Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 20
20 (§ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1981. Menning Menning Menning Menning I Tónlist GATAN , OGSOUN Rafeindir, náttúra og annað krydd Spunahljómsveitin Steini blundur gefur plötu þessari sterkan lit. Hvort um raunverulegan spuna sé að ræða tel ég töluvert vafamál. Þetta virðist að minnsta kosti þrælæfður andskoti Það þarf þó alis ekki aðrýra gildi spilamennskunnar sem slikrar. Hæst ber þar fiðluleik Grahams Smith. Hann virðist skynja bezt barnslega einfeldnina í ljóði og lagi. — Svo er rafeinda- og náttúrutónlist, sem Gunnar Reynir Sveinsson framleiðir beitt af smekkvísi og skynsemi. Annað krydd á emnig vel við. Fjar- rænn lestur Helga Skúlasonar og síðast en ekki sist blokkflautuleikur dætra Magnúsar Þórs, þeirra önnu Thelmu og Lindu. Öll er platan þokkalega unnin frá upptöku til umslags, þótt vart geti talizt framúrskarandi. — Að öllu samanlögðu hin frambærilegasta plata, sem likast til gefur visbendingu um þá stefnu sem Magnús Þór hyggst taka í náinni framtíð. -EM Magnús Þór Sigmundsson. plötu Magnúsar Þórs frá í fyrra. Það er sama barnslega handbragðið sem blasir við, handaverk Brians Pilkin- tons. Og vist er tengsl að finna við álfakveðskap Magnúsar Þórs. Þemun eru sum hver að minnsta kosti lík, en meðferðin þó í aöal- atriðum töluvert önnur. Hin barnslega einfeldni Ljóðunum skipta þeir Magnús Þór sjálfur og meistari hins barnslega, Kristján frá Djúpalæk nokkurn veginn jafnt á milli sín. Milli text- anna myndast vissar andstæður þótt um sömu hlutina fjalli. Þannig er til dæmis athyglisvert að bera saman Borgina eftir Kristján og Götuna eftir Magnús Þór, og sömuleiðis kvæðin Sólin og ég eftir Kristján og Sólin eftir Magnús Þór. Magnúsi Þór tekst betur að ljá sínum eigin ljóðum tónbúning en Ijóðum Kristjáns. Réttara væri kannski að segja að ljóð hans falli betur að hans eigin tónmáli. í sjálfu sér gæti það þó virst mótsagnakennt þar sem lögin eru öll býsna lik hvert öðru. Það vekur svo aftur þá spurn- ingu, hvers vegna piltur eins og Magnús Þór fer i smiðju til Kristjáns frá Djúpalæk. — Og ætli svarið gæti orðið annað en, að á hann leiti þessi sama barnslega, magíska einfeldni í ljóðum Kristjáns, sem töfrað hefur allar þær kynslóðir poppara, sem Kristjáni hafa verið samferða. Mitt á milli í fyrstu kemur efni plötunnar þannig fyrir eyru að sífellt sé verið að endurtaka sama lagið upp aftur og aftur. Lögin eru keimlik og Steini blundur tengir þau gjarnan með millispili svo að þau renna saman i eitt. Gæti það virst tilraun til að gera eins konar svítu úr plötunni, sem þó ekki tekst og úr verður eitthvað mitt á milli. Á það raunar við um fleiri þætti plötunnar, því að lög og flutningur Magnúsar Þórs er mitt á miili fyrri laga hans og álfalaganna. Gatan og sólin Tónlist. EyjóHur Melsted. Gatan og aóiin. Hljómplata mafl lögum Magnúaar Þóra Sigmundaaonar. Flytjandur: Höfundur og apunahljómaveitin Steini blundur, auk annarra hjálparmanna. Hljóflritun: Tóntœkni h.f. lltgafandi SG-hljómplötur, SG-135 Sé litið á framhlið plötuumslags Götunnar og sólarinnar mætti ætla að þar færi framhaldsútgáfa á álfa- Ekki veríð að flana að hlutunum á Eskifirði: FERN HJONAEFNIGENGUIÞAÐ HBLAGA Á GAMLÁRSDAG sss- Togarinn Jón Kjartansson fór á loðnuveiðar í fyrrakvöld. Þess skal getið að Jón Kjartansson fór í klössun til Danmerkur sl. maí og kom aftur til Eskifjarðar rétt fyrir áramót. Togarinn má veiða 11 til 12 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni, en því magni var togaranum úthlutað af sjávarútvegsráðuneytinu ásl. ári. Nýbyrjað ár leggst vel í flesta Esk- firðinga og eru flestir ábyrgir menn ánægðir með byrjunina á efnahags- ráðstöfunum núverandi rikisstjórnar. Vonast fólk til þess að stjórnarand- staðan verði ábyrg í þeim nauðsynlegu málum. En mér finnst að Geirsmenn i Sjálfstæðisflokknum séu alltaf slæmir í stjórnarandstöðu um fengitímann. Fólk hefur skemmt sér vel um þessi jól og heilsufar er gott. ÁramótaböU eru alltaf vel sótt hér og fara mjög vel fram. Barnaball var sl. sunnudag og skemmtu börnin sér vel við fallegt jóla- tré. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna þegar þrir jólasveinar komu í heimsókn og gáfu börnunum alls konar sælgæti. Það voru fjögur fyrrtæki hér á staðnum, sem stóðu að þessari skemmtun, fyrir börnin og voru veitingar allar mjög rýmilegar. Eskikórinn hélt fjölskyldu- skemmtun um jólin í Valhöll. Söng kórinn átta jólalög undir stjórn Viólu Smidova. Hún hefur stjórnað kórnum síðan 1977 að einum vetri undan- skildum. Nýtur hún mikilla vinsælda fyrir starf sitt, hún er sjálf mjög ánægð hér, vill helzt setjast að hér, en hana vantar húsnæði. Aðgangur að skemmtun EskikórJns var ókeypis, en hægt var að fá keypt kaffi og með því fyrir 2500 g. krónur. Á eftir var fariö í leiki. Skemmtunin þótti takast mjög vel og var létt yfir mannskapnum. Fern hjónaefni gengu i það heilaga á gamlársdag, að vel athuguðu máli, því sum hjónaefnin voru búin að halda heimili í 3—7 ár. Enginn þeirra ungu manna, sem keyptu piparsveinahöllina frægu gekk í hjónaband um þessa stór- hátíð enda er ekki nema rúmt ár siðan þeir fiuttu inn og hafa þeir ekki enn fengið afsal fyrir íbúðunum. Eskfirðingum er það í blóð borið að flana ekki að neinu og hafa allt á föstum grunni. -Regína/GSE. H Eskifjörður. Á innfelldu myndinni er Eskifjarðarkirkja en þar voru gefin saman fem hjón á gamlársdag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.