Dagblaðið - 02.03.1981, Qupperneq 3
3
DAGBLADID. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981._
Loðnuveiðar:
ALLTOF STORT STÖKK
—að fá aðeins að veiða helming þess sem við veiddumí fyrra
Sjómaður hringdi:
Ég vil gagnrýna skipulagið á
loðnuveiðunum ef skipulag skyldi
kalla.
Ég er á svokölluðu loðnuskipi. Nú
erum við komnir i höfn, búnir að
binda landfestar og er ekki útlit fyrir
að þær verði leystar á næstunni.
Það eru ca 14 stór loðnuskip sem.
ekki er hægt að nota til annarra
veiða. Þessi skip verða að deila
hinum takmarkaða loðnukvóta með
minni skipum sem snúa sér nú þegar
þau eru búin með kvótann sinn að
þorskveiðum.
Það sem ég vil gagnrýna er í fyrsta
lagi kvótinn fyrir skip eins og þetta
sem ég er á, það er allt of stórt stökk
að fá aðeins að veiða helming þess
sem við veiddum í fyrra.
í öðru lagi, að þegar við erum að
binda skip okkar við bryggju þá eru
minni skipin, sem hafa setið við sama
borð og við í loðnuveiðum, að skipta
yfirá troll.
Þetta verður sjávarútvegsráðuneyt-
•ið að taka með í reikninginn þegar
kvótaerúthlutað.
«C
Óli Óskars RE-175 er einn af stóru
loðnuskipunum.
DB-mynd S.
Raddir
lesenda
Karli flnnst gjaldmiðilsbreytingin
ganga erfiðlega fyrir sig.
Bjórinn
verði
seldur
f Ríkinu
1814—9990 skrifar:
Þegar rætt er og skrifað um hvort
selja eigi bjór hér á landi, koma and-
stæðingar bjórsölu alltaf með þær
mótbárur að tilkoma bjórsins muni
auka fyllirí hjá unglingum. Þetta
finnst mér reginfirra.
Bjórinn ætti auðvitað að selja í
áfengisverzlunum rikisins eins og
annað áfengi. Ég fæ ekki séð að bjór-
inn geti valdið meiri vandræðum en
léttvinið sem er selt þar nú. Þá geta
eingöngu þeir sem náð hafa tvítugs-
aldri keypt bjórinn og þá er ekki auð-
veldara fyrir unglinga að nálgast
bjórinn en sterk vin.
Skiptum alfarið yf ir f nýkr.
hættum að nota gkr,
Karl hringdi:
Það vekur athygli mína að þegar
verið er að tala um verðmæti í fjöl-
miðlum er nær alltaf notaðar gkr.
Þetta finnst mér ekki ná nokkurri átt,
við komumst aldrei yfir þessa gjald-
miðilsbreytingu ef það leggjast ekki
allir á eitt um að nota nýkr.
Ég vinn sjálfur i verzlun og finn
það vel hvað fólk er óöruggt, sérstak-
lega þegar um er að ræða hærri upp-
hæðir. Hundraðföldun krónunnar
hefur farið fram, og við verðum að
fara að sætta okkur við það.
Nýja sawnavélin, sem gerir alla saumavirmu auðveldari en áður:
NECCHI
siloiq
NECCHI SlLTJia saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga.
Með NECCHI S1LL7K3 saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum
teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna.
NECCHI S1LTJK3 saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir-
komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast.
NECCHI SllZJia saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem
nast fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafrrvel mjög þykk efni á
litlum hraða.
NECCHI SlLTJia saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því
sérlega létt í meðferð og flutningi.
Nákveemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi
NECCHI saumavéla.
NECCHI SlLTJia saumavélum fylgir nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald.
Útsölustaðir víða um land.
Einkaumboð á íslandi:
FÁLKIN N
Suðurlandsbraut 8 - sími 84670
Spurning
dagsins
Eru bakaðar bollur
á þínu heimili
fyrir bolludag?
Hjálmtýr Heiðdal auglýsingateiknari:
Já, stundum.
Haukur Vallýsson, nemi HI: Já, það er
að minnsta kosti reynt.
Anna Sigurðardóltir, starfsstúlka: Já,
það hef ur alltaf verið gert.
Hugrún Þorgeirsdótlir, húsmóðir m.m:
Það getur verið, ég hef nú eiginlega
hugsað mér það.
Sigurður Magnússon, vinnur hjá
Reykjavikurborg: Nei, það hefur
aldrei verið, enda er ég einn og hef
aldrei lagt úti mikinn bakstur.
Kristbjörg Gunnarsdóttir húsmóðir:
Já, það hefur alltaf verið gert.