Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 12
íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ástbjörg Gunnarsdóttir, formaður Fimleikasambands Islands. Mikið annríki f ramundan hjá fimleikafólki — Ungiingameistaramótið hef st á morgun. NM unglinga verður háð hér á landi 1982 „Keppnistímabil Fimleikasambands Islands cr nú aö hefjast og það verður mikið annriki hjá fimleikafólki og öðrum, sem starfa að fimleikum á næstunni,” sagði Ástbjörg Gunnars- dóttir, formaður Fimleikasambands Islands, þegar hún leit inn á ritstjórn Dagblaðsins nýlega. Á nýafstöðnu ársþingi Norræna fimleikasambandsins, semi tveir fulltrúar FSt sóttu til Stokkhólms, var m;a. samþykkt að Unglingameistaramót Norðurlanda færi fram hér á landi vorið 1982. Það ætti að verða fimleikunum hér á landi mikil lyftistöng að gefa okkar unga fimleikafólki tækifæri til að’ keppa viðjafnaldra sína frá hinum Norðurlöndunum. Unglingameistaramót FSt er fyrsta keppnin á mótaskrá og verður í íþróttahúsi Kennaraháskóla tslands laugardaginn 7. febrúar kl. 10.00. F.h. keppa piltar og kl. 13.00 stúlkur. Sunnudaginn 8. febrúar hefst úrslitakeppnin kl. 13.00. Keppt verður í 4 aldursflokkum; lOáraogyngri 11—12 ára 13—14áraog 15—16 ára. Félög úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri senda stúlkur og pilta í unglingameistaramótið og er búizt við skemmtilegri keppni, 40—50 þátttakenda. Hinn 15. febrúar verður mót fullorðinna, 17 ára og eldri. i íþróttahúsi HKt. Á sama stað verður bikarmót FSl 1. marz — úrslit. 28.-29. marz verður íslandsmótið — skylduæfingar og frjálsar æfingar, líka í íþróttahúsi Kennaraháskólans. 2. maí verður vormót FSl á Akureyri. Þá verður keppni í nútímafimleikum 9. maí og vorsýning 23. maí. Ólafsfirðingar leita þjálfara Sú meinlega villa slæddist hér inn i auglýsingu frá Leiftri á Ólafsfirði i fyrradag að annað simanúmeranna er henni fvlgdi var rangt. Átti það að vera 15324 en ekki 15342 eins og ritað var. Hitt númeriðer81333ogstendurenngott oggilt. Það er Ingólfur Hannesson, iþróttafréttamaður Þjv., sem er að reyna að útvega Ólafsfiröingum knattspyrnuþjálfara fyrir sumarið en mikill hugur er I hinum ungu leikmönnum félagsins. Þess má geta að Leiftur hefur tryggt sér þátt- tökurétt í úrslitakeppni knattspyrnumóts UMFl, scm fram mun fara á Ákureyri i sumar. Hafi menn áhuga á að taka þjálfun þessara pilta að sér er rétt fyrir þá að snúa sér til Ingólfs, sem veitir allar nánari upplýsingar. Siminn er 15324 (heima) og 81333 i vinnunni. -SSv. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1981. Markametið slegið — myndirnar að ofan sýna þegar Siggi Sveins skoraði sitt 126. mark I 1. deild.Efst reynir hann markskot á 32. mín. Valsvörnin þétt fyrirog ver (mynd 1). Siggi nær knettinum aftur (mynd 2). Þá er ekki að sökum að spyrja. Þrumufleygur með vinstri (mynd) og Þorlákur Kjartansson, markvörður Vals, kom ekki við neinum vörnum. DB-myndir Einar Ólasoní Þróttur sigraði Val 28-25 í Laugardalshöll í gærkvöld: — sagði Lugi-þjálfarinn Bertil Anderson eftir að Lugi tapaði fyrir Redbergslid f Allsvenskan í handbolta „Viö gerðum okkur grein fyrir því að bakslagið hlaut að koma fyrr eða siðar. Þetta var áttundi leikur okkar frá. 5. janúar,” sgði Lugi-þjálfarinn, Bertil Andersson, eftlr að Redbergslid hafði sigrað Lugi frá Lundi á heimavelli 19- 17 um síðustu 'helgi. Staðan í hálfieik var 8-7 fyrir Redbergslid í hálfleik. Um tíma i síðari hálfleiknum var sjö marka munur, 16-9, en Lugi-leikmönnunum tókst að laga stöðuna nokkuð án þess þó nokkru sinni að ógna sigri