Dagblaðið - 10.12.1980, Page 15

Dagblaðið - 10.12.1980, Page 15
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980. 15 Iþróttir Iþróttir iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Rut Ölafsdóttir, FH, bezt 1 800 m. Systir hennar Ragnbeiðiir setti fslandsmet í 1000 m og 1500 m innanhúss. Coventry City í fyrsta sinn í undanúrslit! — sigraði Watford 5*0 í enska deildabikamum í gær Coventry tryggði sér i fyrsta skipti i 97 ára sögu félagsins rétt í undanúrslit í keppni, þegar liðið sigraði Watford 5-0 i gærkvöld i enska deildabikarnum. Jafntefli varð í fyrri leik liðanna i Wat- ford, 2-2, en i gær var aðeins eitt lið á vellinum, Coventry. í undanúrslitum leikur liðið við Wesl Ham og Coventry hefur aldrei áður komizt svo langt i keppni. Lengstum leikið i neðri deildum ensku knattspyrnunnar frá 2. deild niður í fjórðu. 1967 komst liðið hins vegar i 1. deild undir stjórn Jimmy Hill, sjónvarpsmannsins kunna nú, og hefur haldið sæti sinu þar síðan. Coventry hóf leikinn við Watford í gær af miklum krafti og strax á fimmtu mín. skoraði Peter Bodak hreint frá- bært mark. Tók knöttinn niður með skalla og skoraði viðstöðulaust. Eitt fallegasta mark, sem sézt hefur í Coventry. Áhorfendur heldur betur með á nótunum — meiri áhorfenda- fjöldi en áður á leiktímabilinu. Þar af sex þúsund frá Watford. Siðan fylgdu tvö mörk hjá Coventry fyrir hálfleik. Fyrst skoraði Mark Hateley og síðan Gary Thompson eftir snjallan undir- búning Gerry Daly. Þannig stóð þar til á 80. mín. að Steve Hunt skoraði fjórða mark Coventry. Hateley, 18 ára sonur Tony Hateley þess fræga knatt- spyrnumanns hér á árum áður, skoraði fimmta markið á 85. mín. í undanúrslitum leika liðin heima og að heiman á tímabilinu frá 12. janúar til 9. febrúar. West Ham og Coventry leika annars vegar, Liverpool — Manch. City hins vegar, um réttinn til að leika í úrslitum keppninnar á Wembley í marz. Chesterfield tryggði sér rétt i úrslit skozk-enska bikarsins í gær. Gerði þá jafntefli við Bury. Vann samanlagt 3-2. Ingemar Stenmark strax á sigurbraut Sænski skíðasnillingurinn, Ingemar Stenmark, sem sigraði bæði í svigi og stórsvigi á vetrar-ólympíuleikunum í ár, byrjaði vel í gær, þegar fyrsta svig- keppni heimsbikarsins í vetur var háð í Madonna á Italíu. Sigraði. Strax í fyrri umferðinni náði Sten- mark forustunni. Keyrði á 48,99 sek. og var hálfri sekúndu á undan landa sínúm Stig Strand, sem var óvænt í öðru sæti. í síðari umferðinni náði Paul Frommelt, Lichtenstein, beztum tima en tókst ekki að ógna sigri Sten- mark. Svíinn sigraði á 1:41,05 min. Frommelt annar á 1:41,62 mín. Júgó- slavinn Krijac varð þ'riðji, Strand fimmti. Núverandi meistari, Andreas Wenzel, Lichtenstein, féll úr i fyrri um- ferð. Stenmark hafði enga möguleika að sigra í keppninni á síðasta keppnis- tímabili, þar sem hann keppti ekki i bruni. Nú hefur reglunum verið breytt og Stenmark er talinn hafa mesta möguleika til sigurs. „Möguleikar minir hafa aukizt — einnig annarra,” sagði Stenmark í gær. „Hverra?” spurðu þá blaðamenn. „Ingemars, Ingemars, Ingemars,” sagði þá einn blaðamaðurinn en Stenmark brosti þá