Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1981. I I) Útvarp Sjónvarp FIMMIUDAGSLÐKRITID - útvarp kl. 21,15: Hjónin sækja bæði um stöðu verdunarstjóra —spenna myndast og hjónabandið kemst í hættu Fimmtudagsleikritið að þessu sinni er eftir norskan rithöfund, Odd Selmer. Fjallar það um miðaldra hjón, Einar og Elnu, sem vinna hjá sama fyrirtækinu. Dag nokkurn er staða verzlunarstjóra auglýst laus til umsóknar og þau hjónin sækja bæði um hana. Konan hefur betri menntun en mann hennar hefur alltaf dreymt um stöðuhækkun. Kann þetta að verða hans síðasta tækifæri til að láta draum- inn rætast. En konan hefur líka áhuga á starfinu þannig að spenna myndast. Hjónabandið er í hættu, svo miklu skiptir hvernig tekið er á málunum. Höfundurinn, Odd Selmer, er blaða- maður. Hann hlaut verðlaun Norður- landaráðs fyrir fyrsta útvarsleikrit sitt, Heim frá Ameríku, árið 1972. Hann hefur einnig skrifað allmargar skáldsögur. Verzlunarstjórinn er fyrsta leikrit hans sem flutt er í íslenzka út- varpinu. ___ Leikstjóri er Klemenz Jónsson en 'þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir. Með hlutverk hjónanna Einars og Elnu fara þau Þorsteinn Gunnarsson og DAGLEGT MÁL—útvarp kL 19,35: „Mest aðkallandi að fjalla um framburð” —segir Guðni Kolbeinsson sem enn sér um Daglegt mál mönnum, sem eru fljótmæltir, þeir týna gjarnan úr atkvæöum. önghljóð falla út, t.d. segja sumir „Dablaðið” i stað „Dagblaðið”. Ð- inu er einnig hætt, maður heyrir oft talað um „Veurstofuna”. Ég spjalla um fleiri framburðaratriði, sumir gera a úr æ, t.d. „hakka” og „lakka” í stað „hækka” og „lækka”. Að mínu mati er mest aðkallandi að fjalla um framburð,” sagði Guðni, „en það vantar óheyrilega miklar rannsóknir á nútíma fram- burði.” „Ég ætla að tala svolítið um fram- burð, sérstaklega svokallað latmæli. Latmæli er það þegar menn nenna ekki að koma öllum atkvæðum eða hljóðum orða til skila,” sagði Guðni Kolbeinsson en hann stjómar enn þættinum Daglegt mál. „Dæmi um þetta heyrast oft hjá Guðni Kolbeinsson. DB-mynd: Bj. Bj. Guðrún Ásmundsdóttir en aðrir leik- endur eru Helga Þ. Stephensen, Hákon Waage, Guðmundur Pálsson, Soffía Jakobsdóttir og Ásdis Skúladóttir. Þorsteinn Gunnarsson leikur eigin- manninn, Einar. Flutningstími leikritsins er 58mínút- ur og tæknimenn voru þeir Friðrik Stefánsson og Jón örn Ásbjömsson. -KMU. Guörún Ásmundsdóttlr leikur eigin- konuna, Elnu. DB-mynd: Hörður. SKÓLAÁR ÍSLEJFS BISKUPS GISSURARSONAR —útvarpkl.22,35: Var Komið í skóla f Herf urðu á Saxlandi —á meðan faðir hans, Gissur hvfti, var í pflagrímsför, segir séra Kolbeinn Þorleifsson „Isleifur Gissurarson, fyrsti biskup Islendinga, dó 5. júlí 1080 að því er álitið er. Ég tók þetta erindi saman af því tilefni að 1 júlí í sumar var stofnaður félagsskapur í Skál- holti, ísleifsreglan. Þetta er nú engin munkaregla heldur áhugamanna- hópur um klassískan messusöng,” sagði séra Kolbeinn Þorleifsson en í kvöld flytur hann erindi í tilefni af 9 alda ártíð ísleifs 1980. „Erindið er hluti af ritgerð sem ég samdi en í henni held ég því fram að ísleifi hafi verið komið í skóla i Herfurðu i Saxlandi þegar faðir hans, Gissur hvíti, var í pilagrímsför til Rómaborgar. Ég hef verið að rann- saka sögu ísleifs biskups og komizt m.a. að því að elzta handritið sem til er í íslenzkum söfnum, nótnahandrit, er með þeirri sömu nótnaskrift sem Isleifur Gissurarson lærði i skólanum í Herfurðu. Þetta er mjög merkilegt vegna þess að skömmu síðar breyttist nótnaskriftin.” sagði séra Kolbeinn Þorleifsson. -KMU. ,27 HVAMMSTANGI Nýr umboðsmaöur á Hvammstanga. Ingibjörg Hjaltadóttir Melavegi 13. S. 95—1489. IÉMÉBIAÐW ESKIFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast á Eskijjörð. Vin- samlegast hafið samband í sima 97—6300 eða 91—27022. BIAÐIÐ LAUST STARF Starf byggingaeftirlitsmanns ráðuneytisins er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist dóms- og kirkiumálaráðuneytinu fyrir 31. janúar 1981. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. desember 1980. iðnskólinn í Reykjavík Menntamálaráðuneytið hefur falið skólanum að starf- rækja nám í öðrum áfanga iðnnáms fyrir tannsmíði á námssamningi. Námið á að fara fram á þessari önn, sé þess nokkur kostur. Væntanlegir nemendur hafi samband við skrifstofu skólans fyrir 12. janúar nk. Iðnskólinn íReykjavík. LAUSSTAÐA Staða vélritara við embætti ríkisskattstjóra er laus til um- sóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 105 Reykjavík, fyrir 26. janúar nk. Ríkisskattsljóri, 6. janúer 1981. fjl AUGLÝSING Athygli sölu- og dreifingaraðila á sláturafurðum af alifugl- um hér í borg er hér með vakin á reglugerð landbúnaðar- ráðuneytisins nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun, er tók gildi 6. maí 1980. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi ákvæðum reglugerðarinnar: slátra 1. Alifuglum sem slátrað er til sölu skal einungis slá viðurkenndum sláturhúsum skv. reglugerð nr. 260/1980. 2. Óheimilt er að bjóða til sölu ófrystar sláturafurðir ali- fugla. 3. Óheimilt er að bjóða til sölu afurðir alifugla sem eru án umbúða eða í vanmerktum umbúðum. Umbúðir skulu auðkenndar nafni sláturhúss og fram- leiðanda, og greina sláturmánuð og ár. Ennfremur hvaða tegund alifugla eða afurða umbúðirnar hafi að geyma, flokkun, magn og þyngd og heppilega meðferð vörunnar fyrir matreiðslu. Áletrun á umbúðum skal vera glögg og varanleg. Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík mun hér eftir gera upp- tækar afurðir af alifuglum, sem á boðstólum eru í Reykja- vík og ekki uppfylla ofangreind skilyrði, svo og önnur ákvæði áðurgreindrar reglugerðar, sem til greina geta komið. Raykjavik, 7. janúar 1981, Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.