Dagblaðið - 02.03.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
DB á ne ytendamarkað/
Og þá er það sprengidagsmaturinn...
Á morgun boröa allir yfir sig
Óhælt er að taka hressilega til matar sins á morgun, sprengidag. Saltkjöt og
baunir, það er réttur dagsins.
DB-mynd Sigurður Þorri.
Áttu vonágestum...
v
Binna-rækju-
kokkteill þykir
sérlega góður
Jóhanna í Keflavík hringdi til
okkar á Neytendasíðuna og sagðist
vera að leita sér upplýsinga um
rækjukokkteil sem birtist í viðtali í
Vikunni við Binna í Blómum og
ávöxtum. Hún sagðist lengi vel hafa
geymt þessa uppskrift þar sem hún
væri með afbrigðum ljúffeng, en nú
væri hún búin að tapa henni. „Mér
datt í hug þar sem þessi kokkteill var
mjög góður að Neytendasíðan gæti
birt hann og þar með gefið fleirum
kost á að reyna kokkteilinn,” sagði
Jóhanna.
Við fórum að sjálfsögðu strax á
stúfana, höfðum samband við Sigurð
Hreiðar ritstjóra Vikunnar og eftir
hálftíma hafði hann fundið hinn ljúf-
fenga Binna-rækjukokkteil. Og hann
er þásvona:
200 gr majones
1 msk. Mangó-chutney
ca 2 dl soðin hrisgrjón
400 gr rækjur
Chilisósa
salatblöð
harðsoðin egg
steinselja
Mangó-chutney hrært saman við
majonesið (hafið ekki stóra bita af
chutneyinu). Bætið hrísgrjónunum út,
í og síðan rækjunum. Bragðbætið
með Chilisósu. Síðan er þetta sett á
salatblöð og skreytt með eggjabát,
sítrónusneið og örlitlu af kavíar.
Fallegast er að nota kampavínsglös
undir rækjukokkteilinn.
Ef einhver vill vita í hvaða Viku
uppskriftin birtist skal þess getið að
það var í 52. tbl. 1976. -ELA.
í morgun hafa vafalaust margir
verið flengdir með vendi á meðan
þeir lágu í svefnrofunum í bólunum.
Þeir morgunglöðu með vendina hafa
siðan fengið að borða sig sadda af
rjómabollum. Á morgun borða menn
hins vegar yfir sig af saltkjöti og
baunum. Sprengidagur er þriðju-
dagur í föstuinngangi. Kaþólskar
þjóðir gera sér nokkra glaða kjöt-
kveðjudaga áður en fastan hefst.
Þrátt fyrir að við föstum ekki
næstu vikurnar hefur það jafnan
verið til siðs hér á landi að hafa salt-
kjöt og baunir á sprengidag og ein-
hvern tímann var það þannig að sá
sem sprakk fyrst fékk túkall að laun-
um.
Sjálfsagt kunna allir að elda salt-
kjöt og baunir, en yngstu húsmæð-
urnar eru kannski ennþá óklárar og
þess vegna birtum við hér uppskrift-
ina svo ekkert fari nú á milli mála á
morgun.
Hvernig eldum við
saltkjöt og baunir?
Leggiö svokallaðar hálfbaunir í
bleyti (þær eru þurrkaðar í pökkum)
strax í 'kvöld. í Hússtjórnarbókinni
segir að nota eigi 200 gr af baunum
og 1 1/2 1 af vatni. Baunasúpan þarf
aðsjóðaí 1 1/2 til 2 klukkustundir og
athugið að e.t.v. þarf að bæta vatni
út í svo baunirnar brenni ekki við.
Gott er að hafa rófur með og sjóða
þær í baununum og sjóða 2—3 bita
af kjötinu með i baunapottinum. Er
þá vissara að salta súpuna varlega.
Þá er laukur einnig ómissandi og er
hann skorinn þrisvar til fjórum
sinnum yfir, en ekki i sneiðar.
Það af saltkjötinu, sem ekki er
soðið með í súpunni, er soðið sér í
potti. Margir vilja hafa kartöflur í
Víðir, Starmýri 2
Kjötmiðstöðin
Laugalæk
Straumnes, Vesturbergi
Nóatún, Nóatúni 17
Melabúðin, Hagamel
Nesval, Melabraut
Kópavogur,
Hamraborg
Holtanaust,
Smárahvammi 2, Hf.
jafningi með saltkjötinu og sleppa þá
gjarnan baunasúpunni. Auðvitað er
ekkert til fyrirstöðu að hafa hvort
tveggjameð.
Hvert er verðið á
sprengidagsmatnum?
Við spurðumst fyrir í nokkrum
verzlunum hvert verðið væri á salt-
kjöti, rófum og baunum og virtist
það mjög svipað alls staðar. Eins og
sjá má er verðið nokkuð misjafnt á
baununum, en það gæti stafað af þvi
að tegundirnar eru ekki þær sömu.
Og hér kemur þá verðið:
Saltkjöt Rófur Baunir
32,05 5,60 5,95 pakki
32,00 5,50 2,60 poki
36,00 5,50 4,20 pakki
31,50 6,20 5,50 pakki
32,05 5,60 5,50 pakki
32,05 5,60 5,50 pakki
32,05 5,50 5,95 pakki
32,05 5,60 5,95 pakki
Afskorin blóm dásamleg en
fölna því miður f Ijótt
Skiptið oft um vatn í blómavösunum, það getur verið hinn
versti mengunarvaldur
Á dögunum barst mikið af blóm-
vöndum og skreytingum á heimilið
vegna stórafmælis. Það er dásamlegt
að hafa heimilið skreytt með afskorn-
um blómum. En því miður er sú
ánægja frekar skammvinn því
blómin fölna fljótt. Á tæpri viku
voru þau visnuð og þurfti að henda
þeim út. —
Að vísu voru það aðeins túlípan-
arnir og írisarnir sem voru visnaðir.
Við fleygðum jreim því en bjuggum
til nokkrar skreytingar úr því sem enn
var lifandi, tujugreinum, mímósu,
forsythiu og ilmgreinum. — For-
sythian og mímósan eru báðar með
gulum blómum. Þau síðarnefndu
fölna en blómin á fyrrnefndu grein-
unum verða smám saman græn og
duga þvílengur.
Benda má á að afar nauðsynlegt er
að skipta daglega um vatnið í blóma-
vösunum. Það mengast ótrúlega
fljótt og ekki er mikil prýði að grugg-
ugu vatni í blómavasa. Einnig er
hentugt aö skola blómleggina aðeins,
sérstaklega ef vatnið hefur náð að
fúlna.
-A.Bj.
Sýnishorn af tveimur skreytingum, sem við bjuggum til úr grænum jurtum, sem
lifðu eftir að afskornu blómin voru visnuð. I skreytingunni til vinstri er ekkert
nema tuja sem stungið er ofan f oasis. DB-myndir Bjarnleifur.
«
Visnuð blóm óhreinka mikið í kringum
sig. Þess vegna fórum við með eina
körfuna út á tröppur og hreinsuðum úr
henni þar. Blm. heldur á forsythiugrein
sem notuð var i aðra skreytingu. Gulu
blómin á henni verða smám saman að
litlum grænum blöðum, sem gefa
okkur talsverðan vorsvip i stofurnar
okkar á þessum langa vetri. — Að
sjálfsögðu geymum við körfurnar eftir
að búið er að fjarlægja blóma-
skreytinguna. Þær má nota undir
handavinnu, ávexti eða heimatilbúnar
blómaskreytingar, jafnvel nr
þurrkuðum blómunt!
/