bara. Brad Miley blakar knettinum ofan i körfu KR-inga i gærkvöld. Hann var langbeztur i leiknum og átti stærstan þátt í sigri Vals. DB-mynd S. óiafur Unnsteinsson - Frjáisar íþróttir 1980 Af rekaskrá kvenna í f r jálsum íþróttum 1980 Frjálsíþróttakonur í f ramför 5:15.1 Guðrún Magnúsdóttir UÍA 5:15.3 Linda B. Loftsdóttir FH 5:17.0 HelgaGuðmundsdóttirUMSB 5:17.0 Laufey Kristjánsdóttir HSÞ Mín. 3000 m 9:36.0 Lilja Guðmundsdóttir ÍR 11:30.4 Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE 11:32.4 Linda B. Loftsdóttir FH 11:50.4 Rakel Gylfadóttir FH 12 36.4 Sólveig Kristjánsdóttir UMBK 12:46.8 Þórunn Rakelsdóttir FH Frjálsíþróttakonur eru í stöðugri fram- för. Næsta ár keppa þær 1 EM-bikarkeppni í 4. sinn. Liðið stóð sig bezt árið 1977 í Sölleröd í Danmörku. Ingunn Einarsdóttir ÍR var þá yfirburðakona — og sigraði i 100 m grhl. meðal annars Margit Hansen Dan- mörku, ! Norðurlandamethafann í grein- inni. 13.56 sek. áriö 1974. Hana þjálfaði ég 1973 — 1974 og setti hún 3 Danmerkurmet undir minni leiðsögn. Ingunn setti einnig íslandsmet í 400 m. Sigraði á 55.3 sek., sem ennþá er íslands- met og hljöp 100 m á 11.8 sek. Með frammistöðu sinni einnig í boðhl. átti hún stærslan þátt í því að ísland sigraði Grikk- land öllum að óvörum og komst í undan- úrslit í EM-bikarkeppni. Lilja Guðmundsdóttir ÍR sigraði í 800 m á íslandsmeti 2:06.2 mín., sem stendur ennþá, og varð 3. í 1500 m. Þórdís Gísla- dóttir ÍR sigraði grísku stúlkuna í hörku- keppni um 3. sætið í hátökki og setti Íslandsmet 1.76 m. Liðið var skipað að öðru leyti þeim systrunum Láru og Sigrúnu Sveinsd., Á. Sigurborgu Guðmundsd., Á, Thelmu Björnsdóttur UBK Sigríði Kjartansdóttur, Maríu Guðnadóttur KA og HSH og Guðrúnu Ingólfsdóttur USÚ. Þess skal getið að íngunn Einarsdóttir Setti 45 Íslandsmet utanhúss á árúhuth Í969—1979. Éihhig 18 met í boðhl. og 12 irioáttíiussqiet: Lilja Guðmuridsdóttir ÍR hefur sett 25 íslandsmet utanhúss og 1.3 inni. Lára SvpinSd, Á 19 Íslandsmet utanhúss og 15 inni. Sigrún Sveinsdóttir 7 íslandsmet utanhúss og 8 inni. Þórdís.Gíslasóttir ,ÍR 7 hástökksmet útj og 10 inni, Sigurborg Guðmundsdóttir eitt úti og 3 ipni auk boð- hlaupa. Þegar litið er á 10 manna afrekaskrá ársins séstaO margar efnilegar afrekskonur aðeins 13—16 ára eru á uppleið. Þannig að eftir 2—4 ár ætti landsliðið að vera sterk- ast, sé rétt á spöðunum haldið. Af þeim sem skipuðu liðið 1977 eru aðeins Þórdís Gíslad. ÍR. Sigríður Kjartansdóttir, María Guðnadóttir og Guðrún Ingólfsdóttir í góðri æfingu i ár. Haldi þær eldri áfram og taki fram skóna á ný og skerpi formið með hinum yngri frjálsíþróttakonum, þá verður landsliðið mjög gott innan fárra ára. Helga Halldórsdóttir KR er orðin hlaupastjarna á Norðurlandamælikvarða. Sló i gegn í ár og setti íslandsmet i 200 m, 300 m, langstökki og 100 m grhl. Sigriður Kjartansdóttir KA náði 55.6 sek. i Kali- forníu og nálgast met Ingunnar Einars- dóttir, 55.3., sek., i 400 m Þuríður Jóns- dóttir og Kristín Halldórsdóttir KA feta í fótspor þeirra.Oddný Árnadóttir ÍR hefur tekið stórstígum framförum. Margar kornungar 13—14 ára stúlkur úr Ármanni eru á