Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.03.1981, Qupperneq 1

Dagblaðið - 02.03.1981, Qupperneq 1
7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981 - 51. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl ll.-AÐALSlMl 27022. Krafa tögmams blaðamanna DB að þeim sé óskylt að svara spumingum rannsóknarlögreglustjórans: Trúnadarsamband blaða- manna tryggir ritfrelsi sem vemdað er ístjómarskrá landsins í greinargeröum sem lögmaður blaðamanna DB, Atla Steinarssonar og Ómars Valdimarssonar, lagði fram í Sakadómi Reykjavíkur i morgun, gerði hann þær kröfur að úrskurðað verði að þeim, þ.e. blaða- mönnunum, sé óskylt að svara þeim spurningum sem beint var til þeirra af hálfu rannsóknarlögreglustjóra ríkis- ins í réttarhaldinu sl. föstudag varð- andi heimildarmenn að frétt i DB 31. janúar sl. í frétt um bruna í Kötlufelli Vísaði lögmaðurinn til þess að óheimilt væri að krefja menn vitnis- burðar í opinberu máli nema eitthvert afbrot hafi verið framið. Svo væri ekki í þessu máli. Þá vísaði hann til siðareglna blaða- manna, sem leggja þeim þær skyldur á herðar að gefa ekki upp heimildar- menn sína, ef þeir æski þess. Það séu augljósir hagsmunir. Annað myndi skerða stórlega möguleika blaða- manna til fréttamiðlunar og verða þannig ritfrelsi því sem verndað er með stjórnarskrá lýðveldisins alvar- legur fjötur um fót. Hugsanlegir hagsmunir sem skylduðu til frávika frá þessari meginreglu væru alls ekki ftnnanlegir í þessu máli. Almannahagsmunir hafi hér á engan hátt verið fyrir borð bornir. Hins vegar séu augljósir hagsmunir almennings á því að hafa til sín upp- lýsingastreymi, ekki sízt þær sem upplýsingar um störf stjórnvalda séu trygging almennings fyrir réttum stjórntökum og til styrktar lýðræðinu i landinu og hemill á gjörræðislegar ákvarðanir og athafnir handhafa opinbers valds. Af tilefni sem lögmaðurinn telur gefið með því að krafizt sé svars um það, hver eða hverjir hafi talað við íbúa Kötlufells 11 og slökkviliðs- menn, spyr hann meðal annars, hvort það varði orðið við lög að blaðamenn Vigdís komin Gunnar Thoroddsen farínn Vigdís Finnbogadóttir forseti kom heim úr vel heppnaðri opinberri heimsókn til Danmerkur í gærdag. Tveir af þremur handhöfum forseta- valds tóku á móti henni á Keflavíkur- flugvelli, þeir Jón Helgason forseti Sameinaðs Alþingis og Björn Sveinbjörnsson forseti Hæstaréttar (mynd). Gunnar Thoroddsen var ekki viðstaddur, hann fór til Kaupmanna- hafnar i gærmorgun til að sitja þing Norðurlandaráðs sem hefst þar í borg í dag. Heimsókn forsetans til Dan- merkur hefur orðið tilefni meiri umræðu um fsland og f slendinga i Dan- mörku en elztu menn muna — og muna þeir þó sitt af hverju. Ekki sízt vakti athygli kryddsíldarfundurinn sem sýndur var í íslenzka sjónvarpinu í gær- kvöldi. Þær Vigdís og Margrét Alexandrína Þórhildur Ingiríður drottning þóttu standa sig með af- brigðum vel. Danir sjónvörpuðu beint frá fundinum og endursýndu filmuna einu sinni. Auk þess hafa ótal erlendar sjónvarpsstöðvar falazt eftir filmunni til sýningar. -ARH/DB-myndir Sig. Þorrl. geti snúið sér til almennings og spyrji um atburði sem hafa gerzt og menn kunna að hafa verið vitni að? Lögmaðurinn krafðist þess að um- getinn forstöðumaður trúarsafnaðar mætti fyrir sakadómi í morgun. Hafnaði dómari þeirri kröfu. -BS ÚrskurðurSakadéms Reykjavíkur; Blaöamenn J skyldaðirtil aðgefaupp heimildar- menn — úrskurðirnir kærðir til Hæstaréttar Með úrskurðum Sakadóms Reykjavíkur í morgun voru teknar til greina kröfur rannsóknarlögreglu- stjóra rikisins í þá átt, að blaöamenn DB, Atli Steinarsson og Ómar Valdi- marsson fréttastjóri, skyldu svara spurningum þeim um heimildarmenn sem krafizt var. Þegar í stað tilkynnti lögmaður þeirra, Skúli Pálsson hrl., að úr- skurðirnir yrðu kærðir og þeim skotið til Hæstaréttar íslands. Slík kæra úrskurðanna tveggja frestar framkvæmd og fullnustu. Dómari var Hjörtur Aðalsteins- son, ftr. yfirsakadómara. -BS. FHðsamlegt á Alþingi Friðsamlegt verður væntanlega á Alþingi næstu daga, meðan þing Norðurlandaráðs stendur. Fundir falla niður í dag, en hefjast aftur á morgun. Ætlunin er að taka fyrir þau mál sem litlum deilum valda, meðan svo margir þingmenn eru fjarstaddir á þingi Norðurlanda- ráðs. -HH. Slösuðust íBláf jöllum Tveir menn slösuðust talsvert í Bláfjöllum í gærdag. Kunnur skíða- maður var undanfari i braut og kom á mikflli ferð niöur brekku og í loftinu yfir hengju. Hengjan byrgði honum sýn, þannig að hann sá ekki mann sem stóð neðan hennar. Árekstur varð því ekki umflúinn. Maðurinn, sem stóð neðan hengjunnar fótbrotnaði illa og hinn skarst talsvert i andliti og missti tennur. Sjúkrabíll átti í nokkrum erfiðleikum með að komast, vegna mikils umferðaröngþveitis. Aðeins ein akrein er upp í fjöllin ’og mikill fjöldi skiðamanna á ferð í góðviðrinu ígær -JH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.