Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 28
Strand Heimaeyjar VE-1: „liöddin i' taktöðmni hafði afgerandi áhrif’ —segir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra á Tý frfálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 19. FEB. 1981. Togarakaupamálið: Alvarlegmis- „Það er ekki gert ráð fyrir að Landhelgisgæzlan sé jafnvirk á haf- inu og lögreglan í landi, þó að Gaezl- an sé þar líka í iöggæzlu. Varðskip fer ekki ötilkvatt og tekur skip í tog,” sagði Höskuldur Skarphéðinsson skipherra á varðskipinu Tý í morgun. Týr var á siglingu skammt frá þeim stað er Heimaey VE-1 átti í erfiðleik- um á mánudagskvöldið og skipherr- ann varð vitni að umræðum í talstöð milli skipstjórans á Heimaey og tals- manns útgerðarinnar i Vestmanna- eyjum. „Það er áríðandi að koma því á framfæri að ég hef ekki minnstu til- hneigingu til að deila á skipstjórann á Heimaey. Hann tók rétta ákvörðun þegar hann bað um aðstoð varðskips, Óska rann- sóknará ummæl- um læknis — saksóknari beðinn að rannsaka viðtal og frétt í dagþlaðinu Lögreglumannafélag Reykjavíkur hefur leitað til saksóknara ríkisins og krafizt opinberrar rannsóknar vegna viðtals við Rögnvald Þorleifsson lækni á Borgarspitalanum og fréttar sem á viðtalinu var byggð, en hvort tveggja birtist í Dagblaðinu 14. febrúar. Björn Sigurðsson formaður félags lögreglumanna sagði í samtali við DB í morgun, að i viðtalinu væru lög- reglumenn bomir svo grófum sökum að ekki væri hægt við að una. Stjórn félagsins hefði þvi í samráði við lög- fræðing sinn, Svölu Thorlacius, ákveðið að krefjast rannsóknar á málinu öllu. „f kjölfar þess munum við ieita lagalegra leiða til að ómerkja þann kjafthátt sem fram kemur í viö- talinu,” sagði Björn. Umrætt viðtal og frétt fjallar um aðgerðir lögreglumanna i málum er varða gmn um ölvun við akstur, meðferð blóðsýna og fleira. - A.St. Þórs, sem var þar nálægt. En röddin í talstöðinni sem talaði í nafni trygg- ingarfélagsins hafði afgerandi áhrif á ákvörðun skipstjórans sem afturkall- aði beiðnina um aðstoð Þórs. Þannig rugluðu menn sem voru víðsfjarri dómgreind þeirra sem þurftu að taka afdrifaríkar ákvarðanir við erftðar aðstæður. Röddin í talstöðinni sagði að tryggingarfélag Heimaeyjar gæfi algert afsvar um að varðskip kæmi til hjálpar og því var hnýtt aftan í að björgunarlaun til varðskipa væru svo há.” Mál þetta hefur vakið mikla eftir- tekt, ekki sízt eftir sjónvarpsviðtal yið Höskuld skipherra í gærkvöldi, þar sem hann fullyrti að útgerð og tryggingarfélag Heimaeyjar hafi „hafnað bezta kostinum” til bjargar bátnum, þ.e. aðstoð varðskips. Tryggingamiðstöðin hf. hefur í til- kynningu til fjölmiðla mótmælt þessu fyrir sitt leyti og segist ekki hafa bannað aðstoð varðskips. Fyrir- tækið segist munu láta kanna sérstak- lega „alvarlegar ásakanir” í þess garð. Starfsmenn Gæzlunnar segja að tilhneiging sé til þess hjá útgerðar- mönnum og tryggingarfélögum að skip frá sama félagi eða sömu trygg- ingu annist björgun. Höskuldur Skarphéðinsson benti á að varðskipin væru í alla staði betur búin til björg- unarstarfa en önnur skip. Um borð væru fljótandi trossur til að koma línum á milli, byssur til að skjóta taugum á milli og annar búnaður. Það væri alrangt að björgunarlaun til varöskipa væru hærri. Hann kvaðst ekki muna iil þess, á meira en 20 ára ferli, að hafa átt aðild að björgun þar sem launin hafi verið metin á meira en 2.7% af verðmæti skipsins og allt niður í 0.9%. Hins vegar séu strönd metin hærri, allt upp í 8%. Heima- eyjartilfellið hefði líklega verið dæmt þannig þar sem álandsvindur var og séð hvert stefndi ef björgun mistæk- ist. Hæstiréttur dæmdi í björgunar- máli þar sem i hlut átti varðskipið Óðinn og einn togari Útgerðarfélags Akureyringa. í undirrétti voru Óðni dæmd 2% björgunarlaun, en Hæsti- réttir úrskurðaði að þau skyldu vera Framtalsfrestur einstaklinga rann út ú miðnœtti i nótt og var talsverð örtröð við póstkassa skatt- stofunnar í Tryggvagötu um lúgnœttið þegar þessi mynd var tekin. DB-mynd Sig. Þorri. tökímálinu verða könnuð — segir Guimar Thorodd- sen forsætisráðherra „í þessu togarakaupamáli hafa orðið alvarleg mistök. Að einhverju leyti eiga jstjórnvöld hér sök á með skorti