framfarabraut undir leið- sögn þjálfara sins, Stefáns Jóhannssonar. Þær náðu frábærum tíma í 4 x 100 m boðhl., 50,4 sek., sem er einn bezti timi á Norðurlöndum í 13—14 ára fl. Fremstar eru Jóna Björk Grétarsdóttir, Geirlaug Geirlaugsdóttir, Kristbjörg Helgadóttir og Aðalheiður Hjálmarsd. Svsturnar úr FÚ, Ragnheiður og Rut Óialsdaítur, eru í stöðugri framför og vekja alls staðar athygli fyrir fallegan hlaupastíl. Ragn- heiður Ólafsdóttir setti íslandsmet í.1000 m, 2:50.8 mín., ,í Vestur-Þýzkalandi og nálgast Norðurlandametið 2:46.0 mín, Eirmig, íslandsmet innanhúss í 1500 m, 4:23,5 mín„ og bætti einnig met Lilju Guðmundsdóttir t, þeirri grein, sem var 4:27.5 mín. Myndir birtust af Ragnheiði í víðlesnasta frjálsíþróttablaði heimsins, „Leichtathletich,” tvívegis í sumar í sigur- hlaupum. Systurnar nálgast einnig met Lilju í 800 m, 2:06.2 mín. Kornungar stúlkur i FH fylgja þeim eftir.með Lindu B. Loftsdóttur 12 ára fremsta í flokki ÍR - stúlkurnar settu met í 4 x 200 og 1000 m boðhl. Hér kemur þá afrekaskráin í hlaupun- um. Rétt er að taka fram að talið er, að handtímataka gefi 0.24 sek. betri tíma en rafmagnstimataka. sek. 100 m 12.26 Helga Halldórsdóttir, KR 12.30 Oddný Árnadóttir, ÍR 12.64 Jóna B. Grétarsdóttir Á 12.65 Sigríður Kjartansdóttir, KA 12.6 Þuríður Jónsdóttir, KA 12.6 Geirlaug Geirlaugsdóttir, Á 12.6 Guðrún Harðardóttir, ÍR 12.6 Kristín Halldórsdóttir, KA 12.6 Svafa Grönfeldt, UMSB 12.6 Hólmfríður Erlingsdóttir, UMSE Handtímataka (meðvindur). 11.8 Helga Halldórsdóttir, KR 12.2 Oddný Árnadóttir, ÍR 12.2 Geirlaug Geirlaugsdóttir, Á 12.2 Helga D. Árnadóttir, UBK. Sek. 200 m 24.96 Helga Halldórsdóttir KR 25.0 Sigríður Kjartansdóttir ÍR 25.54 Oddný Árnadóttir ÍR 26.35 Kristih Halldórsdóttir KA 26.38 Hólmfriður Erlingsdóttir UMSE 26.49 BryndísHólm 26.56 Svafa Grönfeldt UMSB 26.4 Ragna Erlingsdóttir HSÞ 26.5 Valdís Hallgrímsdóttir KA Meðvindur 24.4 Sigríður Kjartansdóttir KA 24.4 Helga Halldórsdóttir KR 25:3 ÞórdisGísladóttir ÍR Sek. 300 m 39.3 Helga Halldórsdóttir KR 41.3 Thelma Björnsdóttir UBK 42.6 Hólmfríður Erlingsdóttir UMSE 42.7 Valdís Hallgrímsdóttir KA 43.0 HrönnGuðmundsdóttirUBK 43.1 Geirlaug Geirlaugsdóttir, Á 43.3 Þuríður Jónsdóttir, KA 44.4 Kristín Halldórsdóttir, KA 45.2 Elín Viðarsdóttir, KR 45.9 Linda B. Loftsdóttir, FH 46.0 Kristín Guðmunsdóttir, KA Mín. 800 m 2:07.6 Rut Ólafsdóttir FH 2:07.7 Ragnheiður Ólafsdóttir FH 2:11.1 Lilja Guðmundsdóttir ÍR 2:18.9 Thelma Bjömsdóttir UBK 2:23.8 Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE 2:23.9 Sigriður Kjartansdóttir KA 2:24.2 Helga Halldórsdóttir KR 2:24.4 Guðrún Karlsdóttir UBK 2:24.4 Valdís Hallgrímsdóttir KA 2:27.0 Hrönn Guðmundsdöttir UBK Mín. 1000 m 2:50.8 Ragnheiður Ólafsdóttir FH 3:19.3 Linda B. Loftsdóttir FH 3:19.7 Thelma Björnsdóttir UBK 3:35.8 Rakel Gylfadóttir FH 3:45.8 Helga Loftsdóttir FH 3:49.0 Linda B. Ólafsdóttir FH Sek. 400 m 55.6 Sigríður Kjartansdóttir KA 56.15 Helga Halldórsdóttir KR 56.81 Oddný ÁrnadóttirÍR 57.96 Rut Ólafsdóttir FH 58.4 Lilja Guðmundsdóttir ÍR 59.30 Hrönn Guðmundsdóttir UBK 59.8 Ragna Erlingsdóttif HSÞ 60.05 Ragnheiðúr