Dagblaðið - 20.01.1981, Qupperneq 2
2
Tók að sér innheimtu launa:
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
Ekkert gert í átta mánuði
—hve lengi er hægt að draga menn á asnaeyrunum?
6268—4577 skrífar:
í apríl sl. fól ég lögfræðiskrifstofu
í Rvik til innheimtu meint vangoldin
vinnulaun. Lét ég í té öU umbeöin
gögn þar að lútandi, m.a. útreikninga
stéttarfélags míns á því sem
vangoldið taldist vera.
Nokkrum mánuðum síðar innti
ég eftir hvernig gengi og virtust
mennirnir vakna við vondan draum.
Fóru þeir að grafa í möppum og
komust að þeirri niðurstöðu að út-
reikninga stéttarfélags vantaði, þá
yrði ég að senda strax til þeirra,
annars væri ekki hægt að halda á-
fram vinnu i málinu. Þó mér kæmi
þetta spánskt fyrir sjónir, þar sem ég
þóttist viss um að þeir væru búnir að
fá umrædda útreikninga, féllst ég á
þessa ósk og sendi þá skömmu síðar.
Einnig var ég krafinn um greiðslu
vegna vinnu í málinu ef ég vildi að því
yrði sinnt áfram, kr. 60 þús., sem ég
innti af hendi.
Ég hef spurzt fyrir um málið af og
til undanfarna mánuði, að því er mér
virðist í lítilli þökk hlutaðeigandi.
Var mér sagt að mikið væri að gera
og þeir létu frá sér heyra þegar tilefni
gæfist til, ég skyldi bara biða rólegur.
Einnig var mér tjáð a'ð bréf hefðu
verið send vegna málsins en að
athuguðu máli hefur komið í ljós að
bréfin hafa aldrei borizt móttakanda,
hvernig sem á því stendur.
Nú fyrir skömmu tókst mér að ná
símasambandi við sveinstaula þann
er virðist hafa með málið að gera á
skrifstofunni. Upplýsti hann þá að
hann hefði haldið umrædda út-
reikninga gerða af mér en ekki stétt-
arfélagi mínu eins og hann hafði
uppálagt og því ónothæfa. Kvaðst
hann þá hafa ætlað að framkvæma
þessa útreikninga sjálfur, en það sem
komið hefði í veg fyrir að því verki
væri lokið væri það að hann hefði
ekki komizt yfir kauptaxta tíma-
bilsins.
Ég spurði þá hvort ég gæti
flýtt fyrir með því að útvega þessa
KERFIÐ
Viða koma menn að lokuðum dyrum kerfisins.
útreikninga, það væri ekki nema
tveggja tima vinna að reikna þetta
út. Sveinstaulinn kvað það óþarfa,
hann væri enda vanur að annast
svona útreikninga. Bauðst ég þá til að
koma kauptöxtunum til hans en taldi
hann það óþarfa og sagði jafnframt
að væri ég óánægður gæti ég snúið
mér eitthvað annað með mín mál.
Nú að átta mánuðum liðnum frá
því að þessi starfskraftur minn tók að
sér verkefnið, finnst mér ekki úr vegi
aðspyrja:
1. Er hugsanlega réttlætanlegt og
eðlilegt að lögfræðingur sem tekur að
sér að koma á framfæri máli ekki
stærra ísniðum, þurfi tilþess eitt ár
eða meir?
2. Eruþegnarþessa lands hýálpar-
vana, háðir geðþótta þeirrar
menningarhjarðar sem lögfræðingar
nefnast?
3. Er einhver löggiltur aðili sem
snúa mætti sér til vegna meintrar mis-
höndlunar lögfræðings gagnvart
vinnuveitanda sinum?
Er yfirbyggingin að
sliga þjóðfélagið?
samræmi vantar í gerðir ríkisst jórnarinnar
SJómaöur af vestan skrifar:
Mig langar til að leggja nokkur
orö í belg um þá umræðu sem átt
hefur sér stað að undanförnu um
okkar blessaða þjóðfélag. Ég get ekki
orða bundizt varðandi efnahags-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem
eiga að stemma stigu við verðbólgu
í landinu. Er það að stemma stigu við
verðbólgunni að hafa hana 50% eða
meir? Betur má ef duga skal. Er það
aö stemma stigu við verðbólgunni að
skerða kjör láglaunafólks en hækka
sin eigin laun? Það er samræmi í
þessueða hvað finnst ykkur?
Ég heyrði í morgunpóstinum á
dögunum að það kostaði sænska
ríkið 500 kr. að borga hverjar 800 kr.
til ellilifeyrisþega. Fróðlegt væri að
vita hvort ekki fengjust svipuð hlut-
föll hér á landi ef það væri kannað.
