinnurekstrar við ísafjarðardjúp. Fiskvinnsla og útgerð virðast standa sig bezt í samkeppninni um vinnuaflið en i öðrum greinum, s.s. iðnaði og verzlun horfir oft til stór- vandræða vegna skorts á vinnuafli. -KF, Boiungarvik. ÍRL. Þrir kilómetrar hafa verió malbikaðir út úr Bolungarvik i sumar og tveir innan bæjarmarkanna. DB-mynd: Kristján Friðþjófsson. Alltaf stjórnar Guð almáttugur öllu bezt Slátrun byrjaði á Eskifirði fyrir tólf dögum og voru engin slátur keypt fyrstu dagana. 9. október versnaði veðráttan og ekki var hægt að veiða síld, en þess má geta að stanzlaus sild- arsöltun var hér á þriðju viku. Eftir að veður versnaði fóru eskfirzkar húsmæður, sem flestar vinna við síldar- söltunina, að kaupa sér slátur en slátrun lauk sl. föstudag. Má segja að óveður hafi tryggt heimilismönnum á Eskifirði sitt árlega slátur á borðin. Þess vegna segir ég alltaf: Alltaf stjórnar Guð almáttugur öllu bezt. Söltun hófst á ný á laugardagirm. í morgun hafa skipin streymt inn með fullfermi af síld og verður sennilega sett nýtt söltunarmet á Eskifirði. Út um ’gluggann sé ég níu síldveiðiskip. I gær, sunnudag, varð Eskifjarðar- kirkja 80 ára og predikaði prófastur Austurlands, Trausti Pétursson, en séra Davíð Baldursson sóknarprestur þjónaði fyrir altari. Eftir messu var öUum kirkjugestum, talsvert á þriðja hundrað manns, boðið 1 kaffidrykkju 1 ValhöU. Var semfeUd dagskrá frá tvö til sjö um kvöldið. Arnór Jensen, sem kominn er á áttræðisaldur, sagði frá kirkjubyggingunni í greinargóðri ræðu. Tónleikar voru í kirkjunni kl. níu á sunnudagskvöld og mættu þar 50—60 manns, enda hófst síldarsöltun aftur í gær klukkan fimm og átta á plönunum þremur. Einn drengur var skírður í messunni og hlaut hann nafnið ÞórhaUur Hjalta- son. Sjö prestar komu hingað 1 tílefni af afmæli kirkjunnar og get ég ekki fengið nöfnin þeirra í bili, því hér eru allir komnir í síld. Það er síldin sem mestu hefur ráðið á Eskifirði undanfarnar þrjárvikur. -Regína, Eskifirði.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.