Dagblaðið - 10.12.1980, Qupperneq 20
20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980.
FÁKS-
FÉLAGAR
Haldinn verður fræðslufundur fimmtudaginn 11. desem-
ber kl. 20.30 í félagsheimili Fáks.
Þar fjalla Ólafur Guðmundsson fóðurfræðingur, Haraldur
Sveinsson og Bjarni Björnsson um fóðrun hrossa í máli og
myndum.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR
1
nMMMMTY ur■ v
M. Benz 309 rútubíll árg. ’71. Hvítur og rauður með
sœtum fyrir 21 mann. Vökvastýri, ekinn 114 þús. km á vél.
Möguleiki á góðu verði. Til sýnis á staðnum.
jýf
lillji
!í:!í!!
i 111 l
|,< 11
! M 111, .iiii 1111.1! iiiill
SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030
Jólagjöf barnsins
Þetta er 5. árið sem við bjóðum þessi vönduðu úr.
Verð 19.500
Skífa
Indíáni
Hjóla
skautam.
Fótboltam.
Svissnesk gæði
Kaupin
eru
9 bezt,|þar sem
þjónustan er mest
■ 15 steina skólaúr fyrir
stelpur og stráka.
■ Vatnsvarin, höggvarin
og óslítanleg fjöður.
■ 1 árs ábyrgð.
■ Merkið tryggir gæðin.
Póstsendum
Úr og skartgrípir
Jón og Óskar
Laugavegi 70, sími 24910
Hljómsveitin
Bakkabræður
og brœðurnir
Kertasníkir og
Skyrgámur
koma á jólatrésskemmtanir
með söng, hljóðfæraleik,
glens og gaman.
Upplýsingar hjá Q-
auglýsingaþjónustu Dagblaðsins
í síma 27022 og í síma
31421 á kvöldin.
I
Menning
Menning
AÞUSUND
OC EINN MÁTA
MADDITT
Höfundur: Astrid Lindgren.
Myndskreyting: Ílon Wikland.
Þýðing: Sigrún Arnadóttir.
Mál og Menning 1980.
Madditt og Beta búa á Sólbakka.
Þar búa líka mamma og pabbi, Alla
vinnukona, hvolpurinn Snati og
ketUingurinn Gosi. Madditt sem er
sjö ára, lætur sér detta ýmislegt í hug
sem hún framkvæmir fyrr en hendi er
veifað og Beta sem er aðeins fimm
ára fylgir systur sinni eftir, þó svo
henni finnist stundum uppátæki
Maddittar glæfraleg. Ertu klikkuð,
Madditt, ertu snarklikkuð, kveinar
Beta, þegar Madditt bisar og togar
hana með sér í ferðalag uppá þakið á
eldiviðarskúrnum. Ertu klikkuð,
Madditt, segir Beta þegar Madditt
ætlar að stökkva í regnhlíf niður af
þakinu á eldiviðarskúrnum.
Madditt hafði heyrt um mann sem
henti sér út úr flugvélinni sinni í
stórri regnhlíf. Auðvitað skilur hún
að það er ekki hægt að fljúga um
allar trissur í regnhlíf eins og Óli lok-
brá gerir, en það virðist vera heillaráð
að nota regnhlíf, ef maður þarf að
komast til jarðar úr flugvél. Eða. . .
úr einhverjum öðrum háum stað. Og
skúrþakið er hár staður. Ertu snar-
klikkuð, segir Beta, þegar Madditt
stendur yst á mænisásnum og spennir
út stóru, svörtu regnhlifina.
Iss, þetta er ekkert hættulegt, segir
Madditt, þó henni finnist reyndar
býsna langt til jarðar. En ef hægt er
að stökkva út úr flugvél sem er
þúsund metra uppi í loftinu, þá
hlýtur að vera hægðarleikur að
komast þannig ofan af eldiviðar-
skúr. Prutt, prutt, prutt, segir
Madditt og hermir eftir flugvél. Hún
stikar beint út í loftið. Síðan heyrist
dynkur.
Madditt rotast og þarf að liggja i
rúminu í fjóra daga og kemst þar af
leiðandi ekki með i skólaferðalagið.
Og þá verður Madditt svo ofboðslega
öskuþreifandi vond og orgar svo það
heyrist um allt húsið.
\
Bók
menntir
Valdís Óskarsdóttir
En í raun og veru er það ekki
Madditt sem liggur í rúminu og
orgar, það er eintóm sjónhverfing.
Þetta er enginn annar en hann Óláta-
belgur. Hann kemur í heimsókn
þegar Madditt og Beta eru ekki eins
þægar og ætlast er til. Og á meðan
Ólátabelgur ólátast í gervinu hennar
Maddittar, verður hún að halda sig
uppi í reykháfnum þangað til honum
þóknast að hypja sig.
