Dagblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent D Dönsk f erðaskrif stofa skipuleggur íslands- og Grænlandsf erðir: Tjæreborg byrjar leiguflug tíl íslands —Vikuf erð til íslands kostar um 3200 krónur með einni máltíð á dag Dönsk ferðaskrífstofa hefur nú. skipulagt leiguferðir tii Grænlands og, lslands og er það i fyrsta sinn sem slikar ferðir eru skipulagðar af dönskurn aðilum, að því er segir í frétt danska dagblaösins Politiken. Samkvæmt frétt blaösins er það ferðaskrifstofa Tjæreborgar prests-' ins sem stendur fyrir þessum ferðum. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar, H.H. Dahl Andersen, sagði í samtali við Politiken: „Fyrsta leigu- Bugið norður verður fariö frá Kastrupflugvelli þann 11. maí. Fólk getur valið á milli átta daga ferða hvort heldur er til fslands eða Græn- lands eöa fjórtjm daga ferðar til beggja landanna.” Vikuferð til fslands kemur til með að kosta um 3200 krónur. Ódýrasta ferðin til Grænlands, vikuferð með fullu fæði, kostar 3348 krónur. Frá 5000 krónum kostar síðan fjórtán daga ferðin til Grænlands og f slands. Auk þessa hefur Tjæreborg ferða- skrifstofan skipulagt ieiguferðir inn- an Danmerkur (samstarfi við „Hvide hus” hótelkeöjuna. Ullmann heiðruð Liv Ullman hafa verið veitt Human Dignity verðlaunin en þau eru jafnan veitt þekktu fólki sem notað hefur frægð sfna í þágu mannréttindamála. Liv Ullmann lét einkum til sín taka í sambandi við flóttafólk frá Kampútseu og hungursneyðina í Eþíópíu. Það var rabbíinn William Berkowitz sem af- henti UUmann verðlaunin á vegum Bnai Jesshurun samtakanna. „Grogetur- unnið kosn■ „Við viljum Gro vegna þess, að hún getur unnið kosningarnar fyrir okkur.” Þannig hljóðaði skeyti frá Edle Ystmark, formanni kvenna- deildar Verkamannaflokksins 1 Norður-Þrændialögum, til mið- stjórnar Verkamannaflokksins. Skeytið er dæmigert fyrir þau skeyti, sem bárust til höfuðstöðva Verka- mannaflokksins í hundruðatali. Skipan Gro Harlem Brundtland hefur mælzt mjög vel fyrir meðal hins almenna kjósanda Verkamanna- flokksins og raunar nær ánægjan með skipan hins nýja forsætisráð- herra langt út fyrir raðir Verka- mannaflokksins. „Auðvitað er það mikilvægt fyrir okkur að kona skuli verða forsætis- ráðherra en konan er líka hæfust þeirra sem til greina komu. Hún er harðdugleg,” sagði Edle Ystmark. Bruntland boðartil fundarum sama-málið Hinn nýi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, stendur nú frammi fyrir miklu vandamáli, hinu sama og fyrirrennari hennar í starfi, Odvar Nordli, átti við að glíma. Það er Alta-málið svonefnda og kröftug mótmæli sama vegna fyrirhugaöra virkjunarframkvæmda í Alta i Norður-Noregi. Nú hefur það gerzt, að hópur norskra lækna af sama-ættum hefur ákært Gro Harlem fyrir að hafa látið lögregluna fjarlægja sama-konur, sem setzt höfðu að í forsætisráðu- neytinu til að mótmæla virkjunar- framkvæmdunum við Alta. Andstæðingar virkjunarfram- kvæmdanna í Alta lýstu í fyrstu ánægju sinni með skipan hins nýja forsætisráðherra, sem áður var um- hverfisverndarmálaráðherra og átti þá mjög náið og gott samstarf við umhverfisverndarmenn. Gro Harlem Brundtlandt hefur hins vegar lýst því yfir, að ekki komi til greina að fresta virkjunarframkvæmdunum við Alta, þrátt fyrir miklar mótmælaaðgerðir, þar á meðal hungurverkfall fimm sama í Osló. í dag hefur Gro Harlem Brundt- land boðað fulltrúa hinna ýmsu sama-hópa á sinn fund í þeim til- gangi að finna grundvallarlausn á málum sama. Fyrsta konan á Noröurlöndum sem gegnir embætti forsætisráðherra, Gro Harlem Brundtland. „Jafnrétti er að viðurkenna áhugamál og skoðanir hvort annars, einnig I stjúrnmálum.” Brundtland hjónin eru sammála um að hægt sé fyrir hjón að tilheyra sitt hvorum stjórnmálaflokknunr og hægri maðurinn, Arne Olav Brundtland, er hæstánægðurfmeð að eiginkona hans skuli nú vera oröin forsætisráðherra I stjórn Verkamannaflokksins. _ _ GJERDE „UPPGOTVAÐI” GRO HARLEM BRUNDTLAND Gro Harlem Brundtland getúr þakkað fyrrum forsætisráðherra, Bjartmar Gjerde, það að hún hóf þátttöku i stjórnmálum 1974. Hún var þá 34 ára gömul, og starfaði sem skólayfirlæknir við heilsugæzlu Osló- borgar er hún var skipuð í stjórn Tryggve Brattelis að tillögu Bjart- mars Gjerdes. Gjerde var þá kirkju- og mennta- málaráðherra og hafði tekið virkan þátt í undirbúningi Verkamanna- flokksins fyrir þingkosningarnar 1973. f einni undirnefnd varðandi kosningastarfið lét Gro Harlem Brundtland til sín taka. Bjartmar Gjerde fylgdist vel með og leizt vel á hennar tillögur. Er breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni 1974 benti Gjerde Bratteli forsætisráðherra á að hafa tal af dóttur Guðmund Harlem- (fyrrverandi ráðherra Verkamanna- flokksins). Sagðist Gjerde þeirrar skoðunar að hún væri verðugt ráð- herraefni. Bratteli haföi raunar þá þegar ákveðið skipan ríkisstjórnar en kallaði þó Brundtland á sinn fund og hún. hélt aö það væri til þess að ræða fóstureyðingarmálin sem þá voru mjög dl umræðu i Noregi. Gro Harlem hafði látíð mjög til sin taka í þeirri umræðu. Það sem gerðist var að Bratteli þótti mikið til hennar koma og bauð henni sæti í rikis- stjórninni. Með því tók hann vissa áhættu því Gro Harlem var á þeim tíma algjörlega óskrifað blað sem stjórnmálamaður þó hún væri úr stjórnmálafjölskyldu. Astæðan til þess að hún varð umhverfismálaráð- herra er hins vegar ókunn og er leyndarmál Brattelis. Strax næsta ár var hún valin varaformaður verka- mannaflokksins. Síðar áttu Bjartmar Gjerde og Gro Harlem Brundtland sem ráðherrar eftir að deila af talsverðri hörku um orku- og iðnaðarmál. Hinn nýi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, og maðurinn sem uppgötvaði hana, Bjartmar Gjerde.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.