Dagblaðið - 14.10.1980, Page 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
17
liósmyndadellu
„Ljósmyndaáhuginn kom með
táningaaldrinum og síðan hef ég
verið með ólæknandi ljósmynda-
dellu. Ég hef haldið tvær Ijósmynda-
sýningar i Unuhúsi 1969 og í Galleri
Sólon Islandus 1977. Núna er ég að
vinna ákveðið verkefni sem ég vonast
'til að sýna einhvern tímann,” sagði
Rúnar Gunnarsson nýráðinn dag-
skrárgerðarmaður hjá sjónvarpinu.
Rúnar Gunnarsson starfaði sem
blaðaljósmyndari á Alþýðublaðinu
og hjá tímaritinu Fálkanum áður en
hann hóf starf sem kvikmyndatöku-
maður hjá sjónvarpinu við stofnun
þess 1966. „Mér fannst það vera
framhald af blaðaljósmyndun að
fara til sjónvarpsins sem kvikmynda-
tökumaður. Það má segja að ég hafi
verið tengdur myndrænni hlið fjöl-
miðla frá þvi ég var unglingur,”
sagði Rúnar sem nú er 35 ára.
,,Jú, það eru mörg verkefni sem ég
er að vinna núna bæði skemmtiþættir
og þættir með tónlistarefni. Starf
dagskrárgerðarmanns er i rauninni
framkvæmdastjórn á framleiðslu
sjónvarpsþátta og starfið er mjög
skemmtilegt. Hvað ég verð lengi í
þessu er ómögulegt að segja um,
enginn veit sina ævina fyrr en öll er.”
Rúnar stjórnaði lengi útsendingum
á fréttum og i tvö ár stjórnaði hann
útsendingum á íþróttaþáttum Bjarna
Felixsonar. Núna er hann sem sagt á
kafi í dagskrárgerðinni, en hann lók
við starfi Egils Eðvarðssonar.
-ELA.
Jóhann Konráðsson,
kona hans og fjögur
börn þeirra syngja
inn á plötu
Jóhann Konráðsson og kona hans Fanney Oddgeirsdóttir. Auk þeirra syngja
fjögur börn þeirra með á nýrri plötu sem væntanleg er með fjölskyldunni.
DB-mynd: Guðmundur Svansson.
ASGEIR
TÓMASSON
Heiðursgestur SATT-kvöldsins annað
kvöld verður Dato Triffler frá Húsa-
vik. Hann flytur frumsamið efni.
DB-mynd: Einar Ólason.
Rúnar Gunnarsson dagskrárgerðarmaður hjá sjónvarpinu:
„Ég er með ólœknandi
Ævisaga Ólafs
Thors jyrir jól?
Matthías Johannessen, rithöfundur
og ritstjóri, hefur um árabil unnið að
ritun ævisögu Ólafs Thors. Er verk
þetla orðið svo mikið að vöxtum, að
áhöld eru talin á þvi, hvort unnt er að
gefa þaðút nema í tveim bindum.
Það er Almenna bókafélagið, sem
;gefur verkið úl Hcyrzt hefur að nú
hafi verið. og sé raunar enn, róið á
bæði borð til þess að minnsta kosli
fyrra bindið geti komið út fyrir jólin,
— eða jafnvel allt ritið.
Halldór
hættirhjá USIS
Halldór Valdimarsson blaðamaður
hefur sagt upp starfi sínu hjá Menn-
ingarstofnun Bandarikjanna á
íslandi, USIS, frá og með næstu ára-
mótum.
íslenzkir blaðamenn hafa notið að-
stoðar Halldórs og góðrar samvinnu1
þann tíma sem hann hefur starfað hjá
þessari stofnun. Hefur hann verið
boðinn og búinn þegar til hans hefur
verið leitað um upplýsingar og fyrir-
greiðslu.
Af margþættum ástæðum fyrir
uppsögn Halldórs vegur sú þyngst að •
hann hefur hug á að afla sér mennt-
unar i blaðamannaháskóla og þá lík-
lega á einhverju Norðurlandanna.
Stéttabaráttan
í skattinum
Síðbúin skattalög hafa valdið starfs-
fólki skattstofanna ótöldum óþægind-
, um í allt sumar. Nú keyrir þó um þver-
bak og segja sumir að allt sé i grænum
sjó út af áætlun á þá fagmenn og sér-
fræðinga, sem reki sjálfstæðan rekstur
og séu í vinnu hjá sjálfum sér, ef svo
másegja.
Hér er átt við lögfræðinga með
starfsstofur, bílstjóra, málara, múrara
og fleiri iðnaðarmenn og menntastéttir,
svo einhverjir séu nefndir. Utan við
þetta standa svo bændur með ákaflega
mismunandi ástæður, einkum vegna
mismunandi mikilla skulda, sem hafa
áhrif áskattmatið.
Skattstofurnar telja sér heimilt að
áætla kr. 8.1 milljón í laun hjá ofan-
greindum starfsstéttum. Hittir þetta
menn misjafnlega og sagt er, að
athugasemdum linni ekki og mikill erill
séaf þessari tilhögun.
í fyrsta fundarhléi, sem gert var á
nýbyrjuðu Aþingi, kom úlpuklæddur
maður askvaðandi að Jakobi Jónssyni,
yfirþingverði. Heimtaði hann þá þegar
viðtal við Sighvat Björgvinsson,
. alþingismann.
