Dagblaðið - 20.01.1981, Síða 20

Dagblaðið - 20.01.1981, Síða 20
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 198). 20 S Menning Menning Menning Menning I Milli steins og sleggju island fyrir seinna stríð Bók þessi er fyrsta bindi ritverks um ísland í síðari heimsstyrjöld. Greinir þar einkanlega frá samskipt- um Islendinga við helztu stórveldin: Bretland, Þýzkaland og Bandaríkin á tímabilinu 1918—1939. í inngangskafla, sem nefnist For- sagan, er þó seilzt lcngra og sagt í stuttu máli frá samgangi íslendinga við nálægar þjóðir, allt frá öndverðu. Athyglisvert er það sögulega sam- hengi, sem höfundur setur hlutleysis- yfirlýsinguna frá 1918 í: Hún sé rök- rétt framhald af aðgerðum íslendinga i Napóleonsstyrjöldunum, með henni hafi íslendingar staðfest, að þeir væru á valdasvæði Breta og virtu hagsmuni þeirra hvað sem sambands- þjóðin, Danir, gerði; hefðu þeir með þessu talið sig bezt tryggja öryggi sitt. Utanrikisstefnan eftir síðari heims- styrjöld sé á sama hátt framhald þeirrar stefnu, sem búið hafi að baki hlutleysisyfirlýsingunni 1918. Samskiptin við stórveldin voru eins og að líkum lætur aðallega á sviði verzlunar og lánaviðskipta og mót- uðust mjög af efnahagsörðugleikum fslendinga. f upphafi tímabilsins voru þau einkum bundin við Bret- land, en upp úr 1930 tóku þau að beinast til Þýzkalands. Höfðu Þjóð- verjar mikinn áhuga á samskiptum við fsland og sýnir höfundur fram á, að þar hafi valdadraumar ekki búið að baki, heldur verzlunarhagsmunir og menningaráhugi af margvislegum toga. Þjóðverjar hefja íhlutun Á þessu varð þó breyting 1937/38. Þá tók sambúð Þjóðverja við Breta mjög að versna og gætti þess brátt á fslandi, en Þjóðverjar höfðu fram að því viðurkennt landið sem áhrifa- svæði Breta. Þjóðverjar tóku nú að ýfast mjög við allri blaðagagnrýni og ætlast til íhlutunar stjórnvalda. Einnig magnaðist gamall ótti Þjóð- verja við, að íslendingar yrðu um of háðir Bretum og rryndu þeir að hamla á móti. Meðai annars töldu þeir nauðsynlegt að vinna að þvi, að fslendingar slitu ekki sambandinu við Dani en Þjóðverjar töldu slg hafa ráð Dana í hendi sér og þannig geta seilzt til áhrifa á fslandi. Höfundur heldur því fram, að Ðanir hafi vonazt til þess, að konungssamband héldist, þótt fslendingar tækju að öðru leyti málin í sínar hendur og Sveinn Björnsson hafi verið sama sinnis. Heimild skortir að visu fyrir þessari afstöðu Sveins Björnssonar. Verður þó að telja óliklegt, svo að ekki sé meira sagt, að sendiherra ríkis — og þá ekki sízt jafn varkár maður og Sveinn Björnsson — hafi látið í ljós vonir, sem hann hafði fyllstu ástæðu til að ætla, aö væru ekki i samræmi við þjóðarviljann. Og Þjóðverjar fylgdu ihlutunar- semi sinni eftir með beiðni um flug- aðstöðu 1939, herskipa- og kafbáta- heimsóknum. — Beiðninni um flug- aðstöðu var einhuga neitað og Þjóð- verjar brugðust ókvæða við. Höfundur skýrir ofurkapp Þjóðverja með því, að beztu kjararéttindi Luft- hansa hafi átt að renna út 1940 og Þjóðverjar hafi haft verður af við- leitni fslendinga til að efna til sam- vinnu við Bandaríkjamenn um flug á norðurleiðinni — þeir hafi verið í kapphlaupi við tímann. Hitt er meiri vandi að skýra, hver hafi verið markmið Þjóðverja með beiðni þessari, þvi að Göring flug- marskálkur lét eyða skjölum flug- málaráðuneytisins í Berlín 1945. Þór WhkahMd - ÖftWur I aMfi. Aknanna bókafélagið 1M0. Höfundur sýnir fram á, að flotinn þýzki hafi ekki haft áhuga á aðstöðu hér á landi, enda gerð hans miðuð við annað og minna hafsvæði. Hins y vegar hafi frömuðir flugmála með Göring að bakhjarli iagt kapp á að ná hér aðstöðu. Þar telur höfundur, að ráðið hafi áhugi á norðurflugleiðinni og þau hernaðarmarkmið að ná að- stöðu til njósna um ferðir brezkra skipa og stunda veðurathuganir. Friðkaupastefnan En Þjóðverjar voru ekki af baki dottnir, þótt beiðni um flugaðstöðu hefði verið neitað. Þeir sendu út hingað hinn aðsópsmikla ræðismann prófessor Werner Gerlach, SS-for- ingja. Höfundur dregur saman mik- inn fróðleik um hann og athygli vekur, hversu handgenginn hann hefur verið Heinrich Himmler, hinum illræmda yfirmanni SS. Virðist Himmler og hafa verið sá for- ingi nasista, sem sýndi íslandi mestan áhuga. Þar sem greinir frá Gerlach virðist mér höfundur á tveimur stöðum draga helzt til eindregnar ályktanir: Að Gerlach virðist hafa starfað í fangabúðum SS-liðsins, þ.