Dagblaðið - 10.12.1980, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980.
BIAÐIB
jtgefandi: Dagblaflið hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsðon.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
(þróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraídsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlssón.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Oóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir,
Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragna#Th. Sigurflsson, Sigurður Porri Sigurflsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þbrleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. HaBdórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjórn: SíAumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
VncÍÍinnþáiFfaS framlengja
Sanngjörn er tillaga Hjörleifs /K
Guttormssonar iðnaðarráðherra um
afnám aðlögunargjalds á innfluttar
iðnaðarvörur í þremur áföngum á
tveimur árum í stað algers afnáms nú
um áramótin, svo sem viðskiptasam-
tökum Evrópu var lofað.
Tillagan felur í sér, að gjaldið lækki úr 3°7o í 2°!o um
áramótin, síðan í l % um áramótin þar á eftir og hverfi
loks um áramótin 1982-1983. Með þessu fengi
íslenzkur iðnaður aukið svigrúm til að mæta frjálsri,
erlendri samkeppni.
Inn á við er tillagan sanngjörn. íslenzkur iðnaður
getur ekki breytzt á nokkrum árum úr verndaðri
gróðurhúsajurt í harðgera útilífsplöntu. Samt hefur
hann að verulegu leyti verið svikinn um aðgerðir til að
bæta samkeppnisstöðuna.
Við höfum um langt skeið verið aðilar að
Friverzlunarsamtökum Evrópu og að viðskipta-
samningi við Efnahagsbandalag Evrópu. Við gerðum
þetta bæði til að afla okkur markaða og til að koma at-
vinnuvegum okkar í markaðshæft ástand.
Auðvitað gátum við ekki rekið iðnað okkar eins.og
einhvern landbúnaðar-ræfil í skjóli innflutningsbanns
og tollmúra. Við höfðum landbúnaðinn á herðum
sjávarútvegsins og gátum engan veginn hlaðið
iðnaðinum til viðbótar á þær herðar.
Við sömdum við evrópsku samtökin um tíu ára
aðlögunartíma til að venja íslenzkan iðnað í áföngum
við erlenda samkeppni. En svo notuðum við ekki
þennan tíma nógu vel. Við létum undir höfuð leggjast
að veita iðnaðinum jafnrétti.
Enn þarf iðnaðurinn að greiða tolla af ýmsum
aðföngum, sem erlendur samkeppnisiðnaður þarf ekki
að greiða. Iðnaðurinn hefur ekki sama aðgang að fjár-
magni og lánakjörum. Hann hefur ekki sama aðgang
að vísindum og þróunaraðstoð.
Við erum svo gróflega úti að aka í þessum efnum,
að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir
hlutfallslega meiri hækkun framlaga til landbúnaðar
en iðnaðar. Það er eins og stefnt sé að koma þjóðinni í
sveit og á sveit.
í kjölfar margra mistaka af þessu tagi þarf engan að
undra, þótt örlitla framlengingu þurfi á ýmissi vernd,
sem iðnaðurinn nýtur. Það breytir ekki markmiðinu,
— að hann verði nógu harðger til að þola norðangarra
nútima samkeppni.
Aðlögunargjaldið var og er í sjálfu sér hallærislausn.
í rauninni væri vitlegra að koma i framkvæmd ýmsum
aðgerðum til að jafna stöðu íslenzkra atvinnuvega
innbyrðis og gagnvart útlöndum. Þetta hefur rækilega
verið trassað.
Við getum tekið tolla af aðföngum iðnaðarins sem
dæmi. Alþingi fól ríkisstjórnini fyrir hálfu öðru ári að
afnema þá. Þetta þýddi, að greina þurfti milli iðnaðar-
þarfa og annarra þarfa í 230 númerum í tollskránni.
Iðnaðarráðuneytið lauk þeirri vinnu fyrir tveimur
mánuðum.
Síðan hefur fjármálaráðuneytið legið á málinu,
auðvitað vegna þess, að efnd loforðsins jafgildir eins
milljarðs rýrnun ríkistekna. í framhjáhlaupi má svo
minna á, að tímabundin framlenging aðlögunargjalds
gefur tekjur á móti.
Hversu gallað sem aðlögunargjaldið er, þá er
tillagan um hægt fremur en snöggt andlát þess sett
fram á þann hátt, að engin leið er fyrir Fríverzlunar-
samtökin og Efnahagsbandalagið að hafna henni, þótt
þau hafi varað við henni.
