Dagblaðið - 20.01.1981, Qupperneq 4
4
f
Vangaveltur
um stjómmál
—í tilefni af niðurstöðum skoðanakömunar Dagblaðsins
um fylgi ríkisstjómarinnar
— Ertu fylgjandi eða andvig(ur)
rfkisstjórninni? spurðu starfsmenn
Dagblaðsins pétur & pál víðs vegar
um land í skoðanakönnun blaðsins
fyrr í janúarmánuöi. Sem fyrr voru
600 manns spurðir þessarar spurn-
ingar og niðurstaðan varð sú að
61.5% viðmælendanna studdu
ríkisstjórnina, 20.8% voru henni
andvígir og 17.7% óákveönir. Það
þýöir að þrir af hverjum fjórum
sem taka afstöðu segjast fylgja
ríkisstjórninni að málum.
í september 1980 var hugur kjós-
enda skoðaður með sams konar
spumingu og jafnstóru úrtaki i
könnun á vegum Dagblaðsins. Þá
studdu 41.2% stjórnina, 25.8%
voru andvígir og 33% óákveðnir.
Séu niðurstöður beggja kannana
skoðaðar í samhengi vekur fyrst
athygli að ríkisstjórnin virðist hafa
fjölgað þeim sem skipa stuðnings-
mannaklúbb hennar.
Er ástæða til að ætla að svo sé?
Hvers vegna? Hvað er það í stefnu
og starfi rikisstjórnarinnar sem
hefur orðið þess valdandi að fylgi
færðist á milli ríkisstjórnar og
stjórnarandstöðu á fáeinum
mánuðum?
Dagblaðið hafði samband við
nokkra menn sem vegna áhuga
og/eða atvinnu velta vöngum yfir
hræringum i stjórnmálaheiminum
og bað þá að veita lesendum hlut-
deild í þeim vangaveltum.
-ARH.
Inga Jóna Þórðardóttir framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisf lokksins:
FÓLK TILBÚIÐ
AÐGEFA
STJORNINNI
TÆKIFÆRI
—tiladgeraeitthvað
„Samkvæmt skoðanakönnun DB,
þegar ríkisstjórnin var mynduð, naut
hún stuðnings 70,8% kjósena en and-
vig voru 8%. Skoðanakönnunin í
september sýndi mjög breytta stöðu
þar sem ekkert hafði þá komið frá
ríkisstjórninni. Nú aftur á-móti,
þegar sett hafa verið bráðabirgðalög
og birt áætlun um efnahagsaðgerðir
sem í veigamiklum atriðum er óljóst
hvernig framkvæma skuli, endur-
heimtir stjórnin að hluta til fylgi sitt.
Þetta gefur til kynna að fólk er
tilbúið að gefa ríkisstjórninni tæki-
færi til að gera eitthvað,” sagði Inga
Jóna Þórðardóttir framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins.
,,Nú þegar ríkisstjórnin kemur
fram með sínar fyrstu aðgerðir hefur
hún glatað stuöningi fjölmargra
þeirra sem studdu hana í byrjun.
Eftirtektarvert er hversu miklu stærri
hópur er nú andvígur rikisstjórninni
en var í febrúar sl., eða 20,8%. Sú
túlkun DB að miða við þá sem segja
annaðhvort já eða nei er óeðlileg þar
sem hlutfall óákveðinna í skoðana-
könnunum gefur ýmislegt til kynna,”
sagði Inga Jóna Þórðardóttir.
-ELA.
Inga Jóna Þórðardóttlr: Óeðlilegt að
mlða aðeins við þá sem taka afstöðu.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
Bragi JAsepsson: Rikisstjórnin hefur gott lag á mörgum málum mlðað við
aðstæður.
Bragi Jósepsson lektor íKemarahá-
skólanum:
FÓLK VILL
EKKISTJÓRN-
ARKREPPU
, ,Ég sé ekki ástæðu til að rengja út-
komuna í skoðanakönnuninni.
Kannanir ykkar hafa gefið glettilega
góða útkomu, að minnsta kosti þær
sem hægt hefur verið að sannreyna í
kosningum,” sagði Bragi Jósepsson
lektor i Kennaraháskólanum. Bragi
fylgir Alþýðuflokknum að málum og
starfar fyrir flokkinn í nefndum á
vegum Reykjavikurborgar.
,,Mér kæmi ekki á óvart að fylgi
ríkisstjórnarinnar væri jafnmikið og
könnunin sýnir nú. Hins vegar gerði
Dagblaðið sams konar könnun i
september í fyrra og þá kom mér á
óvart að rikisstjórnin fékk ekki meira
fylgi en raun varð á. Ég vil þó jafn-
framt taka skýrt fram að ég tel
könnun um fylgi við ríkisstjórnina
ekki gefa mynd af stöðu stjórnmála-
flokkannasjálfra.
