Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 28
Sérstæðu deilumáli fylkinganna í Sjálf stæðisf lokknum vísað til miðst jómar Ná Geirsmenn meirí- hluta í Varöarstióm? frfálst, úháð dagblað FIMMTUDAGLR 8. JAN. 1981. Keflavík: hart deilt um réttmæti kjörs f ulltrúa eins hverfaf élags í stjém Landsmála félagsinsVarðar Það virðist velta á miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins, hvort stuðnings- menn Alberts Guðmundssonar og Gunnars Thoroddsens í stjórn Lands- málafélagsins Varðar halda meirihluta sínum eða hvort Geirs- menn vinna af þeim mann og þar með stjórnarmeirihluta. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á morgun. Meðal þess sem fyrir fundi hennar liggur er sér- stætt deilumál sem stjórn Varðar vis- aði til miðstjórnar og vill fá úrskurð um. Stjórn Varðar skipa 18 menn auk formanns. 12 eru útnefndir af hverfafélögunum, 7 eru kjörnir á aðalfundi. Fylkingar sjálfstæðis- manna háðu sem kunnugt er harðan kosningaslag fyrri hluta nóvember- mánaðar um sætin í stjórn Varðar. Urðu lyktir þær að Alberts/Gunnars- menn náðu naumum meirihluta, 10 mönnum gegn 9 Geirsmönnum. Nú er deilt hart um réttmæti kjörs eins meirihlutafulltrúans og miðstjórn þarf að taka afstöðu til deilunnar. Þegar stjórn félags sjálfstæðis- manna í vestur- og miðbæ kom saman í upphafi starfsárs og kaus sinn fulltrúa í Varðarstjórn voru mættir 6 stjórnarmenn af 7. Kosið var á milli fulltrúa fylkinganna tveggja og féllu atkvæði jafnt 3—3 Áslaug Casseta, sem áður hefur setið í stjórn Varðar, var þá kjörin fulltrúi félagsins með hlutkesti. Síðar hélt fullskipuð stjórn hverfafélagsins fund og kom þá fram krafa frá þeim sem hafði verið fjarverandi á fyrr- nefndum stjórnarfundi um að endur- taka kosninguna. Fóru leikar þannig að Áslaug fékk 3 atkvæði en Ingi- mundur Sveinsson (Benediktssonar) arkitekt fékk 4 atkvæði. Sá síðar- nefndi tilheyrir Geirsarminum. Áslaug var byrjuð að starfa með stjórn Varðar, en stjórninni barst bréf í upphafi þessarar viku þar sem tilkynnt var að Ingimundur tæki sæti hennar fyrir hönd félagsins í vestur- og miðbæ. Sama dag hélt stjórn Varðar fund þar sem deilt var hart um málið. Alberts/Gunnarsmenn litu svo á að kjör Áslaugar ætti að gilda, en Geirsmenn að kjör Ingimundar ætti að gilda. Niðurstaðan var sú að ágreiningnum var vísað til mið- stjórnarfundar á morgun. Er ekki víst að þar með sé endi bundinn á deiluna, því að á hvorn veginn sem úrskurðurinn fellur, þá mun sá sem þykir á sér brotið geta vísað málinu til framkvæmdastjórnar og jafnvel til landsfundar Sjálfstæðisflokksins ef því er að skipta! Sjálfstæðismenn bíða spenntir miðstjórnarfundarins á morgunenda búizt við enn einu innanflokkshvass- viðrinu. Meirihlutamenn í Verði segja að ef miðstjórn tekur þá á- kvörðun að ógilda kosningu Áslaug- ar þá muni hún þar með „efna til eilífs kosningaslags í flokknum í all- an vetur.” Menn úr Geirsarminum undirbúa sóknina vel enda til mikils að vinna. Meðal þeirra sem komið hafa við sögu er Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Hann er á þeirri skoðun að Ingimundi beri sæti Áslaugar i stjórn Varðar. -ARH. Dregið í Jólagetraun Dagblaðsins: Áttaára Reykja- víkurstúlka fékk myndsegul- bandið Átta ára gömul stúlka, Áslaug Anna Þorvaldsdóttir, til heimilis að Torfu- felli 38 í Reykjavík, vann fyrstu verð- launin í Jólagetraun Dagblaðsins, myndsegulbandstæki af Nordmende gerð. Verðmæti þess er rúmlega fimmtán þúsund nýkrónur. Bára Pétursdóttir í Grundarfirði og Sigríður H. Sigurðardóttir, Vanabyggð 17 Akureyri, hlutu hvor sína bókina, Myndir eftir Halldór Pétursson. Þátttaka í Jólagetrauninni var sér- staklega góð