Dagblaðið - 20.01.1981, Side 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
lOi-...
DB á ne ytendamarkaði
Dóra
Stefánsdóttir®
Spörum orkuna:
Hrogn og lifur
Meira að segja hann Óli Pill litli Einarsson veit að þegar hann eldar matinn á
ekki alltaf að hafa fullan straum á öllum eldavélarhellum. Þegar soðið er i
pottunum er bæði betra og ódýrara að minnka strauminn.
DB-mynd Einar Ólason.
á leigu
Skíðaíþróttin er vinsæl þessa
dagana þar sem snjór hefur víðast'
verið mikill og góður. En skíði eru
fremur dýr og menn tíma varla að
kaupa sér þau upp á von og óvon. Því
hlýtur að vera góður markaður fyrir
það að leigja út skiði. Það er einmitt
það sem Tjaldaleigan er að gera þessa
dagana.
Þann annan janúar opnuðu þeir
skíðaleigu í húsi sínu við Umferðar-
miðstöðina. Hægt er að fá hvers
konar svigskiði svo og gönguskíði,
skíðaskóaf öllum stærðum og stafi.
Opið er daglega frá klukkan 10—
12 og 13—18 virka daga og 9—
14 og 18—20 um helgar. Endurgjald
fyrir svigskíði ásamt stöfum og skóm
er 90 krónur fyrir fyrsta leigudag og
50 krónur fyrir hvern dag eftir það.
Gönguskíði ásamt stöfum og skóm er
hægt að fá á 80 krónur fyrsta daginn
og 40 krónur eftir það. Síminn hjá
skíðaleigunni er 13072.
-DS.
UPPÞVOTTAVEUN DYRUST
í REKSTRI
Ráð til raforkusparnaðar
1. Þrepastilli á eldavélarhellu skal stilla á hæsta straum þar til suða kemur upp,
eftir það nægir lægsti straumur. Hitastilli skal stilla strax á það hitastig sem
óskaðer eftir.
2. Pottar og pönnur eiga að vera með sléttum og þykkum botni. Pottar meö
kúptum botni þurfa allt að helmingi meiri orku. Pottar og pönnur eiga að
þekja alla plötuna. Fjórðungur orkunnar fer til spillis ef pottur sem er 16
sentimetrar í þvermál er látinn á 18 sentimetra plötu. Lokið á pottinum þarf
BLÓMAHORNIÐ
að vera hæfilega þétt. Til að viðhalda suðu þarf þrisvar til fjórum sinnum
meiri orku ef lokið er ekki á.
3. Nóger aðnota 1—3 desilítraaf vatni viðsuðu á kartöflum ogöðru grænmeti.
4. Bezt er að þiða frosinn mat í ísskápnum. Það þarf meiri orkuog tekur allt að
þriðjungi lengri tima að matreiða frosin matvæii. Athugið að frosið grænmeti
er bezt að matreiða beint.
5. Reynum að nýta ofninn vel, t.d. með því að baka og steikja samtímis rétti sem
þurfa sama hitastig. Hitinn kemur í veg fyrir að réttirnir fái bragð hver af
öðrum. Orkan nýtist einnig betur ef steikt er og bakað hvað á eftir öðru.
Grillun á mat (glóðarsteiking) er orkufrek. T.d. þarf tvisvar til þrisvar sinnum
meiri orku við að grilla kjúkling en að steikja hann í potti.
6. Ef vafi leikur á steikingartima þá er gott að nota steikhitamæli. Allar steikur-
og ofnrétti má setja í kaldan ofn. Steikningartíminn lengist um 5—10 min.
en orkan nýtist betur.
7. Auk orkunotkunar viftunnar eykur hún loftskiptin i íbúðinni, þannig að
kostnaður við hitun vex.
1 stað loftsins sem viftan blæs út þarf ferskt loft. Þegar viftan er í gangi fæst
rétt loftræsting ef eldhúsglugginn er lokaður, en þess í stað haft opið inn i
annað herbergi hússins, þar sem gluggi er opinn. Nauðsynlegt er að hreinsa
siuna í viftunni reglulega, t.d. mánaðarlega. 1 flestum viftum er spjald sem
opnast þegar viftan er í gangi, ef spjaidið opnast ekki þá er viftan óstarfhæf,
og ef spjaldið lokast ekki myndast dragsúgur og upphitunarkostnaður eykst.
