Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 9
y
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1981.
Erlent Erlent Erlent
Sakamál ársins í Bandaríkjunum
Sómakær skólastýra
myrðir elskhuga sinn
— var það slys eða yfirvegað ráð?
Tólf jól í röð fóru kvennaskólastýran
Jean Harris og læknirinn Herman
Tarnower saman til Florida. En þrett-
ándu jólin, þau síðustu, voru ekki jafn
ánægjuleg. Þá lá Herman í gröf sinni,
en Jean var fyrir rétti ákærð fyrir að
hafa banað honum, með fjórum byssu-
skotum, að heimili hans í New York-
fylki í marzmánuði síðastliðnum.
í litla réttarsalnum í White Plains
þorpi í N.Y., rétt hjá sveitasetri læknis-
ins, þar sem málið er tekið fyrir, er allt-
af troðfullt af áheyrendum. Útgef-
endur hafa sent þangað rithöfunda og
blaðamenn. Tvær bækur og margar
meiriháttar greinar um þetta flókna
morðmál eru í undirbúningi. Sú
ákærða hefur fengið tilboð sem nemur
hundruðum þúsunda dollara vilji hún
selja sögu sína. En því hafnaði hún.
Það er ekki ofmælt að sakamál ársins í
Herrnun Tarnower og ritari hans,
Lynne Tryforos. Þau snæddu saman
síðasta kvöldið sem hann lifði.
Bandaríkjunum sé þetta undarlega
morð, þegar siðprúð kvennaskólastýra
skaut til bana elskhuga sinn, lækni,
sem þótti lifa talsvert hátt og var mjög
eftirsóttur í samkvæmislífinu. Hann
hafði skrifað metsölubók um læknis-
fræðilega rétt mataræði.
Afbrýðisöm
vegna yngri konu
Spurningin er ekki sú hvort hún
skaut hann — á því leikur enginn vafi.
En verjandinn heldur því fram að það
hafi verið slysaskot. Hún hafi ætlað að
skjóta sjálfa sig, en læknirinn hafi
reynt að þrífa af henni 32ja kalíbera
skammbyssu, sem hún hafði með-
ferðis. Verjandinn segir ennfremur að
Jean hafi verið miður sín af kvíða fyrir
ellihrörnun (hún er 57 ára, en Herman
var 69 ára) og full streitu vegna vinnu-
álags.og þess vegna ætlað að svipta sig
lífi. Hún hafi komið í dýrri loðkápu
sinni með blómvönd til að kveðja elsk-
huga sinn hinztu kveðju.
En ákæruvaldið heldur því fram að
hún hafi komið akandi frá skóla sínum
í Virginiu-fylki í þeim ófagra tilgangi
að myrða lækninn, því hún hafi verið
sjúklega afbrýðisöm út í ritara hans,
Lynne Tryforos. Lynne var einum
tuttugu árum yngri en Jean, eða 37 ára.
Ráðskona læknisins hefur staðfest
við yfirheyrslur að hann hafi verið
farinn að eyða æ fleiri kvöldum í
félagsskap ritarans. Ha_fði ráðskonan
heyrt skólastýruna formæla þeim
báðum. Hvað lækninn snerti hafði
hann varla gert upp á milli þessara
tveggja kvenna i erfðaskrá sinni. Hann
ánafnaði Jean Harris skólastýru 220
þúsund dollara, Lynne Tryforos ritara Jean Harris'ákærfl fyrir morfl-
200 þúsund dollara.
Ákærða brýndi fagurt Irferni
fyrir námsmeyjunum
Jean Harris sagði reyndar af sér
skólastýrustöðunni við Madeira-skól-
ann daginn eftir að hinn voveiflegi at-
burður átti sér stað. Skólinn er einka-
skóli fyrir dætur frá efnaheimilum og
Jean Harris þótti afar siðavönd og
ströng. Hún rak stúlkur miskunnar-
laust úr skólanum ef þær drukku eða
voru með hass og kvartaði yfir þvi, að
þær vildu alltaf vera að sofa hjá strák-
um.
Hvernig gat þessi sómakæra kona
þolað auðmýkingar læknisins í 14 ár?
Hann þótti allkvensamur og gortaði af
því. Einhvern tíma var haft eftir
honum að gaman væri að halda veizlu
og bjóða til hennar öllum konunum,
sem væru aðeltast viðsig.
