Dagblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980. I Erlent Erlent Erlent Erlent 1949 Flytjum - Sfflkjum - Sendumst sjálfstætt 1980 SENDIBILASTOÐIN H.F. BORGARTUNI21 Fá gíslarnir aðkjósa forseta? Bandarísku gislarnir fímmtíu og tveir • sem enn eru í haldi í Teheran í íran hafa jafnvel möguleika á að kjósa í bandarísku forsetakosningunum næst- komandi þriðjudag, hinn 4. nóvember. Var það íranskur fulltrúi í sendinefnd lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum í New York sem upplýsti þetta í gær. Sagðist hann hafa sent fyrirspurn til stjórnar sinnar eftir að honum barst um það beiðni frá opinberum starfs- manni i Massachusetts. Sagði iranski fulltrúinn að hann hefði fengið svar þess efnis að sviss- neska sendiráðið í Teheran mundi sjá um þessi mál. Sviss gætir hagsmuna Bandaríkjanna í fran eftir að ríkin slitu stjórnmálasambandi. Utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna segist ekki hafa haft nein afskipti af þessu máli. Hinn opinberi starfsmaður í Massa- chusetts segist mjög ánægður með gang mála. Hann segist hins vegar ekki hafa verið fullvissaður um að atkvæðaseðl- arnir bærust nægilega fljótt frá Teheran til að ná talningu atkvæða. Pólland: KANIA OG PINKOWSKI KOMNIR TIL MOSKVU —vináttuheimsókn þar sem ræða á um andstöðu hinna nýju verkalýðsfélaga Kania, formaður pólska kommún- istaflokksins, kemur i dag til Moskvu en þar mun hann ræða við ráðamenn um óhlýðni forustumanna hinna nýju frjálsu verkalýðsfélaga í heimaríki sínu. Með i förinni er einnig Pinkow- ski forsætisráðherra Póllands. í til- kynningu sem gefin var út í gær- kvöldi bæði í Moskvu og Varsjá var sagt að þarna væri um að ræða sam- eiginlegan vinnufund. Hefði hann verið ákveðinn með skömmum fyrir- vara og ekki yrði mikið um formlegar móttökuathafnir. Sovézkir og austur-evrópskir fréttamiðlar hafa gefið í skyn oft að undanförnu að Kania, hinn nýi ► Harkan 1 kröfugerð hinna frjálsu verkalýðsfélaga sem Walesa er helzti leiðtoginn fyrír vekur áhyggjur í öðrum austantjaldsríkjum. flokksformaður í Póllandi, mundi brátt koma í opinbera heimsókn til Moskvu til að fá einhvers konar blessun valdhafa þar. Hins vegar þykir skjótleiki í ákvörðun ferðarinn- ar nú benda til þess að þar hafi ráðið meiri nauðsyn vegna atburðanna sem eru að gerast heldur en formlegheitin. Heimsókn Kania og Pinkowskis er heldur ekki talin muni standa nema í 24 klukkustundir eða þar um bil. Pinkowski hefur ákveðið fund með leiðtogum hinna frjálsu verkalýðs- samtaka á morgun. Ef ekki næst eitt- hvert samkomulag á honum hafa leiðtogarnir hótað að boða til alls- herjarverkfalls frá og með 12. nóvember næstkomandi. Verkalýðs- leiðtogarnir vilja með þessu mót- mæla ákvæðum sem sett voru inn i lög samtakanna samkvæmt skipun dómstóls í Varsjá fyrir síðustu helgi. Fjalla þessi ákvæði um pólitískt for- ræði pólska kommúnistaflokksins. Einnig er talið að fiýtt hafi fyrir viðræðum Kania og Pinkowskis við ráðamenn i Moskvu að ákvörðun austur-þýzkra yfirvalda um skert ferðafrelsi milli landanna var tilkynnt ígær. Kania flokltsformaður flýtti för sinni til Moskvu til að skýra frá gangi mála. Ronald Reagan og eiginkona hans Nancy i garðinum við hús sitt i Virginfu á milli ferða i kosningabaráttunni. Sá lengst til vinstri á myndinni er heimilishundurinn og gerir sitt bezta til að stökkva u:<p t spýtuna, sem Reagan heldur á. Bandaríkin: FLEIRITEUA REAGAN HAFA VERIÐ BETRI Ronald Reagan hafði betur í sjón- varpseinvíginu við Jimmy Carter á þriðjudagskvöldið ef ráða má af niður- stöðum skoöanakönnunar sem fram- kvæmd var af CBS sjónvarpsstöðinni og birt í gær. Er þetta fyrsta könnunin sem marktæk getur talizt sem birt er um árangur forsetaframbjóðendanna. Rætt var við 1019 líklega kjósendur sem fylgdust með einvíginu. Af þeim töldu 44% að Reagan, frambjóðandi repúblikana, hefði staðið sig betur en 36% hölluðust að Carter Bandaríkja- forseta, sem sækist eftir endurkjöri undir merki Demókrataflokksins. Fjórtán af hundraði þeirra sem spurðir voru töldu að frammistaða frambjóð- endanna tveggja hefði verið jöfn. Talsmaður Carters vildi ekki gera mikið úr fyrri skoðanakönnunum vegna forsetakosninganna. í þeim hefur Reagan haft yfirhöndina. Skoðanakannanir gerðar síðustu dagana sýna mjög lítinn mun á fram- þjóðendunum tveim. Menn Carters segja að það sem gildi varðandi sjónvarpseinvígi séu þau áhrif sem frambjóðendurnir hafi haft á óákveðna kjósendur. Telja þeir sinn mann standa þar betur að vígi. Níutíu af hundraði þeirra sem spurðir voru sögðu að þeir hefðu ekki breytt um skoðun við að horfa á sjón- varpseinvígið sem stóð í 90 mínútur. Hópur þeirra sem óákveðinn hafði verið fyrir virtist skiptast hnifjafnt milli Reagans og Carters. Leyfir prestum aðkvænast Jóhannes Páll annar páfi hefur nú ákveðið að kaþólskir prestar skuli fá leyfi til að kvænast ef sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Ekki hefur þó verið skýrt frá þvl hverjar þær sérstöku aðstæður þyrftu að vera. Kaþólskum prestum hefur ekki veríð heimilað að ganga i hjónaband i fimmtán hundruð ár og hefur einlifi presta verið eitt.beirra atriða er aðskilið hafa kaþólska og mótmælpndur. Á siöarí árum hefur þróunin orðið sú að þúsundir presta hafa yfirgefið störf sin hjá kirkjunni vegna þess að þeir hafa kosið að ganga i hjónaband. Mun þetta faríð að vatda töluverðum erfiðleikum i kirkjustarfinu. Yfirlýsingar Jóhannesar annars páfa um hjónabandið að undanförnu hafa vakið verulega athygli. Erlendar fréttir REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.