Jónsdóttír KSK 60.1 Valdís Hallgrímsdóttir KA 60.7 Guðrún Hárðardóttir ÍR «1? Ouðrfln HiviÁirdlö'.lif IR Mín. 1500 m 4:22.7 Ragnheiður Ólafsdóttir FH 4:28.6 LiljaGuðmundsdóttirÍR 4:31.0 Rut Ólafsdóttir FH 5:02.7 Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE 5:03.6 Guðrún Karlsdóttir UBK 5:10.6 Þórunn Sigurðárdóttir'KA Sek. 100 m grhl. 13.8 Helga Halldórsdóttir KR 14.1 Þórdís Gísladóttir ÍR 15.5 Kristbjörg Helgadóttir Á 15.5 Ragna Erlingsdóttir HSÞ 15.5 Hólmfrlður Erlingsdóttir, UMSE '16.06 Valdís Hallgrimsdóttir , KA 16.13 Sigurbjörg Guðmundsdóttir, KR 16.74 Hjördis Árnadóttir, UMSB 16.7 Árney Magnúsdóttir, Uf A 17.0 Aðalheiður Hjálmarsdóttir, Á 17.1 Ouðrún E. Höskuldsdóttir, UMSÉ Meðvindur. 13.7' Helga Halldórsdóttir KR 15.6 Valdis HallgrímSdóttir KA ■ Valdi-i Halli'rlnmlóitlt K A Sek. 4x 100 m boðhlaup 49.06 Landssveit 49.8 ÍR 50.4 Ármann 50.59 KA 50.84 KR 50.94 UMSK 4 x 400 m boðhlaup 3:54.8 Landssveit 1000 m boðhlaup 2:19.2 ÍR 2:20.3 KA 2:22.0 FH 2:23.0 KR Helga Halldórsdóttir, KR bezt I spretthlaupunum. KR-ingar ekki nógu Yow- kvæðir og vonimar fuku —Valsmenn lögðu KR að velli, 76-71, í úrvalsdeildinni í körfu og fátt getur nú komið í veg fyrir sigur Njarðvíkur KR-ingar fyrirgerðu að öllum líkind- um möguleikum sínum á íslands- meistaratitlinum i körfuknattleik er þeir biðu lægri hlut fyrir Valsmönnum, sem eru jafnvonlitlir um titilinn, i Höll- inni i gærkvöld. Lokatölur urðu 76-71 „Get ekkert sagt um málið” DB hafði í gær tal af Bob Starr og innti hann eftir því hvort James Breeler myndi mæta til leiks með Ármanni gegn ÍS á morgun í leiknum, sem skipt gæti sköpum fyrir félögin. „Ég get í raun ekkert sagt um málið ennþá,” sagði Bob Starr og svör Guðmundar Sigurðssonar voru á sömu leið. -SSv. Alan Sunderland í 3ja leikja bann Alan Sunderland, miðherji Arsenal, var í gær dæmdur í þriggja leikja keppnisbann. Var rekinn af velli gegn Aston Villa í Birmingham á dögunum. Þá var Charlie George, Southampton, dæmdur í 400 sterlingspunda sekt vegna framkomu við Ijósmyndara í leik Norwich og Southampton í Norwich í september. Bill Rafferty, Newcastle — áður Wolverhampton — var í gær seldur ti) Portsmouth í 3. deild fyrir 80 þúsund sterlingspund. Sterkur miðherji. Val í vil eftir að staðan hafði verið 40- 39 Hlíðarendaliðinu í vil. Greinileg taugaveiklun var á meðal leikmanna beggja liða er leikurinn hófst og spennan setti mörk sín á gæði leiksins. Mikið var um mistök og vit- leysur en munurinn varð aldrei mikill. Valsmenn höfðu þó oftast yfirhöndina en aldrei munaði miklu. f upphafi siðari hálfleiksins náðu Valsmenn fljótt 9 stiga forskoti og hvernig sem KR-ingar reyndu tókst þeim ekki að minnka muninn nema niður í 3 stig, 66-63. Valsmenn gáfu sig hvergi og geta fyrst og fremst þakkað Brad Miley, sem átti stórleik, sigurinn. Hann stóð sig hreint út sagt frábærlega í vörninni og fór svo illa með Keith Yow, sem venjulega er manna grimm- astur undir körfunni, að hann hrökkl- aðist út á völl og reyndi þaðan með litl- um árangri. Garðar hélt KR á floti í fyrri hálf- leiknum með frábærum leik en datt síðan verulega niður í þeim siðari, hverju