Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent I Sovétmenntaður hershöfðingi íforsætisráðherrastól: Nýr forsætisráö- herra í Póllandi — Allsherjarverkfall í héraðinu Jelenia Gora Varnarmálaráðherra Póllands, hinn sovétmenntaði hershöfðingi Wojciech Jaruzelski, var í gærkvöld valinn forsætisráðherra Póllands eftir að Jozef Pinkowski sagði af sér því embætti í kjölfar nær stöðugra verkfalla i landinu að undanförnu. Jaruzelski er fyrsti herforinginn sem gegnir embætti forsætísráðherra Pól- lands frá stríðslokum og er hann fjórði maðurinn sem gegnir þessu embætti á aðeins einu ári. Það var miðstjóm Kommúnista- flokksins sem ákvað á fundi sínum í gærkvöld'að leggja til við þingið að Jaruzelski yrði skipaður í embættið. Á fundinum var sett fram mjög hörð gagnrýni á Einingu, samtök hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga í landinu, vegna ófriðarins á vinnumarkaði landsins að undanförnu. Á sama tíma og hin 140 manna miðstjórn flokksins kom saman, kom til verkfalls í enn einu héraði landsins, héraðinu Jelenia Gora í suðurhluta landsins. Smærri verkföll voru einnig í ýmsum borgum landsins og mótmælaaðgerðir stúdenta oreiddust einnig út. Hinn nýi forsætisráðherra Póllands er talinn hófsamur og er sagður hafa verið andsnúinn því að valdi yrði beitt í verkföllunum á síðastliðnu sumrí sem leiddu til stofn- unar fyrstu sjálfstæðu verkalýðs- félaganna í Austur-Evrópu. Fjórmenningaklikan svonefnda sem myndað hefur sósialdemókratfskt ráð innan Verkamannaflokksins brezka sem augljóslega mun leiða til klofnings hans. Frá vinstri eru William Rodgers, Shirley Williams, Roy Jenkins og David Owen. Shirley Williams, sem talin er höfuðpaurinn i „fjórmenningaklikunni”, sagði sig i gær úr framkvæmdastjórn Verkamannaflokksins og sakaði hann um að hafa gengið of langt til vinstri. Dwyer err enn i Iran —hafðitýnt vegabréfi sínu Banariski fréttamaðurínn Cynthia Dwyer er enn i Teheran en búizt er við að hún fái í dag að halda úr landi áleiðis til Bandaríkjanna. í gær var talið að ekl^rt væri því til fyrirstöðu að hún fengi að fara úr landi en brottför hennar var frestað í gær er flugvallarstarfsmenn neituðu að hleypa henni um borð í flugvélina þar sem hún hafði týnt vegabréfi sínu. Svissneski sendiherrann í Teheran, sem gætir hagsmuna Bandaríkjanna í íran, sagðist vonast til að Dwyer fengi að fara úr landi innan sólarhrings. Hún var handtekin í Teheran i mai í fyrra, sökuð um njósnir. Dómstóll komst að því í síðustu viku að hún væri sek og dæmdi hana í niu mánaöa fang- elsi. Jafnlangt gæzluvarðhald hennar dróst frá þannig að hún taldist hafa tekið út refsingu sína. Brezkir og sænskir diplómatar halda enn áfram tilraunum sínum til að fá látna lausa fjóra Breta, sem verið hafa i haldi í íran síðan í ágúst síðast- liðnum. El Salvador: Ekkertlát á vopnaskaki Að minnsta kosti átján manns biðu bana er áætlunarbifreið varð fyrir vél- byssuskothríð skammt fyrir utan borgina Suchitoto, norðvestur af höfuðborginni San Salvador. Á sama tíma var ráðizt á rafveitu borgarinnar og nokkur önnur fyrir- tæki. Að sögn lögreglunnar er talið að hér hafi skæruliðar vinstri manna verið að verki. Um síðustu helgi lýsti stjórn landsins því yfir, að hún hefði fullkom- lega bælt niður alla mótstöðu vinstri manna kringum Suchitoto en þeir hafa löngum látið mjög til sin taka á því svæði. Það sem af er þessu ári hafa um 1500 manns látið lifið í borgarastyrjöldinni í EI Salvador. Á síðastliðnu ári er talið að um 13 þúsund manns hafi fallið. Valery Giscard d’Estaing forseti Frakklands og Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands hafa undanfarna daga ræðzt við f París og ásamt háttsettum embættismönnum beggja þjóðanna. Báðir leggja þeir áherzlu á að Ronald Reagan verði ekki einum látið eftir að marka stefnu Atiantshafsbandalagsins gagnvart Sovétmönnum. Það kemur fram i sameiginlegri yfir- lýsingu þjóðanna sem send var út að viðræðunum loknum. Þar vara þeir meðal annars við þvi, að slökunarstefnan þoli ekki fleiri áföll. Kúbumenn genguút Á ráðstefnu óháðra ríkja, sem hófst í gær réðst utanríkisráð- herra Singapore, Suppiah Dhana- balan, harkalegaá Kúbumenn, og lét í ljós efa um, að þeir ættu heima i samtökum óháðra ríkja þar sem þeir styddu Sovétrikin. Þrír fulltrúar Kúbu gengu út úr fundarsalnum i mótmælaskyni við ræðu utanrikisráðherrans. Kúbumenn eru nú I forsæti samtaka hinna 96 óháðu ríkja. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim, er væntanlegur til Nýju Delhí f dag þar sem ráöstefnan fer fram og er talið, að hann muni beita sér fyrir viðræðum írana, Pakistana og Afganistan um lausn Afganistan- málsins. franir hafa hins vegar þegar lýst þvi yfir, að þeir muni ekki taka þátt í neinum viðræðum um Afganistanmálið meðan sovézkar hersveitir eru i landinu og leppstjórn jveirra þar við völd. Vissir þú að það eru 10 þúsund félagar í VR? Magnús Ág. Magnússon, fjármálastjóri skipafélags. Kristín Brynjólfsdóttir, flugafyreiðslumaður. Haukur Haraldsson, afyreiðslumaður í kjötverzlun. Ása Gunnarsdóttir, símavörður á bifreiðastfíð. Jón Magnússon, afyreiðslumaður í varahlutaverzlun. Þau eru í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur vióskipti &verzlun T7T> _ 1 • H 1* /»i ' i 1 /■ i /»/n / REUTER

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.