Dagblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 18
\WI'.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980.
Anna Þórarinsdóllir, sem lézt 2.
desember sl., fæddist 17. febrúar árið
1900. Foreldrar hennar voru Guðrún
Magnúsdóttir og Þórarinn Þór-
arinsson. Anna ólst upp að Eyvind-
arstöðum á Álftanesi, hjá hjónunum
Jóhönnu Jónsd. og Gunnlaugi
Gunnlaugssyni. Árið 1931 giftist hún
Bjarna Guðmundssyni, sem lézt árið
1945. Þau eignuðust 3 dætur.
Sverrir Svendsen, sem lézt 1. desember
sl., fæddist 9. nóvember 1915 i
Reykjavík. Foreldrar hans voru Friðlín
Þórðardóttir og Carl Svendsen. Sverrir
stundaði ungur sjómennsku en tók
síðar að starfa við bifreiðaviðgerðir og
réttingar, Stofnaði hann ásamt fleirum
fyrirtækið Bílaiðjuna og við það fyrir-
tæki starfaði hann þar til árið 1960. Þá
réðst hann til starfa hjá Almennum
tryggingum hf., sem tjónaeftirlits-
maður. Þar starfaði hann til dauða-
dags. Sverrir var kvæntur Kristínu
Steinsdóttur. Eignuðust þau eina
dóttur en misstu hana unga.
Stefán Júliusson, Hátúni 6, lézt á
Borgarspítalanum 9. desember.
Unnur Helgadóttir, Víghólastíg 6
Kópavogi, lézt 8. desember.
Pétur S. Sigurðsson, Barónsstíg 28,
lézt 8. desember^
Stefán Bachmann, fyrrv. verzlunar-
maður, Sólheimum 23, lézt á Landa-
kotsspítala þriðjudaginn 9. desember.
Stefnir Guðlaugsson lézt að heimili
sínu laugardaginn 6. desember sl. Út-
förin verður gerð frá Fossvogskirkju1
föstudaginn 12. desember kl. 15.
Þóra Eiðsdóttir Bjarman, sem lézt í
Landspítalanum 3. desember sl.
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 12. desember kl. 15.
Hulda Karlsdóttir, Ásvallagötu 29
Reykjavík, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn
11. desember kl. 13.30.
Jóhann Ólafsson, Seljalandsvegi 67
ísafirði, sem lézt 5. desember sl.,
verður jarðsunginn frá ísafjarðar-
kirkju fimmtudaginn II. desember kl.
14.
Sigurborg Sturlaugsdóttir frá Tindum
verður jarðsungin frá Stykkishólms-
kirkju föstudaginn 12. desember kl. 14.
Sigurlaug Sigurðardóttir frá Bakka i
Borgarfírði eystra verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11.
desember kl. 10.30.
Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir,
Bókhlöðustig 2, Stykkiíhólmi, verður
jarðsungin frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 13. desember kl. 14.
Jens Eyjólfsson, Langholtsvegi 134,
sem lézt 29. nóvember sl., verður
jarðsunginn frá Fossvoskirkju fimmtu-
daginn 11. desember kl. 13.30.
Kirkjustarf
Digranesprestakall
Kirkjufélagið heldur jólafund í Safnaðarheimilinu við
Bjamhólastig fimmtudaginn II. desembcr kl. 20.30.
Dagskrá: Sálmurinn minn, Soffia Jóhannesdóttir flvt
ur. Sr. Gisli Brynjólfsson segir frá siðustu jólum. Ellcn
Helgadóttir leikur á gítar og syngur trúarljóð. Jón H.
Guðmundsson sýnir kvikmyndir. Endað verður á
hclgistund og almennum söng. Jólakaffi verður fram
borið.
Happúrætti
Jólahappdrætti SUF
9. des. þriðjud. 1145
10. des. miðvd. 2251
Upplýsingar cru vcittar i sínia 24480 og á Rauðarár
stig 18.
Sýningar
Listasafn íslands
Laugardaginn 6. desember var opnuð i Listasafni
Islands sýning á nýjuni og cldri verkum i eigu safnsins.
Flest verkanna eru eftir íslenzka listamcnn og eru sum
kcypt undanfarin tvö ár. Einnig cr einn salur helgaður
Jóhannesi S. Kjarval.
I cinum hliðarsalanna cr aðstaða fyrir börn að mála
og vinna í lcir. Liggja frammi litir og pappir fyrir þau
að nota að vild. Þcssi starfsemi var tckin upp á siðast
liðnu ári og hefur gefizt nijög vel og er það von
safnsins að svo verði áfrani.
