Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1981. 3 MISBEITING VALDSI Spurning dagsins Örn Svavarsson, Arnartanga 78 Mos- fellssveit, skrifar: Næringaraukaefni svo sem vítamín og steinefni hafa verið flutt inn hér- lendis í a.m.k. 30 ár. Tollþjónar hafa flokkað þessa vöru undir 30. kafla tollskrárinnar, eins og einnig er gert erlendis. Fyrir fáeinum mánuðum fékk Jón Mýrdal deildarstjóri í tollin- um nokkur sýnishorn af slíkum efn- um, sem hann ákvarðaði í þennan kafla. 4. feb. sl. ætlaði ég að leysa út sendingu með þessum vörum, en þá neitaði Jón Mýrdal að afgreiða hana, því nú eigi þessar vörur kannski að fara í annan tollflokk, í staðinn fyrir 30. kafla með 15% tolli, á að reyna að koma vörunum 1 21. kafla með rúmlega 120% aðflutningsgjöldum. Neitun á afgreiðslu á vörum sem eru í réttum tollflokki, er mjög ger- ræðisleg misbeiting valds þessa emb- ættismanns. Fyrir mig er þetta ómældur kostnaður og fjárhagslegur skaði. Ef tollgæzlan vinnur að ein- hverjum breytingum, á hún að gera það án þess að valda innflytjendum fjárhagslegu tjóni. Eðlilegt væri líka að tilkynna slíkar breytingar með góðum fyrirvara, þannig að hægt sé að haga pöntunum í samræmi við gildandi reglur. Það eru forkastanleg vinnubrögð að breyta tollflokkum þegar vara er komin til landsins, og eins og i þessu tilfelli tvöfalda verð hennar, sem gerir hana ill- eða jafn- vel óseljanlega. Þegar ég benti Jóni Mýrdal á þetta og óskaði eftir af- hendingu vörunnar, sagði hann orð- rétt: „Ekki til að meina,” og hló. Þetta er vald embættismannsins. DB hafði samband við Jón Mýrdal deildarstjóra en hann kvað sér óheimilt að svara bréfinu. Hvað er Samhygð? Gísli Páll Jónsson, Akanesi, hringdi: Mig langar til að biðja DB að koma á framfæri nokkrum spurning- um fyrir mig varðandi samtök sem nefna sig Samhygð. Margt finnst mér óljóst við þessi samtök og held ég að það gæti orðið fróðlegt fyrir fólk að fá eitthvað á hreint um þessi samtök. 1. Við hverja á að hafa samband ef óskað er eftir þátttöku í Sam- hygð? 2. Hvert er markmið þessara sam- taka? 3. Þarf að greiða gjald fyrir þátt- töku í þessum samtökum? 4. Eru þessi samtök trúarlegs eðlis? 5. Hvaðan eru þessi samtök upp- runnin? 6. Hvað nefnast samtökin á erlendu máli? Deilur hafa verið uppi um það hvort ekki væri hollara fyrir landann að neyta náttúrulegra bætiefna frekar en tilbúinna. Finnur þú fyrir því að daginn sé farið að lengja? Valgerflur Eriingsdóttir skrifstofu- stúlka: Já, ég er mun hressari og betri á fætur á morgnana. Karl Jóhann Karlsson tæknlfræðingur: Já, já, auðvitað. Það munar strax um það þó ekki hafi mikið bætzt við. Flvturðu inn vörur f rá Svíþjóð? „FOB VASTERVIK" Gæti það lækkað innkaupsverðið? HAFSKIP HF. hefur um sextán ára skeið haldið uppi reglubundnum siglingum til Svíþjóðar, nú vikulega til Gautaborgar og hálfsmánaðarlega til Halmstad. HAFSKIP HF. hefur nú bætt við nýjum viðkomustað, nú á austurströnd Svíþjóðar, VÁSTERVIK, og verður viðkoma þar á 25 daga fresti. Borgin er staðsett miðja vegu milli Stokkhólms og Helsingborgar, en á því svæði eru f jölmargar verksmiðjur, sem selja þekktar vörutegundir til íslands. Tilgangur okkar með því að bæta VÁSTERVIK við aðra viðkomustaði HAFSKIPS í Svíþjóð, er að sjálfsögðu að bæta þjónustuna. Þannig geta nú innflytjendur, sem kaupa vörur frá VÁSTERVIK svæðinu gert samanburð á verði á innfluttri vöru'frá Svíþjóð. Athugið hvort hagkvæmara sé að kaupa vöruna „EX FACTORY” eða „FOB VÁSTERVIK' Allar frekari upplýsingar eru fúslega veittar í Markaðsdeild Hafskips hf. í síma 21160. :h: HAFSKIP HF. Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu,Sími 21160 M.S.LANGÁ 13.febrúar1981 13. mars 1981 Umboðsmaður í VÁSTERVIK: Knut Sjögren A/B S 59301 VÁSTERVIK P. O. Box 11, Telex: 3912 Sími: 0490-301 30 Inger Arnholtz sjúkraliði: Já, það fmnst mér. Ég er miklu frískari i gang á morgnana. Magnús Magnússon lifeyrisþegi: Já, ég er allur miklu léttari. Magnús Ármannsson tamningamaður: Já, dagurinn nýtist manni betur. Guðbjörg Ólafsdóttlr, húsmóðir m.m.: Já, það finnst mér. Dagurinn nýtist betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.