og vill Dagblaðið þakka öllum þeim mikla fjölda, sem var með í þessum leik. Sigrún Jónsdóttir dró í morgun út verðlaunahafana úr hinum mikia fjölda bréfa sem barst. DB-mynd Sigurður Þorri. ígæzluvarðhald vegnaþjófnaðar ámorfíni 28 ára gamall maður var úrskurð- aður í gæzluvarðhald í Keflavík í gær. Hann var handtekinn fyrir þjófnað á 'morfini úr bátum. Maður þessi hefur áður komið við sögu rannsóknar- lögreglunnar í Keflavík vegna þjófn- aðar á morfíni. Aukin ásókn virðist vera í morfín og hefur rannsóknarlög- reglan í Keflavík yfirheyrt fimm manns vegna þessa máls og ennþá eru nokkrir sem eftir eiga að koma í yfirheyrzlu. Aðallega er talið að tveir menn, sá handtekni og annar 25 ára, hafi staðið í innbrotunum en síðan sprautað lyfinu í félaga. Þeim 25 ára var sleppt eftir að hafa skýrt frá og viðurkennt aðild sína í málinu. Viðurkenningar liggja fyrir um innbrot í fimm báta, en ennþá eru óupplýst 8 innbrot í báta. Er talið að um 6—12 hylki af morfíni séu í hverjum báti. Að sögn Óskars Þórmundssonar rannsóknarlögreglumanns í Keflavik er áberandi kæruleysi skipstjóra með lyf þetta, sem þykir eitt hættulegasta fíkni- efnið. Sagði Óskar að yfirleitt væri lyftð i ólæstum sjúkrakössum um borð, þar sem hver og einn gæti náð í það. Yfirheyrzlur um mál þetta standa yfir þessa dagana í Keflavík, en gæzluvarð- haldsúrskurður mannsins er til 20. janúar. -ELA. Sleipnis- menn sömdu í morgun — verkfallafboðaðí Keflavíkurhöfn Samningar tókust um sjöleytið i morgun í kjaradeilu Bilstjórafélagsins Sleipnis, sem í eru sérleyfis- og hóp- ferðabílstjórar, og atvinnurekenda. Undanfarna daga hefur staðið erfitt samningaþóf fulltrúa þeirra. Samningafundi um nýjan kjara- samning í ríkisverksmiðjunum' lauk á öðrum tímanum í nótt og er annar fundur boðaður í dag. Samningagerðin er komin vel á veg, verið er að raða starfsmönnum í launaflokka hliðstæða þeim, sem verið hafa í gildi á Grundar- tanga. Verkamenn við útskipun í Keflavík skrifuðu i gær undir kjarasamning og aflýstu um leið boðuðu verkfalli sem hefjast átti í morgun. Premiukerfið er aflagt með gildistöku samningsins og við tekur bónuskerfi sem hækkar kaup verkamanna verulega. -ARH. Ríkisstjómin „festi gengið” um áramót: Nýkrónan hríöfellur gegn öllum helztu gjaldmiðlum —nema dollar. Krónan fylgir dollar, sem fellur ört gegn öðmm myntum Gengi krónunnar hefur fallið frá áramótum um sem næst eitt prósent gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum nema Bandaríkjadollar. Þetta hefur gerzt síðan ríkisstjórnin „festi gengið”. „Gengissigi verði hætt um ára- mót og gengi krónunnar haldið stöðugu næstu mánuði,” var fyrsti liður í efnahagsáætlun rikis- stjórnarinnar um áramótin. Stjórn- völd segja að þetta haft átt við gengi krónunnar gagnvart dollar, og rétt er að gengi krónu hefur verið haldið óbreyttu síðan gagnvart dollar. Gengi sterlingspunds hefur hækkað úr 14,89 nýkrónum í 15,08 nýkrónur frá áramótum, eða um 1,28%. Gengi danskrar krónur hefur á sama tíma hækkað úr 1,034 nýkrónum í 1,0435 nýkrónur eða um tæpt 1%. Gengi vestur-þýzks marks hefur frá áramótum hækkað úr 3,1818 nýkrónum í 3,2113 nýkrónur eða um tæpt 1%. Gengi svissnesks franka hefur á því tímabili hækkað úr 3,5198 nýkrónum í 3,5499 nýkrónur, það er um tæp 0,9%. Þá hefur yenið japanska hækkað um 1,7%, úr 0,0306 nýkrónum í 0,03112 nýkrónur. Hollenzkt gyllini hefur hækkað úr 2,9228 nýkrónum í 2,9543 nýkrónur eða um rúmt 1 %. Eins og sjá má af þessu hefur gengisfelling krónunnar orðið til þannig að krónan hefur fylgt dollar en dollar fallið gagnvart öðrum myntum þessa fyrstu viku nýja ársins. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.