Dagblaðið - 20.01.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1981.
Ii
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
Yoko reynir aðfífjfi
gleyma -meðþvíað
Yoko Ono, ekkja Johns
Lennon, hefur fengið margar
morðhótanir síðan John
Lennon var myrtur. í sumum
hótunarbréfum sem hún fær
er hún sögð bera ábyrgð á
dauða Lennons.
Vinir hennar segja að hún
hafi að undanförnu sökkt sér
í vinnu til að reyna að gleyma
því sem gerðist. Er hún sögð
vinna að útkomu eigin hljóm-
plötu sem eigi að heita
Walking on Ice. Meðal þess
sem verður á plötunni er sam-
tal hennar og Johns Lennon.
Yoko Ono skömmu eftir lát Johns.
Hœttulegt að vera einn
áferli í Central Park?
Ungur, bandarískur rithöfundur,
ibúi New-York borgar, var ekki
ánægður með það slæma orð sem
Central Park hafði á sér. Snemma á
síðasta ári hugðist hann afsanna þá
kenningu, að það fólk sem væri eitt á
ferli í garðinum, sérstaklega eftir að
4C
Frá New York — Central Park sést
efst á myndinni.
dimma tæki, væri i mikilli hættu
vegna glæpamanna.
Ungi rithöfundurinn ætlaði að
byrja á þvi að blaða í gegnum lög-
regluskýrslur i þeim tilgangi að
athuga hvort glæpatíðni væri meiri í
þessum almenningsgarði en görðum í
öðrum borgum. En fyrst fór hann inn
í garðinn og fékk sér sæti á bekk. Þar
fylgdist hann með fólkinu og tók að
skrifa hjá sér ýmsa minnispunkta í
væntanlega bók.
Hann sat ekki lengi. Ráðizt var á
rithöfundinn, hann rotaður og
rænduröllu fémætu.
Óvíst er um áframhald verkefnis
hans.
Roger Moore
árúm-
stokknum
Roger Moore er hættur að leika
James Bond — það segir hann a.m.k.
í staðinn fáum við að kynnast honum
sem sunnudagselskhuga. Hann hefur
nýlokið leik í gamanmynd í fjórum
hlutum, sem ber heitið Sunday
Lovers.
Hún fjallar um ástina, róman-
tíkina, kynlífið og allt það. Segir þar
frá fjórum karlmönnum og sam-
böndum þeirra við konur. Karlarnir
fjórir eru leiknir af Roger Moore,
Gene Wilder, Lino Ventura og Ugo
Tognazzi. Konurnar sem þeir leika
sér með eru m.a. Lynn Redgrave,
Catherine Salviat, Pricilla Barnes og
Silvia Koscina.
Þær eru f.v: Angia Bolwell, Alison James, Peta Dancer og Sally Morris.
Sífellt erfiðara fyrir karlmenn að lifa:
í fyrsta sinn fá konur í
brezka hernum þjálfun í
meðferð vopna. Thatcher-
stjórnin hefur ákveðið að
konur í hernum eigi einnig að
fáslíka þjálfun.
Þar með er enn eitt karl-
mannavígið fallið. Þeim fer
óðum fækkandi, störfunum
sem karlmenn hafa hingað til
haft einkarétt á.
Jnck Lemmon — æstlst allur upp þegar
laxinn beit á.
Fótbraut
sig
— í laxveiðitúr
Bandaríski kvikmyndaleikar-
inn Jack Lemmon varð nýlega
fyrir því óhappi að fótbijóta sig.
Það gerðist á nokkuð sérstakan
hátt. Lemmon sat á árbakka og
var að veiða lax. Ekkert gekk
en þegar hann var í þann veg-
inn að gefast upp og halda
heim á leið beit loksins á.
Lemmon varð þá svo mikið um
að hann áttaði sig ekki á því
hvar hann steig. Hann steig
nefnilega ofan i holu og fót-
brotnaði við það. En það
merkilegasta var að honum
tókst að landa laxinum.
Reagan
í Bandaríkjunum kom
nýlega út hljómplata sem
ber nafnið „The Wit and
Wisdom of Ronald
Reagan”. Það mætti þýða
sem Vit og visdómur
Ronalds Reagan, en hliðar
plötunnar heita einmitt
þessum nöfnum.
Vísdómshliðin er nokk-
uð sérstök. Á henni er ekk-
ert einasta orð heldur al-
gjör þögn. En á vithliðinni
er samansafn ýmissa gull-
koma frá kvikmyndaferli
Ronalds Reagan.
Ronald Reagan 1942.
Blind böm fá
gjöfjrá Sammy
Sammy Davis, hinn 55 ára
gamli skemmtikraftur, er góð-
hjartaður. Nýlega gaf hann 25
þúsund blindum börnum í
Bandarikjunum tölvuleiktæki
af vönduðustu gerð. Verðmæti
gjafarinnar skiptir mörgum
milljónum nýkróna.
Fyrir 25 árum missti Sammy
sjálfur sjónina á öðru auga
þegar hann lenti í bílslysi.
Hljóm-
plata meö