Dagblaðið - 20.02.1981, Side 3

Dagblaðið - 20.02.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1981. 15 Hvað er á seyðium helgina? Messur Lesmessa og fyrirbænir fimmtudagskvöld 26. fcbrúar ,kl. 20:30. Sr. Arngrimur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjölskylduguðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11 árd. Fullorðnir eru hvattir til aö koma með börnunum til guðsþjónustunnar. Sr. 'Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Barnasamkoma kl. II. Sigurgeir Sigurgeirsson, Jón Stefánsson. Sigurður Haukur og fleiri sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 2. [Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Tekið á móti framlögum til Bibliufélags- ins. Kirkjukaffi á vegum Kvenfélagsins kl. 2. Sóknar- nefndin. .LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II. Messa kl. 14. Margrét Hróbjartsdóttir safnaðarsystir predikar. Tekið á móti framlögum til Biblíufélagsins. Þriðjud. 24. febr.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. altaris- ganga og aískulýðsfundur kl. 20:30. Föstud. 27. fcbr.: Siðdegiskaffi kl. 14:30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Messa kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. Kirkjukaffi. Munið bænamessur á fimmtudagskvöldum kl. 20:30. SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 10:30. Barnaguðsþjónusta i Ölduselsskóla kl. 10:30. Guðsþjónusta aðSeljabraut 54 kl. 2. Biblíudag- urinn. Gideonfélagar kynna starfsemi sina. Geirlaug- ur Árnason predikar. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Guðsþjónusta kl. II árd. i Félagsheimilinu. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. FRlKIRKJAN I REYKJAVIK: Guðsþjónusta kl. 2 Organleikari Siguröur Isólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. FRlKIRKJAN I HAFNARFIRÐI: Barnatiminn er kl. .10:30. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Þórir Kr. Þórðar son ræðir um Bibliuþýðingar. útgáfu Bibliunnar og notkun. Jón Mýrdal organleikari leikur verk eftir Bach frá kl. 13:30. Eftir messu er kynnisferð til Kaþólsku kapellunnar i Garðabæ. Safnaðarstjórn. FlLADELFlA: Sunnudagaskólarnir byrja kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Jónas Gislason ritari Bibliufélagsins. Fjölbreytlur söngur. Fórn til Biblíufélagsins. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbraut 58: Messa sunnudag kl. 11 og 17. Kaffi eftir messu. Sýningar Listasöfn LISTASAFN ALÞÝÐU, Grensásvegi 16: Sýning á verkum i eigu safnsins. Opið 16—20 virka daga. 14— 20 um helgar. • NÝLISTARSAFNIÐ, Vatnsstig 3b: Gjörningavika. 19.—25. feb. Gjömingar fluttir kl. 20 á hverju kvöldi. I kvöld (föstudagl: Kristinn G. Harðarson og Sveinn Þorgeirsson. Laugardagskvöld: Bjarni Þórarinsson og Halldór Ásgeirsson. Sjá grein aðofan. GALLERÍ LANGBRÓK, Amtmannsstig 1: Grafik. textíll, keramik o.fl. Opið 12—18 alla virka daga. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74: Ný sýning á verkum Ásgrims. Opið þriðjud.. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. GAl.LERl KIRKJUMUMR, Kirkjustræli 10: Sigrún Jónsdótlir. batik. kirkjumunir o.fl. Opið 9— 18 virka daga. 9—16 um helgar. GALLERÍ LÆKJARTORG, Hafnarstrati 22: Jóhann G. Jóhannsson. málverk, ísl. Ijóðabækur. hljómplötur. Opiðá venjul. verzlunartima. KJARVALSSTAÐIR: Vestursalur: Guðmundur Ár mann og Sigurður Þórir. Vinnan — Fólkið — Landið. Málverk. grafik og teikn. Opið 14—22 alla daga. Lýkur sunnudagsk völd. Hann dreymdi um aðnálangt —en vonbrígðin ýttu honum út í sjálfsblekkinguna Willy Loman farandsali stendur á þeim tímamótum sem bíða okkar allra: að þurfa að horfast í augu við að vera orðinn gamall og útslitinn. Og öll leggjum við upp í lifið með drauma um frægð og frama, ef ekki fyrir okkur sjálf, þá fyrir börnin okkar. Og það