Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1981. Gert er ráð fyrir hvassri norðvestanátt sem snýst (norðanátt þegar líður á daginn um sunnan og vestanvort landið. Á Noröur- og Austurlandi er og verður allhvöss noröaustanátt með áljum. Einnig veröa ál sunnaniands þegar líöur á daginn. Klukkan 6 var norövestan 5, skaf- renningur og -1 stíg ( Reykjavlt, vetan 7, skýjað og -3 á Gufuskálum, vestan 4, ái og -3 stíg á Galtarvita, vestan 2, snjókoma og -2 stíg á Akureyri, norðvestan 4, él og -3 stíg á Raufarhöfn, haagviöri, él og 1 stíg á Dalatanga, vestan 6, skýjað og 4 stíg á Höfn og vestan 10, él og 0 stíg á Stórhöfða. í Þórshöfn var rigning og 8 stig, skýjað og -1 stíg ( Kaupmannahöfn, þoka og -7 stíg (Osló, iéttskýjað og -6 stíg ( Stokkhólmi, skýjað og 7 stíg I London, skýjað og 7 stíg ( Hamborg, skýjað og 2 stíg ( París, léttskýjað og 1 stíg ( Nladrid, léttskýjað og 8 stíg ( Lissabon og skýjað og 8 stig ( Nevv York. V i ■■■✓ Guflný Sveinsdóllir frá Sæbóli, sem lézt 25. janúar, fæddist 14. júní 1882 á Gili í Svartárdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Sveinn Sigvaldason og Ingibjörg Hannes- dóttir. Á unglingsárum sínum var hún í vinnumennsku hjá séra Stefáni Magnúsi Jónssyni. Árið 1904 giftist Guðný Magnúsi Dósóþeussyni. Bjuggu þau á Sæbóli í Aðalvík og áttu 7 dætur. Árið 1932 missti Guðný manninn og fluttist þá til ísafjarðar þar sem hún vann m.a. á sjúkrahúsinu. Þórey Þorsteinsdóttir kaupkona, sem lézt 29. janúar, fæddist 6. júlí 1901 á Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir og Þorsteinn Þor- steinsson. Á unga aldri fluttist Þórey með foreldrum sínum til Keflavíkur. Þórey vann verzlunarstörf, m.a. hjáO. Johnson og Kaaber og svo um árabil verzlun Marteins Einarssonar. Hún var stofnfélagi i ungmennafélaginu í Kefla- vík og var m.a. gerð að heiðursfélaga þar á 50 ára afmæli félagsins. Árið 1931 giftist Þórey Sigurði Sigurðssyni. Stofnuðu þau verzlunina Þorsteinsbúð sem hún rak allt til dauðadags. Þau áttu 3 börn. Sigrún Einarsdóttir lézt i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 3. febrúarsl. Jóna Jónsdóttir frá Munaðarnesi í Árneshreppi, lézt á Elliheimilinu Grund, 4. febrúar. Stefanía G. Stefánsdóttir frá Eskifirði, Bauganesi 15, lézt í öldrunardeild Landspítlans, Hátúni 10 B, 4. febrúar sl. Þorgeir Bjarnason bóndi, Hærings- stöðum, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju, laugardaginn 7. febrúar kl. 14. Karólína Kristjánsdóttir, Vatnsnesvegi 25 Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 14. Jónina Kristjánsdóttir Þórshöfn, sem lézt 27. janúar, fæddist 31. maí 1896 á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson og Sigríður Jóns- dóttir. Jónína bjó mestan hluta ævi sinnar á Þórshöfn en árið 1944 fluttist hún til Reykjavíkur. Árið 1917 giftist hún Jóhanni Tryggvasyni og áttu þau 2 dætur. Iþróttir Sundmót Ægis verður haldið i Sundhöll Reykjavikur dagana 9. og 10. febrúar næstkomandi. Keppt verður í eftirtöldum grcinum: Mánudaginn 9. febrúar: 1500 m skriðsund karla 1500 m skriðsund kvenna þriðjudaginn 10. febrúar: 400 m fjórsund karla 400 m fjórsund kvenna 200 m bringusund karla 200 m bringusund kvenna 200 m skriðsund karla 100 m skriðsund kvenna 200 m baksund karla 200 m baksund kvenna 200 m flugsund karla 100 m flugsund kvenna 4 x 100 m skriðsund karla 4 x 100 m fjórsund kvenna Þáttöku skal skila á timavarðarkortum SSÍ fyrir laugardaginn 7. febrúar til Kristins Kolbeinssonar, Granaskjóli 17 Rvk, sími 10963, cða Guðfinns ólafs