á eftir- liti,” sagði Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra í umræðum utan dag- skrár á þingi í gær. „Hvaða þáttum .stjórnvaldsins hér var áfátt get ég ekki ;dæmt um nú. Það verður kannað, til þess að konta í veg fyrir slík mistök eftirleiðis.” Gunnar Thoroddsen taldi ekki ástæðu til ítarlegrar greinargerðar utan dagskrár um þetta mál. Hann rakti helztu samþykktir málsins frá því bréf þingmannanna barst í maí með heim- ildarbeiðni um að Þórshöfn og Raufar- höfn fengju að kaupa togara til úrbóta á atvinnuástandi og til dagsins í dag.. Taldi dr. Gunnar að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um kaupin og heimildina byggðist á meðmælum stjórnar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og þó einkum á meðmælum forstjórans Sverris Hermannssonar. Togarakaupamálið kom til umræðu utan dagskrár í báðum deildum Alþing- is í gær og fór allur fundartími þingsins í þær umræður. Alls voru 25 ræður fluttar, 10 í efri deild, 15 í neðri deild. Margir voru enn á mælendaskrá er fundum var frestað til morguns. Ljóst er að togarakaupamálið er eitt um- deildasta mál stjórnkerfisins á þessum vetri. -A.St. Ólga í ríkisstjórn — útaf Þórshafnar- togaranum Ólga er í ríkisstjórninni út af Þórs- hafnartogaranum. Þótt margir telji að málið hafi verið afgreitt hefur DB frétt að Hjörleiíur Guttormsson iðnaðar- ráðherra neiti að fallast á það. Sumir ráðherrar tala um að mistök hafi verið gerð í meðferð- málsins, en við þau verði að una og telja, að málið hafi náð fram að ganga. En enn er ekki útséð um hvernig mál fara í ríkisstjórn- inni, þár sem þeir eru meðal annars á jöndverðum meiði, Hjörleifur og Iflokksbróðir hans Ragnar Arnalds fjár- jmálaráðherra. -HH. —sjáfréttirbls.10 Foreldrar bama á Furugrund í Kópavogj skora á bæjarstjóm að ganga að kröfum fóstranna: „ÞAÐ ER BÖRNUNUM FYRIR BEZTU” eldra barna á Furugrund. Ekki er vitað hvort hliðstæðar aðgerðir eru —segir Anfiim Jensen prentnemi, frumkvöðull samtaka foreldra í Kópavogi „Við sættum okkur ekki við þær Á morgun verða listarnir væntanlega Kópavogi. Undirskriftirnar eru hugs- hugmyndir forráðamanna Kópavogs- afhentir fulltrúum bæjaryfirvalda í aðar sem árétting á viðhorfum for- bæjar að ætla að horfa upp á fóstrur á barnaheimilum í bænum ganga út og ráða ófaglært starfsfólk i stað þeirra. Foreldrar treysta fóstrunum bezt fyrir börnum sínum,” sagði An- finn Jensen prentnemi. Hann er faðir barns á dagheimilinu við Furugrund í Kópavogi og einn frumkvöðla að undirskriftasöfnun meðal foreldra barna þar. Foreldramir vilja að Kópavogsbær leysi deiluna við fóstr- ur með því að ganga að kröfum þeirra. Það sé börnunum fyrir beztu. Foreldrarnir hóta því að senda börn sín ekki á dagheimilið, verði ófaglært starfsfólk ráðið í stað fóstranna. Undirskriftalistar voru hengdir upp á Furugrund á þriðjudaginn og voru strax komin mörg nöfn á hann í gær. fyrirhugaðar meðal foreldra á öðrum dagheimilum i Kópavogi. -ARH „BOLHNN HJA FOSTRUM —segir formaður bæjarráðs Kópavogs „Boltinn er hjá fóstrunum og það er þeirra að eiga næsta leik,” sagði Jóhann Jónsson, forseti bæjarstjórn- ar Kópavogs. Eins og frá var skýrt í DB í gær felldu fóstrur í Kópavogi einróma að taka samningatilboði bæjaryfirvalda i kjaradcilu sinni. Hyggjast þær hætta störfum á föstu- dag. Mun bærinn ekki koma með frekari tilboð? „Hvað getum við gert? Við höfum gert samninga við starfsmannafélagið sem fóstrur eru aðilar að. Við getum ekki tekið þær út úr án þess að kalla yfir okkur sams konar aðgerðir ann- arrastarfshópa.” — Skapast þá ekki neyðarástand í bænum?- „Ekki vil ég nú segja það. En það skapast auðvitað neyðarástand hjá einstöku einstæðum foreldrum og verður að reyna að gera eitthvað til þess að leysa það. Við eigum pant- aðan tima hjá ráðherra i dag eöa á morgun til þess að ræða við hann um undanþágu ófaglærðs fólks til þess að sinna börnunum,” sagði Jóhann. Fóstrur hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að semja um annað en launaflokk í viðbót. Allar horfur eru því á því að dagheimili, leikskólar og skóladagheimili í Kópavogi lokist eða að minnsta kosti minnki starfsemi sína á föstudag. - DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.