Safnið er opið laugardaga. sunnudagu. þriðjudaga
ogfimmtudaga frákl. 13.30—16.00.
Kvikmyndir frá OL í Moskvu
sýndar í MÍR-salnum
Um naistu helgi verða sýndar nokkrar iþrótlakvik-
myndir i MÍR-salnum. Lindargbtu 48. og myndir frá
ólympiuleikunum í Moskvu á liðnu sumri. Laugardag
inn 13. desember kl. 15 vcröur sýnd kvikmynd um
opnunarhátið leikanna á Lenin-leikvanginum og dag
inn eftir, sunnudaginn 14. des. kl. 15, verður sýnd
kvikmynd frá lokahátíð leikanna. Meðbáðum þessum
kvikmyndum verða sýndar styttri iþrótlamyndir og
myndir af undirbúningsstörfum fyrir ólympiuleikana.
Aðgangur aö kvikmyndasýningunni í MÍR-salnum.
Lindargötu 48. er ókeypis og öllum heimill rneðan
húsrúm leyfir.
fþróttir
íslandsmótið
í handknattleik
Miðvikudagur 10. descmber
Iþróttahús Hafnarfjarðar
FH—lA 2. fl. karlaBkl. 19.
Haukar—Valur I. deild karla kl. 20
íslandsmótið í
körfuknattleik
Miðvikudagur 10. desember
Iþróttahús Hagaskóla
KR—Valur 5. fl. kl. 19
Fram—ÍBK l.deildkl. 20
K R—Valur 3. fl. kl. 21.30.
Fundir
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Jólafundur verður haldinn að Hólcl Borg miðviku
daginn 10. descmber kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá.
Jólahugvekja. sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Sigfús
Halldórsson og Guðmundur Guðjónsson koma í
heimsókn. Tizkusýning. sýndir verða náttsloppar l'rá
ver/luninni Ólympiu. Jólahappdrætti. Konur fjöl
mennið og mætið stundvislcga.
Kvenfélag
Hallgrimskirkju
Jólafundur félagsins verður haldinn nk. fimmtudag.
II. dcsember. kl. 20.30 í Félagshcimilinu. Fjölbreytt
dagskrá. Kaffiveilingar. Að lokum verður jólahug
vckja sem sr. Karl Sigurbjörnsson annasl. Mætiö vel
ogstundvislega.
Kvenfélag Kópavogs
Jólafundur verður haldinn fimmtudaginn 11. descm
bcr kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Jólasaga. söngur o.fl.
Kvennadeild Flug-
björgunarsveitarinnar
Jólafundur verður haldinn miðvikudaginn 10. desem-
ber kí. 20.30. Upplcstur. söngur o.fl. Munið jólapakk
ana. Takið með ykkur gesti.
Kvennadeild SVFÍ
í Reykjavík
Munið jólafundinn fimmtudaginn 11. dcsemberkl. 20
i liúsi SVFl við Grandagarð. Vönduð skemmtiatriöi.
Jólakaffi. IJtibasar vcrður laugardaginn 13. dcsember
á torginu. Þær sem geta gefið kökur vinsamlcga konii
mcð þær á jólafundinn.
í
GÆRKVÖLDI
HVER VARJOHNLENNON?
Enn kemur fréttastofa
sjónvarpsins á óvart. Aðalfréttin i
Iheiminum í gær var morðið á John
Lennon en fyrsta frétt sjónvarpsins
var sú að dagblöðin í Sovétríkjunum
hefðu ekki skýrt frá einhverri TASS-
fréttastofufregn um ástandið í
Póllandi. Næsta fréttin var um
bankaverkfallið og sú þriðja um nýtt
húsnæði slysadeildar Borgar-
spítalans. Þá loksins kom að Lennon.
Hann var afgreiddur á fjórum
minútum.
Fjórar mínútur í fréttatíma
sjónvarpsins!
Ég átti jafnvel von á hálftíma
fréttaauka, svo merkilegan taldi ég
manninn. Jafnvel útvarpið var með
fréttaauka í hádeginu. En
sjónvarpið, það er ekkert að velta sér
upp úr slíku Það eyðir lengri tíma í
áhvggjur íslenzkra svina- og alifugla-
bænda, með fullri virðingu fyrir
þeim.
Kannski átti sjónvarpið ekki til í
filmusafninu efni í hálftíma frétta-
auka, það eiginlega hlýtur að vera
skýringin. Ekki trúi ég því að starfs-
menn þess hafi verið utangátta í
þjóðfélaginu síðustu 15 ár.