Skoðanir á Jean eru skiptar. „Hún
var aldrei eins og fólk er flest,” segir
gömul kunningjakona hennar. ,,Á
mannamótum var hún alltaf æst og stíf
á meiningunni. Allir vjssu að hún var
galin. Jafnvel Tarnower læknir. Ég
heyrði hann segja þaðeinu sinni.”
En gestgjafi þeirra í Florida, konan
sem þau voru alltaf hjá á jólunum,
hefur allt aðra skoðun. „Jean Harris er
mjög gáfuð og lilfinningarík kona,”
segir hún. „Mér finnst óhugsandi að
hún hafi deytt hann viljandi. Hún unni
honum heitar en sjálfri sér.”
Endir.
Blandast kvikmynda- og
furstablóö á ný í Mónakó?
— leikstjórasonur í tygjum við Karolínu vrinsessu
Karólína prinsessa af Mónakó er óðum að ná sér eftir
hið misheppnaða hjónaband með glaumgosanum Phil-
ippe Junot. Nýjustu fregnir herma að hún sé tekin til við
Robertino Rosselline en hann er sonur hins þekkta,
ítalska leikstjóra Roberto Rosselline og hinnar heims-
frægu, sænsku leikkonu Ingrid Bergman.
Karólina hefur sézt nokkuð oft upp á siðkastið yftr-
gefaJbúð hins þrítuga Rosselhnesi Mónakóog á sirkus-
hátíð einni í Mónakó nýlega voru þau saman og að sögn
sjónarvotta hegðuðu þau sér eins og ástfangnir ungl-
ingar.
Yfirvöld veittu Karólínu skilnað í október sl. en ka-
þólska kirkjan viðurkennir hann ekki. Foreldrar hennar
hyggjast biðja páfann að ógilda hjónaband hennar og
Philippe Junot svo að hún geti gifzt aftur. Að sögn eins
innanhússmanns í furstahöllinni í Mónakó hafa for-
eldrar Karólínu beðið hana um að hegða sér vel þar til
páfinn hefur afgreitt málið. Grace furstaynja álítur auk
þess að ef dóttirin hegðar sér vel muni það koma þeim
vel þegar gengið verður endanlega frá fjármálum og
öðru slíku í sambandi við Philippe Junot.
í fyrstu fór Karólina eftir þessari ósk foreldranna en
nú hefur semsagt orðið breyting þar á. Má þvi búast við
að l.ún fái orð í eyra frá pabba og mömmu en þeir
sem þekkja til segja að það muni engin áhrif hafa á
stúlkuna. „Hún er 23 ára, full af fjöri og í raun dálítið
villt,” sagði einn sem þekkir til hennar.
Karólína og Robertino Rossellini'
Toyota Starlet '80. 4 dyraTEkinn
13.000. Litur btór sans. Verð:
75.000. Bein sató.
TOYOTA-
SALURINN
SÍMI44144
Nýbýtóvegi 8 (i portínu)
Opið tóugardaga ki. 13-17
Toyota Cressktó statíon '80. Ek-
inn 21.000. Utur guii sans. Verð:
118.000.- Bein sató.
Toyota Coroitó ke-30 78. Ekinn
40.000. Litur brúnn sans. Verð:
55.000.- Bein sató.
Toyota Coroitó station '78. Ekinrt
53.000. Litur brúnn sans. Verð:
57.000. Bein setó.
'69. Góð tfói. Litur
rauður/hvítur. Verð: 18.000.
Toyota Cressktó statíon sjéifsk.
'78. Ekinn aðeins 23.000. Litur
grænn sans. Verð: 83.000.
Toyota Cressktó 4-D '80. 5 gira.
Ekinn 12.000. Litur grér sans.
Verð: 105.000. Bein sató. Sumar-
dekk/vetrardekk.
Honda Civic statíon 78. 1500 cc
vól. Ekinn 25.000. Litur hvítur.
Verð: 64.000. Skipti möguleg é
ódýrari.
DL '78. Ekinn
44.000. L 'ttur rauður. Verð: 67.000.
Toyota Coroltó ke-30 77. Ekinn
41.000. Litur blér sans. Verð:
49.000. Sumardekk é felgum/vetr-
arttókk. Útvarp.