Dagblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980. [[ Menning Menning Menning Menning ] ( r ^ NYUST + SAFN Nýlistarsafnið (The Living Art Museum) hefur hingað til verið frem- ur andiegt fyrirbæri, þ.e. mestmegnis tii í hugum nokkurra hugsjónamanna og í koffortum. Þó hefur ekki skort stórhuginn í aðstandendur sem nú eru komnir á fjórða tuginn og eru skyldugir til að gefa eitt verk hver á ári í safnið. Eigur Nýlistarsafnsins hafa verið skráðar á bækur, myndir hafa verkið teknar af flestum verkanna og viðkvæmum gripum komið i sýningarhæft ástand. Úrklippum hefur verið haldið til haga, sömuleiðis erlendum blöðum og tímaritum um nýrri listir. Hefur þannig verið unnið gott starf, til góða þeim sem vilja kynna sér náið þennan þátt íslenskrar menningar- sögu. ískjóli bankans Nú virðist kofforta og hrakninga- saga Nýlistarsafnsins á enda i bili, því stofnunin hefur fengið inni í porti við Vatnsstíg, á gólfhæð í fyrrverandi verksmiðju og geymsluhúsnæði sem er í eigu Alþýðubankans. Annar frægur og náskyldur skjólstæðingur þessa listvinalega banka er einmitt í sama portinu, uppi í horni hægra megin, þ.e. sjálft Gallerí SÚM. SÚM hefur nú tekið sér hvíld sem sýningar- lókal, en þar er sem stendur vinnuaðstaða nýkjörins borgarlista- manns og SÚMara, Magnúsar Tómassonar. Óneitanlega vekur það upp gamlar minningar um löngu liðnar uppákomur að ganga þarna inn í portið og berja augum mót- tökunefndina, kjólklæddu - öskutunnurnar sem standa við vegginn og bjóða sýningargesti velkomna. Nýlistarsafnið hefur til umráða röska 200 m!. þrjú samtengd, ílöng herbergi, auk skrifstofu og geymslu- pláss, en stærsta herbergið er nánast salur og hentar vel til margs konar uppákoma & gjörninga. Allt hús- næðið hefur verið málað mjallahvítt og er hið vistlegasta, en þó mætti bæta lýsingu. á farandsýningunni, Douwe Jan Bakker. Sýningin nefnist annars Vidd á pappír (Paper for space) og á að kynna það helsta sem er að gerast I skúlptúr í Hollandi. Listamennirnir, Theo Kuypers, Krijn Giezen, Johan Claassen, Cornelius Rogge, Carel Visser, David van de Kop, Bakker o. fl. sýna drög að þríviðum verkum og þannig er skynjun áhorfandans beint aö rótunum, þeim hugleiðingum sem leiða til endanlegrar skúlptúrgerðar. Vinnu- teikningar Vönduð sýningarskrá inniheldur svo myndir af skúlptúrnum, til að Krijn Giezen upp I hárnákvæmar verkfræðiteikningar Peter Struycken eða kaldranalega vélfræði Ray Staakmann. Þaö má greina vissan skyldleika með teikningum af þessu tagi og teikningum Leonardos forðum, en honum var einnig umhugað um að samræma listir og visindalegar rannsóknaraðferðir. Og svo má deila um hvort einurð, hugar- flug og dirfska sú sem kemur fram í mörgum þessara teikninga geft þeim ekki listrænan sannfæríngarkraft. Að móta landslag Það er annars fátt annað sam- Myndlist Nýlistarsafn að innan, ásamt nokkrum aðstandendum. (DB-myndir Einar Ól.) THE UVING AKT MUSEUM eiginlegt með myndsmiðunum, nema hvað flestir þeirra reisa verk útivið og sum þeirra mundu falla undir um- hverfisverk þar eð þau móta landslag og borgir með sínum hætti. Giezen virðist hugsa í dularfullum byggingum úr náttúrlegum efnum, Claassen býr til ýmiss konar tól eða furðugripi, Staakmann hannar vélar en Rogge reisir ókennilega tjald- skúlptúra úti í guðsrænni náttúrunni. Reyndar rakst ég eitt sinn á þá á förnum vegi i Otterloo í Hollandi og fannst mikið til þeirra koma. Likast til er Carel Visser þekkt- astur sýnenda, en hann hefur lengi verið i fremstu röð þeirra evrópsku listamanna sem lagt hafa út af Miniamalismanum. Teikningar hans gera sitt besta til að vera meir en teikningar, nálgast það að vera hlutir. Reyndar er einföldun stórra formeininga annaö einkenni á verkum margra þessara