Þriðjudagarnir hafa nú um
nokkurt skeið verið beztu sjónvarps-
dagarnir. I gærkvöldi horfði ég á alla
dagskrána, nokkuð sem ekki hefur
hent mig lengi. Hrósa má sjón-
varpinu fyrir að hafa krækt i þættina
um lífið á jörðinni. Þeir eru með þvi
allra bezta, sem sézt hefur í
sjónvarpinu í langan tíma, ef ekki frá
upphafi. Myndatakan frábær og
mikill fróðleikur settur fram á
einfaldan hátt. íslenzkir skóla-
krakkar læra örugglega meira á
svona þáttum heldur en á þriggja ára,
þurru náttúrufræðinámi.
íslenzkir stjórnmálamenn virðast
seint ætla að læra þá grundvallar-
mannasiði að grípa ekki fram í þegar
annar hefur orðið. Það var hending
ef einhver þeirra þriggja, sem voru í
beinni útsendingu í Þingsjánni fékk
að ljúka máli sínu í friði. Fyrir vikið
varð þátturinn röflkenndur og
leiðinlegur og sjónvarpsáhorfendur
litlu nær um stóriðjumál. Furðar sig
einhver á auknu virðingarleysi al-
mennings gagnvart alþingismönnum?
-KMU.
Tilkynningar
Bökmenntakvöld TR og MFA
Miðvikudaginn 10. desember efnir Trésmíðafélag
Reykjavíkur I samvinnu við Menningar- og fræðslu
samband alþýðu til bókmenntakvölds i Listasafni
alþýðu að Grensásvegi 16. Þar munu þrir höfundar
lesa úr verkum sinum, Stefán Júliusson. Auður
Haralds og Guðlaugur Arason. Á eftir gefst tækifæri
til að spjalla við höfundana.
Bókmenntakvöldið hefst kl. 20.30 og er öllum
heimill ókeypis aðgangur.
Jólakabarett Handknatt-
leiksdeildar Týs
Jólakabarett til styrktar starfsemi handknattleiksdeild-
ar Týs veröur i lþróttamiðstöðinni Vestmannaeyjum
sunnudaginn 14. desembcr og hefst kl. 14. Skemmti
kraftar verða m.a. Ómar Ragnarsson. Sigfús Halldórs-
son. Guðmundur Guðjónsson og Brimkló. Tizkusýn
ing og fimlcikar. einnig verður bingó. Vcstmannaey
ingar eru hvattir til að fjölmenna.
Þátttakendur á sjúkraflutninganámskeiöi RKl
Höfðingleg gjöf
Heyrnar- og talmeinastöð íslands hefur nýveriö bori/t
höfðingleg gjöf frá Hvitabandinu. Gjöf þessi cr mjög
fullkomin smásjá til nákvæmrarsjúkdómsgrciningará
hcyrnarsjúkdómuni og sjúkdómum i raddböndum.
Smásjá þcssi er af fullkomnuslu gerð og auk þcss að
vcra ómelanleg hjálp við nákvæma sjúkdómsgrein- í
ingu á sjúkdómum i miðeyra er hún ómetanlcg við
livers kyns kcnnlsu í cyrna- og raddsjúkdómum. þar
scm leikmaður getur fylgzt með öllu sern gert er án
þcss að koma nálægt sjúklingnuni.
Það er ómetanlegt að eiga að l'élagvskap á borð við
Hvitabandiðscm meðfórnfúsu starfi safnar peningum
til að kaupa nauðsynleg tæki sem annars yrði að biða
eftir fjárveitingu í fleiri ár.
Asprestakall
Fyrst um sinn verður sókiíarpresiiirinn Árm Bergur
Sigurbjörnsson til viðtals að Hjallavegi 35 þriðjud.-
ItVstud. kl. 18— 19. simi 32195.
Skoðanakönnun
krata v/ASÍ-þings
Vegna síendurtekinna ósanninda um niðurstöður úr
leiðbeinandi skoðanakönnunum á vegum Alþýðu
flokksfólks á ASl-þingi skal eftirfarandi tekið fram.
Einungis ein slik skoðanakönnun fór fram og i
henni hlutu Jón Helgason og Karl Stcinar Guðnason
yfirgnæfandi fylgi em frambjóðendur i miðstjórn
ásamt Karvel Pálmasyni.
Eftir að niðurstöður lágu fyrir. lýsti Karl Steinar
Guðnason þvi hins vegar yfir. aö hann drægi sig til
baka. þar sem hann taldi nauðsynlegt að verkakonur
ættu fulltrúa i miðstjórn. Var þá gerð uppástunga um
Þórunni Valdimarsdóttur. formann Verkakvenna-
félagsins Framsóknar.
