Dagblaðið - 22.01.1981, Side 3

Dagblaðið - 22.01.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1981. 3 ættum að gleyma blessuðum manninum þá ættum við að taka hann að okkur en það er ekki vandinn, heldur það að það eru fleiri þúsund Gervasonar til i heiminum. Ef við veitum þessum manni landvist, hvað þá með alla hina? Og þessir sem settust að í isl. sendiráðinu í París. Því skyldum við ekki veita þeim landvist líka? Hvað segir blessunin hún Guðrún þá? Ég er ein af þeim sem voru á móti komu víetnamska flóttafólksins hingaö, því þetta fólk er svo gjörólikt okkur í eðli, skapi, siðum og háttalagi sem komið hefur í ljós. En við höfum veitt þessu fólki land- vist, og þá verðum við að reynast því vel. Því öll verðum við að takast saman á við vanda okkar og gerðir. Svo finnst mér að ef fieiri mál lík þessum ber á góma, þá eigi þjóðarat- kvæðagreiðsla fullan rétt á sér, en ekki hafa málið í höndum fáeinna manna, sem vilja láta mikið á sér bera. Með beztu kveðju, íslandi allt. Steinunn Geirsdóttir skrifar: Ég ætla að skrifa fáein orð í þennan dálk sem mér fínnst alveg ómissandi. Og svo ég kóróni nú allt þá ætla ég aðeins að tala um þennan Gervasoni, sem fer nú að verða nóg komið af. Ég held að við Islendingar ættum bara að gleyma þessu máli og láta bless- aðan manninn Iönd og leið. En ef við ætlum að vera kristilegar manneskjur Patrick Gervasoni Kjarn- orku- blúsar- arnir — eru frábærir Blúsari hringdi: Ég fór á hljómleika í Sigtúni sl. fimmtudagskvöld. Þar spiluðu meðal annars hljómsveitin Kjarnorku- blúsararnir. Mér fannst þessi hljóm- sveit alveg frábær og það voru greinilega fleiri á sömu skoðun. Ég skrapp fram í anddyri og þar heyrði ég fólk sem var nýkomið spyrja hvort Þursaflokkurinn væri að spila þegar það heyrði hljóminn í Kjarnorku- blúsurum. Það er ekki leiðum að líkjast. Mér finnst Kjamorkublúsaramir mjög sérstök hljómsveit og það sem greinir hana m.a. frá öðmm svipuðum hljómsveitum er að hún er með hljómborð sem gefur tónlistinni svolítið sérstakan blæ. f lögum og textum sinum eru þeir að mótmæla hernaði hvar sem er í heiminum. Og tónlist þeirra er eins og nafnið gefur til kynna kraftmikið blúsrokk. Ég vonast bara til að fá að sjá þessa hljómsveit oftar. Teg. 1265 ^ Litur Ijósbrúnt Stœrðir 37-41 Tog. 1267 Litur Ijósbrúnt StœrAir 37-40 Teg. 1780 | Litir rauðbrúnn, svartur Stærðir 36—39 Tog. 1566 Litur rauðbrúnt/svart Loðfóðraðir, leður Stærðir 36-41 Hljómsveitin Kjarnorkublúsararnir. Póstsendum Höfum mikið úrval af stökum pörum á mjög hagstœöu verði Laugavegi 11 Rvík, sími 21675, og Vestmannaeyjum, sími 1826. Sérstakt tilboð til mánaðamóta GISLI SVAN EINARSSON (--------V Spurning dagsins iS -------i Ertu búin(n) að fá nóg af snjónum? Jóhanna Eriendsdóttir afgrelðslu- maður: Já, og þó, það er svo sem allt i lagi með snjóinn. Ég hef ekki óþægindi afhonum. Bjarni Guðmundsson lagerstjóri: Nei, aldrei nóg af snjó. Jóhann Friðgeirsson sjómaður: Nei, ekki svo. Það skiptir mig ekki svo miklu máli. Þröstur Sigurðsson bilstjóri: Já, ég hef samt ekki teljandi óþægindi af snjón- um. Hjörtur Haraldsson: Já, svona nokkurn veginn. Vona að hann fari að hypja sig. BrynJaMagnúsdóttir:Nei, ég fer á skíði í snjónum, svo mér leiöist ekkert.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.