Dagblaðið - 10.02.1981, Page 20

Dagblaðið - 10.02.1981, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981. ASGEIR TOMASSON Tveir þriöju hlutar hljómsveitarinnar Brimktóar. Lögin á nýjupiötuna eru einmitt aö þróastþessa dagana. Jón Baldvin Hannibalsson rit- stjóri Alþýðublaðsins er mikíll pólitíkus og penni góður eins og hann og fleiri vita. Hann hefur ekki síður en sumir aðrir flokkaflakkarar rekið nefið inn um dyragasttir hjá öðrum en krötum. Og á sínum tíma gekk hann með félagsskírteini Alþýðu- bandalagsins upp á vasann. Það gerðist einu sinni á félags- fundi Alþýðubandalagsins í Reykja- vík að menn voru að kjósa fulltrúa á landsfund flokksins. Jón Baldvin fékk þar atkvæði (fylgir ekki sögu hve mörg). Fundarstjóri las upp nafnið og kallaði hann Jón B. Hannibalsson. Það líkaði hinum síðarnefnda illa. Hann kallaði fram í og kvaðst heita Jón Baldvin. Fund- arstjóri tók aðfinnslunni létt og hló við. Espaðist þá Jón B. og krafðist þess að fundarstjóri læsi nafn sitt upp aftur og þá rétt. Þremur bekkjum framar í salnum sat Guðmundur J. Guðmundsson, kallaður Jaki. Hann fylgdist með orðahnippingunum og sagði svo stundarhátt: ,,Já, ég er nú búinn að vera í þessum flokki lengur en Jón Hannibalsson og hingað til hefur ailtaf nægt að kalla mig Guðmund J.” Máltíðin góða Er Greenpeacemenn voru síðast á ferð hér við land greip þá löngun að ferðast aðeins um ísland og sjá eitthvað af hinni rómuðu fegurð. Fyrst lá leiðin upp i Hvalfjörð þar sem veiðistöð nokkur var skoðuð en síðan var ekið iengra vestur, alla leið upp á Snæfellsnes. Að iokinni skoðunarferð um nesið var hópurinn farinn að finna til svengdar og því var ákveðið að aka á næsta hótel. Á hótelinu sáu Grænfriðungar að gestir voru að snæða einhvers konar buff og þar sem þeir skildu hvort eð er ekkert í þessum íslenzka matseðli var ákveðið að panta þetta buff fyrir allan hópinn. „Buffið” gekk vel oní Grænfriðunga og allir virtust ánægðir að lokinni máltíð. En svipurinn breyttist heldur betur þegar þeir komust að því að „buffíð” var. . . hvalkjöt. Höfuð- misskilning- urinn íbúar í kaupstað nokkrum á Stór-. Reykjavikursvæðinu þykja almennt ekki stíga í vitið. Stjórnvöldum þótti þeim fjölga meira en góðu hófi gegndi svo að stefndi i að lands- meðaltal í gáfnafari lækkaði vegna þess. Rannsóknir leiddu í ljós að ein skýring á fjölguninni var sú að getnaðarvarnir þekktust ekki í bænum. Heilbrigðisráðuneytið skipaði nefnd í málið og kallaðist for- maður hennar varnarmálastjóri Hafnfirðinga. Gripið var til þess ráðs að kenna hafnfirzkum karl- mönnum að brúka smokka. Nú var beðið eftir árangri aðgerðanna en þá tóku menn eftir að talsverð brögð væru að því að karlmenn létu lífið — og þá gjarnan í miðjum samförum. Ráðuneytið settí enn nefnd í málið. Og við rannsókn kom i Ijós að áletrun á smokkapökkunum hafði platað Gaflarana illa. Þar stóð nefnilega: Gætið þess að draga þá vel yfír höfuð. Ragnhildur er hætt í Brimkló Fækkað hefur um einn í hljómsveitinni Brimkló. Ragnhildur Gísladóttir söngkona er hætt. Eftir eru Björgvin Halldórsson, Haraldur Þorsteinsson, Ragnar Sigurjónsson, Arnar Sigurbjörnsson, Kristinn Svavarsson og Magnús Kjartansson. Þannig skipuð hyggst hljómsveitin fara i stúdíó í lok apríl og hljóðrita LP plötu. „Þessi viðskilnaður Ragnhildar og Brimklóar var í mesta bróðerni,” sagði Björgvin Halldórsson. „Fyrir henni liggja margar ástæður. Ragnhildur er með aðrar áætlanir á prjónunum. Nú, okkur þótti rétt að fá meiri