Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1981. i Erlent Erfent Erlent Erlent Samningaviðræður stjórnar og verkamanna út um þúf ur: Verkfóll og vaxandi ólga um aUt Póllaml ríkisstjórnarinnar Helgigripum smyglað f rá Rússlandi Sovézka öryggislögreglan KGB hefur komið upp um umfangsmikið smygl á íkonum (helgigripum) frá Sovétríkjun- um þar sem koma við sögu erlendir stjórnarerindrekar og kaupmenn í Vestur-Berlín að því verkalýðsblað i Sovétríkjunum greindi frá í gær. Að sögn blaðsins hafa sovézkir þátt- takendur í smyglinu verið fangelsaðir eftir mánaðarlöng réttarhöld. Blaðið getur ekki um hvort einhverjir útlend- ingar hafi verið fangelsaðir vegna þessa máls. Upp komst um smyglið þegar leit var gerð í lest á pólsku landamærunum. Fundust þá helgimyndir, róðukrossar og aðrir helgimunir að andvirði um 135 þúsund dollarar. Munirnir fundust I farangri eiginkonu útlends stjórnar- erindreka í Moskvu. Ekki var getið um þjóðerni hennar. Belgía: 9,1 prósent atvinnuleysi Atvinnuleysi í Belgíu hefur ekki verið meira en nú eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Nú er svo komið, að 9,1 prósent vinnufærra manna í landinu eru at- vinnulaus. Belgía var þar með með mest at- vinnuleysi rikja Efnahagsbandalags Evrópu eða þar til Grikkir gengu í bandalagið en þeir búa við 10,5 prósent atvinnuleysi um þessar mundir. Afríkusöfnunin: Norðmenn gáf u mest Norska Dagblaðið skýrir frá því nýverið, að framlag Norðmanna til Rauða krossins í Afríkusöfnuninni nýafstöðnu hafi verið mest allra Norðurlandanna. f Noregi hafi safnazt 40,7 milljónir, í Danmörku 9,1 milljón, i Svíþjóð 8,8 milljónir, í Finnlandi 4,3 milljónir og á íslandi 2,4 milljónir. Upphæðirnar eru í norskum krónum en norsk króna er nú jafnvirði 1,22 íslenzkra nýkróna. Ekki þarf að taka fram að framlag íslendinga er að sjálfsögðu langmest miðað við höfðatölu. Hrun banda- rískra bfla- framleiðenda Bifreiðasala fimm stærstu bilafram- leiðenda í Bandaríkjunum minnkaði um tuttugu prósent á síðasta ári að því er sérfræðingar á þessu sviði halda fram. Sala Ford-verksmiðjanna minnkaði um þrjátiu prósent og var síðastliðið ár versta ár í sögu fyrirtækisins frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Áskorendaeinvígið: Tvísýn barátta Einvígi þeirra Viktors Kortsnoj og Roberts HUbners um réttinn til að skora á heimsmeistarann Anatoly Karpov í skák er æsispennandi sem fyrr og barizt af mikilli hörku. Að loknum tíu umferðum hefur Kortsnoj 4,5 vinninga og Hiibner 3,5! vinninga. Tvær síðustu skákirnar hafa farið í bið og verða þær tefldar í dag. Úrslit úr þeim geta ráðið miklu um úr- slit einvígisins þar sem aðeins verða tefldar sextán skákir. Að mati sér- fræðinga stendur Híibner betur að vígi i fyrri biðskákinni en Kortsnoj er með betri stöðu í tíundu skákinni. Hið sjálfstæða verkalýðssamband, Eining, virðist nú að nýju vera komið upp á kant við rikisstjórn Póllands eftir að hafa greitt atkvæði með fimm daga vinnuviku. Málamiölun rfkisstjórnarinnar um að unnið yrði annan hvern laugardag var felld af landssambandi Einingar. Talsmenn Einingar halda þvi fram að stjórnvöld hafi þegar heitið fimm daga vinnuviku og tillaga þeirra nú sé aðeins svik við það sem áður hafi verið lofað. Pólverjar hafa að undan- förnu unnið að meðaltali þrjá laugar- daga í mánuði. Ríkisstjórnin heldur þvi fram að efnahagur landsins þoli ekki fjörutiu stunda vinnuviku. Lech Walesa sagði eftir að hafa átt viðræður við Mieczyslaw Jagielski aðstoðarforsætisráðherra, að Eining væri fleinn í holdi stjórnarinnar og hún reyndi að brjóta á bak aftur starfsemi þessa verkalýðssambands. Vaxandi ólga var í Póllandi í gær og víða um landið voru bændur, verkamenn og stúdentar með aðgerðir til að leggja áherzlu á ýmsar kröfur sinar. Rauðu herdeildirnar á Italiu hafa mjög látið til sin taka að undanförnu. Myndin er tekin fyrir utan kirkju i Róm þar sem var gerð útför hershöfðingjans Enrico Galvaligi. Hann