hefur Willy líka gert. En það var eitthvað sem fór úr- skeiðis, eitthvað sem hann gerði vit- laust, og hér situr hann að leiðarlok- um: Sem starfskraftur er hann á leið- inni á öskuhaugana, sem faðir væg- ast sagt misheppnaður, því synirnir eru ráðleysingjar, og sem eigin- maður, ja, konan hans er jafn þreytt og gráhærð og hún er þolinmóð. Leikritið „Sölumaður deyr” fjallar um þennan mann og drauma hans um að ná langt í lífinu, draum- ana sem aldrei rættust. Þetta leikrit er vafalaust einn af há- punktunum i bandarískri leikritun eftir seinni heimsstyrjöld. Það hefur notið mikillar alþýðuhylli, en um leið' er því líkt við Hamlet og aðra harm- leiki heimsbókmenntanna. Persónuleiki Willys, farandsalans, er mótsagnakenndur. Hann er frem- ur veiklyndur maður og hefur gripið til þess ráðs að reyna að blekkja bæði sjálfan sig og aðra þegar illa gengur. Hann er heldur ekkert sérstaklega gáfaður. En þegar hann er kominn i þá raun að verða að horfast í augu við að allar vonir hans eru brostnar þá er örvænting hans hræðileg. Því þrátt fyrir sina mannlegu galla þá hefur hann verið einlæglega heill í draumum sínum um bjarta framtið — og þá kannske ekki sízt fyrir hönd fjölskyldunnar. Það er ekki hægt að þjást eins og Willy gerir nema hafa stóra sál. Og um leið og Arthur segir söguna af Willy Loman er hann líka að tala um einstaklinginn í nútíma þjóðfé- laginu og hvernig honum gengur að lifa samkvæmt forskriftum tímans: „Brostu, vertu vinsæll og vinnu- samur og áður en þú veizt af verður þú orðinn ríkur.” Dæmið er bara því miður ekki svona ein falt! Loman-fjölskyldan enn nokkuð bjartsýn, þó sjálfsblekkingarinnar sé þegar farið að gæta: Svnirnir verða að sjálfsögðu iþróttahetjur, segir faðirinn. (Frá v. Margrét Guðmundsdóttir, Andri Örn Clausen, Hákon Waage og Gunnar Eyjólfsson.) DB-mynd: Bjarnleifur. En um það má ræða lengi hvað Willy og þar með nútimamaðurinn gerði eiginlega skakkt. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig til tekst með flutning á verkinu en þetta gæti orðið svipmesta leiksýning Þjóðleikhússins í vetur. Gunnar Eyjólfsson fer með hlut- verk sölumannsins hrjáða, en Andri öm Clausen og Hákon Waage leika hina rugluðu syni hans. Margrét Guðmundsdóttir er eiginkonan, en Bryndís Pétursdóttir huggun og til- breyting á söluferðum. Árhi Tryggvason leikur eina vin hans, og Randver Þorláksson skólabróður strákanna, en Róbert Arnfinnsson bróðurinn sem hvarf og talinn er hafa fundið demantsnámur i Afríku. Smærri hlutverk eru i höndum Jóns S.Gunnarssonar, Þórunnar Magneu, Bessa Bjarnasonar, Sigriðar Þor- valdsdóttur og Eddu Þórarinsdóttur. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, þýðandi dr. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Árnastofnunar, leik- myndin er eftir Sigurjón Jóhannsson, búningar eftir Dóru Einarsdóttur. Lýsing er í umsjá Kristins Daníels- sonar, en tónlistin er sérstaklega samin af Áskeli Mássyni. Frumsýningin er annað kvöld kl. átta. -IHH Guðsþjónustur i Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudag- inn 22. febrúar 1981. BIBLlUDAGURINN ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i safn aðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10:30 árd. Guösþjón usta i safnaðarheimilinu kl. 2. Tekið á móti gjöfum til Hins islenzka Biblíufélags. Kirkjukaffi Kvenfélags Ár bæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þorsleins- son. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún I kl. 2. Sr. Árni BergurSigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 14 i Breiðholtsskóla. Sr. Lár us Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. II. Guðs- þjónusta kl. 2. Félagsstarf aldraðra cr á miövikudög- um milli kl. 2 og 5 siðd. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma i safn- aðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. 