sem um er að kenna. Jón Sigurðsson var sterkur eins og hans er von og vísa en það dugði KR ekki að þessu sinni. Leikmenn gerðu sig seka um allt of mikið af vitleysum og því fór sem fór. Jón Steingrímsson átti stórgóðan leik hjá Valsmönnum. Skoraði reyndar ekki mikið en stóð mjög vel fyrir sínu bæði i vörn og sókn. Þá var Kristján sterkur og Ríkharður fór i gang í s.h. en Torfi var ólíkur sjálfum sér. Karfa íkvöld: Fram-ÍBK Einn af úrslitaleikjum 1. deild- arinnar í körfuknattleiknum verður háður i kvöld. Þá leika Fram og Kefla- vík kl. 20.00 í Hagaskóla. Búast má við skemmtilegum og tvísýnum leik hjá þessum efstu liðum deildarinnar. Allar „stjömur” Schalke til söíu Schalke 04, frægasta knattspyrnu- félag Vestur-Þýzkalands gegnum árin á nú i miklum fjárhagserfiðleikum. Það svo að aliir beztu leikmenn félags- ins hafa verið settir á sölulista. Þá á að selja til að minnka skuldirnar. Fyrir keppnistímabilið hótaði þýzka knattspyrnusambandið félaginu að það yrði að hætta í Bundeslígunni vegna geysilegra skulda — þriggja milljóna marka. Formanni félagsins, Hans Joachim Fenne, tókst þá að fá stjórn knattspyrnusambandsins til að skipta um skoðun. Nú er hins vegar allt komið í sama farið aftur hjá Schalke. Það er i næstneðsta sæti í deildinni með níu stig eftir 15 umferðir. Aðsókn lítil. Leikmennirnir, sem settir hafa verið á sölulista eru Rolf Rússmann, 30 ára, sem lék í HM-liði V-Þýzkalands 1978, markvörðurinn Norbert Nigbur, 32 ára, sem hefur leikið í vestur-þýzka landsliðinu, Wolfram Wuttke, 19 ára, og austurríski landsliðsmaðurinn Kurt Jara, 30 ára. Talið er nær öruggt að Russmann, mjög sterkur varnarmaður, fari til Borussia Dortmund fyrir 800 þúsund mörk. Sem kunnugt er eru þeir Atli Eðvaldsson og Magnús Bergs hjá Borussia. Stigin: Valur: Brad Miley 24, Krist- ján Ágústsson 18, Ríkharður Hrafn- kelsson 12, Jón Steingrímsson 8, Torfi Magnússon 4, Jóhannes Magnússon 4, Þórir Magnússon 4, Gylfi Þorkelsson 2. KR: Keith Yow 18, Jón Sigurðsson 18, Garðar Jóhannsson 18, Ágúst Líndal 8, Bjarni Jóhannesson 4, Geir Þorsteinsson 3, Eiríkur Jóhannesson 2. - SSv. Sigurður Sveinsson. „Tek ekki tilboði í vetur" — segir Sigurður Sveinsson, leikmaðurinn skotharði „Nei, það hefur enginn frá Danker- sen haft samband við mig — að minnsta kosti ekki ennþá,” sagði Þróttarinn skotharði, Sigurður Sveins- son, þegar DB ræddi við hann i gær- kvöld. Samkvæmt öruggum fréttum, sem DB hefur fengið, benti Vlado Stenzel, landsliðseinvaldur Vestur- Þýzkalands, forráðamönnum Danker- sen á Sigurð nokkru eftir landsleiki íslands og V-Þýzkalands hér í Reykja- vík á dögunum. Dankersen, sem gengur ekki of vel í Bundeslígunni, er talið hafa mikinn áhuga á að fá Sigurð til sin. „Þó ég fengi boð frá félaginu nú mundi ég ekki taka því á þessu leik- tímabili — það er í vetur. Hins vegar er aldrei að vita hvað maður gerir næsta haust en eins og málin standa er ég ekkert að hugsa um Dankersen eða önnur erlend félög,” sagði Sigurður ennfremur. Þess má geta, að þeir Axel Axelsson Stórsigur KRáíS KR-dömurnar í körfunni eru ekki auðsigraðar og það fengu stöllur þeirra úr ÍS að