Dagblaðið - 21.11.1980, Page 3

Dagblaðið - 21.11.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980. 3 Sérfargjöld fyrír íslendinga? Starfsmönnum Flugleiða kennt á tölvurnar. DB-mvnd: Bj. Bj. Talaði íslenzku fékkþáhærraverð uppgefið Jóhanna Erlingsdóttir, Blöndubakka 13, hringdi: Ég hef síðastliðin fjögur ár búið í Svíþjóð. í sumar flaug ég þaðan til Bandaríkjanna. Ég byrjaði á því að hringja í Flugleiðir og spyrja um verð frá Kastrup lil Los Angeles um New York. Þeir buðu mér farið á 6300 sænskar kr. Ég hringdi i fleiri flugfélög, m.a. Northwest Airlines, og spurði um lægsta verð á þessari leið. Ég spurði alltaf um miða með mánaðargildis- tíma. Afgreiðslumaður hjá North- west gaf mér upp að lægsta verð á þessari leið væri 3600 sænskar kr. Northwest bauð sjálft fargjaldið fyrir 3800 s. kr. Þegar ég spurði hvaða flugfélag það væri sem ég gæti flogið með fyrir 3600 krónur var svarið: 'Flugleiðir. Ég sagði afgreiðslumanninum að ég væri nýbúin að fá uppgefið annað verð hjá Flugleiðum. Hann sagði þá að ég hlyti að hafa talað íslenzku við sölumenn Flugleiða. Annað svipað gerðist þegar ég var úti. Þá var ég komin til Los Angeles og lét vinkonu mína hringja fyrir mig í skrifstofu Flugleiða i Chicago. Hún talaði ensku og fékk uppgefið verð á farmiða frá Los Angeles til Luxem- borgar með viðkomu á fslandi. Það var 570 $. Daginn eftir hringdi ég sjálf og talaði islenzku. Þá var mér gefið upp að verðið á þessari flugleið væri 800 $. Þvi spyr ég: Er annað verð hjá Flugleiðum fyrir þá sem tala islenzku? Fargjaldafrumskógi um að kenna Liklega er ekki ofsögum sagt af því að fargjöldin nú til dags séu frumskógur og hann allþéttur á köfl- um. Fróðir menn hafa einhvern tímann látið eftir sér hafa að kunni maður nógu vel á fargjaldafrumskóg- inn sé hægt að ferðast nær ókeypis heimshornanna á milli og það oftar en einu sinni. Hér er kannski ofmælt en óneitanlega er hér mikið vandamál á ferðinni sem jafnt lærðir sem leikir í þessum efnum berjast við daglega. Ekki treysti ég mér til að gefa skýr- ingu á efni bréfsins. Rétt er þó að benda á eftirfarandi. Sé hringt til flugvallarskrifstofu er ekki hægt að ætlast til þess að spurn- ingum um flókin fargjöld sé svarað. Slikt er aðeins á færi svokallaðra söluskrifstofa, þ.e. þar sem sérlærðir fargjaldasérfræðingar sitja í hverjum stóli, fólk sem fer á námskeið einu sinni til tvisvar á ári til upprifjunar og frekari lærdóms í þessum fræðum. Á flugvöllum fer annars konar starf- semi fram, þ.e. afgreiðsla flugvéla, innritun farþega, afgreiðsla á frakt o.s.frv. o.s.frv. Eins og málum er nú háttað með fargjöld yfir Norður-Atl- antshaf þá geta félög sem fljúga t.d. frá Skandinavíu til vesturstrandar Bandaríkjanna boðið lægri fargjöld á þeirri leið en t.d. Flugleiðir. Það er vegna þess að þau fljúga þá farþegan- um sjálf alla leið en Flugleiðir hafa endastöð í New York eða Chicago. Einnig má benda á að innan Banda-. ríkjanna gilda milli 20 og 30 fargjöld milli austur- og vesturstrandarinnar. Þau fara eftir því á hvaða dögum er flogið, stundum á hvaða tíma sólar- hrings og svo að sjálfsögðu eftir því hvaða flugfélag á i hlut. Eitt er þó ljóst og það er að sama fargjald og sömu upplýsingar eiga að fást, sama á hvaða tungumáli spurt er. Sé staðhæfing bréfritara rétt að annað fargjald hafi verið gefið upp þegar spurt var á ensku en íslenzku er hér um mistök að ræða, þvi væntan- lega hefur verið spurt um lægsta far- gjald í báðum tilfellunum. Og fyrst mistök eiga sér stað þá hefði dæmið að sjálfsögðu getað snúist við: Að lægra fargjaldið hefði verið gefið upp á íslenzku og það hærra á ensku. Með þökk fyrir birtinguna. Sveinn Sæmundsson blaöafulltrúi. Er bíllinn þinn undir- búinn fyrir akstur í snjó? Hrafnhildur Sigurðardótlir banka- starfsmaður: Já, hvorl hann er. Hann er á góðum snjódekkjum. Garðar Fenger fjármálasljóri: Já, já. Á negldum vetrardekkjum. Árni Kristjánsson verzlunarmaður: Já, hann er undirbúinn, á nagladekkjum og öllu. Monsi Ragnarsson: Voff, voff, voff. Urrr. Jáff, jáff, jáff. Voff. Ragnar Lövdal bilasali: Nei, það er svo mikið að gera á dekkjaverkstæðunum. Maður bíður þar til þar róast. Svo standa borgaryfirvöld sig svo vel i að hreinsagöturnar. Bragi Stefánsson bifvélavirki: Já, já, já. Ég er með nagladekk.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.