Dagblaðið - 30.10.1980, Side 18

Dagblaðið - 30.10.1980, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980. Tllkynriingar Veðriðj Á Suður- og Vesturiandi verður suðvestan goia aða kaldi, skúrir ( fyrstu, en suðaustan hvassviðri með kvöldinu og ( nótt. Á Norður- og Austurlandi léttir tii siðdegis mað suðvestan kalda og vaxandi suðaust- anátt (kvöld. AKhvasst aða hvasst og v(ða rigning þegar l(ða tekur áj nóttina. Hlýtt vsrðuráfram. Kiukkan sax var vestan 3, rigning og 6 stig ( Reykjavlt, vestan 5, ' rigning og 6 stig á Gufuskálum, hæg- viðri, rignlng og 8 stig á Gaitarvita, heogviöri skýjað og 6 stig á Akureyri.j sunnan 4, skýjað og 6 stig á Raufar-1 höfn, sunnan 8, skúrir og 7 stig á Dalatanga, sunnan 5, rigning og 6 stig j á Höfn, sunnan 7, rigning og 8 stig á i Stórhöföa. ( Þórshöfn var láttskýjað og 1 stig,i skýjað og 1 stig ( Kaupmannahöfn, láttskýjað og -3 stig, (Osló, skýjað og i 1 stig I Stokkhólmi, láttskýjað og 2 stig (London, skýjað og 7 stig (Ham-j borg, skýjað og 6 stig I Parfs, látt- skýjað og 7 stig ( Madrid og látt- skýjað og 7 stig (New York. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagið heldur vetrarfagnað i Domus Medica föstu daginn 31. október. Hefst hann með félagsvist kl. 21. Hrókar leika fyrir dansi. Kvenfélag Kópavogs Afmælishóf kvenfélagsins verður haldið í Félágs- heimilinu 30. október nk. kl. 20.30. Konur tilkynni þátttöku laugardag og sunnudag í sima 41084 Stefania eða i síma 40646 Anna. Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 20.30 kvöldvaka. Major Edward Hannevik talar. Kvikmyndin Transformed lives verður sýnd. Unglingasönghópur syngur. Veitingar. Föstudag kl. 20.30. Einkasamsæti fyrir hermenn og heimilasambandssystur. Verið velkomin. Björgvin Sigvaldason, sem lézt af slys- förum 23. október sl., fæddist 13. nóvember 1962 að Lynghaga í Hvol- hreppi. Foreldrar hans voru Hulda Björgvinsdóttir og Sigvaldi Hrafnberg,’ Öldugerði 19 Hvolsvelli. Björgvin var starfsmaður við Hrauneyjafossvirkjun. Hann verður jarðsunginn frá Stórólfs- hvolskirkju laugardaginn 1. nóvember nk. kl. 14.00. Tómas Magnússon, Skarðshlíð, sem lézt 23. september sl., fæddist 29. júli 1909. Foreldrar hans voru Elín Bárðar- dóttir og Magnús Tómasson. Árið 1936 kaupir hann jörðina Hrútafell II og hefur þar búskap. Þar býr hann til ársins 1950 en þá kaupir hann Skarðs- hlíð 1 þar sem hann bjó til æviloka ásamt syni sínum. Árið 1936 kvæntist Tómas Vilborgu Ólafsdóttur. Eign- uðust þau 5 börn. Hún lézt árið 1974. Einar Gunnlaugsson, Burstarfelli, sem lézt 10. október sl., fæddist 3. janúar 1932. Foreldrar hans voru Björg Jóns- dóttir og Gunnlaugur Jónsson frá Hraunfelli. Hann kom að Burstarfelli árið 1949 og ætlaði einungis að starfa þar en þar ílentist hann. Árið 1955 Fjalakötturinn Sýningar Fjalakattarins i kvöld (fimmtudag), laugar dag og sunnudag munu fara fram í Tjarnarbiói vegna lengdar myndarinnar. Nú um helgina verður sýnd myndin Idjótinn, leik- stýrð af japanska leikstjóranum Akira Kurosawa. Mynd þessi er framleidd i Japan árið 1951 og er 165 minútur að lengd. Idjótinn heitir á frummálinu Hakuchi og er byggö á sögu rússneska rithöfundarins Dostojevsky. Hún er i stuttu máli sorgarsaga af eyðileggingu sanns og ein falds manns. öruggt má telja að aðdáendur Kurosawa verði síður en svo fyrir vonbrigðum með þessa mynd meistarans. Félagsskírteini verða seld i Tjarnarbiói nú um helg ina. Verð þeirra er 13.000 kr. og gilda þau á allar myndir vetrarins. Andlát kvæntist hann Elínu Metúsalemsdótt- ur, eignuðust þau 5 börn. Kristmundur Sæmundsson, Kópavogs- braut 106, lézt á gjörgæzludeild Land- spítalans 28. október sl. Sigursveinn Sveinsson bóndi, Norður- Fossi Mýrdal, verður jarðsettur frá Reyniskirkju laugardaginn 1. nóvem- ber nk. kl. 13.30. