Dagblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980. 3 Hvað kostaði þetta brenglaða Vandarhögg? — Nógað gera við peningana í okkar hrjáða landi! E. H. (2034—1432) skrifar: Hve margar milljónir kostaði þetta brenglaða leikrít, Vandarhögg, sem sjónvarpið bauð upp á sunnudaginn 26. október? Sá sem skrifar svona er sjúkur á sálinni. Ég bjóst nú við ýmsu sem ekki væri fyrir hvern mann að skilja eða horfa á þegar Hrafn Gunnlaugs- son var öðrum megin því hans smekkurer þannig. En það sem þetta leikrit hafði upp á að bjóða var fyrir neðan alíar hellur. Þessi unga kona, sem var aðal- persónan, segir í blaðaviðtaii að ekki sé því að neita að myndin sé óhuggu- leg og fólkið klikkað. Ég held að það svari því. Ég held að það séu ekki margir ef nokkur sem leggur blessun sína yfir slikt og þvílíkt. Fólk hlakkar til að fá að heyra og sjá það sem er á islenzku en það bregzt oftast. Þegar upp er staðið frá þessum ósköpum verður manni að orði: Guð hjálpi ísienzku þjóðinni! Það er nóg komið af þessu! Stoppið að kasta miiljónum á slíkt endemis rugl! Það er nóg annað að gera við peningana stjórnlausa iandi! okkar hrjáða, Fleiri konur ístjórnmálin! — margir þingmenn hugsa lítið um þjóðarhag Jóhann Þórólfsson skrifar: Eru stólarnir á Alþingi meira virði en þjóðarhagur? Það er ekki nema von að fólk sé farið að gera grín að þeim sem sitja á Alþingi og líkja þeim við leikara i Þjóðleikhúsinu. Þeir sitja þama í fleiri mánuði og hafast vægast sagt litið að, a.m.k. í sambandi við efna- hagsmáiin og i þvi að lækka skattana. Það er tími til kominn að við kjós- endur förum að breyta þessu liði og fá menn sem eru þjóðhollari en sumir af þeim sem eru fyrir. Við þurfum ekki annað en að líta á formannsdeil- una í Alþýðuflokknum og klofning- inn í Sjálfstæðisflokknum. öðruvisi mér áður brá, þegar við áttum menn eins og Bjarna Benediktsson, Ólaf Thors, Hermann Jónasson, Jónas frá Hriflu og marga fleiri sem of langt mál yrði að telja upp. Því miður eru í þingmannahópnum eiginhagsmunamenn sem þar af leið- andi hugsa minna um þjóðarhag en slíkum mönnum eigum við að gefa frí og fá nýtt lið, helzt könur. Ég vona að þið konur farið meira út í stjórn- málin. Með næstu kosningar í huga sendi ég öllum konum góða kveðju. Því miður eigum við ekki marga þjóðholla frammámenn þjóðarinnar eins og forsætisráðherrann, Gunnar Thoroddsen. Það sýndi sig þegar hann myndaði ríkisstjórnina en þá tók hann hugsjónina fram yfir póli- tísku iínuna. Það er algert einsdæmi að einum manni skuli hafa tekizt að mynda rikisstjórn eftir að formenn alira flokkanna höfðu gefizt upp. Gunnar á heiður skilinn fyrir þetta framtak sitt. „Ég bjóst nú við ýmsu sem ekki væri fyrír hvern mann að skilja eða horfa á þegar Hrafn Gunnlaugsson væri öðrum megin þvf hans smekkur er þannig,” segir bréf- rítarí. Jóhann Þórólfsson telur þjóðina ekki eiga marga þjóðholla frammómenn eins og Gunnar Thoroddsen forsætls- róðherra. GÆDANNA VEGNA ÆSKÁN SELFOSSI Sími99-1830 VERSLUNIN TINNI Drafnarfelli 16-18 Sfmi 75713 Glitbrá Laufiavcfii 70 — Sirtii 10660 Verslunin Tröð Neðstutröð 8 Sími 43180 Kópavogi. mömmusál Skólavörðustíg 3 Simi27340 Hvers vegna eru svo fóar konur í stjórnmólum? Jón B. Gunnlaugsson: Vegna áhuga- leysis þeirra sjálfra að standa saman i þessu efni svo og vegna sjálfselsku karl- peningsins sem helzt vill hafa þær heima og geta gengið að þeim eftir eigin geðþótta. Áfram stelpur! — eða þannig. Guðrún Þórhallsdóttlr húsmóðir: Það er þessi gamla minnimáttarkennd sem þær voru aldar upp í. Guðrún Guðmundsdóttir: Þær treysta sér bara ekki i þaö. Þær telja sig ekki nægilega menntaðar til að vera í stjórn- málum. Árni Bergmann ritstjóri: Það er af því að það er allt fullt af körlum fyrir og það tekur sinn tima að koma þeim fyrir kattarnef. Albert Hansson verkamaður: Þær nota ekki tækifærin sem þær hafa, það vantar að þær dragi sig upp. Vilborg Kristjónsdóttlr bankastarfs- maður: Ætli þær séu ekki bara hrædd- ar viö að það veröi ekki tekið mark á þeim. Þær vantar kjarkinn en þær eru lfka niðurbældar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.