reyna fyrir helgina. KR sigraði 65—47. Sigur KR byggðist mest á yfir- burðum þeirra Lindu Jónsdóttur og Maríu Guðnadóttur en þær skoruðu öll stig KR utan 8. Linda var með 33, María 23. Salína, Eria, Arndís og Sig- rún allar með 2 stig hver. Fyrir ÍS skor- aði Kolbrún 18, Þórdís 8, Anna Björg 6, Þórunn 5, Guðríður 4 og Kolbrún 2. og Ólafur H. Jónsson léku lengi með Dankersen — urðu Þýzkalandsmeistar- ar með félaginu en eru nú báðir komnir heim. Þegar Sigurður Gunnarsson, lands- liðsmaðurinn ungi í Viking, fór til Bayer Leverkusen í haust var það eftir ábendingu fráStenzel. -hsím Kenny Dalglish, ein skærasta stjarna Liverpool í dag. „LiverpooJ—alltaf á toppnum” Saga ensku meistarama frá þvífyrir aldamót Fyrir stuttu kom út bókin „Liver- pool — alltaf á toppnum” í þýðingu Sigurðar Sverrissonar, iþróttafréttarit- ara hér á DB. Hagprent gefur bókina út. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna er hér á ferðinni bók um ensku meistarana og spannar hún allt aftur til ársins 1892, er féiagið var stofnað. Það eru vart nokkur áhöld um að Liverpool er yfirburðalið í ensku knatt- spyrnunni og hefur haldið sér á toppn- um lerigur en dæmi eru til í Énglándi. Síðustu tveir áratugirnir hafa verið við- burðaríkastir i sögu félagsins og undir leiðsögn þeirra Bill Shankly og Bob Páisléý hefur félagið náð að skrifa nafn siti á blöð sögunnar með frábærum af- rekum sinum. Úm helmingur bókarinnar fjallar um „gullöld” Liverpool, þ.e. síðustu 18— 20 árin en fyrri hlutinn, sem er fyrir margra hluta sakir e.t.v. enn áhuga- verðari, greinir frá stofnun og upp- gangi félagsins á síðasta áratug 19. aldarinnar og fram eftir 20. öldinni. Flestir þeir leikmenn er gert hafa garð- inn frægan hjá félaginu eru nefndir í bókinni þó svo mönnum eins og Elisha Scott, Billy Liddeli og Kevin Keegan o.fl. sé e.t.v. gert hærra undir höfði en öðrum. Fjöldi myndaerí bókinni. Liverpool er rótgróið félag í sögu enskrar knattspyrnu og við lestur bók- arinnar má í raun kynnast sögu hennar frá 1892. Þar skiptast á skin og skúrir og ekki fer á milli mála að þarna er harðsvíruðbarátta. Bók þessi kemur út á réttum tíma því Liverpool hóf keppnistímabilið i haust með 4 meistaratitla á sl. fimm árum í pokahorninu og trónir nu efsj {'1.' deildinni. Auk meistaratitlanna hefur Liverpool unnið flesta þá titla sem keppt er um í evrópskri knattspyrnu og Ieikmenn félagsins hafa í fjögur skipti á st. sex árum verið kjörnir knattspyrnu- menn ársins af íþróttafréttamönnum í Englandi. Þá kusu leikmenn ensku deildanna Terry McDermott leikmann ársins í fyrra. Það er því af nógu aéf taka þegar flett er í gegnum bókina. Ekki verður þó skilið við þessa annars ágætu bók, án þess að minnast á vægast sagt hroðvirknislega og t)ö.tur- lega prentvillu fremst í bókinni. Þar segir að Sigurður Sveinsson (ekki Sverrisson) hafi þýtt bókina og skritað eftirmála. Slikar villur eiga ekki að geta átt sér staðí bókaútgáfu. - hsím. Knattspyrnufíð í annarrí deildí Færeyjum óskar eftir þjálfara sem þarf að spila með næsta sumar. Uppl. i sima 76629 næstu kvöld.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.