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 8.30. Ólafur Guðmundur Halldór Þorkels- son verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 31. október nk. kl. 11. Sigurhans V. Hjartarson, Otrateigi 26 Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. októ- ber nk. kl. 15.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Svína- vatni, verður jarðsungin frá Mosfells- kirkju laugardaginn 1. nóvember nk. kl. 14.00. Bazarar Kvenfélag Kópavogs Basar kvenfélags Kópavogs verður sunnudaginn 2. nóvember nk. kl. 15.00 í Félagsheimili Kópavogs, efri sal. Margt góðra muna verður á boðstólum, einnig kökur o. fl. Móttaka muna föstudagskvöld og laugar dagfrákl. 14.00. Verkakvennafélagið Framsókn Verkakvennafélagið Framsókn heldur basar 8. nóvember nk. Félagskonur eru beðnar að koma’ basarmunum sem fyrst á skrifstofuna i Alþýðuhúsinu. Simar 26930 og 26931. Samkomur Hvaö er Baháí trúin? Opið hús á Óðinsgötu 20, öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Allir velkomnir. Samhjálp Samkoma verður í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Bilferð frá Hverfisgötu 44 kl. 20. Allir velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma verður i safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Feröalög Útivistarferðir Föstud. 31.10 kl. 20. Snæfellsnes, góð gisting á Lýsuhóli, sundlaug. ökuferðir, gönguferðir, kvöldvaka með kjötsúpu á laugardagskvöld (glaðsl með Gísla Albertssyni átt ræðum). Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjargötu 6a. Simi 14606. Kvikmyndir Bein lína um íslenzku Ekki verður ánnað sagt en að rikis- fjölmiðlarnir hafi gætt þess að halda nokkru jafnvægi i sambandi við dag- skrána í gærkvöldi varðandi alþjóða- hyggjuna og þjóðlegheitin. í þættin- um Nýjasta tækni og vísindi féllu til fróðleiksmolar býsna áhugaverðir úr hinum ólíkustu áttum; um nýtingu geislanna frá sólu, sýnt var inn í mannshjarta og franska Renault- fyrirtækið kynnti eina leið til orku- sparnaðar. Norræna samvinna fékk sinn skammt og hann ekki af verra taginu. Má ætla að mörgum landanum finnist forvitnilegt að kynnast þeirri mynd sem Klaus Rifbjerg dregur upp í framhaldsmyndaflokknum Árin okkar. Myndin sýndi baksvið at- burða sem hafa verið eitt meginein- kenni á þjóðfélagsvanda seinustu ára í Danmörku, iðjuleysingja sem sogast inn í heim fíkniefnaneyzlu. Vmsir munu vafalaust hafa tilhneigingu til að bera saman danskan kvikmynda- iðnað og íslenzkan en staðreyndin er sú að sá danski stendur orðið á gömlum merg. Danskur kvikmynda- iðnaður er eldri og reyndari en margir ætla. Að loknu sjónvarpi munu margir hafa hlustað á Beina línu sem nú fjallaði um íslenzkt mál. Hlustendur virtust óþreytandi að ræða ástkæra ylhýra málið, bæði með skoðana- skiptum við þá vísu málfræðinga sem sátu fyrir svörum og ábendingum varðandi sitthvað sem betur mætti fara í daglegu tali manna. Ég vona að flestir geri sér grein fyrir því að íslenzkan, tunga okkar f slendinga, er það atriði sem stærstan hlut á i því að binda okkur saman sem eina sjálfstæða þjóð. Hún er í raun mesti þjóðarauður okkar. Þvi er það gleðiefni að heyra hve mörgum virðist annt um tunguna, nú þegar ensk menning, aðallega í gegnum kvikmyndir og hljómplötur, gerir harða hríð að íslenzkunni. Halda þarf úti öflugri íslenzku- kennslu í skólum, og fjölmiðlana, sérstaklega útvarp og sjónvarp, á að nota til verndar og styrktar íslenzk- unni. Vissulega er þágufallssýkin hvimleið en hættan af henni er lítil miðað við þau áhrif sem ekki aðeins enskan