Red- bergslid. Claes Ribendahl var atkvæðamestur leikmanna Lugi í leiknum. Skoraði 10 mörk í leiknum eða öll Lugi-mörkin nema sjö. Fimm vítaköst. Bent Nyberg, 2, Per Davidsson, Sten Sjögren, Mikael Kozak, Hakon Hansson og Christian Zetterström skoruðu eitt mark hver. Af öðrum úrslitum í 17. umferðinni má nefna að Drott vann Heim 34-22, Frölunde og Ystad gerðu jafntefli 20- 20, H43 vann Vikingama 24-23 i Lundi. Hellas tapaði i Stokkhólmi fyrir Warta 14-17 og VIF/Gute vann Kristianstad 26-19. Greinilegt að síðast- nefnda liðið, sem Víkingurinn Stefán Halldórsson lék með síðustu árin, er að fallaniðurí2.deild. Ystad 17 10 3 4 353-311 23 Warta 17 11 1 5 313-297 23 Drott 17 8 3 6 373-360 19 LUGI 17 8 3 6 362-354 19 Heim 17 8 3 6 376-376 19 Vikingarna 17 8 1 8 389-376 17 Redbergslid 17 8 1 8 306-319 17 frölunda 17 7 2 8 349-338 16 H 43 17 7 2 8 368-374 16 VIFGute 17 6 2 9 336-344 14 Hellas 17 5 2 10 313-357 12 Kristianstad 17 4 1 12 293-326 9 Leikur Vals og Þróttar átti ósköp lítið skylt við handknattleik, var leikinn .eins og á bernskuárum handboltans hér á landi — maður á mann — eða þar til Oldfield varpaði 21,31 Bandaríski kúluvarparinn frægi, Brian Oldfield, sigraði í kúluvarpi á innanhússmóti i Milanó á Ítalíu í fyrra- kvöld, varpaði 21,31 metra. Oldfield hefur fengið áhugamannaréttindi sin aftur. Sem atvinnumaður varpaði hann 22,86 metra, miklu lengra en nokkur annar hefur gert. Þá var keppt í há- stökki í Milanó. Pólverjinn Wzsola sigraði, stökk 2,26 m, en Bandarikja- maðurinn Dwight Stones varð annar með 2,23 m. -hsím. sænska liðið Kristianstad kom hingað 1947, ef ég man rétt. Eftir þá heimsókn breyttist handboltinn hér algjörlega, farið að leika vörn eins og við þekkjum í dag. Hins vegar var furðulegt hvað „leik- leysa” Þróttar kom Valsmönnum úr jafnvægi. Þróttur lék maður á mann allan fyrri hálfleikinn — í þeim síðari var vörnin eðlileg að öðru leyti en því að Siggi Sveins var langt frammi á velli, oftast einn — fékk knöttinn ef Þróttar- vörnin eða markvörður náðu knettin- um. Auðveld leiðin þá að markinu, auk þess sem hann sjálfur komst talsvert inn i sendingar Valsmanna. Mörkin hans urðu því 16 alls — mesta marka- skorun einstaklinga í leik í 1. deild í vetur. Áður hafði Siggi skorað 15 — einnig Alfreð Gíslason, KR, og Brynjar Harðarson, Val. Leikurinn var lengstum í járnum Jafntefli Vest- mannaeyjaliðanna —í meistaraf lokki karla Týr og Þór geröu jafntefli í meistara- flokki karla á Vestmannaeyjamótinu i handknattleik í gær, 16-16, eftir að Þór hafði haft yfir, 9-7, í hálfleik. Þór mis- notaði fjögur vítaköst í leiknum og það reyndist dýrt. Sigurlás Þorleifsson var markahæstur í liði Týs með 9/6 mörk. Ólafur Lárusson skoraði 5. Hjá Þór var Herbert Þorleifsson markahæstur með 5/3 mörk. Gestur Matthiasson og Andrés Bridde skoruðu þrjú mörk hvor. Ein umferð hefur verið háð i mótinu, leikið i öllum flokkum. Þór hefur þar yfirhöndina, sigraði 3-2 í 2. fl. kvenna, 4-0 í 3. flokki kvenna, 7-4 í 4. flokki karla A, 7-4 í 4. fl. B og 7-3 í 5. fl. B. Hins vegar varð jafntefli, 4-4, í 5. fl. karla A og í 3. flokki karla sigraði Týr meðll-7. - FÓV. hvað mörkin snerti, 14-13 fyrir Val í hálfleik — 20-20 á 42. mín. en síðan sigu Þróttarar fram úr og sigruðu örugglega, 28-25. .