Það er margt sem spilar inn í þegar
menn meta ríkisstjórnina. Við lifum
á slæmum tímum og fólk vill hafa
ríkisstjórn, hvaða nafni sem nefnist, í
stað þess að upplifa stjórnarkreppu
og kosningar. Ég vil láta stjórnina
njóta sanngirni og segi að hún hafi
gott lag á mörgum málum miðað við
aðstæður. Kjarni málsins er sá að
spurningin er ekki endilega um það
hvað flokkarnir heita heldur hvers
konar samsteypustjórnir eru mynd-
aðar. Núverandi samsteypa virðist
hafa tekizt vel. Hún er anzi seig og
margt vinnur með henni. Af viðtöl-
um mínufn við fólk ræð ég að mikill
meirihluti sjálfstæðismanna standi
frekar með ríkisstjórninni heldur en
stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks-
ins. Menn eru logandi hræddir við að
stjórnin springi og vilja það ekki.
Mjög margir eru tilbúnir að leggja
hart að sér til að bæta ástandið hjá
okkur,” sagði Bragi Jósepsson.
-ARH.
Jón Sigurðsson rítst jórí Tímans:
Fólkið vill gefa rík-
isstjóminni óvenju-
lega gott tækHæri
vilja og stuðnings meðal almennings
og það er þeim mun merkilegra sem
verðbólga er mikil. Aðgerðirnar fela í
sér kjaraskerðingu og stærsti stjórn-
málaflokkur landsins er klofinn í af-
stöðu. Það fer ekki á milli mála að
fólkið vill gefa ríkisstjórninni alveg
óvenjulega gott tækifæri til að koma
stefnu sinni í framkvæmd.
Að þessu leyti t.d. hafa orðið alger
stakkaskipti i afstöðu fólksins á
örfáum árum. Ríkisstjórnin hlýtur að
nota þessa frábæru aðstöðu til að
vinna af kappi að undirbúningi enn
frekari aðgerða til þess að tryggja
varanlegan árangur,” sagði Jón
Sigurðsson ritstjóri Tímans.
„Reynslan hefur sýnt að það hefur
verið hægt að taka mark á skoðana-
könnunum DB. Ég geri ráð fyrir að
það sama eigi við í þetta sinn enda
þótt ég viti ekki um aðferðir blaðsins
við framkvæmdina. Ríkisstjórnin og
stjórnarflokkarnir hljóta að taka
niðurstöðunum af mikilli ánægju.
Það er greinilegt aö aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar njóta yfirgnæfandi vel-
K
Jón Sigurðsson ritstjóri: Alger
stakkaskipti i afstöðu fólks á örfáum
árum.
Svanur Krist jánsson lektor
í stjómmálaf ræðum:
Menn lýsa van
trú á stjómar-
andstöðunni
„Þessi útkoma ríkisstjórnarinnar
er marktækari en niðurstöður fyrri
kannana um fylgi ríkisstjórnarinnar
vegna þess að nú liggur eitthvað
ákveðið fyrir um stjórnarstefnuna.
Menn eru ekki lengur aðeins að tjá
feginleika sinn yfir að myndun ríkis-
stjórnarinnar yfirleitt tókst,” sagði
Svanur Kristjánsson lektor í stjórn-
málafræðum við félagsvísindadeild
Háskóla tslands.
,,Ég held þó að menn ættu að fara
varlega í að eigna ríkisstjórninni skil-
yrðislaust svona mikið fylgi kjós-
enda. Margt spilar ábyggilega inn í
þegar menn svara spurningu um af-
stöðu sína. Ég er ekki viss um að þeir'
- sem svara jákvætt séu allir ánægðir
með stjórnina. Þeir vilja þó gefa
henni kost á að reyna sig og eru
ánægðir með að hún reynir eitthvað '
að gera þrátt fyrir allt. Síðast en ekki
sízt geta menn á þennan hátt lýst
vantrú á stjórnarandstöðunni. Það
má spyrja sem svo: Hvaða kostir
bjóðast aðrir en núverandi ríkis-
stjórn? Ég tel að einhverjir lýsi sig
fylgjandi ríkisstjórninni af því þeim
lízt ekki á hina kostina. Stjórnarand-
staðan er mun sundurlausari en hún
var. Sjálfstæðisflokkurinn er klofn-
ari en nokkru sinni fyrr og skemmst