hafði barizt mjög gegn hryðjuverkasamtökum og þvi tóku Rauðu herdeildirnar hann af lífi. Aukiðfrjálsræði íKína kemurtrúarhreyfingum tilgóða: Trúarhreyfmgar færast í aukana — stjómvöld vilja virða trúf relsi en leggja jafnframt áherzlu á nauðsyn áróðurs fyrir trúleysi Fyrsti fundur búddatrúarmanna eftir átján ára hlé var nýlega haldinn í Kína. í menningarbyltingunni voru allir trúflokkar ofsóttir en nú virðist breyting á orðin. Mörg musteri hafa þegar verið opnuð á nýjan leik fyrir milljónir búddatrúarmanna og nýir munkar hafa verið vígðir. Zhao Puch, leiðtogi búddatrúar- manna, sagði nýlega á fundi i Beijing: „Margir munkar og nunnur, sem hrakin voru burt frá musterum og klaustrum i menningarbyltingunni snúa nú aftur. Fjöldi nýrra munka og nunna eykst og búddatrúin nýtur virðingaráný.” Búddatrúin er stærsta trúar- hreyfingin í Kína með um hundrað milljónir manna innan sinna vé- banda. En fjöldi áhangenda trúar- innar og munka hefur minnkaö mjög síðan kommúnistar gerðu byltingu í landinu árið 1949. Þá voru um það bil milljón munkar í Kina. Fimmtán árum síðar hafði fjöldi þeirra hrapað niður í fimmtán þúsund og á meðan á menningarbyltingunni stóð voru þeir aðeins nokkur hundruð. Það er nú fyrst á allra siðustu árum sem munkar hafa verið vígðir á nýjan leik. Fyrir skömmu voru þrjátíu munkar á aldrinum 19—30 ára, vigðir í Beijing. í menningarbyltingunni voru mörg klaustur og trúarmusteri eyðilögð. Sum þeirra hafa verið endurreist en öðrum er ekki hægt að bjarga, slík var eyðilegging þeirra. Önnur trúarbrögð en búddadómur eru einnig leyfð í Kína, til dæmis islam, kristin trú og taóismi. Múhameðstrúarmenn (muslimar) undirbúa nú endurútgáfu kóranins og kristnir menn hafa sömuleiðis í hyggju að gefa út biblíu. Biblíur voru brenndar á báli í menningarbyltingunni og nú eru aðeins örfáar þeirra til í Kína. í októbermánuði sföastliðnum héldu kristnir mótmælehdur fund í Beijing, líkt og búddatrúarmenn gera nú. Þá var endurvakið Félag krist- inna manna í Kína, sem neyddist til að hætta starfsemi sinni í menningar- byltingunni. Formaður félagsins var kosinn Ding Guanxun biskup. Kaþólska kirkjan hélt fyrsta biskupaþing sitt snemma á síðasta ári. Þá var tilkynnt að kaþóisk klaustur yröu opnuð á ný í Kina en þess má geta að kaþólikkar í Kina hafa oftsinnis ítrekað það, að þeir vilji vera óháðir Vatíkaninu i Róm. Fleiri kristniboðshreyfingar hafa lýst áhuga sínum á að hefja störf að nýju í Kína. Ekki þykir þó líklegt, að stjórnvöld leyfi það. Samkvæmt stjórnarskrá landsins má flytja áróð- ur fyrir guðleysi opinberlega en trú- boðar mega ekki boða sína trú utan síns trúflokks. Fyrir einum mánuði var haldin ráðstefna um guöleysi þar sem saman voru komnir fulltrúar úr öllum landshlutum Kína. Þar voru fulltrúarnir sammála um, að áróður fyrir trúleysi yrði að aukast samtímis því sem trúfrelsi yrði virt. Eftir ráðstefnuna hafa margar trúar- hreyfingar verið fordæmdar í fjöl- miðlum og starfi þeirra lýst sem skemmdarverkastarfsemi og afskipt- um af stjórnmálum. Enrico Galvaligi henhöfðlngi var myrtur af Rauðu herdeildunum er hann kom heim frá nýársmessu ásamt konu sinni. Fangelsaðir skæruliðar biðja dómar- anum griða Hópur fangelsaðra skæruliða úr Rauðu herdeildunum á Ítalíu hefur beðið félaga sína utan múranna að sýna dómaranum d’Urso miskunn en hreyfingin hafði þegar kveðið upp dauðadóm yfir honum. „Dómurinn yfir d’Urso var réttlátur en styrkleiki byltingarhreyfmgarinnar er slíkur að hún hefur efni á að sýna göfuglyndi,” sögðu nokkrir leiðtogar skæruliða sem sitja í fangelsi. Miskunnarbeiðni þeirra hefur vakið nýjar vonir um að lífi d’Urso verði þyrmt. SUÐURNESJAKONUR! MUSIK- LEIKFIMI Nýtt5 vikna námskefð hefst 13. janúar í íþróttahúsi Njarðvíkur — dag- og kvökhímar, styrkjandi og mýkjandi æfingar fyrir dömur á öllum aidri. UPPLÝSIIMGAR OG INNRITUN í SÍMA 6062 BIRNA MAGNÚSDÓTTIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.