- Mörk Þróttar í leiknum skoruðu Siggi 16/3, Páll Ólafsson 3, Jón Viðar 3, Magnús Margeirsson 2, Ólafur H. 2, Einar Sveinsson (bróðir Sigga) 1 og Sveinlaugur Kristjánsson 1. Mörk Vals skoruðu Brynjar 8/3, Þorbjörn Guð- mundsson 5, Bjarni Guðmundsson 4, Þorbjörn Jensson 3, Steindór Gunnars- son 3, Stefán Halldórsson 1 og Jón Pétur Jónsson 1. Að lokum má geta þess að Siggi Sveins misnotaði tvö víta- köstíleiknum. -hsim. Skoraði 28 mörk gegn Val — íbáðum leikjunum ííslandsmótinu Mörk Sigurðar Sveinssonar skiptust þannig gegn elnstökum félögum í mótinu: Fyrri umferðin: KR 9, Haukar 8, Fram 12, Víkingur 9, FH 14, Valur 12, Fylkir 4. í síðari umferðinni: Haukar 5, KR 15, Fram 5, Fylkir 13, FH 9, Víkingur 4 og Valur 16. Ef tekið er saman gegn einstökum félögum litur það þannig út: 28 mörk gegn Val 24 mörk gegn KR 23 mörk gegn FH 17 mörk gegn Fram 17 mörk gegn Fylki 13 mörk gegn Haukum 13 mörk gegn Víking. - hsím. Landslið Islands f B-keppnina valið — og sömu 16 leikmenn munu einnig leika landsleikina gegn Austur-Þjóðver jum „Þetta verður lið Islands i B-keppn- inni í Frakklandi svo og í landsleikjun- um gegn Austur-Þjóðverjum hér heima 13. og 15. febrúar næstkomandi,” sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ari þegar hann tiikynnti val sitt á lands- liðinu í gærkvöld. I liðinu eru eftirtaldir menn — 16 talsins: Markverðir: Einar Þorvarðar- son, HK, Jens Einarsson, Tý, Kristján Sigmundsson, Víking. Aðrir leikmenn: Ólafur H. Jónsson, Þrótti, fyrirliði, Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson, báðir Þrótti, Páll Björgvinsson, Guð- mundur Guðmundsson, Steinar Birgis- son og Þorbergur Aðalsteinsson, allir Víking, Bjarni Guðmundsson, Steindór Gunnarsson, Stefán Halldórsson og Þorbjörn Guðmundsson, allir Val, Axel Axelsson og Atli Hilmarsson, báðir Fram. .hsim> BAKSLAGIÐ HLAUT AD KOMA FYRR EDA SÍDAR FUÓTIR KAPPAR ÞESSIR Stanley Floyd, fljótasti maður heims á siðasta ári, setti nýtt heimsmet í 60 jarda hlaupi á móti i Dailas, Texas, um siðustu helgi eins og skýrt var frá í mánudagsblaði DB. Hann hljóp vega- lengdina á 6,04 sek. sem er bezti timi sem náðst hefur innanhúss. Bezt áður átti Houston McTear, einnig USA, 6,05 sek., sett i Madison Square Garden í New York fyrlr þremur árum. Geysilega hörð keppni var i hlaupinu í Dallas. Á myndinni að ofan kemur Floyd, lengst til hægri, i mark. Herkie Walls varð annar á 6,15 sek. og Brucé Davis þriðji á 6,17 sek. Hann er lengst til vinstri — aðeins sautján ára. Bezti heimstimi sem náðst hefur i hans aldursflokki. „Það var gaman að skora öll þessi mörk i leiknum gegn Val — já, ég hafði gaman af leiknum,” sagði Sigurður Sveinsson, Þrótti, eftir að hann hafði skorað 16 mörk gegn Valsmönnum i 1. deildinni i handknattleiknum. Þróttur sigraði 28-25 og með þessum mikla markafjölda bætti Siggi markamet Harðar Sigmarssonar, Haukum, sett fyrir fimm árum, um tiu mörk. Hefur hann þá skorað 135 mörk i leikjum sinum með Þrótti i vetur. Met Harðar var 125 mörk. Það var eftir 32 mín. — eða fyrst i siðari hálfleik, sem Siggi Sveins skoraði sitt sjöunda mark i leiknum og var þvi fagnað mjög af áhorfendum. Fyrir leikinn hafði hann skoraði 119 mörk og hafði þar með bætt metið með sjöunda markinu. Á eftir fylgdu niu mörk hjá honum til við- bótar. Það er athyglisvert að aðeins 28 mörk af þessum 135 eru skoruð úr vita- köstum — Sigurður skoraði því 107 mörk utan af velli, flest með miklum þrumuskotum. Hörður skoraði mun fleiri mörk úr vitaköstum í neti sínu. Þetta er mikið afrek hjá Sigurði — rúmlega 9,6 mörk að meðaltali í leik, og sýnir hver yfirburðamaður hann er i markskotum. „Við ákváðum að taka létt á málun- um í þessum leik við Val. Strákarnir urðu alveg steinhissa þegar Ólafur H. Jónsson tilkynnti að leikið yrði maður á mann. Við höfum ekkert getað undir- búið okkur fyrir leikinn en með því að leika frjálst og