Betu finnst bara gott að Ólátabelg-
ur skyldi koma í dag. Þvi þá er það
hann sem finnur til í höfðinu og
gubbar en Madditt situr uppi í reyk-
háfnum og lætur sér líða vel.
Ríkharður
Einn daginn syngur Madditt:
Komdu, Adolfína, komdu, Adolfína,
hér er kætin og galsinn.
Mamma hennar verður ekki par
hrifin og spyr Madditt hver hafi
kennt henni þennan vitlausa slagara.
Madditt getur ekki sagt mömmu, að
hann hafi hún lært heima hjá Abba
Níelsar sem býr í húsinu við hliðina
á þeim, þvi mömmu er eitthvað í nöp
við fjölskylduna þar. Svo Madditt
segir að Ríkharður hafi kennt henni
slagarann.
Hver er þessi Ríkharður, spyr
Beta.
Madditt svarar því til að Ríkharður
sé bekkjabróðir hennar og í ljós
kemur að hann er óttalegur pöru-
piltur. Hann étur karamellurnar sem
Madditt ætlar að gefa Betu. Hann
hendir annarri bomsunni hennar
Madditt úti skurð, það er honutii að
kenna að stærðar blekblettur kemur í
nýja kjólinn hennar. Það er hann sem
fleygir reikningstöflunni hennar útí
vegg til að prófa hvort hún sé sterk
tafla (það var hún ekki). Ríkharður
krotar alskegg á drottninguna i bók
Maddittar og étur strokleðrið
hennar.
Það ætti að rassskella Ríkharð,
segir Beta í hvert skipti sem Madditt
segir frá þessum makalausa Ríkharði
og uppátækjum hans.
Pabbi segir að Ríkharður sé ekki
með réttu ráði og mamma ætlar að
tala við kennslukonuna um strák, en
hún hefur svo mikið að gera að hún
kemur því ekki í verk.
En þegar Madditt kemur heim
einn daginn, hefur Ríkharður klippt
topp á hana með handavinnuskærun-
um hennar og þá er mömmu nóg
boðið og segist ætla að tala við
kennslukonuna á morgun. Beta segir
að það eigi að rassskella Ríkharð en
þá tilkynnir Madditt að Ríkharður sé
hættur í skólanum.
Nokkrum dögum seinna hittir
mamma kennslukonuna og þá kemur
i Ijós að það hefur aldrei verið neinn
Rikharður.
Þetta er bara brot af því sem
Madditt tekur sér fyrir hendur í sög-
unni, því einsog áður sagði, þá
hugkvæmast henni uppátækin fyrr
en hendi er veifað.
Að standa fyrir sínu
í fyrra skiptið þegar ég las
Madditt, fannst mér einsog allar
barnabækur væru orðnar eins. Sama
tuggan upp aftur og aftur.
Fyndin, sniðug og skemmtileg
uppátæki framkvæmd af fyndnum,
sniðugum og skemmtilegum krökk-
um í fyndnu, sniðugu og skemmti-
legu umhverfi, skrifuð á fyndinn,
sniðugan og skemmtilegan hátt af
mismunandi fyndnu, sniðugu og
skemmtilegu fólki.
í nokkra daga gekk ég um grufi-
andi og komst loks að þeirri niður-
stöðu, að ef til væru þúsund og einn
krakki og þúsund og eitt uppátæki og
þúsund og einn rithöfundur, þá væri
hægt að segja sögur á þúsund og einn
máta. Svo las ég Madditt uppá nýtt.
Astrid Lindgren hefur sagt; að
verða fullorðinn er það sama og
verða leiðinlegur, vanabundinn og
hugmyndasnauður.
Sé þetta rétt, þá hefur Astrid
Lindgren tekist blessunarlega að
losna við að verða fullorðin, því
sögur hennar bera þess engin merki
að hún sé leiðinleg, vanabundin og
hugmyndasnauð — þvert á móti.
En það er lika annað sem Astrid
hefur og kemur vel fram í bókinni um
Madditt. Það er innsæi í hugarheim
og tilfinningalíf barna og sé maður
ekki sjálfur búinn að gleymá þvi að
einu sinni var maður lítill, þá trúi ég
ekki öðru en maður finni eitthvað af
sjálfum sér í Madditt og Betu.
Bókin um Madditt var gefin út í
Svíþjóð 1960 en samt bendir ýmislegt
til þess, að sagan sé skrifuð þó
nokkuð fyrr og dreg ég þá ályktun af
prýðisgóðum myndskreytingum Ilon
Wikland svo og öðru sem kemur
fram í texta bókarinnar.
En það rýrir ekki gildi sögunnar
um Madditt, heldur sýnir fram á, að
góð barnabók stendur fyrir sínu, þó
svo að umhverfi og venjur breytist.