Dagblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980. 8 Erlent Erlent Erlent Erlent TÍMAMÓTISAMSKIPT- UM RÍKIS OG KIRKJU — Reiknað með að kaþólskur maður verði skipaður í stjóm Póllands Wysinski kardinUi, æðsti maflur pólsku kirkjunnar. Miklar líkur eru taldar á aö pólska stjórnin muni á næstunni skipa ka- þólskan mann í embætti varaforseta landsins. Ef af þvi veröur er það eins- dæmi i kommúnistaríki og mundi marka þáttaski) i sambandi ríkis og kirkju i Póllandi. Heimildir greina að Jerzy Ózdow- ski, þingmaöur kaþólskra samtaka, verði skipaður í stöðuna, jafnvel þegar á morgun. Sem kunnugt er þá er kaþólska kirkjan mjög öflug í Pól- landi og kannski hvergi öflugri en einmitt þar. Rikisstjórn Póllands hefur skorað á kirkjuna og hin sjálf- stæðu verkalýðssamtök að leggja sitt af mörkum til að leysa þann vanda sem við er að fást í efnahags- og þjóðlífi Póllands. Alþjóðlegu verkalýðssamtökin hafa fagnað samkomulagi pólsku ríkisstjórnarinnar og hinna sjálf- stæðu verkalýðssamtaka. Við mikinn efnahagsvanda er nú að etja i Póilandi og kemur hann i kjölfar mikils uppskerubrests í land- inu. Þannig hefur kartöflu- og korn- uppskera verið mun minni en búizt hafði verið við og sömu sögu er að segja af sykurframleiðslunni. Pól- verjar hafa að undanfömu fengið mikil lán á Vesturlöndum og hafa Sovétmenn lýst yfir óánægju sinni með það. REUTlR Reagans. Hann átti fund með Reagan um sfðustu helgi. Reagan hugar að ráðherrum Talið er að þess sé ekki langt að bíða að Ronald Reagan, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, tilkynnti hverjir verði ráöherrar í stjórn hans. Mest er spennan í sambandi við hver hljóti embætti utanríkisráðherra. Þar eru einkum nefnd þrjú nöfn; Alexander Haig, fyrrum yfirmaður herafla NATO i Evrópu, öldungadeildar- þingmaöurinn Henry Jackson, sem raunar er demókrati, og Georg P. Schultz, fyrrverandi fjármálaráð- herra. Einnig hefur Kissinger verið nefndur sem hugsanlegur möguleiki en hann er þó talinn fremur ólíklegur þar sem helztu ráðgjafar Reagans eru honum andsnúnir. 1 önnur embætti má nefna að John Connally, fyrrum ríkisstjóri í Texas, þykir koma til greina sem fjármálaráðherra. Samkomulag Bandaríkja og Noregs Bandaríkin og Noregur hafa komizt að samkomuiagi um staðsetningu bandarískra hergagna í Noregi, sem yrðu notuð af bandarískum hersveitum ef til óvæntrar árásar á Noreg kæmi, að því er Thorvald Stoltenberg, varnar- málaráðherra Noregs, greindi frá í gær. Samkomulag þetta, sem kemur i kjöl- far margra ára rannsókna og við- ræðna, verður undirritað í Brussel i næsta mánuði. Eþíópía: Sovézkum læknum sleppt 2 sovézkir læknar, sem verið hafa í haldi skæruliða í Norður-Eþíópíu í rúma fjóra mánuði hafa nú verið látnir lausir. ,,Eftir nákvæma rannsókn höfum við komizt að því að læknarnir voru ekki beinlínis viðriðnir hernað svo að við höfum ákveðið að skila þeim,” sagði talsmaður skæruliðanna. Richard Burton: Ég á konu minni líf- ið að launa ,,Ég á konu minni lifið að launa. Það er henni að þakka að ég