heldur alveg eins önnur Norðurlandamál gætu haft á íslenzk- una. Ég er ekki frá því að útvarpinu megi þegar þakka fyrir hlut sinn til verndar málinu í hálfa öld því stjórn- endur þess hafa gert sér góða grein fyrir einu mikilvægasta hlutverki út- varpsins. Ef því hefði ekki verið að heilsa væri íslenzkan án efa verr stödd en í dag. Fuglaverndarfélag Islands Vetrarstarf Fuglaverndarfélags lslands hefst með fundi í Norræna húsinu 30. október 1980 kl. 8.30. Eins og að undanfömu verða fundir haldnir í. Norræna húsinu seint í hverjum mánuði. Skarphéðinn Þórisson sýnir litskyggnur og talar um lif og háttu starans sem, eins og vitað er, er nýr land- nemi á lslandi. t lok nóvember verður talað um flækingsfugla á lslandi með litskyggnum. Kaffihlé um kl. 10. Þessar kvöldvökur hafa verið mjög vel sóttar og alltaf ánægjulegt að koma í Norræna húsið og hitta áhugamenn og sérfræðinga i fuglafræðum. Hvers má vœnta af hjartavernd? Fræðslu- og umræðudagskrá i Domus Medica nmmtudaginn 30. október. I framhaldi af aðalfundi Hjartaverndar, landssam- taka hjarta- og æðaverndarfélaga, sem haldinn verður í Domus Medica i dag verður fræðslu- og umræðudag- skrá um spurninguna Hvers má vænta af hjartavernd? Jafnframt verður leitazt við að svara spurningunni Eru hjarta- og æðasjúkdómar á undanhaldi? Dagskrá þessa málþings um hjarta- og æðasjúkdóma og hjarta- vernd verður með þeim hætti að sjö læknar og sér- fræðingar munu flytja stutt erindi um ákveðna þætti viðfangsefnisins en síðan munu ræðumenn hefja pall borðsumræður um efni erindanna. Fundarmönnum verður þá gefinn kostur á að taka þátt í umræðum og fá svör við spurningum. Fræðslu- og umiæðudagskrá þessi hefst kl. 16 og mun standa í um tvær klukkustundir. öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Hin árlega merkjasala Flugbjörgunarsveitarinnar i Reykjavík verður nú um helgina, 31. októbér—2. nóvember.en þaðereina fjáröflunarleiðsveitarinnar. Flugbjörgunarsveitin heldur upp á það á þessu ári að 30 ár eru liöin frá stofnun hennar, sem var í kjölfar Geysisslyssins fræga á Vatnajökli. 1 tilefni þessa hefur nú verið gert sérstakt afmælismerki úr silfri og verður þaöboðið til sölu um helgina. Félagar sveitarinnar munu selja merkið á götum úti og ganga siðar í hús og er það von sveitarinnar að Iandsmenn taki vel í þessa beiðni um styrk, sem er raunar forsenda þess að hægt sé að halda uppi nauð- synlegu starfi. Frá Mígrenisamtökunum Skrifstofutimi Migrenisamtakanna er einu sinni i viku. kl. 17—19 á miðvikudögum. Neskirkja — Fótsnyrting Fótsnyrting fyrir aldraða í sókninni er byrjuð. Tima pantanir ísima 16783 á þriðjudögum millikl. l4og 16 eða 13855. Iþróttlr íslandsmótið í handknattleik Laugardalshöll Hmmtudagur 30. október. kl. 20.00 1. deild karla Vikingur-Þróttur. kl. 21.15 2. deild kv. B Þróttur-UBK. kl.22.15 2. fl. k. B Fram-FH. íslandsmótiö í körfuknattleik tþróttahús Kennaraháskóla tslands Hmmtudagur 30. október kl. 20.00. Úrvalsdeild ÍS-ÍR. Fyrirlestrar Dr. Owe Gustavs Fyrirlestur Hér á landi er staddur tslandsvinur frá Rostock i Þýzka alþýöulýðveldinu, Dr. Owe Gustavs. Hann hefur mikinn áhuga á íslenzku máli og málfræði og hefur unniðað rannsóknum á íslenzku. Hann mun flytja fyrirlestur á vegum islenzka málfræðifélagsins í stofu 422 i Árnagarði fimmtudaginn 30. október kl. .17.15. Fyrirlesturinn mun fjalla um notkun þolfalls með forsctningunni meði í'-íslenzku. Allir eru velkomnir á þennan fyrirlestur. sem fluttur verður á islenzku. Stjornmalafundir Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur Aðalfundur verður haldinn í kvöld fimmtudaginn 30. okt. kl. 20.30 í Tjarnarlundi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. önnurmál. Félagar mætið vel og stundvislega. Framsóknarfélag Sauðárkróks Fundur Í-Framsóknarhúsinu i kvöld fimmtudaginn. 