íslenzkum sjómönnum finnst það
nefnilega anzi skrýtið að þeir þurfi að
leggja á sig helmingi meiri vinnu til
að hafa sömu tekjur og sjómenn í ná-
grannalöndunum. Gæti orsakanna
verið að leita í of mikilli yfirbyggingu
hjá okkur hér á Fróni?
Sjómenn eru ekki alveg ánægðir með sinn hlut I „þjóðarkökunnl” um
þessar mundir.
HVER A HVAÐ 0G HVERS ER HVAÐ? afrIíteritt»dreiSaekkl
Siggi flug, 7877-8083 skrifar:
ísland er stór eyja nyrzt í Atlants-
hafi, langt frá öðrum löndum. Svo
stendur i landafræði þeirri er kennd
var endur fyrir löngu.
Hver skyldi nú eiga þessa eyju
langt frá öðrum löndum? fsland er
103 þúsund ferkílómetrar að stærð.
Afþvíeruca 11% jöklar en ca 23%
eru talin ræktanlegt land, heiðar og
upprekstrarlönd. f gamla daga þegar
landsbúar voru eitthvaö um 100
þúsund vorum við vanir að segja að
hver íbúi ætti ca 1 ferkilómetra lands,
sem þótti allnokkuð miðað við sum
lönd í heimi, eins og t.d. Holland,
sem mun vera eitt þéttbýlasta land í
Evrópu.
f Austurlöndum fjær er slík
vöntun á landrými að stór hluti íbúa
t.d. í indónesíu býr í bátum (báta-
fólk) og hefur máske aldrei fundið
þurrlendi undir fótum sínum.
Já, hver á nú blessaö landið okkar
fsland? Það var þó gæfa, að við
heimtum ekki landið frá neinum,
eins og t.d. Bandaríkjamenn, sem
með blóðugum bardögum urðu að
olnboga sig áfram í striði við
indíánana.
Nú er komið að því að í alvöru er
farið að tala um að virkja Blöndu
sem næstu stórvirkjun. Það að við
skulum ætla að virkja Blöndu er
dálítið undarlegt, þvi svo hagar til aö
Blönduvirkjun er hagkvæmasta
virkjunin, en við höfum því miður
ekki alltaf valið hagkvæmustu
leiöirnar. Það er svo önnur.saga.
Þegar farið var aö hugsa um
Blöndu, komu fram alls kyns sjónar-
miö bænda í nágrenni árinnar, sem
allt í einu áttu allt Blöndusvæðið,
allar heiðar og allt beitiiand á Auð-
kúluheiði o.s.frv.
Allt þetta land var allt í einu orðið
geysiverðmætt þótt mikið af þessu
upprekstrarlandi sé rennblautar fúa-
mýrar, vötn og pollar. Auk þess er
mikið af landi sem bíður ekkert nema
að verða örfoka, sakir ofbeitar, bæði
af sauðfé og svo af gegndarlausu
hestastóði sem nagað hefur upp hvert
strá jafnóðum og það sprettur.
Nú eru landsmenn ca 235 þúsund
talsins, og er því ca 1/2 ferkilómetri
á mann ef allt er reiknað, jöklar,
sandar og annað eyðiland. En hver á
nú þennan gamla hólma okkar?
Ég er einn af mörgum íbúum
landsins, sem ekki á nokkurn skika af
landinu, vegna þess að ég á heima í
kaupstaö. Þetta er svona einfalt,
finnst ykkur það ekki? Ég á íbúð í
blokk og leigi af borginni lóð undir
húsið og borga eignarskatt af lóð
sem ég ekki á. Skritið bókhald það.
Það er búiðað dekra við bændur í
allmörg ár og þeir eru farnir að
ruglast í ríminu, hver á hvað og hvers
er hvað.
Bændur eiga óumdeilanlega sínar .
bújarðir ef þeir þá leigja þær ekki af
öðrum. Það er enginn að taka neitt
af þeim, afþvísem þeireiga.
Samkvæmt gamalli hefð rekja
bændur búsmala sinn á afrétt eftir,
við skulum segja gömlum
hefðbundnum venjum, og það hefur
enginn ætlað sér að taka þessi
hlunnindi af bændum, enda hafa þeir
óáreittir notað afréttarlöndin fyrir fé
sitt og merarstóð.
Þetta meöafnotaréttinnogeigna-
réttinn hefur eitthvað skolazt til í vit-
und bænda um þessa hluti.
ísland, landið okkar, langt frá
öðrum löndum, eiga allir Islendingar,
en við höfum þegjandi samþykkt það
að þeir er búskap stunda hafi afnot
fyrir búsmala sinn á heiðum uppi.
Þeim ber þó að gæta þess að fara vel
með það Iand er þeir hafa fengið að
láni endurgjaldslaust og vernda það
gegn ofbeit og hvers kyns rányrkju.
Veiðiréttur i fjallavötnum er
aðeins hefð en engin eign.
Mér datt þetta (svona) í hug.
Ifr
Við Blöndu. Teikning eftir Sigurð
Thoroddsen.