heildarblæ á hljómsveitina en verið hefur. Þetta var dálítið sundurlaust og margar stefnur i gangi í einu. Þá má bæta því við að hljómsveitin var einfaldlega of stór. Það er erfitt að halda úti sjö manna bandi. . . ” „Það má bæta því við að við hlökkum til að fara að vinna með Ragnhildi aftur, í hvaða formi sem það verður. Það gerist alla vega bráðlega,” skaut Magnús Kjartans- — hljómsveitin tekur upp nýja plötu í endaðan apríl son hljómborðsleikari inn í. Nýja Brimklóarplatan verður eingöngu með íslenzkum lögum að þessu sinni. „Það verður vitaskuld Brimklóarstimpillinn á henni en þó verður öðruvísi að henni staðið en fyrri plötum hljómsveitarinnar,” sagði Björgvin. Brimkló leikur um þessar mundir fyrir dansi i Sigtúni á föstudags- og laugardagskvöldum. Fyrir ná- kvæmlega tveimur árum var Brimkló einnig húshljómsveit í Sigtúni. Af- raksturinn af verunni þar varð hljómplatan Eitt lag enn. „Við gerum sama hlutinn núna, — prófum lögin á fólkinu áður en við ákveðum endanlega hvort þau fara á plötuna,” Björgvin. „Við erum ekki búnir að velja öll lögin ennþá en erum að þróa þau með okkur um þessar mundir.” -ÁT- Þau sigruðu írock’n’roll dans- keppninni Aðalsteinn Ásgrímsson og Her- borg Berndsen báru sigur úr býtum i rock’n’roll danskeppni sem eitt veit- ingahúsanna í Reykjavík gekkst fyrir. Úrslitakeppnin fór fram sl. sunnu- dagskvöld og tóku 5 pör þátt í henni. Sigurvegararnir fá að launum ferð til New York. Önnur og þriðju verðlaunin í keppninni voru fataúttekt hjá tízku- verzluninni Karnabæ. í öðru sæti urðu Bryndís Bragadóttir og Walter Sker. Þriðju í röðinni urðu Óli Daníelsson og Inga Þorvaldsdóttir. „Keppnin tókst í alla staði mjög vel og gæti orðið til þess, að önnur verði haldin,” sagði Vilhjálmur Ástráðs- son, sem sá að mestu um skipu- lagningu kcppninnar. „Það yrði þá keppni i gömlu dönsunum.” Dómarar i rokkkeppninni voru fimm valinkunnir rokkdansarar. For- maður var Sæmundur Pálsson — Sæmi rokk. Þá var Didda einnig í nefndinni, svo og Brynja Nordquist, Guðlaugur Bergmann og Erla Haraldsdóttir. Hljómsveitin HeadEffects tekur til starfa — fyrstuhljóm- leikarhennar eru í kvöld Hljómsveitin Head Effects er tekin til starfa. Liðsmenn hennar eru ekki með öllu ókunnugir hver öðrum því að þeir spiluðu saman með sömu liðs- skipan i mai siðastliðnum og léku einnig á plötu Magnúsar Þórs, Gatan og sólin. Þarna er að sjálfsögðu um að ræða þá Graham Smith, Richard Korn, Gest Guðnason og Jónas Björnsson. Fyrstu hljómleikar Head Effects verða í kvöld í Stúdentakjallaranum. Þeir félagarnir sögðust ætla að bjóða hlustendum upp á rokktónlist með léttgeggjuðu ívafi, vel þunga á köfl- um, en léttari annað veifið og tals- verðan leik af fingrum fram (im- próviseringar). Graham Smith og Richard Korn leika báðir með Sinfóníuhljómsveit íslands. Gestur og Jónas eru gamal- reyndir i íslenzkú rokktónlistarlífi. Hljómleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld. Hver er maðurinn? Hver er maðurinn? Jú, hann er eng- inn annar en Skúli Óskarsson, heims- methafi i réttstöðulyftu. Þessa mynd rákumst við á í Snæfelli, einkar myndarlegu blaði, sem UÍA gefur út árlega. I blaðinu er þess ekki getið hversu gömul myndin sé en ekki er fjarri lagi að ætla að hún sé frá árunum 1967—68 og gæti e.t.v. verið tekin á Lándsmóti UMFÍ á Eiðum 1968. Skúli hefur mikið breytzt frá því þessi mynd var tekin þótt svipurinn leyni sér ekki þegaraðergáð. - SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.