„Það þýðir ekkert að koma i þetta
hús froðufellandi af áhuga,” sagði
Jakob sallarólegur um leið og hann
jvísaði komumanni i áltina að þing-
flokksherbergi Alþýðuflokksins. „Hér
er það ekkert nema þolinmæðin ein,
sem þrautir vinnur allar,” sagði Jakob
og brá hvergi.
,,Ég hélt að það væri verið að gera
grín að mér, þegar hann Snorri Hans-
son plötuútgefandi sló á þráðinn til
mín og stakk upp á því að fjölskyld-
an tæki höndum saman um að gera
eina hljómplötu,” sagði Jóhann
Konráðsson söngvari er fréttaritari
DB á Akureyri ræddi við hann.
„Þegar i ljós kom að honum var blá-
köld alvara var ekki um annað að
ræða en að skjóta á fundi og ræða
tnálið. Okkur leizt öllum vel á þetta
áform Snorra, en þrjú systkini báðust
undan að vera með.”
Auk Jóhanns syngja því á plötunni
Fanney Oddgeirsdóttir.kona hans, og
börn þeirra, Jóhann Már, Anna
Maria, Svavar og Kristján. „Þeir
Jóhann og Svavar lögðu mikið á sig
til að æfa undir upptökuna,” sagði
Jóhann Konráðsson. „Jóhann býr i
Litla-Dal i Skagafírði og Svavar í
Keflavík í Húnavatnssýslu. Þeir
bræður þurftu að aka til Dalvíkur,
þar sem undirleikarinn býr og þurftu
þeir að aka alllanga leið til að æfa
sig.”
Þriðji sonurinn, Kristján, kom
síðan óvænt inn í myndina. Hann
kom óvænt í heimsókn frá ítaliu, þar
sem hann er við söngnám, og var
þegar í stað gripinn til upptökunnar.
— Rætt var við Kristján á Fólk-siðu
DB fyrir nokkru.
„Við hjónin erum nú komir á
sjötugsaldurinn og nokkuð er l'ðið
siðan ég söng síðast opinberleia,”
sagði Jóhann Konráðsson. Fanney
kvaðst syngja í Gígjunni á veturna
og hafa verið meði henni frábyrjun.
„Ég byrjaði tólf ára gömul að
syngja í kirkjukór á Grenivík,” sagði
hún. „Einnig sungum við bæði smá-
vegis með karlakór Akureyrar.
Söngurinn hefur alltaf verið mikill
hjá okkur.” — Síðasta platan sem
Jóhann Konráðsson söng inn á var
hljóðrituð árið 1962.
Þessi nýja fjölskylduplata, sem
áreiðanlega er hin fyrsta sinnar teg-
unar hérlendis, er væntanleg á
markað í næsta mánuði. Hún var
hljóðrituð í Studio Bimbó á Akur-
eyri.
•G. Svans, Akureyri.
Rúnar Gunnarsson hefur starfað hjá sjðnvarpinu frá stofnun þess 1966.
DB-mvnd Sig. Þorri.
^mm^mmmmmmm^m^mmmmmm^mm^^^mmmmmmm^m^^mmm"mmmmmmm^^^^^^^^^^^^^^^^^“
Tónlistarmenn af lands-
byggðinni í meirihluta á
nœsta SATT-kvöldi
að tónleikarnir eru að sjálfsögðu
ætlaðir öllum þeim, sem áhuga hafa
á flutningi lifandi tónlistar.
Skemmtunin annað kvöld hefst
slundvíslega klukkan níu með leik
Jazz-kvartetts Reynis Sigurðssonar.
Tónlistarmenn utan af landi verða
i meirihluta á næsta skemintikvöldi
Samtaka alþýðutónskálda og -tón-
listarmanna (SATT). Það verður
haldið á Hótel Borg annað kvöld.
Fram koma Jazz-kvartett Reynis
■Sigurðssonar, hljómsveitin Tíbrá frá
Akranesi ásamt Valgeiri Skagfjörð
(Og Dato Triffler frá Húsavík, sem
verður heiðursgestur kvöldsins.
Með Reyni leika í Jazz-kvartettin-
um þrír liðsmenn Þursaflokksins,
þeir Ásgeir Óskarsson, Tómas
Tómasson og Þórður Árnason.
Kvartettinn átti að koma fram á síð-
asta SATT-kvöldi, en af þvi gat ekki
orðiðaf óviðráðanlegum orsökum.
Tibrá frá Akranesi er talin af
kunnugum mjög efnileg hljómsveil.,
Hún flytur sína eigin dagskrá og
leikur auk þess undir hjá Valgeiri
Skagfjörð. Hann gat sér gott orð með
' hljómsveitinni Cabaret á árunum
1976—77 og lék einnig með Haukum
um tíma. Valgeir starfar nú sem tón-
listarkennari á Akranesi.
Heiðursgestur kvöldsins, Dato
Triffler, mun flytja yigið efni.
SATT-kvöldin eru orðin fastur
liður í skemmtanahaldi höfuðborgar-
innar. Stefna samtakanna er sú, að.
að minnsta kosti ein hljómsveit utan
af landi leiki á hverju skemmtikvöldi.
[Stjórn SATT vill vekja athygli á því •