Tómas Árnason viðskiptaráðherra er óþarflega.
hræddur við ráðamenn samtakanna. Þeim fer eins og
bankastjóranum, sem ætlaði að fá víxilinn borgaðan
upp í fyrstu lotu, en sætti sig svo með góðu við
framlengingu, af því að hver afborgun var þó einn
þriðji.
Innræting á
„Melakleppi”
Umræður um kommúniska
innrælingu í Háskóla íslands (sem af
kunnum ritstjóra var nefndur Mela-
kleppur hér um árið) hafa nú
hljóðnað án þess að ljóst sé hvort
fullyrðingar um kommúniska
innrætingu í einhverjum deildum
stofnunarinnar hafa haft við rök að
styðjast, því óska ég þess eindregið
að þessar umræður verði hafnar að
nýju og endanlega leitt í ljós hvort
kommúnisk innræting (heilaþvottur)
á sér stað í þessari merku stofnun og
þá með hverjum hætti og hvers
vegna.
Kommoonistar
Eflaust hafa margir veitt því
athygli er myndin um moonistana var
sýnd á dögunum hve vinnubrögðum
þeirra svipar til innrætingar- óg
áróðursbragða kommúnWa.
Til dæmis kalla kommúnistar á
íslandi flokk sinn nú Alþýðu-
bandalag og vilja alls ekki láta kalla
sig kommúnista heldur sósíalista eða
vinstri menn eða verkalýðsflokk eða
eitthvað allt annað en komma. Þá má
nefna að moonistar telja sjálfsagt að
beita lygi til þess að vinna sér fylgi en
kommúnistar telja öll brögð leyfileg í
baráttunni við kapítalismann, jafnvel
vopnavald.
Þannig eiga kommúnistar og
moonistar ákaflega margt sameigin-
legt og raunar furðulegt að biskupinn
okkar skyldi ekki vara fólk við
kommúnistum í sjónvarpinu um dag-
inn líkt og moonistum og öðrum sér-
trúarsöfnuðum.
Moonistar og aðrir þeir söfnuðir,
sem biskupinn nefndi og varaði við,
byggja þó allir starf sitt á einhverri
Kjallarinn
Krístinn Snæland
guðstrúartúlkun en kommúnisminn
er hins vegar beinlinis fjandsamlegur
kristinni trú og eyðir henni hvar-
vetna sem hann hefur vald til þess.
Þess vegna er ærin ástæða að spyrja
biskupinn: Ef sértrúarflokkarnir eru
hættulegir íslenskri kirkju, hversu
hættulegt er þá Alþýðubandalagið
sem líkt og moonistarnir siglir undir
fölsku flaggi?
Félagsfræði í
fjölbrautaskólum
Ég hefi undir höndum plagg
nokkurt sem heitir „Félagsfræði
2024 — ritgerðarverkefni á vorönn
1980”. Prófverkefni þetta gefur
hluta aðaleinkunnar í félagsfræði í
viðkomandi fjölbrautaskóla.
Viðkomandi félagsfræðikennari
gengur frá plaggi þessu án utanað-
komandi aðstoðar. Prófverkefnið
gefur nemandanum 10 möguleika á
ólíkum ritgerðum, en bendir jafn-
framt á heimildir og höfunda.
Það sem vekur athygli í heimilda-
og höfundavali er sú staðreynd, að
höfundarnir virðast nær allir eða allir
vera vinstri menn eða kommúnistar.
Tilgreindir höfundar eru:
Egill Egilsson,
Helga Kress,
M.J. (Persónuleiki skólabarnsins),
Ólafur Ragnar Grímsson,
Olga Guðrún Árnadóttir,
Peter Berger,
Worsley,
Silja Aðalsteinsdóttir,
Svava Jakobsdóttir,
ÓlafurEinarsson,
Vésteinn Lúðviksson,
Þorbjörn Broddason,
Þórbergur Þórðarson.
Af þessum lista mætti hæglega
draga þá ályktun að hann sé dæmi-
gerð sönnun um kommúniska inn-
rætingu eða heilaþvott. Auk þess er
svo fjölbrautaskóli ísmeygilegri og á-
rangursríkari staður til pólitískrar
innrætingar en Háskólinn þar sem
nemendur eru eldri og reyndari.
