Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 8

Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. (______________Erlent______________Erlent_______ Erlent Erlent _____________) Egyptar höfnuðu tilboði Israels Vikuritið Mayo, sem er málgagn stjórnarflokks Anwars Sadats, forseta Egyptalands, skrífaði í gær að Egyptar hefðu hafnað boði ísraelsmanna um verulega tilslökun til þess að binda enda á viðræður um sjálfstjórnarmál Palestíumanna. Blaðið segir að tilboðið hafi verið sett fram af landbúnaðarráðherra ísra- els, Ariel Sharon. Hafi hann flutt þetta boð sendiherra Egyptalands i fsrael ásamt með loforði um að viðræðunum yrði lokið áður en kosningar færu fram í ísrael í júní. Sharon tjáði sendiherranum Saad Mortada, að Menachem Begin, for- sætisráðherra ísraels, væri reiðubúinn að halda viðræðunum áfram og slaka verulega á fyrri kröfum ísraels. Lagt var til að viðræðunum yröi lokið í síðasta lagi 26. maí næstkomandi. Sharon lét þess ekki getið í hverju til- slökun ísraelsmanna væri fólgin. Stjórnvöld í Kairo munu hafa hafnað boðinu vegna þess að þau kærðu sig ekki um að dragast inn í kosningabaráttuna í ísrael. Viðræðurnar um sjálfstjórnarmál hinna 1,2 milijóna Palestínumanna sem búa á vesturbakka Jórdanár sigldu i strandífyrra. Sex bandarískir hemaðarráðgjafar til El Salvador. Hemaðaraðstoð Banda- ríkianna við stióm vador eykst enn Stjórn Ronalds Reagan hefur stigið skref I þá átt að auka hernaðaraðstoð viö E1 Salvador með þvi að senda sex hernaðarráðgjafa til þessa stríðs- hrjáða Mið-Amerfkurikis. Bandariskir hernaðarráðgjafar í E1 Salvador eru nú orðnir 25 talsins. Talsmaður bandariska utanríkisráðu- neytisins neitaöi að tjá sig um fréttir þess efnis að Bandaríkjastjórn hefði i hyggju að senda 30 hemaðarráð- gjafa I viðbót. Hann neitaði einnig aö staöfesta fréttir um aö Bandaríkin hygðust fljótlega veita E1 Salvador 25 milljónir dollara i aðstoð. William Dyess, talsmaður utan- rikisráðuneytisins, lagði áherzlu á að hernaðarráðgjafarnir sex myndu aðeins sjá um viðhald og þjálfun en ekki fara á vígvöllinn með hermönn- um stjórnar E1 Salvador. Stjórn Ronalds Reagan hefur ekki farið dult með þá fyrirætlun sína að auka efnahags- og hernaðaraðstoð viö stjórn E1 Salvador, sem á í blóð- ugu stríði við vinstrisinnaða skæru- liða. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að skæruliðarnir séu búnir vopnum frá stuðningsrikjum Sovét- ríkjanna, einkum Kúbu. Sovétmenn hafa neitað ásökunum Bandarikjamanna um að þeir sendi vopn til skæruliða I E1 Salvador. Bandarikjastjórn telur sig hafa lagt fram sannanir fyrír þvi að Sovétríkin og liðum. Á sfðastliðnu ári er talið að þrettán þúsund manns hafi fallið I El Salvador stuðningsrlki þeirra styðji við bakið á skæruliðum I El Salvador með vopnasend- og ekki hefur dregið úr mannfallinu það sem af er þessu ári. ingum. Myndirnar sýna vopn er stjórnarhermenn i El Salvador hafa náð af skæru- Afríkuríkin vilja algert viðskipta- bann á Suður-A fríku til að tryggja sjálfstæði Namibíu Svörtu Afríkuríkin munu í dag hefja baráttu fyrir þvi að algert viðskipta- bann verði sett á Suður-Afríku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman i dag til að fjalla um framtíð Namibíu (Suðvestur-Afríku). Afrikuríkin, sem eru orðin óþolin- móð vegna fjölmargra misheppnaðra tilrauna til að tryggja Namibíu sjálf- stæði, vilja að þingið krefjist tafar- lausra aðgerða öryggisráðsins. Leggja Afríkurikin til að þær verði í formi al- gers banns á Suður-Afríku, sem fer með völd í Namibíu I óþökk og á snið við samþykktir Sameinuðu þjóöanna. Búizt er við því, að ýmsir fulltrúar vest- rænna ríkja muni óska eftir meiri tíma til að koma vitinu fyrir stjórn Suður- Afríku með öðrum hætti. Erlendar fréttir Samið á N-Sjálandi Ríkisstjórn N-Sjálands hefur komizt að samkomulagi við verkalýðs- hreyfinguna i landinu um að binda enda á víðtæk verkföll sem staðið hafa ií landinu i eina viku. Til allsherjarverk- falls kom í landinu eftir að stjórnvöld létu handtaka nokkra verkfallsverði. Skæruliðar baska réðust á lögreglu Árás skæruliða baska á hóp lögreglumanna í eftirlitsferð í gær er áfall fyrir hófsamari baska, sem aöeins nokkrum klukkustundum áður höfðu án skilyrða óskað eftir vopnahléi. Þrír lögregluntenn særðust, einn af þeim alvariega, er skæruliðarnir vörpuðu sprengju að bifreið þeirra og skutu á hana úr vélbyssum fyrir utan Bilbao I gær. Skæruliðarnir eru taldir úr hópi öfgamanna innan aöskilnaðarhreyfingar baska, ETA. Þetta var fyrsta ofbsldisverk Baska frá þvi aö stjórnarbyltingar- tilraunin var gerð á Spáni síðast- liðinn mánudag. Sifelld hermdarverk baska vot u einmitt meginástæðan til bytlingartilraunar þjóðvarðliðanna, sem höfðu spænska þinghúsið á sínu valdi f sautján klukkustundir áður en þeirgáfust upp. Spænskir fjölmiðlar sökuðu að- skilnaöarsinna baska um að bera á- byrgð á stjórnarbyltingartilrauninni. Þessum ásökunum svaraði aðskilnaðarhreyfmgin með loforði um að gripa ekki til vopna nema herinn reyndi á ný að taka völdin eða að snúið yrði við blaði I sjálf- stjórnarmálum baska. Pólskir bændur á markafli. Ströng matarskömmtun í Póllandi: Dregið úr sykur- skammti Pólverja Pólska stjórnin minnkaði i gær sykurskammt landsmanna um helm- ing en kvaðst mundu auka kjöt- skammtinn í næsta mánuöi. Vegna hins gífurlega matvæla- skorts í landinu voru fyrirhugaðar viðræður við verkalýðsfélögin um tímabundna skömmtun á smjöri. Hin opinbera fréttastofa Póllands, Pap, segir, að áður boðuð kjöt- skömmtun muni koma til fram- kvæmda 1. apríl næstkomandi. Áætlunin um kjötskömmtunina, sem unnin er í samráði við verkalýðs- félögin, gerir ráð fyrir að sérhver full- orðinn Pólverji fái 3,5 kíló af kjöti og kjötvörum á hverjum mánuöi. Námumenn munu þó fá 5 kíló og börn milli tíu og tólf ára munu fá 2,7 kíló. Skömmtunin, sem verkamenn kröfðust, var ákveðin eftir mánaða- samningaþóf og hamstur sem bók- staflega tæmdi verzlanir af öllum matvörum. *

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.