sonar, Gyðufelli 10 Rvk. simi 72379. Með þálttöku skulu fylgja 5 nýkr. fyrir hvcrja grein. Styrkir úr Rartnsóknarsjóði IBM Nýlcga var úthlutað i áttunda sinn slyrkjum úr Rann- sóknarsjóði ÍBM vegna Reiknistofnunar Háskólans. Alls bárust 10 umsóknir og hlutu 7 umsækjendur slyrk úr sjóðnum, samtals kr. 45.000. Styrkina hlutu: Raunvísindastofnun Hákólans, Ágúst Kvaran, Ingvar Árnason og sigurjón N. Ólafsson, skr. 5.000, til tölvuvinnslu á litrófsmæligögnum vegna rannsókna i ólífrænniefnafræði. Ásbjörn Jóhannesson. Rannsóknastofnun byggingar iðnaðarins, kr. 5.000, til aö aðlaga reiknilikan fyrir ákvarðanir um hagkvæmasta viðhald vega á Islandi. Jóhann Axelsson og Sigfús Björnsson, Rannsóknar- stofu Hl í lífeðlisfræði, kr. 10.000, til lifeðlisfræðilegs samanbúrðar á tslendingum og islenzka þjóðarbrotinu i Kanada. Jón óttar Ragnarsson og Erla Stefánsdóttir, Efna- fræðiskor Háskóla Islands, kr. 10.000, til úrvinnslu gagna um mataræði Islcndinga úr búrcikningakönnun Hagstofunnar. Kristján Kristjánsson, Sigmundur Guðbjarnason(og Sigurjón N. Ólafsson, Raunvisindastofnun Háskól- ans, kr. 5.000. til kaupa á svonefndu SIMCA-forrita- safni fyrir munsturgreiningu á niðurstöðum efnagrein inga. Magnús B. Jónsson, Bændaskólanum á Hvanneyri. kr. 5.000, til útreikninga á kynbótum á islenzka naut- gripastofninum m.t.t. bæði mjólkur- og kjötfram- lciðslu. Sigrún Klara Hanncsdóttir, Félagsvisindadeild Há skólans, kr. 5.000, til aðsetja upp forrit fyrir tölvuleit í gagnabanka vegna kcnnslu svo og tölvusetningu is- lenzkra heimilda. Nýr eigandi Hár-Hússins Þann 19. janúar sl. tók Jan við rekstri Hár-Húss. Skólavörðustíg 42. Jan er tslendingur i aðra ætt en tók mcistarapróf i hárskurði og hárgreiðslu erlendis. Hann hefur starfaö erlcndis og á Islandi hefur hann starfað sl. þrjú ár. Simi í Hár-Húsinu er 10485. Sígild tónlist í hljóðvarpi Heldur var þrettándinn þunnur hjá þeim hljóðvarpsmönnum í gær- kvöldi. Satt að segja setti að mér kviða þegar ég var búinn að játast undir að hlusta á dagskrá hljóðvarps- ins. Hljóðvarpskvöldið hófst^hjá mér þegar Vettvangsþáttur þeirra Sigmars B. og Ástu var u.þ.b. hálfnaður. Ósköp léttur og meiniaus þáttur en ég verð þó að segja að söknuður er að Víðsjár-þáttum fréttastofunnar. Oft er talað um að sígild tónlist tröllríði hljóðvarpinu. Ég tók lauslega saman hlutfall þessarar tónlistar í dag- skránni i þessari viku. Hlutfallið er allt frá því að vera um 15% í 25% Ekki eru það nein ósköp. En sé litið á útsendingartímann lítur málið öðru- vísi út. Oft eru kvöldtónleikar á bezta útsendingartímanum. Hápunktur út- sendinga sígildrar tónlistar er þó á fimmtudagskvöldum og var gær- kvöldið sízt af öllu undantekning frá þessari reglu. í nærri því einn og hálf- an tíma frá kl. 20—21.30 fluttu starfsmenn tónlistardeildar landslýðs boðskapinn. Hafa menn þessir ekki séð hlustjndakönnunina er gerð var hér um árið eða eru þeir eins og strút- urinn, stinga höfðinu í sandinn? Af því sem á undan er sagt má ekki draga þá ályktun að ég sé á móti sí- gildri tónlist, síður en svo. En hvað sjálfan mig snertir finnst mér betra að bregða plötu á fóninn og þá um leið að velja mér þá tónlist sem mig langar til að hlusta á í það og það skiptið. Einhverjum kann að detta í hug að maðurinn sé, þar með að mæla með því að fólk kaupi sér plötuspilara og útvarpið leggi niður útsendingar á sígildri tónlist. Nei, síður en svo, en væri ekki rétt að taka upp meiri tónlistarfræðslu. Fyrir u.