Heiðarlegur kennari hlýtur að
velja nemendum sínum efni sem
kynnir þeim þjóðfélagið frá öllum
eða sem flestum hliðum. Ofangreind-
ur listi ber ekki með sér að slíku sé til
að dreifa í viðkomandi fjölbrauta-
skóla.
Þá verður spurningin þessi: Hefur
viðkomandi kennari brugðist trúnaði
við nemendur sína með því að halda
að þeim einhliða áróðri, eða hitt;
hafa lýðræðislega sinnaðir mennta-
menn brugðist í því efni að skrifa eða
þýða kennslubækur í félagsfræði sem
gætu verið mótvægi við hina
kommúnisku innrætingu?
Getur verið að lýðræðislega
sinnaður kennari lendi í því að hafa
ekki önnur kennslugögn í félagsfræði
en innrætingarbókmenntir komm-
únista?
Kristinn Snæland.
„Höfundarnir virðast nær allir eöa allir
vera „vinstri menn” eöa kommúnistar.”
N0KKUR
HQLRÆÐI
Notkun orðanna erfiðleikar,
vandræði, verðbólga fer nú svo vax-
andi að til verulegra vandræða
horfir. Hverjir eru valdir að þessum
erfiðleikum? Fyrst og fremst fólkið
sjálft sem flokkar sig í mislita hags-
munahópa, sem sjálft berst hvert við
annað um þá fjármuni sem ölmusu-
kallar þjóðfélagsins, sjómennirnir,
færa á land. Með þetta fé valsa
meðal annars innfiytjendur alls kyns
dóts, bila, húsgagna, kex, sælgætis
o.fl. Fyrirliðar í þessum hrunadansi
eru kauphæstu menn þjóðarinnar,
mennirnir sem dveljast fáeinar
klukkustundir á dag í gráa húsinu við
Austurvöll.
island er bezta land á jörð með 200
rnílna landhelgi af beztu fiskimiðum
heims, þó blasa við vandræði hvar
sem litið er. Er ekki tímabært að nú-
verandi stjórnendur þessa lands fái
algjört fri? Störf stjórnmálamanna
vorra ganga nú orðið mest út á það
að sinna kröfum þrýstihópa sem vilja
skipta kökunni of hratt. Nýir menn
eru sífellt komnir í nýjar nefndir til
þess ýmist að æsa upp eða stilla til
friðar eftir því sem við á. — Stóru
málin bíða. — Skuldum er safnað og
bilið siðan brúað með erlendum lán-
um á ábyrgð næstu kynslóðar.
Afstaðan til
atvinnurekstursins
Það er fróðlegt að heyra og sjá
Svavar Getssson flytja ræður á fund-
um niðurrifsmanna. Hann talar hægt
og settlega eins og sá sem heldur að
hann hafi undirtökin og skammsýnir
heimskingjarnir glápa á hann með
andakt. En ræður hans ganga yfir-
leitt ekki út á annað en það hvernig
bezt sé að klekkja á andskotans at-
vinnurekendunum með auknum
sköttum, hærra kaupi og styttri
vinnutíma. Því fara þeir Svavar og
Ólafur Grímsson ekki til Rússlands
til að prófa að vinna í verksmiðju og
búa í leiguibúð, sem ríkið á, og fá
vasapening á föstudögum? Þá hætta
þeir kannski að villa fólki sýn á eftir.
Guðrún Helgadóttir, grein þín i
blaði niðurrifsmanna, Þjóðviljanum,
5. nóv. sl. ber vott um helsjúkt
kommúnískt hugarfar. Ég get ekki
betur séð en að þú sért að drótta mis-
ferli að látnu fólki sem búið er að
þræla langa ævi og vera nýtið og hag-
sýnt alla tíð og auk þess búið að arf-
leiða samfélagið að 3,6 milljörðum.
Hvað vilja kommar meira, þurfa þeir
mannorðið líka? Heldurðu að þessar
verzlanir hefðu skilað hagnaði ef þær
hefðu verið rikisreknar?
Svo er það Siggi flug, 7877-8083.
Grein þín í DB 29. nóv. sl., Mega
bændur ekki fara á hausinn?, er frá-
munalega klaufaleg. Þú hlýtur að
vera búinn að fá klaufaveiki, þótt
Æá „ ... og selja síöan úr landi í áföngum
svona 20—30 stykki á næstu tveimur ár-
um, nota peningana til aö byggja upp fiskeldis-
stöövar og sumt af þeim til aö efla nýtingu afl-
ans.