8. Uppþvottavél er meðal orkufrekustu heimilistækjanna. Það sparar orku að
setja hana ekki í gang fyrr en hún hefur verið fyllt alveg. Hagkvæmt getur
verið að handþvo potta og aðra stóra hluti sem taka mikið pláss i vélinni. í
einn uppþvott í vél með 60°C heitu vatni fara um 2,5 kWh af rafmagni. Á hita-
veitusvæðum er sjálfsagt að athuga hvort tengja má uppþvottavélina við
heitá vatnið, við það sparast rafmagn sem annars færi í að hita vatnið.
Á skiðum ikemmti ég mér segir I
visunnl. En skifli eru fremur dýr
nema þau séu tekin á leigu.
DB-mynd Hörflur.
Skíði
AECHMEA FASCIATA
Blómsturananas
Blómsturananas er ættaður frá
Brasilíu. Til er fjöldinn allur af
fallegum afbrigðum sömu tegundar.
Plantan er falleg allt árið og hefur
pípulaga blaðkrans. Blómsturanan-i
asinn blómstrar á vorin með skærblá-1
um blómum. Þegar blómin visna
skrýða bleik bikarblöð plöntuna uml
það bil í hálft ár. Blómsturananas
þrífst bezt á björtum stað, því að þá.
verða litir blaðanna tærastir, en samt
sem áður er hann ekki vandfýsinn á
birtuskilyrði. Oft heyrist kvartað yfir'
þvi að blóm þrifist ekki í heitu
stofulofti, en það á ekki við um
blómsturananasinn. Yfir sumarið er
plantan vökvuð ríkulega og áburðar-
upplausn gefin öðru hverju. Yfir
veturinn er dregið úr vökvun, en
gæta skal þess að blaðbikarinn í
miðju plöntunnar sé fylltur með
vatni allt árið. Plantan þrífst bezt í
mold, sem lítillega er blönduð með
sandi eöa vikri og er umplantað
á vorin.
Blómsturananas er hægt að fjölga
með græðlingum af hliðarsprotum.
Þeir eru skornir í burt þegar þeir hafa:
náð u.þ.b. 15 sm lengd. Skerið þá
ofan frá þannig að ræturnar skaðist
ekki. Sprotunum er stungið i potta
og geta blómstrað næsta vor.
Þrífst bezt á björtum,
stafl.
Vökvið 1 blaflbikar-
inn, vökvið moldina
litifl. Vökvið rikulega
yfirsumarið.
Áburðarupplausn gef-
in öðru hverju yfir
sumarið.
Þrífst vel f heitu stofu-
lofti.
1
Nú er mikil sælutíð fyrir margan.
matmanninn sem vel kann að meta
hrogn og lifur. Þetta tvennt fæst
núorðið víða í fiskbúðum og jafnvel
kjörbúðum. Hrognin kosta núna 20
krónur kílóið og lifrin það sama.
Þetta er ekki beint ódýr matur en
ákaflega hollur og góður.
Flestir sjóða ugglaust hrognin og
lifrina í saltvatni i svo sem kortér.
Sums staðar er það siður að sjóðá
fisk með en annars staðar ekki. Köld
hrogn er líka hægt að steikja eða
borða niðursneidd með fersku
grænmeti ef það fæst. Ef steikja á
hrognin er þeim velt upp úr krydduðu
raspi eða hveiti og steikt eins og
fiskur. Laukur er steiktur með.
Góðar kartöflur eru ómissandi
með þessum lostæta mat en því
miður virðist nokkur hörgull á þeim
hjá Grænmtisverzlun land-
búnaðarins. Hvers konar grænmeti,
sérleganýtt ereinniggott meö.
N
Hjördis Þorbjörnsdóttir fisksalii
heldur þarna á gimilegum hrognum
oglifur. DB-mynd Bj. Bj.
Það hefur ekki verið talin ástæða margir hræddir um að of stór
til að gefa börnum mjög mikið af skammtur gæti valdið vítamíneitrun.
lifur á unga aldri. Hún er auðug af En jafnvel ungbörnum er hollt að fá