þ.b. tíu árum var þáttur í umsjón Jóns Stefánssonar söngstjóra sem hét Þetta vil ég heyra. Þáttur Jóns varð til þess að ég fór að hlusta meira á sígilda tónlist. Að vísu eru stórgóðir þættir Atla Heimis Sveinssonar á laugardögum en þáttur með léttu rabbi um tónlist og höfunda hennar væri ekki síður þarfur þeim sem eru að byrja að hlusta á sígilda tónlist. Starfsmenn tónlistardeildar: Út- varpshlustendur eru síbreytilegur hópur og þeir sem hlusta í dag eru ekki þeir sömu og hlusta á morgun. - JSB Fordæming á setningu bráðabirgðalaganna Stjórn og trúnaðarmannaráð Trésmiðafélags Reykja- víkur fordæmir harðlega síendurtekna ihlutun stjórnvalda I gildandi kjarasamninga, cins og gert var með setningu bráöabirgðalaganna um sl. áramót. Einnig mótmælir fundurinn þeim vinnubrögðum stjórnvalda, að þrátt fyrir marggefnar yfirlýsingar þeirra um samráð við verkalýðshreyfinguna eru slik samráðaðengu höfð. Slík vinnubrögðsem þessieru fordæmanleg. Að visu eru gcfin fyrirheit þess efnis að sú skcrðing visitölubóta nú í byrjun árs, sem lciðir af lögunum skili sér siðar á árinu vegna afnárns skcrðingarákvæða „Ölafslaga” á vísitölu, með skattalækkun og fleiri fyrirheitum, sem koma fram í efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar. Verkalýðshreyfingin hlýtur að vera tortryggin á þessar aðgerðir og að þær skili þeim kaupmætti sem nýgerðir kjarasamningar tryggðu. Fundurinn telur að því aðeins verði hægt að una þessum aðgerðum án mótaðgerða að í raun verði um sama kaupmátt að ræða og samningar tryggðu. Af framansögðu hefur fundurinn allan fyrirvara á' um þessar ráðstafanir stjórnvalda og áskilur sér fyllsta rétt til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja um- saminn kaupmátt. Stjórnmétafundir Alþýðubandalagið Kópavogi heldur árshátíð sína laugardaginn 7. febrúar og hefst hún á þorramat kl. 19.30. Þá verðaskemmtiatriðiogdans. Alþýðuflokkurinn í Reykjavík: \ Borgarframkvæmdir 1981 Stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Rcykjavik efnir til kjördæmisþings um borgarframkvæmdir I98l í Kristalsal Hótels Loftleiða laugardaginn 7. febrúar nk. Rétt til þingsetu eiga allir aðalfulltrúar og varafull- trúar i fulltrúaráðinu sem og allir trúnaðarmenn Al- þýðuflokksins i borginni i siðustu kosningum. Dagskrá þingsins vcrður i aðalatriðum á þcssa leið: Kl. 10.00: Þingsetning. Sigurður E. Guðmundsson, formaður fulltrúaráðsins. Kl. 10.10: Menningarmál og asskulýðsmál í borginni: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, stjórnarformaður. Kjarvals- staða og formaður Æskulýðsráðs. Kl. 10.30: Atvinnumál í Reykjavík: Björgvin Guð- mundsson borgarfulltrúi, stjórnarformaður BÚR og formaður hafnarstjórnar. Kl. I0.50: Húsnæðismál i borginni: Sigurður E. Guð- mundsson varaborgarfulltrúi, stjórnarformaður Bygg- ingasjóðs Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Stjórn verkamannabústaöa i Reykjavik. Kl. 11.10: Skipaö i starfshópa. Kl. 12—I3.I5: Matarhlé. Kl. 13:15— 15.30: Starfshópar starfa. Kl. 15.30— 17: Starfshópar skila áliti. Umræður. Kl. 17.00: Þingslit. Fundarstjóri verður Ragna Bergmann, varafor- maður Verkakvennafélagsins Framsóknar og fulltrúa- ráðs alþýðuflokksfélaganna i Reykjavik. Þingfulltrúar eru beðnir um að koma tilkynningum um þátttöku sína í þingstörfunum á skrifstofu Alþýðu- flokksins, simi 15020. Félög sjálfstæðismanna í Breiðholti boða til hverfafundar i félagsheimilinu að Seljabraut 54 laugardaginn 7. febrúar og hefst fundurinn kl. 14. Borgarfulltrúarnir Davið Oddson, Magnús L. Sveinsson og Albert Guflmundsson mæta á fundinn og hafa framsögu um stefnu