Hollendinga. Kannski er þetta gamla „konkret” arfleifðin, Mondrian og fylgismenn hans. Skúlptúr á pappír Ætlun peirra nýlistarmanna er að nc 'a < i:l herbergjanna til að sýna eig- ur safnsins, en skipta stöðugt um sýningar annars staðar. Ljóst er að þeir hafa lagt mikla vinnu í að gera þetta húsnæði brúklegt og snyrtilegt og er þeim hér með óskað til hamingju nieð árangurinn og þessi tímamót. Það er við hæfi að safnið skuli opnað með hollenskri farandsýningu, því tengsl islenskra listamanna við Holland hafa verið mikil hin síðari ár. Þar búa nokkrir íslendingar, aðrir eru eða hafa verið þar við nám, auk þess sem margir hollenskir listamenn af yngri kynslóð hafa tekið ástfóstri við ísland, þ.á m. einn þeirra sem er RJ99S6 Nýlistarsafnið að utan. glöggva okkur á samhenginu. Þessar teikningar hollensku myndsmiðanna eiga lítið skylt við skissur eða for- myndir hefðbundnari listmanna, þar sem reynt er að halda í ákveðin list- ræn gildi. Hér sjáum við fyrst og fremst vinnuteikningar af öllum stærðum og gerðum, allt frá kroti Verk eftir Hollendinginn Theo Kuvpers. v 1 WBIA ÐIÐ frfálst, úháð dagblað Margt fleira mætti um þessa sýningu segja og gefur hún meira af sér því oftar sem hún er skoðuð. En hér verður hún i nokkrar vikur enn, eða til 16. nóvember. * -Al. TILBUINIMYND Tónleikar Tónlistarfólagtins I Austurbaojarbiói 25. októbar. Fiytjandur: Paul Sperry, tenórsöngvari og Margot Garret, pienóieikari. Á efnisskrá, Ijóósöngvar eftir: Franz Schubert, Abert Roussel, Pjotr Tchaikowsky og ýmsa bandariska höfunda. Tónleikarnir hófust með lagi Schuberts, við ljóð Göthes, um Ganymedes, hinn unga fagra skutul- svein guðanna. Svo komu þau eitt af öðru, lög Schuberts. R = 0 (núll) S = Þ Best er að hafa sem fæst orð um þau, því að textaframburður söngvarans reyndist svo linur og þvoglulegur, að hrein hörmung var. Hvergi var það samt jafnillilega áber- andi og í Dem Doppelgánger, við ljóð Heines. Hljóð eins og err og ess teljast enn fullgild í þýsku og enginn Tónlist söngvari hefur leyfi til að sleppa errum og gera ess að þorni. Ljóðavit Sýnu betur tókst þó til um flutning laga Roussels. Paul Sperry hefur mun betra vald á framburði frönsku en þýsku, þótt ýmissa agnúa gæti þar einnig. Albert Roussel er stundum í gamni kallaður Millistykkið, því að hann myndaði viss tengsl á milli manna eins og Debussy og frönsku nútímatónskáld- anna. Þótt hann væri afar vinsæll sem gestahljómsveitarstjóri víða um lönd hafa verk hans ekki notið sömu hylli. Roussel hafði þó vit á að velja sér smellin og góð ljóð til að smíða lög sín við og Paul Sperry flutti ágæt- ar textaskýringar með lögum Roussels. Eftir hlé var svo áfram haldið glimunni, nú við Tchaikowsky. Ekki EYJÓLFUR MELSTED skal lagður dómur á rússneskufram- burð Sperrys, en lítið fannst mér púðrið í söngnum. Góður loka- sprettur Lokakafli tónleikanna samanstóð af lögum nokkurra bandarískra tónskálda. Þar fannst mér Sperry loks kominn á sína réttu hillu. í suraum þeirra fór hann beinlínis á kostum, t.d. í Who Wrote This f iendish Rite of Spring? eftir Henry Cowell og í lýsingu Charles Ives á komu sirkussins til bæjarins. Fyrir snilldarflutning þennan fyrirgáfust honum næstum hnökrarnir á því sem á undan var farið. Margot Garrett skilaði sínu hlut- verki með ágætum. Að vísu fannst mér leikur hennar framan af fremur kaldur og á köflum vélrænn, en er á leið hljómleikana fór samvinna hennar og söngvarans síbatnandi. 1 sjálfu sér hefðu vonbrigðin yfir frammistöðu Sperrys ekki orðið jafn- mikil hefði ekki verið búið að auglýsa fyrirfram hina geysilegu málasnilld hans og ágæti. Þannig fer oft þegar hin tilbúna ímynd reynist ekki eins og auglýsingin lofar. -EM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.