F.h. Verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokks.
Jón Karlsson.
Kynningarfundur Amnesty
IntT
1 tilefni mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. sem
er í dag, heldur íslandsdeild Amnesty International
almennan fund kl. 20.30 i kvöld (miðvikudaginn 10.
desember) í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut.
Þetta á að verða kynningarfundur um Mið-Austur-
lönd. Það hefur lengi verið á starfssviði Amnesty að
kynna málefni einstakra heimshluta. Þá er ein rann-
sóknardeild Amnesty i London helguð Mið-Austur-
löndum. Til umræðna um málefni þessara landa hefur
Islandsdeildin fengið fréttamennina Áslaugu Ragnars.
Friðrik Pál Jónsson og ögmund Jónasson, ennfremur
Björn Þorsteinsson, kennara og forstöðumann
þróunarhjálpar íslands , og Kristján Búason. dósent
við Guðfræðideild Háskóla íslands.
Ögmundur mun stjórna umræðunum. Þá hefur Áskell
Másson tónlistarmaður lofað að vera deildinni innan
handar um val hljómlistar frá þessum heimshluta.
öllum er heimil þátttaka i fundinum. Tilgangur
hans er að auka þekkingu almennings á þessum
löndum og reyna að skapa áhugaverða umræðu um
ástand þessa heimshluta sem svo mjög hefur verið i
fréttum.
Námskeið
í sjúkraf lutningum
Nýlega var haldið i Reykjavik námskeið fyrir sjúkra-
flutningsmenn. Borgarsjúkrahúsið og Rauði kross
íslands stóðu sameiginlega að þessu námskeið. og á
vegum fyrrnefnda aðilans voru Kristinn Guðmunds
son læknir og Ólafur Þ. Guðmundsson læknir í undir
búningsnefnd og María Hciðdal af hálfu Rauða kross
Islands.
Námskeiðið stóð yfir i viku og sólli það fjöldi
sjúkraflutningsmanna viðs vcgar af landinu. Kennt
var á Borgarsjúkrahúsinu, Slökkvistöðinni í Reykja
vik. Lögreglustöðinni og í húsakynnum Rauða kross
Islands að Nóatúni 21. Reykjavik.
Kennslu önnuðust menn frá fyrrgreindum aðilum
og auk þeirra einnig frá embætti borgarlæknis og Al-
mannavörnum ríkisins.
Kennslustundir voru alls 65. en auk þcss fengu
nemendur að kynnast gjörgæzludeild Borgarsjúkra-
hússins og slysadeildinni.
Núna munu vera um eitt hundrað sjúkraflutnings-
menn á öllu landinu. Þetta var i annaö skipti scm slíkt
námskeið er haldið. hið fyrsta var í fyrra. Færri nem
cndur komust aö cn vildu og gildir þaö fyrir bæði árin.
Nú þegar er hafin vinna við að skipuleggja á hvern
hátt bezt veröi að þessu staðið í nánustu framtið.
miöað við reynsluna sem fengizt hefur cftir þessi tvö
fyrstu námskcið.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING FerOan,,™,
Nr. 232 — 3. desember 1980 gjaidayrir
Einingk 1.12.00 .-Kaup Saia Sala
1 Bandarikjodolar 584,00 586,00 644,60
1 Storíingspund 1368,30 1372,10 1509,31
1 Kanadadollar 489,40 490,70 539,77
100 Danskar krónur 9782,40 9809,20 10790,12
100 Norskar krónur 11445,40 11476,70 12624,37
100 Snnskar krónur 13396,90 13433,60 14776,96
100 Hnnsk mörk 15270,45 15312,25 16843,48
100 Franskir frankar 12975,15 13010,65 14311,72
100 Belg. frankar 1871,90 1877,00 2064,70
100 Svissn. frankar 33302,95 33394,10 36733,51
100 GyNini 27755,90 27831,90 30615,09
100 V.-þýzk mórk 30060,95 30143,25 33157,58
100 Lírur 63,41 63,58 69,94
100 Austurr. Sch. 4239,40 4251,00 4676,10
100 Escudos 1110,00 1113,00 1224,30
100 Pesetar 751,60 + 753,70 829,07
100 Yen 272,38 273,13 300,44
1 Irskt pund 1122,00 1125,10 1237,61
1 Sérstök dráttarréttindi 741,55 743,58
* Broyting frá slöustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.