Sjálfstæðisflokksisn i borgarmálum. Að loknum framsöguræðum munu borgarfulltrúarnir svara fyrirspurnum. Fundarstjóri fHreiðar Jónsson klæðskerameistari. FundarritararKristján Guðbjartsson fulltrúi og Guð- rnundur H. Sigmundsson kaupmaður. Ibúar hverfanna eru hvattir til að fjölmenna. Alþýðubandalagið á Akranesi Opið hús verður i Rein laugardaginn 7. febrúar frá kl. 13.30. Gísli Sigurkarlsson kennari les úr Ijóðum sinum og situr fyrir svörum. Hjálmar Þorsteinsson leikur tónlist milli atriða. Launþegafélag sjálfstæðisfólks á Suðurnesjum heldur fræðslufund laugardaginn 7. febrúar í sam- komuhúsinu í Garðinum. Fundurinn hefst kl. 14.00. Frummælandi verður prófessor Sigurður Lindal. Um- ræður og fyrirspurnir. Aðalfundur Framsóknar- félags Eyrarsveitar verður haldinn sunnudaginn 8. febr. kl. 14 í kaffistofu Hraðfrystihúyss Grundarfjarðar. Grundarfirði. Fundarefni: l. Venjulega aðalfundarstörf. 2. Hjálmar Gunnarsson kynnir hreppsnefndarstörf. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Garðar Sigurðsson alþingismaður verður með viðtals- tima að Kirkjuvegi 7 laugardaginn 7. febrúar kl. 14. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar í kvöld, föstudag, kl. 20.30 í fundarsal Sóknar að Freyjugötu 27. Fundinum verður framhaldið á morgun samkvæmt nánari ákvörðun miðstjórnar. Á dagskrá fundarins er flokksstarfið, framkvæmda- áætlun i orkumálum, stjórnmálaviðhorfið og þingmál. Sjálfstæðisfélag Miðneshrepps Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 8. febrúar kl. 14 í barnaskólanum. Fundarefni: l.Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Garðabær — Bessastaðahreppur Fundur um bæjarmálin verður haldinn laugar- daginn7. febr. kl. 14 i Goðatúni 2. Bridgespilarinn Út er komið fyrsta bindi og jafnframt fyrsta tölublað af Bridgespilaranum sem er nýtt bridgeblað. I blaðinu er m.a. sagt frá úrslitum í bikarkeppni BSl 1980, viðtal við Þorgeir Eyjólfsson forseta BSÍ, pistill frá Bridge- félagi Akurcyrar og Guðmundur P. Arnarson skrifar við viðvörunarregluna. Einnig eru nokkrir fastir þættir i blaðinu, svo sem verðlaunaþrautir, Hvað seg- irðu? og sagnakeppni. Úlgefandi og ábyrgðarmaður er Páll Bergsson. I ritstjórn eru Guðmundur Páll Arnar- son, Guðmundur Sv. Hermannsson, Páll Bergsson, Jón Baldursson og Vigfús Pálsson. Hver saknar hjólbarða og f elgu? Rannsóknarlögreglan er með hjól-’ barða og felgu af tveggja dyra bíl í vörzlu sinni. Hjólbarðanum og felg- unni var stolið á Laufásvegi eða þar i kring 7. janúar sl. Ef einhver saknar slikra hluta ætti hann að hafa samband viðRLR. GENGIÐ GEIMGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 25 — 5. febrúar 1981. gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 6,230 6,248 6,873 1 Sterlingspund 14,884 14,727 16,200 1 Kanadadollar 5,221 5,237 5,760 1 Dönskkróna 0,9563 0,9591 1,0550 1 Norskkróna 1,1621 1,1655 1,2821 1 Saansk króna 1,3659 1,3699 1,5069 1 Finnsktmark 1,5467 1,5511 1,7062 1 Franskur franki 1,2740 1,2777 1,4055 1 Belg. franki 0,1830 0,1835 0,2019 1 Svissn. franki 3,2385 3,2478 3,5726 1 Hollenzk florina 2,7063 2,7142 3,9856 1 V.-þýzkt mark 2,9366 2,9451 3,2396 1 (tölsk l(ra 0,00618 0,00620 0,00682 1 Austurr. Sch. 0,4148 0,4160 0,4576 1 Portug. Escudo 0,1119 0,1122 0,1234 1 Spánskurpesetí 0,0744 0,0746 0,0821 1 Japansktyen 0,03088 0,03097 0,03407 1 Irskt pund 10,935 10,967 12,064 SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 7,7273 7,7496 * Breyting frá siðustu skróningu. Simsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.