á m. Buchenwald (sbr. bls. 175) og að Himmler hafi skipað Gerlach að beita vinnubrögðum SS og Gestapó á íslandi og hér hafi hann verið að gegna skyldu sinni ,,,,sem SS-foringi ogheldurbetur”.”(Bls. 190—91.) Þetta kann hvort tveggja að vera rétt, en heimildir þær, sem höfundur vitnar til, virðast mér ekki leyfa þetta afdráttarlausar ályktanir. Þá hefur það misritazt á bls. 182, að Júlíus Streicher hafi í Nílrnberg verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann var dæmdur til dauða og liflát- inn. Höfundur rekur síðan, hvernig forystumenn íslendinga brugðust við ágangi Þjóðverja. Þeir reyndu að halda í hlutieysið og forðuðust eftir föngum að styggja Þjóðverja, gripu Sigurður Líndal , jafnvel til vægrar ritskoðunar. Hér réðu viðskiptahagsmunir. Nokkrir íslendingar — og er sérstaklega nefndur Gunnar Thoroddsen — vildu jafnvel ganga lengra og koma á jafn- vægi með brezkum og þýzkum áhrif- um. Þetta hvort tveggja telur höfundur vera afbrigði friðkaupa- stefnu Breta — „appeasement”. — Sá samanburður virðist mér þó ekki ýkja sannfærandi. Ólíku er saman að jafna samskiptum smáþjóðar í vanda við volduga viðskiptaþjóð og inn- byrðis átökum stórvelda um áhrif í heimsmálum. Æskilegt hefði a.m.k. verið að skýra þennan samanburð nánar. Á móti þessari „friðkaupastefnu” stóðu hins vegar sósíalistar, sem fylgdu þeirri stefnu, að „lýðræðisrík- in”, þ.á m. Sovétríkin, vernduðu island. Firn af heimildum En forystumenn þjóðarinnar reyndu einnig að spyrna við áhrifum Þjóðverja. Til þess að tryggja öryggi innanlands styrktu þeir lögregluna, m.a. með því að fá henni vopn og þjálfa í vopnaburði. Og til þess að verða síður háðir Þjóðverjum um viðskipti leituðu þeir á fornar slóðir og nýjar — til Bretlands og Banda- ríkjanna um viðskipti og lánafyrir- greiðslu. Skírskotuðu þeir óspart tii þýzku hættunnar máli sínu til árétt- ingar. ÞS var skammt síðan forystumenn þessara ríkja höfðu tekið að gefa gangi mála á Islandi einhvern teljandi gaum. Bandaríkjamenn voru þeirrar skoðunar, að ísland mætti ekki undir neinum kringumstæðum ganga undir Þýzkaland, en létu sér annars nægja að fylgjast með því, hvernig Bretum tækist að verja þetta forna áhrifa- svæði sitt. En seint var brugðizt við málaleitunum íslendinga um við- skipti og lánafyrirgreiðslu; höfðu íslendingar ekki fengið neina úrlausn í vandræðum sínum, þegar ófriður skall á 1. september 1939. — Og þar lýkur þessu bindi ritverksins. Höfundur hefur kannað firn af heimildum og styðst jöfnum höndum við innlendar og erlendar, við prentuð rit, blöð og óprentuð skjöl bæði hér á landi og i fjórum nálæg- um þjóðlöndum. Enn fremur hefur hann haft tal af mörgum sem við sögu koma. Hefur hann þannig bjargað ýmsum fróðleik, sem ella er hætta á, að glatazt hefði. Hann vísar alla jafna kostgæfilega til heimilda. Einnig gerir hann ágæta grein fyrir orsakatengslum meginviðburða. Allt verður þetta til þess, að í ritinu er varpað nýju ljósi yfir samskiptasögu Islands og þeirra ríkja, sem við sögu koma — einnig þar sem atburðarás lá í aðalatriðum ljós fyrir áður. I formála lýsir höfundur þeim ásetningi sínum að semja rit, sem naéði út fyrir þröngan hóp sér- fræðinga, enda eigi sagnf[æði að vera hvort tveggja til fróðleiks og skemmtunar. Undir þetta get ég vel tekið og fæ ekki betur séð en höfundi hafi tekizt mætavel að semja læsilegt