hef sigrazt á áfengisböli mínu, sem var að gera út af við mig,” segir Richard Burton, kvikmyndaleikarinn góðkunni um eiginkonu sína, Susan, sem áður var gift kappaksturskappanum James Hunt. „Þegar ég hitti Suan hafði ég gefizt upp í baráttunni við áfengið en hún hjálpaði mér til að sigrast á erfiðleikunum,” segir Burton. Sýningum erhætt — á einni dýrustu kvikmynd allra tíma Frestað hefur verið að leigja út stór- myndina Heaven’s Gate eftiraðhún fékk slæma umsögn kvikmyndagagn- rýnenda í New York. Kvikmynd þessi er ein sú dýrasta sem nokkru sinni hefur verið framleidd og nemur kostnaður við hana um 36 milljón doll- urum. Mýndin tekur þrjár og hálfa klukku- stund í sýningu og var henni stjórnað af Michael Cimino, sem vann óskarsverð- laun á síðasta ári fyrir beztu leikstjórn í Deer Hunter eða Hjartarbananum eins og sú mynd hefur verið nefnd á íslenzku. Cimino hefur farið fram á að myndin verði ekki sýnd aftur fyrr en hann hafi gert á henni ákveðnar lag- færingar. Sjálfstæðu verkalýðs- félögin fá aðgang að fjölmiðlum Hin sjálfstæðu og nýstofnuðul pólsku verkalýðssamtök unnu einnj sigurinn í viðskiptum sinum við pólsk' stjórnvöld I gær er hin opinbera frétta-| stofa PAP tilkynnti, að talsmenn samtakanna muni koma fram í pólska! ríkisútvarpinu á morgun. Það hefur| verið ein af kröfum hinna sjálfstæðu verkalýðssamtaka, að þau fái aðgang að fjölmiðlum. Nú hafa þau einnig í hyggju að gefa út eigið málgagn, sem koma á út vikulega. Ullman hafnaði tilboði Bergmans Liv Ullmann hefur hafnað boði fyrrverandi eiginmanns síns, Ingmars Bergman, um að leika í nýjustu mynd hans, Fanny og Alexander. Eins og DB hefur áður greint frá hefst taka myndarinnar í Svíþjóð á næsta ári. Hins vegar hefur dóttir þeirra Liv og Ingmars fengið hlutverk í myndinni. Dóttirin Linn er aðeins fjórtán ára, ,,en hún bað um hlutverkið og ég gei ekki neitað,”sagði Bergman á blaða- mannafundi um síðustu helgi. Liv Ullmann. Lin Piao hugðist myrða Maó formann — Réttarhöldin yfir f jórmenningaklíkunni hafin Lin Piao, þáverandi forsætisráð- herra Kína, ætlaði árið 1971 að myrða Maó Tsetung formann og standa síðan fyrir byltingu í landinu með aðstoð hersins. Ástæðan var sú, að Lin Piao sárnaði mjög að hafa ekki verið valinn forseti landsins. Þetta kemur fram i réttarhöldum þeim sem nú fara fram yfir fjórmenningaklíkunni svonefndu í Kína. Réttarhöldin hófust í gær. Auk fjórmenningaklíkunnar svo- nefndu voru sex aðrir sakborningar leiddir fyrir rétt í gær þar sem þeir eru sakaðir um að hafa átt þátt í dauða 35 þúsund manns ásamt bandamönnum sínum. í ákærunni segir að það hafi verið til- gangur Lin Piaos að koma nýrri stétt manna til valda í landinu. Réttarhöldin munu fara fram í tvennu lagi, annars vegar gegn Jiang Qing ekkju Maós og öðrum fylgismönnum fjórmenninga- klíkunnar og hins vegar gegn mönnum úr klíku Lin Piaos. Að sögn kinverskra fréttamanna brustu nokkrir sakborninganna í grát annað slagið, þar á meðal Jiang Qing, ekkjaMaós.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.