Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Ef nahagsráðstafanir Reagans Bandaríkjaforseta: ÁhrifamMir stjórnmála- menn bregðast hart við —tel ja I jóst að forsetinn komi ekki öllum boðuðum niðurskurði í gegn og skatta- lækkanir leiði til aukinnar verðbólgu REUTER Heilsaðiaðhætti nasista — ogfékk stórsekt 72 ára gamall ellilffeyrisþegi var sekt- aður í Vestur-Berlín í gær fyrir að heilsa með nasistakveðju á almanna- færi. Rétturinn leit málið alvarlegum augum, því að karlinn var sektaður um 5.400 þýzk mörk eða sem svarar 16.200 íslenzkum krónum. Maðurinn var sakaður um að nota tákn sem tilheyrði samtökum sem gengju gegn stjórnarskrá Vestur- Þýzkalands. Þrjú vitni sáu manninn rétta út arminn og heilsa að hætti nas- ista eftir að hann hafði sótt fund hægri sinnaðra öfgamanna í júní sl. Mann- garmurinn bar því við að hann hefði verið að veifa til konu sem hann þekkti handan götunnar en ekki var tekið markáþví. Margir áhrifamiklir stjórnmála- menn í Bandaríkjunum hafa brugðizt hart við þeim efnahagsráðstöfunum og niðurskurði sem Reagan Banda- ríkjaforseti boðaði í ræðu í nótt. Þeir sögðu það ljóst að forsetinn kæmi ekki öllum þeim niðurskurði sem hann boðaði í gegn. Reagan boðaði 8 milljarða dollara niðurskurð á fjár- lögum Carterstjórnarinnar og jafn- framt 43,8 milljarða dollara niður- skurð á næsta fjárhagsári, sem hefst 1. október i haust. Eini útgjaldaliður- inn sem ekki verður skorinn niður, heldur dælt í meira fé, eru varnar- málin. Samfara þessum niðurskurði á að lækka tekjuskatta um 10% næstu þrjú árin hjá einstaklingum og tekur sú lækkun gildi 1. júli, en skattar á fyrirtækilækkafrá 1. janúar. Repúblikanar tóku tillögum forset- ans mjög vel, en demókratar lýstu yfir áhyggjum sínum, þrátt fyrir full- yrðingar forsetans um að ef ekki verði gripið harkalega í taumana nú muni efnahagur Bandaríkjanna versna mjög. Ljóst er að áhrifamiklir hópar munu leggja hart að þing- mönnum að halda niðurskurðinum í skefjum. Demókratar hafa meiri- hluta í fulltrúadeild þingsins en repú- blikanar í öldungadeildinni. Leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, Robert Byrd, sagði að skattalækkunin myndi auka verð- bólguna í Bandaríkjunum. Hann sagði að demókratar myndu styðja réttlátar skattalækkanir en áform forsetans kæmu hinum auðugu frekar til góða en hinum snauðari. Reagan forseti sagði aftur á móti að aðgerðirnar væru sársaukafullar fyrir almenning en réttlátar. Nauð- synlegt væri að minnka verðbólguna, en hún er nú 12,6% í Bandaríkjun- um. Hann studdi aukin fjárframlög til varnarmála með þeim rökum, að frá árinu 1970 hefðu Sovétmenn eytt 300 milljörðum dollara meira í her- mál en Bandaríkin. Sérfræðingar sögðu að gert væri ráð fyrir auknu fjármagni til hermála næstu sex árin og væri áherzla lögð á ný vopn. Forsetinn sagði að ef mál þróuðust á þann veg sem hann gerði ráð fyrir sköpuðust 3 milljónir nýrra atvinnu- tækifæra, en 8 milljónir manna eru nú atvinnulausar i Bandaríkjunum! Páfi kom til Manilla á þriðjudag og hefur verið þar, en fer f dag til Cebu. Prestar, nunnur og fleiri hafa efnt