og fróðlegt rit. Bókin er lipurlega rituð og skemmtileg aflestrar — m.a. hæfilega krydduð frásögnum af skringilegum atvikum án þess þó, að samhengi sé rofið. Ein slik frásögn fjallar um Telepnef barón og New- come-Wright lögmann, og er hún að mínum dómi raunar of niðrandi fyrir þá, sem hlut eiga að máli, enda virðist höfundur þar styðjast úm of við Jónas Jónsson frá Hriflu og Ey- stein Jónsson, en ekki kanna málið frá öllum hliðum. Ættfærslan á Ásu Wright er auk þess röng. Hún var Guðmundsdóttir og systurdóttir Sturlu Jónssonar, en ekki systir hans, eins og höfundur segir. Einkar fróðlegt er að kynnast áliti erlendra stjórnarerindreka á mönn- um og málefnum á íslandi, einkum er skýrsla Bretans Berkeley-Gages um heimsókn hans til íslands 1939 at- hyglisverð. Afskiptaleysi eða óhlutdrægni Dálitill ljóður er það á ráði höfundar, að hann gerir naumast við- hlítandi grein fyrir viðhorfi sínu til sagnaritunar og þá sérstaklega rit- unar nútíma sögu. Hann segir þetta eitt um afstöðu sagnfræðingsins til viðfangsefnis síns: „Ég er ekki í hópi þeirra sagnfræð- inga, sem trúa því, að þeir geti hafið sig ofar samtíð sinni og skoðunum og fjallað um málið af óskilgreindu „hlutleysi”. Ég hef ákveðin viðmið, sem ég tel óheiðarlegt að leyna. Tak- mark mitt er ekki að vera „hlutlaus” heldur leita að sannleika og skýra hann” (bls. 9). Hé'r virðist höfundur nota orðið hlutlaus í merkingunni afstöðu eða afskiptalaus. Auðvitað hlýtur sagn- fræðingur að taka einhverja afstöðu til viðfangsefnis síns, svo að ummæli hans fela ekki annað í sér en sjálf- sagðan hlut. Það er hins vegar mikils- vert, hvernig hann gerir það. Annað mál er það, að alveg er ástæðulaust að skiljaorðið hlutleysi á þennan veg. Það getur sem bezt merkt óhlut- drægni: það að láta alla njóta sann- mælis; að koma ekki að eigin skoðunum umfram nauðsyn. Ljóst . er, að höfundur er mjög andvígur bæði nasistum og kommúnistum, þ.á m. sósíalistum eftir að sá flokkur var stofnaður, sem við þá var kenndur. Mér virðist hann láta andúð sína á hinum síðarnefndu (kommún- istum og sósialistum) óþarflega mikið í ljós i þessu riti. Þar með er ekki sagt, að ummæli höfundar séu ekki studd nægilegum rökum heldur hitt að þau eru sum hver óþörf í þessu samhengi. Betur færi hins vegar á að rita utanríkismálasögu Kommúnista- flokks, Sósíalistaflokks og Alþýðu- bandalags sérstaklega og láta stað- reyndirnar sem mest tala sjálfar. Er það trúa mín, að sú saga yrði heldur dapurleg, þótt sagnaritari gætti ýtr- asta hlutleysis. Eins og fyrr sagði, hefur höfundur kannað kynstur heimilda. Það hefði aukið gildi rits hans að mun, ef hann hefði í sérstökum kafla gert grein fyrir þeim heimildum, sem hann styðst við, hverjar þær séu og hvernig hann telji, að eigi að beita þeim, t.d. hvað beri að varast við ályktanir. Þetta hefði verið þeim mun æski- legra sem hann beinir máli sínu ekki til sérmenntaðra sagnfræðinga einna, heldur alls almennings. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að höfundi hafi tekizt að semja læsilegt og skemmtilegt rit, sem geymir mikinn áður ókunnan fróð- leik um áhugavert tímabil i sögu Islendinga. Og þeir sem forystu gegndu, virðast mér vaxa við frá- sögnina. Ég fæ ekki betur séð en þeir hafi haldið á málum af gætni og festu, einmitt þegar mest á reið og Islendingar voru að stíga fyrstu skref sín á braut utanríkismála. Sigurður Líndal. — KARLMANNASKOM Spariskór — götuskór — kuldaskór og ýmis/egt fieira. SKÓBÚÐIN LAUGAVEG1100 VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445 1 • Endurbyggjum vélar • Borumblokkir ’ • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • SUpum sveifarása. SÍMI 44445 ^ FULLKOMIÐ MÓTOR- OG RENNIVERKSTÆÐI ^ SKÓÚTSALAl ATH. útsalan stendur aðeins í nokkra daga K^^Fóðruð og ófóðruð SKÓVER ÓÐINSTORGI

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.