30. okt. kl. 20.30. Frummælandi: Halldór Ásgrimsson alþm. Allir velkomnir. Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í samkomusal Hótel Heklu Rauðarár- stig 18, fimmtudaginn 30. okt. kl. 20.30. Guðmundur G. Þórarinsson alþm. hefur framsögu um stjórnmálaviðhorfið. Rangœingar-Rangæingar Framsóknarfélag Rangæinga gengst fyrir almennum fundi um orkumál héraðsins í kvöld, fimmtudaginn' 30. okt., í félagsheimilinu Hvoli kl. 21. Á fundinn mætir fulltrúi frá Rafmagnsveitum rikisins og þingmennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigur- jónsson. Alþýðubandalagið á Reyðafirði Álmennur, opinn fundur um atvinnu- og orkumál verður haldinn í Félagslundi Reyðarfirði í kvöld kl. 20.30. Framsögu hefur Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra. Aðalfundur FUS Huginn, Garðabæ og Bessastaðahreppi verður haldinn að Lyngási 12, Garðabæ, i kvöld, kl. 20. Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf. Ónnurmál. Árnessýsla Fulltrúaráö og sjálfstæðisfélögin i Árnessýslu halda sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu að Tryggva- götu 8, Selfossi, í kvöld, kl. 20.30. Fundarefni: Félagsmál. Félagar í sjálfstæðisfélögunum eru hvattir til að fjölmennaá fundinn. I — Félag óháðra borgara, Hafnarf irði Aðalfundurinnverður fimmtudaginn 30. október kl. 20.30 aðAusturgötu 10. Málfundafélagið Óðinn Aðalfundur félagsins verður haldinn i kvöld kl.20.30 i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundarefni: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Sigurður Óskarsson, formaður Verkalýðsfélags Sjálfstæðisflokksins ræðir um kjaramál. Stykkishólmskonur Fundur verður i kvöld fimmtudaginn 30. október kl. 8.30 í Domus Medica. íþróttafélag fatlaöra. Félagar, munið félagsfundinn í kvöld kl. 20.30 að Há- túni 12,annarri hæð. Freeportklúbburinn Fundur í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins Fundur verður næstkomandi mánudag, 3. nóveraber kl. 20.30 í Iðnó uppi. Sýningar Frá Kjarvalsstöðum Aö Kjarvalstöðum stendur nú yfir umfangsmesta sýning myndlistarverka sem sett hefur verið upp í húsinu til þessa. Er um að ræða yfirlitssýningu Braga Ásgeirssonar sem spannar 33 ára feril hans á mynd- listarvettvangi, sem mikla athygli hefur vakið. Sýning in stendur of stutt yfir, en henni lýkur á sunnudags- kvöld, 2. nóvember. Til þess aðgefa sem flestum tæki- færi til þess að skoða hana býður Bragi skólanemend- um í fylgd með kennurum eða gegn framvisun skóla- skirteina ókeypis á sýninguna á fimmtudag og föstu- dag (í dag og á morgun). GENGIÐ GENGISSKRÁNING Fe,ðaman„, . Nr. 206 — 27. október 1980. gjakjaynr Einingkl. 12.00 .-Kaup Saia Sala 1 Bandarikjadolar 520.20 553.50 608.85 1 Sterilngspund 1348.05 135135 148838 1 Kanadadollar 469.90 471.00 518.10 100 Danskar krónur 9451.80 9474.10 10421.51 100 Norskar krónur 11143J0 11169.40 1228634 ‘100 Saenskar krónur 12988.35 13018.95 1432035 100 Rnnsk mörk 14772.60 14807.40 16288.14 100 Franskir frankar 12651.35 12681.15 1394937 100 Belg. frankar 181830 1822.50 2004.75 100 Svissn. frankar 32396.60 32472.90 35720.19 100 Gyliini 26944.50 27007.90 29708.69 100 V.-þýzk mörit 2913535 29203.86 3212434 100 Lirur 61.65 81.79 6737 100 Austurr. Sch. 4116.50 4126.20 4538.82 100 Escudos 1077.00 1079.60 118736 100 Pesetar 735.05 738.75 810.43 100 Yen 261.64 262.26 288.49 1 irskt pund 1097.90 1100.50 1210.55 1 Sárstök dráttarréttindi 712.63 714.31 * Breyting frá siðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.