til mótmæla f Manilla að undanförnu gegn stjórn Marcosar forseta. Myndin er tekin af einni slfkri göngu presta, nunna og stúdenta f mið- borg Manilla. PÁFIHYGGURÁ KÍNAFERÐ Thalidomid dómur í Bandaríkjunum: STÓRFELLD SEKT VEGNA VANSKAP- AÐS UNGUNGS —sektin nemur nær 2 mill jörðum nýkróna Bandarískur dómstóll í New York dæmdi í gær v-þýzkan lyfjaframleið- anda í 300 milljón dollara sekt, eða sem svarar nær tveimur milljörðum riý- króna, vegna afleiðinga lyfsins thalido- mide. Fjöldi barna fæddist vanskap- aður vegna þessa lyfs. Málið var höfð- að gegn framleiðanda lyfsins og banda- risks umboðsmanns lyfsins. Málið var höfðað fyrir hönd James Hinkle, sem fæddist án handa og fóta eftir að móðir hans hafði notað thali- domid á meðgöngutíma barnsins árið 1961. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld lögðu aldrei blessun sína yfir notkun þessa lyfs. Tólf börn fæddust vansköpuð í Bandaríkjunum vegna thalidomids, en um 6.500 börn fæddust vansköpuð í um tuttugu löndum vegna lyfsins. Mörg þeirra eru mikið vansköpuð, vantar hendur og fætur eða jafnvel alla útlimi eins og í tilfelli James Hinkle. Þungaðar konur notuðu þetta lyf, þar sem það var talið minnka ógleði á meðgöngutímanum, en afleiðingarnar voru skelfilegar. r TÓNLEIKAR AÐ HÓTEL BORG í KVÖLD N —Jóhannes Páll páfi fér í dag í pflagrímsf erð til Cebu Jóhannes Páll páfi fer í dag í píla- grímsferð til borgarinnar Cebu, þar' sem kristindómurinn festi fyrst rætur á Filippseyjum. I ávarpi í Manilla, höf- uðborg Filippseyja í gær, bað páfi þá ríku að hjálpa þeim fátæku, bað stúd- enta um að reyna að koma breytingum á með friði og tilkynnti að hann myndi heimsækja Kína innan tíðar. Páfi kemur til Manilla nú á tímum mikilla hræringa. Nunnur, prestar, stúdentar og verkamenn hafa efnt til mótmæla gegn stjórn Ferdinands Markos að undanförnu. Um tvær milljónir kaþólskra manna búa í Cebu. Páfi mun messa þar í dag. Hann kom til Manilla á þriðjudag og í þessari Asíuferð mun hann einnig heimsækja Quam og Japan. Öryggisverðir gæta páfa vel, en í gær náðu öryggisverðir ungum manni sem reyndi að komast að páfa til þess að kyssa hann. Stúdentar og bændur hafa undir- ritað samning við pólsk stjórnvöld. Þar með er endi bundinn á mótmæla- aðgerðir stúdenta í Lodz og i fyrsta sinn í meira en mánuð eru engin verk- föll í Póllandi. Stjórnvöld hafa sam- þykkt sjálfstætt samband stúdenta og viðurkennt rétt bænda til einkarekst- urs búa sinna. Ýmsar endurbætur eru í hinu nýja samkomulagi við stúdenta og aukið frjálsræði námsmanna. Samkomu- lagið var undirritað af Janusz Gorski menntamálaráðherra og sagði hann að fallizt hefði verið á flestar kröfur stúdenta. Bændur höfðu verið sjö vikur í verkfalli í Rzezow áður en sam- komulag náðist. Þeir kröfðust óháðra samtaka, likt og verkamenn Janusz Gorski menntamálaráðherra ræðir við pólska stúdenta, en þeir náðu sam- og námsmenn. komulagi í gærkvöldi. ENGIN VERKFÖLLIPÓLLANDI SÖNGLEIKURINN Eggjun Jófríðar Signýjar ORQHESTARNIR 18 ÁRA ALDURSTAKMARK MIÐAVERÐ 30 KR. OPIÐ 21-01

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.