11. Guðsþjónusla i Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Jón Bjarman. Kl. 2 messa. Sr. Þórir Stephensen. Fermingarbörn flytja bæn og texta. Þess er vænzt að fermingarbörn og að standendur þeirra komi til messunnar. LANDAKOTSSPlTALI: Kl. 10 mcssa. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. ELLIHEÍMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. lOárd. i umsjá sr. Arngrims Jónssonar. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugardaeur: Barnasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu- dagur: Barnasamkoma i Fellaskóla ki. 11 f.h. Guös þjónusta i safnaðarheimilinu að Keilufelli I kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. II. Guðs þjónusta kl. 2, altarisganga. Skátar koma i heimsókn. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRtMSKIRKJA: Bibliudagurinn. Messa kl. 11. Biskup Islands. herra Sigurbjörn Einarsson, pre- dikar. Sr. Karl Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Messa kl. 2. Kirkjukaffi að lokinni messu. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjud. 24. febr: Fyrjrbænaguðs- þjónusta kl. 10:30 árd. Beðiðfyrirsjúkum. Kirkjuskóli barnanna er á laugardögum kl. 2 í gömlu kirkjunni. LANDSPlTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II. Sr. TómasSveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrimur Jónsson. Gjömingar f ramdir í Nýlistarsafninu Fremur hljótt hefur verið um Ný- listarsafnið við Vatnsstíg það sem af er þessu ári, eftir góða byrjun i haust. Nú hyggst sýningarnefnd safnsins hefja starfsemina með gjörningaviku og fór fyrsti gjörningurinn fram i gærkvöldi. Um gjörninga segir ann- ars í upplýsingum frá Nýlistarsafn- inu: ,,Með orðinu performance (gjörningur) er átt við hugtak . . sem felur i sér athöfn, óháða tíma, efnis- notkun og umfangi, — athöfn einnar manneskju eða fleiri. Gjörningurinn kemur í kjölfar hinna svokölluðu „happenings” (uppákoma) sem voru litt undirbúnar athafnir.” í sérflokki Við þetta má bæta að þótt gjörn- ingar séu oftast flokkaðir með mynd- listum, þá eru þeir í raun í sérflokki og taka mið af leiklist, tónlist, mynd- list og dansi. Gjörningar hófu innreið sína hingað með tilkomu Nýlistar- deildar Myndlista- og handíðaskól- ans árið 1977 og öðru hvoru hafa þeir verið framdir við ýmis tækifæri. Er skamms að minnast röð gjörn- inga sem fluttir voru á Fríkirkjuvegi snemma á síðasta ári, en þeir voru allir ljósmyndaðir og gefnir út á bók undir nafninu „Around perfor- mance”. Ætlunin er að gjörningar Nýlistarsafnsins verði sömuleiðis festir á filmu eftirkomandi kyn- slóðum til glöggvunar. Á hverju kvöldi Flutningur gjörninganna hófst sem sagt í gærkvöldi með upptroðslu Ólafs Lárussonar og verða þeir haldnir á hverju kvöldi kl. 20Fram á miðvikudagskvöld. Aðgangseyrir er enginn. Þátttakendur verða þessir: Föstudagur: Kristinn G. Harðarson og Sveinn Þorgeirsson, laugardagur: Bjarni Þórarinsson og Halldór Ás- geirsson, sunnudagur: Sigríður Guð- jónsdóttir og Eggert Einarsson, mánudagur: Lars Emil, Kristján St. Jónsson og Haraldur I. Haraldsson, þriðjudagur: Erlingur P. Ingvarsson, Árni Ingólfsson, Ragna Hermanns- dóttir, miðvikudagur: Kristín Magnúsdóttir og Finnbogi Péturs- son. Yfirgripsmikið Þetta er yfirgripsmesta gjörninga- hátíð sem hér hefur verið haldin og upplagt tækifæri fyrir óinnvigða að kynna sér þetta tjáningarform. Flutn- ingsmenn hafa nær allir talsverða reynslu í gjörningum og hafa jafnvel framið þá á erlendri grundu. - AI Einn aðstandenda Nýlistarsafnsins og þátttakenda I gjörningavikunni, Árni Ing- ólfsson. fremur gjörning að Korpúlfsstöðum sl. sumar. Þjóðleikhúsið f rumsýnir Sölumaður deyr eftir Arthur Miller annað kvöld:

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.