Dagblaðið - 20.01.1981, Side 1

Dagblaðið - 20.01.1981, Side 1
7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 — 16. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1L—AÐALSÍMI 27022. DB-mynd: Einar Ólason. Katrín dregin af strandstað Kröflusvæðið: „Krítísk staða” — Almannavamirí viðbragðsstöðu „Það er komin kritísk staða hér,” sagði Bára Björgvinsdóttir jarðfræðingur á skjálftavaktinni i Mývatnssveit í morgun. Land hefur aldrei náð meiri hæð á Kröflusvæðinu en nú, þannig að búast má við kvikuhlaupi þá og þegar. „Kvikuhlaup getur komið hvenær sem er, en það getur einnig dregizt í mánuð,” sagði Bára. „Við erum alltaf til taks og almannavarnarkerfið tilbúið.” „Það var gert gott skipulag hér í nóvember um brottflutning fólks og fleira ef gos kæmi upp í byggð,” sagði Jón E. Friðriksson sveitarstjóri Skútustaðahrepps í morgun. „Þetta skipulag er enn i gildi. Hér eru vísindamenn á staðnum og aukin vakt i Kröflu- virkjun. Þá eru komnir sjálfrit- andi mælar víða, þannig að við teljum okkur nokkuð örugga. Það sem veldur okkur mestum ótta núna er ótrygg veðrátta og samgönguerfiðleikar.” .jh Óttaztumkanad- ískaflugvél Leit stendur nú yfir að kanda- dískri flugvél með tveim mönnum innanborðs. Síðast spurðist til hennar um kl. 18 í gærkvöldi og var hún þá yfir radíóvitanum í Prins Christians fjörð '|1 Grænlandi. Eldsneytisbirgðír vélarinnar dugðu til flugs til kl. hálf tvö i nótt en vélin hafði áætlað að lenda í Reykjavík rétt fyrir kl. 22 í gærkvöldi. Hún var á leið frá Goose Bay í Labrador. Vélar frá Varnarliðinu og Landhelgisgæzlunni héldu til leit- ar í gærkvöldi en ekkert hefur enn spurzt til hennar. Veðurskilyrði á leitarsvæðinu eru afleit, mikið hvassviðri og ísing upp í 14.000 feta hæð en vélin hafði áætlað að fljúga í 11.000 feta hæð. Flugvélin er af gerðinni Cessna 402, tveggja hreyfla og 8 sæta. -KMU. Vélbáturinn Katrín frá Vestmanna- eyjum var dregin á flot af strand- staðnum vestast á Skeiðarársandi um hálfsexleytið í gærkvöld. Mynd þessi var tekin svo sem hálfri klukkustund áður. Er blaðamaður og ljósmyndari DB flugu yfir strandstaðinn var þar sex til sjö vindstiga norðanátt og mikið brim og aðstæður allar til björgunar hinar erfiðustu. En skömmu síðar tókst að láta björgunartaug reka frá Katrínu yfir í Þórunni Sveinsdóttur, sem lónaði þarna nokkra metra í burtu. Tókst að koma bátnum á flot í fyrstu tilraun. ÁT — sjánánarábls. 11 Miklir efnahagserfiðleikar mæta Ronald Reagan — sem í dag tekur við forsetaembætti Bandarík janna — sjá erl. f réttir á bls. 6-7

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.