óhindrað var möguleiki á því að Siggi skoraði mikið af mörk- um. Við gerðum þetta líka til að áhorf- endur gætu skemmt sér. Alvaran hefur verið of mikil oftast. Úrslit leiksins skiptu í sjálfu sér engu máli — okkar mat var það að gefa ætti Sigga tæki- færi til að skora sem mest,” sagði Axel Axelsson, liðsstjóri Þróttar, eftir leik- inn. Þróttur hafði þegar tryggt sér ann- að sætið í mótinu — þó liðið þurfi reyndar að keppa um Evrópusæti. Sigur Stúdenta var öruggur f rá upphafi Stúdentum varð ekki skotaskuld úr þvi afl tryggja sér bæði stigin gegn ráð- villtum Armenningum i iþróttahúsi Kennaraháskólans i gærkvöld. Loka- tölur urflu 87-67 ÍS i vil eftir afl staflan hafði verið 41-28 fyrir þá i hálfleik. Sigurinn var allan timann öruggur — allt frá fyrstu minútu, en með meiri yfirvegun hefðu Stúdentar átt að geta unnið miklu stærri sigur. ÍS komst yfir strax í byrjun og munurinn jókst hægt og þétt. Samt hafði maður það á tilfinningunni að Ármenningar gætu staðið í þeim ef þeir skipulegðu vörnina hjá sér ögn betur. Því var hins vegar ekki fyrir að fara og upphaf síðari hálfleiksins gerði útslag- ið. Þá keyrði ÍS upp hraðann á sama tíma og allt fór í handaskolum hjá Ár- menningunum. Hvað eftir annað brunuðu Stúdentar einir upp og skoruðu og stigin hlóðust upp. Eftir 8 mín. var staðan orðin 65-40 og ljóst hvert stefndi. Þremur min. síðar var munurinn orðinn 33 stig, 77-44. Þegar hér var komið sögu urðu alger kaflaskipti í leiknum. Einbeiting Stúd- entanna þvarr með hverri mínútúnni á sama tíma og Ármenningar gengu á lagið. Munurinn minnkaði jafnt og þétt og stöðvaðist svo loks í 20 Stigum, 87- 67. Mark Coleman hvildi lokakaflann hjá ÍS og datt hraðinn strax niður hjá liðinu við það. Mótstaða Ármenninga var hins vegar ekki meiri en svo að engu máli skipti. Það er erfitt að ætla sér að taka fram hverjir voru betri en aðrir í þessum leik. Yfirburðir ÍS voru allan tímann svo augljósir að um keppni varð aldrei al- mennilega að ræða. Gisli átti einn af sínum betri dögum og auk ágæts Staðan í úrvalsdeild Staðan í úrvaisdeildinni eftir leikinn i gærkvöld: Njarðvik 16 14 2 1578-1275 28 Valur 16 11 5 1386-1293 22 KR 16 8 8 1346-1296 16 ÍR 16 8 8 1311-1323 16 ÍS 16 6 10 1295-1362 12 Ármann 16 1 15 1157-1524 2 Næsti leikur er i kvöld og mætast þá Njarðvík og ÍR kl. 20 i Njarövíkum; Sigri Njarðvikingar eru þeir þar með búnir afl tryggja sér titilinn endanlega. varnarleiks skoraði hann 16 stig. Bjarni Gunnar átti og ágætan leik þótt til- burðir hans séu á stundum dálítið kostulegir. Snerpan farin að gefa sig aðeins. Árni var mistækur og sömu sögu er að segja um Jón Oddsson þótt báðir skoruðu slangur af stigum. Cole- man var þokkalegur en hefur öft leikið miklu betur. Ármenningar voru flestir á sama planinu. Atli átti þ'ó inn á milli góð langskot, sem höfnuðu á réttum stað. Valdimar lék sæmilega en átti slæmar villur og sömu sögu má reyndar segja um Kristján Rafnsson, sem kom einna bezt út. Vítahittni hans var þó afleit. Hörðurvar frískur. Stigin: ÍS: Mark Coleman 24, Bjarni Gunnar Sveinsson 18, Gísli Gislason 16, Árni Guðmundsson 10, Jón Odds- son 9, Ingi Stefánsson 6, Albert Guð- mundsson 2, Jón Óskarsson 2. Ármann: Kristján Rafnsson 16, Atli Arason 13, Valdimar Guðlaugsson 13, Hörður Arnarson 10, Guðmundur Sigurðsson 6, Jón Björgvinsson 4, Bogi Fransson4, Hannes Hjálmarsson 2. Kristbjörn Albertsson og Sigurður Valur Halldórsson dæmdu leikinn og fórst það vel úr hendi. Siggi Sveins skoraði 16 og bætti markametið í 135 mörk

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.